Morgunblaðið - 08.10.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.10.2007, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING JOUNI Jáppinen, gullsmiður og fjöllistamaður frá Finn- landi, hefur opnað sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðu- stíg 5. Jouni útskrifaðist frá gullsmíðaskólanum í Lahti 1986 og stundaði framhalds- nám við Lista- og hönnunarhá- skólann í Helsinki, háskólann í Tampere og háskólann í Turku. Í fréttatilkynningu segir að Jouni hafi unnið mikið starf við að vinna járn úr mýrarauða og hlotið verðskuldaða athygli fyrir. Hann hefur meðal annarra verkefna tekið að sér að hanna skjaldarmerki fyrir sveitarfélög og aðra. Fjöllist Skartgripir og skjaldarmerki Eitt verka Jouni Jáppinen. NÝTT íslenskt tímarit um myndlist, Sjónauki, hefur hafið göngu sína. Að sögn útgefenda verður íslensk myndlist, um- hverfi hennar og tengd málefni aðalviðfangsefni blaðsins. Í Sjónauka verða greinar eftir innlenda og erlenda list- gagnrýnendur, heimspekinga, rithöfunda og listamenn. Í hverju tölublaði verður nýtt verk unnið af völdum lista- manni ásamt ítarlegri umfjöllun um hann. Rit- stjórar og stofnendur blaðsins eru Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal myndlist- armenn. Sjónauki mun koma út tvisvar á ári. Myndlist Nýtt tímarit um myndlist Nýtt tímarit. BÓKIN Ljóðmyndalindir eftir Gísla Sigurðsson er komin út hjá Skruddu. Í bókinni eru valin málverk höfundar frá árabilinu 1978-2007, auk ljóða hans sem flest eru nýlega ort, eða nýlega fullgerð. Í frétta- tilkynningu frá forlaginu segir að um sé að ræða tilraun í þá veru að halda málverkasýn- ingu án þess að hengja mynd- irnar upp í sýningarsal, en gefa út á bók og hugsa meðfylgjandi ljóð sem aukabónus til handa þeim sem telji sig unnendur ljóða. Myndir og ljóð tengj- ast en eiga þó að geta staðið ein og sér. Bókin er 112 blaðsíður. Bækur Myndir og ljóð í Ljóðmyndalindum Gísli Sigurðsson Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÞÝSKI listamaðurinn A. Paul Weber stofnaði ásamt fleirum tíma- ritið Wiederstand (Andspyrna), ár- ið 1933 þar sem lýst var andstöðu við nasismann og birti Weber þar meðal annars teikningu þar sem þýska þjóðin marserar ofan í fjöldagröf með hakakrossfánann á lofti. Fyrir þessa forspá sína var hann fangelsaður árið 1938 og sat inni í hálft annað ár. Árið 1976 hélt hann svo stóra yfirlitssýningu á verkum sýnum á Kjarvalsstöðum og það var þá sem Ríkharður Valt- ingojer kynntist honum. Það leiddi seinna til þess að Ríkharður bjó á heimili Webers í eitt ár og lærði þar litógrafíu (steinþrykk). Að komast inn í samfélagið Í kjölfarið kenndi Ríkharður litógrafíu í Myndlista- og hand- íðarskóla Reykjavíkur og seinna LHÍ. En árið 1985 flutti Ríkharður ásamt konu sinni, Sólrúnu Friðriks- dóttur listakonu, til Stöðvarfjarðar. Þar búa þau enn og í lok sept- ember opnuðu þau þar Grafíksetrið þar sem áðurnefndur Weber (sem lést árið 1980 í hárri elli) er einn af tuttugu listamönnum hvers verk verða sýnd. „Ég ákvað að bjóða vinum mínum,“ segir Ríkharður. „En þar sem ég þekki nánast alla grafíklistamenn Íslands með einum eða öðrum hætti ákvað ég að bjóða erlendum vinum mínum sem og þeim íslensku sem standa mér næst,“ segir hann og bætir við að yfirlitssýning á verkum íslenskra listamanna bíði betri tíma. Sýningarhald verður þó ekki eini tilgangur Grafíksetursins. Helsta markmið þess er að halda vinnu- stofur með listamönnum sem og að bjóða nemendum af svæðinu að koma og reyna sig við vinnslu graf- íkmynda. Bæði munu grunnskóla- nemendur koma í heimsókn og þá verður náin samvinna við myndlist- ardeild Menntaskólans á Egils- stöðum. Ríkharður og Sólrún hafa áður haldið sumarvinnustofur á Stokks- eyri en upphaf hugmyndarinnar að setrinu má þó rekja aftur til ársins 2004. „Þá fékk ég frábært starf í Kristiansand í Noregi við að byggja upp ristastórt grafíksetur. Það var 800 fermetra stórt og við höfðum nóga peninga. En þetta snerist ekki bara um prentun og það að koma vinnustofum og sýn- ingum í gang, þau vildu komast inn í samfélagið sjálf eins fljótt og hægt var. Þá byrjaði ég að vinna með skólum og nemendum þeirra, en áður hafði ég unnið nær ein- göngu með listamönnum. Það voru haldin opin hús og við unnum með öllum grunnskólum. Þarna sá ég hvað var hægt að gera ef viljinn var fyrir hendi,“ segir Ríkharður sem hugsar sér að yfirfæra þessar norsku hugmyndir í smærri mynd yfir á Grafíksetrið á Stöðvarfirði. Unnið með skólum Í setrinu verður unnið með skól- um á Fjarðabyggðarsvæðinu, Breiðdalsvík, Djúpavogi og Egils- stöðum. Sú dagskrá fer þó ekki í gang af fullum krafti fyrr en eftir áramót, en nú geta áhugasamir fengið smjörþefinn á sýningunni sem stendur fram yfir miðjan mán- uðinn. Ríkharður Valtingojer hefur opnað glæsilegt Grafíksetur á Stöðvarfirði Vilji er allt sem þarf ÞAÐ er ekki vitað hvenær og hvern- ig kynni listmálarans Vincents van Gogh og kollega hans Émile Bern- ard tókust, en talið er að þeir hafi kynnst í mars 1886, skömmu eftir að van Gogh flutti frá Antwerpen til Parísar. Alltént varð þeim vel til vina. Af þeim 800 sendibréfum sem vitað er til að Van Gogh skrifaði um sína daga, eru 22 rituð til Bernards, frá desembermánuði 1887 og fram í nóvember 1889. Morgan-safnið í New York, þar sem flest þessara bréfa eru varð- veitt, hefur nú sett upp sýningu á bréfum van Goghs til Bernards, en þau hafa ekki komið fyrir almanna- sjónir í 70 ár. Sýningin ber yfir- skriftina: Málað með orðum, sendi- bréf Vincents van Gogh til Émile Bernards. Á sýningunni eru 22 myndverk sem tengjast bréfaskrift- unum eða eru í bréfunum. Spurningar listamannsins Í sýningarskrá segir að bréfin sýni dæmigerð samskipti lista- manna, og þar sé skrifað um margt það sem listamaðurinn glímir við í vinnu sinni, bæði praktíska hluti og stóru spurningarnar sem hafi haft mikla þýðingu fyrir alla list eftir daga van Goghs. Þar er einnig að finna þau orð sem Bernard sjálfur hafði um bréfin frá listamanninum: „Þarna eru þau, iðandi af lífi, og í þeim skynjar maður hann allan.“ Sendibréfin þykja ekki síst for- vitnileg fyrir það sem van Gogh skrifar um eigin list, jafnt og um hversdagslega hluti. Í bréfi sem hann sendi Bernard 18. mars 1888, mánuði eftir að hann flutti til Arles í Suður-Frakklandi, og rúmum mán- uði eftir að Bernard hafði komið í heimsókn til Theo bróður van Goghs og hengt þar upp nokkrar japanskar eftirprentanir, skrifar Van Gogh: „Ég lofaði að skrifa þér, og verð að byrja á því að segja þér að þessi hluti heimsins virðist mér jafn fagur og Japan, vegna þess hve umhverfið hér er tært og skýrt og litirnir glaðlegir.“ Í Arles átti van Gogh eftir að mála mörg sín fræg- ustu verk, og mörg þeirra eru ein- mitt af þeirri náttúru sem hann lýsti svo í bréfinu til Bernards. Kíkt í bréf van Gogh Van Gogh Blekteikning úr bréfi sem Émile Bernards fékk og skrif- að var í Arles árið 1888. Lýsingin myndar þríhyrnt rými sem endar í stórum stáldyrum á bakvegg. Sóðalegur mat- salur fyrirtækis í stóru húsi. Gólfið er yfir- fljótandi í plastumbúðum utan af mat. Þar standa ruslatunna, stóll, skápur. Stílfærðir, formfastir munir úr regnskógaviði. Er hér verið að tefla saman andstæðunum: Yfirborði og innihaldi, menningu og tilfinningu? Tvær manneskjur koma á svið. Stúlkan Una (Sólveig Guðmundsdóttir) hefur séð mynd í blaði af manninum Ray (Pálmi Gests- son) sem hún þekkti þegar hún var tólf ára. Nú fimmtán árum síðar er hún komin langan veg til að heimta af honum að þau ræði sam- eiginlega fortíð þeirra. Af hverju hann sem þá stóð á fertugu, hljópst á brott með henni með hræðilegum afleiðingum fyrir þau bæði? Og hún lokar hann inni með sér í ruslinu. Refsiengillinn er mættur. Vaða þau nú í gegnum ruslið svo við hreinsumst af aristó- telískum hætti? Um það má ekkert láta uppi. Það er djarft af kvenfélaginu Garpi og Sól- veigu Guðmundsdóttur að kaupa þetta verk David Harrower til sýningar. Þó við höfum á undanförnum árum séð verk eins og Oleanna eftir David Mamet og Hver er Sylvia eftir Edward Albee þarsem settar eru spurningar við afstöðu menningar okkar til kynferð- ismála þá er er gengið skrefi lengra í Svört- um fugli. Harrower tekur fyrir stærra tabú og fyrir útfærslu sína á því hefur hann verið margverðlaunaður. Það er líka djarft af Sólveigu, leikkonu með svo litla reynslu, að taka að sér þetta flókna hlutverk sem gerir ákaflega miklar kröfur. En það var líka gleðilegt fyrir þá sem hafa bundið vonir við Sólveigu að sjá eftir að nokkuð vandræðalegu upphafi lauk, kraft- mikla túlkun hennar á réttlátri reiði, harmi, óöryggi, ástríðu og hvernig hún lyfti fram tólf ára gamalli stúlkunni. Pálmi Gestsson dró líka ákaflega vel upp mynd af beygðum manni í felum, hinum seka, sem telur sig hafa rétt úr kútnum og vill ekki á sig falli blettur né hrukka - og verst ástríðufullum hefndarenglinum í lengstu lög. Hann sýnir okkur hins vegar aldrei brot af manni sem hugsanlega hafi getað haft þau áhrif á tólf ára gamla stúlku að hún hlypist á brott með honum. Og það er ekki gott fyrir framvindu sýningarinnar. Leikstjórinn, Graeme Maley sem einnig hefur skapað umgjörðina, vinnur afskaplega stílhreint og fallega í rýminu. Hann fylgir oftast vel eftir þeim krafti og hraða sem er í textanum og undirstrikar hvörf með áhrifamiklu inngripi tónlistar Brian Docherty sem notar þagnir skemmti- lega. Í hraðanum, stundum, afhjúpast þó að Maley talar ekki íslensku. Ber mest á því í upphafi þegar brotnar setningar, orð sem eru merkingarlaus streyma úr munnum leik- aranna, einkum Sólveigar, þar verður kol- röng hrynjandi óþægileg. Einhvern veginn finnst mér líka, þó ég þekki ekki textann nógu vel til að geta fullyrt það, að hann hefði getað verið djarfari í sýn sinni, hug- myndaríkari. En ef til vill er ég hér í þeirri vörn er okkur hættir til að hlaupa í þegar skyggnst er inn í þá afkima sálarinnar sem við allajafna forðumst að ræða. Það er hins vegar ætíð heilsusamlegt að hætta hugsun sinni út fyrir þann ramma sem menning samfélagsins setur. Og það er svo sannarlega gert hér, spurningum er varpað upp sem erfitt er að svara. Vonandi leiðir það til gefandi umræðu. Viðfangsefnið eitt og sér ætti að nægja til að fólk streymi í leik- húsið. Menning og tilfinningar Morgunblaðið/Sverrir Átök Svartur fugl tekur fyrir stórt tabú. LEIKLIST Kvenfélagið Garpur og Hafnarfjarðarleikhúsið Höfundur: David Harrower. Þýðing: Hávar Sig- urjónsson. Leikstjóri: Graeme Maley. Leikmynd: Graeme Maley. Búningar: Eva Vala Guðjónsdóttir Tónlist: Brian Docherty Lýsing: Garðar Borgþórsson. Leikarar: Pálmi Gestsson, Sólveig Guðmundsdóttir. Hafnarfjarðarleikhúsið 6.október, 2007, kl. 20. Svartur fugl María Kristjánsdóttir Í HNOTSKURN » Ásamt A. Paul Weber eruÞjóðverjarnir Júlía Oschatz og Nicolia Dudek með verk á sýningunni. » Norskir listamenn eru áber-andi en verk eftir Kjell Nupen, Per Fronth, Åke Berg, Sol, Lars Løken, Ida Lorenzen og Siri verða til sýnis. » Þá sýna Spánverjinn Luis,Færeyingurinn Kari Svens- son, Tékkinn Zdenek Patak og Svíarnir Björn Bredström og Christine Lindeberg. » Loks eru Valgerður Hauks-dóttir, Pétur Behrens, Mar- ietta Maissen, Ragnar Óskarsson og Sólrún Friðriksdóttir fulltrú- ar Íslendinga. Áhorfendaverk „Stóri viðburðurinn“ er litógrafíumynd eftir þýska listamanninn A. Paul Weber sem var nasistum þyrnir í augum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.