Morgunblaðið - 08.10.2007, Page 21

Morgunblaðið - 08.10.2007, Page 21
í byggingameistarann dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eft- ir mánuð án þess að nokkuð ger- ist í átt að betrumbót. Nú eru góð ráð dýr. Það er bú- ið að eyða aleigunni í „drauma- húsið“, sem engan veginn stenst þær væntingar, sem um var sam- ið. Hvað er þá til ráða og hver er réttur kaupandans? Kröfur um gæði og búnað Þegar fólk stendur frammi fyrir húsnæðiskaupum stendur valið um nýtt eða gamalt. Þegar menn velja að kaupa nýtt húsnæði um- fram það, sem er eldra á mark- aðnum, er sú hugsun gjarnan of- arlega í kollinum að með því fríi fólk sig frá viðhaldi, að minnsta kosti fyrstu árin. Það getur því verið afskaplega hvimleitt, tíma- frekt og kostnaðarsamt að lenda í vanefndum af hálfu verktaka. Almennt séð telst fasteign göll- uð ef hún ekki stenst kröfur um gæði, búnað og annað sem leiðir af lögum um fasteignaviðskipti og kaupsamninga. Kaupandi má m.ö.o. ganga út frá því að eign hafi bæði þá sérstöku eiginleika eða notagildi sem um hefur verið samið auk þess sem hún á að hafa þá almennu eiginleika og nota- gildi sem fasteignir af þeirri gerð og aldri sem um ræðir hafa. Þótt þessi atriði séu ekki tilgreind í samningi hefur það ekki þau réttaráhrif að kaupandi geti ekki byggt á að þau séu til staðar, ef forsendur til þess eru taldar vera fyrir hendi. Litið er til ýmissa at- riða við mat á því, einkum þess sem farið hefur á milli samnings- aðila, sem er í kynningargögnum um fasteignina, kaupverðsins og fleira. „Það er engum vafa undirorpið að ný hús eiga að vera 100% gallalaus,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, lögfræðingur og for- maður Húseigendafélagsins og bætir við að málum vegna galla í nýbyggingum hafi í fyrsta lagi fjölgað vegna þess að meira sé byggt auk þess sem hraði, pressa og takmarkaður tími sé fylgi- fiskur óvandaðri verka. Í þessu samhengi hafi líka verið nefndar sem skýringar misvandaðar fjöldaframleiddar húseiningar úr ýmsum áttum og fákunnátta er- lendra iðnaðar- og verkamanna í íslenskum stöðlum, kröfum, reglum, vinnubrögðum og veð- urfari. Vælukjóar og frekjudósir Lagalegur réttur þeirra, sem kaupa af aðila, sem byggir og sel- ur eignir í atvinnuskyni, er mjög ríkur, og þeir sem kaupa nýtt húsnæði geta gert miklar kröfur. „Nýjar eignir eiga vitaskuld að halda vatni og vindum og vera óaðfinnanlegar. Lög slá skjald- borg um lágmarksrétt kaupanda og leyfa ekki samninga um lakari rétt. Oftast er það öllum fyrir bestu að seljandi bæti úr göllum. Slíka kröfu á kaupandi ef seljandi hefur byggt eign. Seljanda ber að fram- kvæma fullnægjandi úrbætur á sinn kostnað fljótt og vel. Oft reynir á heimild kaupanda til að halda eftir af kaupverðinu og skuldajafna gallakröfu á móti kaupsamningsgreiðslum. Þetta er mikilvægt úrræði, en vand- meðfarið. Oft mikla kaupendur réttarstöðu sína og meinta galla og nota vafasamar og umdeildar kröfur til að réttlæta stöðvun á greiðslum og hafa djarftækir kaupendur farið flatt á því. Sumir byggingaraðilar mæta málaleitunum kaupenda vegna galla með litlum fögnuði. Slíkir aðilar líta á kaupendur sem væ- lukjóa og frekjudósir sem tefji og trufli vinnandi menn á meðan aðr- ir eru ábyrgir og leysa málin áður en í óefni er komið.“ Draga frekar taum seljenda Sigurður segir að þó fasteigna- sölum beri, lögum samkvæmt, að vera á hlutlausu svæði milli kaup- enda og seljenda, sé tilhneiging þeirra sú að standa öflugri vörð um hagsmuni seljenda en kaup- enda þar sem þeir þiggi laun sín frá seljendum. Fasteignasalar geti því verið í erfiðri stöðu við að gæta hagsmuna beggja aðila þeg- ar þeir eigi mikið undir við- skiptum eins byggingaraðila. Viðskipti með húsnæði í smíð- um eru flóknari og viðsjármeiri en viðskipti með eldra húsnæði því þar reynir meira á færni, staðfestu og árvekni fasteignasala gagnvart hagsmunum kaupenda. „Menn kaupa þá og borga gjarn- an eftir teikningum og hástemmd- um tölvugerðum glansmyndum af draumaeigninni, sem í reynd er óbyggt vonarhús með fögrum lof- orðalýsingum. Þarna leynast hættur á hverju horni og þarna er aðgátar þörf.“ Allir aðilar hagnast á sættum Að sögn Sigurðar leysast flest mál áður en að dómsstigi kemur, en séu málin stál í stál er venjan sú að kalla til dómskvadda mats- menn, sem meta „meinta“ galla. Stundum verða sættir á grund- velli matsins, en algengara er að málin haldi áfram fyrir héraðs- dómstólum. „Réttarstaða kaup- enda í málum þessum er góð þó erfitt, dýrt og tafsamt geti verið að sækja þau. Sé dæmt kaupanda í vil, á hann rétt á svokölluðum vanefndaúrræðum í formi skaða- bóta, afsláttar eða samningsrift- unar ef um stóra galla er að ræða. En verst er þegar saman fara gallar og slæm fjárhagsstaða byggingaraðila því ef bygging- araðilinn siglir í þrot sitja kaup- endur oft eftir með sárt enni. Gallamál eru allt í senn, þung, erfið og dýr og þess vegna er mjög brýnt að reyna til þrautar að sætta mál áður en hagsmunir aðila grafast undir kostnaðinum. Þegar svo málum loks lýkur eftir ár og daga tapa yfirleitt báðir að- ilar fjárhagslega, líka sá sem stendur upp úr sem hinn glæsti lögfræðilegi sigurvegari, segir Sigurður Helgi. join@mbl.is 100% gallalaus Í HNOTSKURN » Gallamálum vegna nýrrafasteigna fer sífellt fjölg- andi. » Langflest gallamál leys-ast án þess að koma þurfi til kasta dómstóla. » Gera má ríkar kröfur tileiginleika og gæða nýrra eigna og því geta kaupendur slíkra eigna átt fullt tilefni til að athuga réttarstöðu sína ef eitthvað misjafnt kemur í ljós. » Flestir annmarkar koma íljós fljótlega eftir að flutt er inn og áður en gengið er frá afsali og lokagreiðslu. Kaupendur geta þá átt rétt til að krefjast úrbóta eða haldið eftir greiðslum, sem nema tjóni þeirra. Gallamál eru allt í senn, þung, erfið og dýr og þess vegna er mjög brýnt að reyna til þrautar að sætta mál áð- ur en hagsmunir aðila grafast undir kostnaðinum. daglegt MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 21 Bæna- og helgistundir eru haldnar öll miðvikudagskvöld, kl. 20.15 í Bahá'í miðstöðinni, Öldugötu 2, Reykjavík. Húsið opnað kl. 19.45. Allir velkomnir. Bænir og ritningar allra trúarbragða. Bahá'í samfélagið í Reykjavík www.bahai.is Helgistundir í Bahá'í Miðstöðinni Grafhýsi Bahá'u'lláh, stofnanda bahá'í trúarinnar, í Bahjí nálægt borginni 'Akká í Ísrael, er helgasti staður bahá'ía á jörðinni WWW.N1.IS BÍLAMOTTUR Við eigum fjölbreyttasta úrvalið í aukahlutum fyrir bílinn; bílamottur, farangursbox, þurrkur, sætisálæði og margt fleira. N1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200 F í t o n / S Í A þessa flóknu persónuleika, sem kettir eru. Þroskaðir menn Soffía fékk Pílatus í jólagjöf í fyrra en hafði ekki haldið ketti síð- an hún fór að búa sökum ofnæmis hjá börnunum hennar en hún segir pabba sinn hafa verið mikinn kattavin. „Ég hefði ekki trúað því hvað þetta er gaman. Pílatus sefur í bæli á gólfinu inni hjá okkur hjónum og svo þegar klukkan hringir á morgnana hoppar hann upp á bringuna á mér og býður mér góðan daginn, og við kelum pínulítið.“ Hann skilji þó ekki al- veg í helgunum, hann liggi bíðandi og gefi frá sér smáskrimt öðru hverju, tilbúinn að fara á stjá við minnstu hreyfingu eigandans. „Hann er bráðgáfaður segi ég allt- af en börnin mín hálfmótmæla því, ég segi þau smáafbrýðisöm því hann er orðinn aðalnúmerið! Svo eru barnabörnin náttúrlega númer eitt af mannfólkinu.“ „Maðurinn minn hefur hins veg- ar fundið skýringuna á því hvers vegna ég heillast svona af Guð- mundi gamla. Ég vinn á hjúkr- unar- og elliheimilinu Hrafnistu og hann segir að ég heillist af þrosk- uðum mönnum.“ Reyndar segir hún kettina sína oft bera á góma í vinnunni, þegar aðrir tali um börnin sín. „Ég legg nýjustu afrek kattanna til málanna. Fólk er að- eins farið að gera góðlátlegt grín að því hvað ég tek kattahaldið al- varlega,“ segir hún og skemmtir sér greinilega jafn vel og viðhlæj- endur. Samskipti Guðmundar og Pílatusar einkennast nú af því að sá yngri sækir í þann eldri, sem er svolítið þreyttur á þessum pöru- pilti, og veit líka betur. Kannski mætti túlka kattasamfélagið á heimili Soffíu eilítið dýpra en góð- látlegar kattaerjur: Eru úthverfin að vinna miðbæinn? Soffía hefur svarið á reiðum höndum: „Já, eða æskan að vinna ellina.“ BARNSHAFANDI konur sem eru með mjög lágt kólesteról gætu verið í meiri hættu á að eignast fyrirbura, eftir því sem segir á fréttavef BBC. Nýleg rannsókn leiddi í ljós tengsl á milli þess að konur hafi á meðgöngu mjög hátt kólesteról og aukinnar hættu á fyrirburafæðingum, sömu áhrif mjög lágs kólesteróls komu hins vegar á óvart. Fyrirburafæðingar auka mjög hættu á ýmsum heilsu- farsvandamálum barns og því full ástæða til að rannsaka þessi mál. Fyrirburar eru líklegri en önnur börn til að glíma við lungna- og hjartavandamál, blindu, heyrnar- leysi og námserfiðleika. 1.000 konur í Suður Karólínu og nýfædd börn þeirra tóku þátt í rannsókninni. Í ljós kom að 5% kvenna með hefðbundið kólester- ólmagn eignuðust fyrirbura, 12% kvenna með hæsta kólesterólið og 21% þeirra sem voru með mjög lágt kólesteról. Einnig kom í ljós að höfuð barna þeirra kvenna sem voru með mjög lágt kólester- ólmagn var minna. Stjórnandi rannsóknarinnar, dr. Max Muenke sagði frekari rannsókna þörf til að staðfesta niðurstöðurnar. Þó megi fullyrða að eðlilegt magn kólester- óls hjá konum, bæði fyrir og eftir fæðingu, skipti miklu fyrir heilsu barnsins. Tengsl fyrir- burafæðinga og of lágs kólesteróls Reuters Fyrirburar Meiri hætta á að þair þurfi að glíma við heilsufarsleg vandamál sem og námserfiðleika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.