Morgunblaðið - 08.10.2007, Side 15

Morgunblaðið - 08.10.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 15 Vantar frostlög? Fáðu áfyllingu af frostlegi með afmæliskorti Olís Þú færð afmæliskortið á næstu Olís-stöð. ● Valdi í Brekkukoti fer með gamanmál og gamanvísur, þenur nikkuna og stjórnar fjöldasöng. ● Tónmilda Ísland - einstök og hrífandi sýning um íslenska tónlist og náttúru. ● Staðarhaldari stýrir veislunni og fer með limrur milli mála. ● Tröllafossar eru upplýstir og nauðsynlegt að heilsa upp á tröllskessuna í klettinum. ● Íslenskt sveitastuð sett á fóninn og tilvalið að bregða undir sig betri fætinum. Forréttir: 1. Hátíðarsíld 2. Grafinn lax 3. Laxafiðrildi 4. Koníakslax í kryddostahjúpi 5. Laxamús með kavíar 6. Saltfisksalat 7. Grafið lamb 8. Villibráðarpaté 9. Tvítaðreykt hrátt hangikjöt með suðrænum ávöxtum 10. Bleikjubollur Aðalréttir: 1. Villikryddað jólalamb 2. Smjörsteikt kalkúnabringa 3. Léttreykt sykursaltað grísalæri 4. Innbakakaður villtur lax með rjómasoðnu grænmeti 5. Suðrænn jólasaltfiskur Meðlæti: 1. Brún villikryddsósa 2. Hunangsdijonsósa 3. Bljáberjasósa 4. Graflaxsósa 5. Rauðkál 6. Rauðrófur 7. Maísbaunir 8. Ferskt blandað salat 9. Waldorfsalat 10. Sykurbrúnaðar kartöflur 11. Rabbabarasulta 12. Rauðlaukssulta 13. Rifberjahlaup 14. Laufabrauð 15. Rúgbrauð 16. Jólabrauð Eftirréttir: 1. Súkkulaðikaka hússins 2. Jólaís með berjasósu 3. Konfekt 4. Sörur 5. Piparkökur 6. Kaffi Jólahlaðborð - Matseðill Matargerðin er metnaðarfull, staðbundin og heimalöguð, dagskráin er bráðskemmtileg og umhverfið allt einstakt. Reykjavík - Fossatún 88 km eða um 1. klst. akstur. Beygt er út af þjóðvegi 1 áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni inn á veg nr. 50 - Borgarfjarðarbraut sem liggur að Hvanneyri, Reykholti og Húsafelli. Fossatún er í um 18 km fjarlægð eftir að beygt er og blasir við þegar farið er yfir brúna á Grímsá Nánari upplýsingar í s. 433 5800 - www.steinsnar.is - www.fossatun.is Nóvember: 16, 17, 23, 24 og 30 ● 1., 7. og 8. desember Einnig hægt að panta aðrar dagsetningar fyrir stærri hópa 40-60 manns. ● Verð 4.900 kr. ● Borðapantanir í síma 433 5800 Á MORGUN verður þess minnst í Santa Clara á Kúbu og víðar að þá verða 40 ár frá því byltingamað- urinn og frelsishetjan Che Guevara var tekinn af lífi í Bólivíu. Che fæddist í Argentínu 14. júní 1928. Hann útskrifaðist sem læknir og gekk skömmu síðar í hóp skæru- liða Fidels Castros. Hann var höf- uðsmaður í byltingarher Castros, síðan bankastjóri eftir að Castro náði völdum á Kúbu og fljótlega ráðherra. Skömmu eftir aftökuna var gert veggspjald af Che og síðan hefur myndin af honum verið eftirsótt vara. „Það jafnast ekkert á við þetta,“ segir sýningarstjóri far- andsýningar með myndum af Che og bendir á að engin önnur ímynd hafi lifað eins lengi. Reuters Che Guevara minnst DAGBLAÐ herforingjastjórnarinn- ar í Búrma greindi frá því í gær að meira en helmingur þeirra sem hnepptir hefðu verið í varðhald vegna mótmæla hefðu verið látnir lausir. Þar á meðal nær 400 munkar. Hart hefur verið lagt að öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna að það bregðist við og fordæmi ástandið í Búrma á fundi sínum í dag. Frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi liggur fyrir tillaga þess efnis, þar sem þess er meðal annars krafist að öllum föngum verði sleppt. Þar á meðal pólitískum föngum eins og Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar og friðarverð- launahafa Nóbels. Á laugardag voru víða mótmæli til stuðnings mótmæl- endum í Búrma en þrátt fyrir víð- tækan stuðning við þá er talið líklegt að Kína og Rússland og jafnvel Indó- nesía vilji milda orðalag yfirlýsingar öryggisráðsins. Því er ekki sennilegt að til viðskiptabanns komi þó Banda- ríkin hafi hótað að hvetja öryggis- ráðið til slíkrar ákvörðunar. Munkarnir í klaustrin Dagblaðið í Búrma sagði að 2.171 maður hefði verið handtekinn og meira en helmingur þeirra hefði ver- ið látinn laus. Sérstaklega var tekið fram að nær 400 af 533 handteknum munkum hefðu verið sendir til klaustra sinna. Nær 400 munkum sleppt úr haldi PERVEZ Musharraf sigraði með miklum yfirburðum í forsetakjörinu í Pakistan á laugardag, en hæstirétt- ur landsins ætlar að skera úr um það fyrir 17. október hvort framboð hans samræmist stjórnarskránni og þar með hvort endurkjör hans hafi verið lögmætt. Deilt er um hvort hann megi vera bæði forseti og æðsti yf- irmaður hersins í Pakistan. Musharraf fékk 252 af 257 at- kvæðum í efri og neðri deild þings- ins. Wajihuddin Ahmed fékk tvö at- kvæði og þrjú voru ógild. Eftir að úrslitin voru ljós kallaði forsetinn eftir þjóðarsátt. Stuðnings- menn hans fögnuðu sigrinum, döns- uðu á götum úti og skutu upp flug- eldum. Hins vegar bar lítið á mótmælum við úrslitunum. Reuters Fögnuður Stuðningsmenn Pervez Musharrafs fagna sigri hans. Musharraf endurkjörinn GORDON Brown, forsætis- ráðherra Bret- lands, tilkynnti á laugardag að hann myndi ekki boða til kosninga í haust. Í viðtali við BBC í gær bætti hann um betur og sagði ólíklegt að almennar kosningar yrðu á næsta ári. Fyrir liggur að hann verður að boða til kosninga í síðasta lagi í maí 2010. Samkvæmt nýlegri skoðanakönn- un hefur dregið úr stuðningi við Verkamannaflokkinn en fylgi hans jókst eftir að Brown tók við embætt- inu í júní. David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, sagði hann hafa misst tökin og Menzies Camp- bell, leiðtogi Frjálslynda demókrata- flokksins, sagði að Brown hefði tekið hagsmuni flokksins fram yfir hags- muni þjóðarinnar. Forsætisráðherra sagði eina skoð- anakönnun ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína heldur hefði hann tal- ið að það væri betra fyrir kjósendur að þeir fengju meiri tíma til að kynna sér sýn hans varðandi land og þjóð. Boðar ekki til kosninga Gordon Brown

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.