Morgunblaðið - 08.10.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.10.2007, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í FRÉTTUM Ríkissjónvarpsins á sunnudaginn var fjallað um ásetn- ing þeirra sem stunda höfuðbeina- og spjaldhryggj- armeðferð um að lækna einhverfu. Ég vakti athygli á þessum skottulækningum í Morgunblaðinu og var kallaður í viðtal sama dag. Ber að þakka Ríkissjónvarpinu framtakið þótt menn hafi verið heldur gír- ugir til klippinganna. Stanley Robinson hélt því fram í frétta- tímanum að með léttri snertingu (sem er ekki nema u.þ.b. 5 g samkvæmt öllum bókum um þessa meðferð) mætti færa í lag aflagaðan efsta hryggj- arlið í fólki. Þegar það hefur verið gert opnast fyrir blóðstreymi til heilakjarnans og þá gerast krafta- verkin. Einhverft barn eða ungling- ur læknast, horfist í augu við þig, tjáir sig og tekur upp eðlileg sam- skipti við annað fólk. Það ögrar almennri skynsemi svo ekki sé meira sagt að láta sér detta í hug að létt snerting yfirborðs húð- ar hafi einhver áhrif á liði, taugar, blóðflæði til heila eða ástand heila- og mænuvökva eins og þessi skottu- læknir ímyndar sér og heldur fram upp í opið geðið á upplýstum al- menningi. Að sjálfsögðu kemur þetta ekki heim og saman við neitt sem við vitum um líffærafræði. Þegar þessi ágæti maður var spurður um efasemdir fagmanna um gildi lækningaaðferða hans sneri hann öllu á haus. Hann benti þeim sem efast á að opna hug sinn og reyna að afsanna fullyrðingar hans. Hér er sönnunarbyrðinni snúið við. Þeir sem halda því fram að ein- hver meðferð hafi lækningagildi þurfa að færa fyrir því rök og hafa fyrir því ein- hverjar heimildir úr rannsóknum sem hægt er að leggja mat á. Allt skynsamt fólk gerir sér grein fyrir því að þannig verður það að vera. Annars þyrftu vísindamenn að eyða öllum sínum tíma í að afsanna og hrekja hind- urvitni í stað þess að prófa eitthvað sem hefur hugsanlegt gagn og gildi. Í fréttatíma Ríkissjónvarpsins kom einnig fram að Stanley þessi Robinson ætlar að vera svo örlátur að halda fyrirlestur yfir foreldrum einhverfra barna alveg ókeypis. Hvers vegna snýr hann sér að for- eldrum einhverfra barna? Hvers vegna reynir hann ekki að sann- færa lækna og sálfræðinga sem bera ábyrgð á þjónustu við þessi börn og foreldra þeirra? Maður skyldi halda að þessar stórkostlegu nýjungar ættu erindi til þeirra! Skýringin á þessum undarlega for- gangi er einföld. Grillufangara þessum þykir mestu skipta að blekkja fólk og búa til eftirspurn handa þeim sem hann þóttist vera að „kenna“ núna um helgina. Þegar þetta fólk hefur féflett foreldra ein- hverfra barna og unglinga verður það vafalaust tilbúið til að borga fyrir dýrara námskeið eftir áramót- in. Til dæmis um aðferð höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnunar til að laga lesblindu. Við getum hlegið að þeirri grillu að það sé allra meina bót fyrir stríðalda Íslendinga að fljúga til Póllands og kúka í umsjá lækna í hvítum sloppum. Það er ekki nokk- ur leið að hlæja þegar loddari kem- ur fram, tekur hóp fólks í læri og sendir það út af örkinni til að hafa foreldra barna með þroskafrávik að féþúfu. Skottulæknir í sjónvarpi Pétur Tyrfingsson skrifar um þær fullyrðingar að höf- uðbeina- og spjaldhryggj- armeðferð geti m.a. læknað einhverfu » Það ögrar almennriskynsemi að láta sér detta í hug að létt snert- ing yfirborðs húðar hafi einhver áhrif á liði, taugar, blóðflæði til heila eða ástand heila- og mænuvökva … Pétur Tyrfingsson Höfundur er sálfræðingur á geðsviði Landspítala, formaður Sálfræðinga- félags Íslands og stundakennari í sál- fræði við Háskóla Íslands. ÞUNGLYNDI er einn dýrasti sjúkdómur á heimsvísu. Með- ferðin ein og sér er ekki svo dýr þegar þunglyndi er borið saman við aðra langvinna sjúkdóma; mesti kostnaðurinn verður til vegna röskunar á félagslegri virkni. Þar vega þyngst neikvæð áhrif á vinnugetu; minni afköst en ella, tíðar veikinda- fjarvistir og jafnvel algjör óvinnufærni um tíma. Minnkuð af- köst hafa neikvæð áhrif á afkomu við- komandi, á afkomu þess sem hann/hún vinnur fyrir og að lokum er það samfélagið allt sem tapar, að ótöldum þeim kostnaði sem ekki reiknast til fjár, vegna þjáninga sem fylgja þunglyndi, fyrir þann veika og umhverfi hans. Nú skyldi maður ætla að það væri einfalt mál að draga úr þessum kostnaði, meðferð á að skila árangri. Þar koma upp ýmis vandamál. Það er niðurstaða þeirra sem vel þekkja til, að þunglyndi er mjög vangreint, jafnvel þó viðkomandi leiti sér að- stoðar vegna heilsuvanda, en það er ekki alltaf raunin. Verulegur hluti þunglyndra fær því ekki meðferð, aðrir löngu eftir að sjúkdómurinn hefur lagst á með fullum þunga. Eftir að meðferð er byrjuð er hún stundum ónóg, og brottfall úr meðferð getur verið töluvert. Rannsóknarniðurstöður í almennu heilsugæslunni hafa sýnt, að til að vinna gegn þessu má með reglubundinni eftirfylgd heilbrigðisstarfsmanns tryggja meiri skilvirkni, jafnvel með stuttu símtali öðru hvoru eftir að meðferð er hafin. En betur má ef duga skal. Ný- lega hafa birst niðurstöður úr mjög athyglisverðri tilraun til að gera meðferð þunglyndis enn skilvirkari. Tilraunin var gerð við bandarískar aðstæður, en þar semja veitendur og greiðendur um magn og fyr- irkomulag þjónustu. Í stuttu máli, þá var um mjög stórt verk- efni að ræða, sem var unnið í samvinnu nokkurra stórfyr- irtækja, trygginga- félags sem sérhæfir sig í tryggingum á geðröskunum og vís- indamanna við Har- vard-háskólann. Skimað var fyrir þunglyndi meðal starfsmanna fyr- irtækjanna og eins voru ýmsir vinnutengdir þættir metnir. Þeim sem greindust með þunglyndi var boðin meðferð. Helmingur þeirra var hvattur til að leita sér hefð- bundinnar meðferðar (til heilsu- gæslu, sérfræðinga í geðrösk- unum, lyfja- og/eða samtalsmeðferð). Hinn helming- urinn fékk hefðbundna meðferð auk reglubundinnar eftirfylgdar símleiðis í formi hvatningar til að fylgja eftir meðferð um leið og lagt var mat á árangur. Ef þörf krafði voru meðferðaraðila veittar upplýsingar um stöðu og jafnvel ráð um hvernig gera mætti með- ferðina skilvirkari. Niðurstöður voru athyglisverð- ar. Þar sem eftirfylgdinni var beitt varð árangur marktækt betri í sex og 12 mánaða mati. Þunglyndiseinkenni voru minni en hjá þeim sem enga eftirfylgd fengu og unnar vinnustundir marktækt fleiri, allt að tvær fleiri vinnuvikur á ársgrundvelli. Vinnufærni er aðeins einn þátt- ur í almennum lífsgæðum sem raskast í þunglyndi, en þar sem vinnufærni er mikilvægur hluti sjálfsmyndar flestra þá end- urspeglar hún færni á öðrum sviðum, eins og í fjölskyldu- hlutverki og í tengslum við aðra. Þessi rannsókn hefur sýnt fram á gildi þess að virk hvatning til að taka þátt í meðferð og eft- irfylgd skilar meiri bata en ella. Enn er eftir að meta hvort eft- irfylgd í þessu verkefni hafi svar- að kostnaði. Flest bendir til að svo sé, því fyrir utan kostnað við skimun og greiningu þá fór ekki mikil vinna í eftirfylgdina sjálfa. Linun þjáninga ein og sér er líka grundvallaratriði í meðferð, óháð kostnaði. Spurningin er því á hvern hátt hægt er að gera greiningu og meðferð þunglyndis á Íslandi enn skilvirkari. Forvarnarverkefnið Þjóð gegn þunglyndi hefur staðið fyrir margvíslegri fræðslu fyrir fagfólk og almenning til að gera fólk meðvitaðra um þunglyndi og nauðsyn skilvirkrar meðferðar. En alltaf má gera betur. Það væri áhugavert að skoða hvort hægt er að taka upp þá leið sem að ofan er lýst og laga hana að íslenskum aðstæðum með sam- vinnu sjúklinga, meðferðaraðila og aðila sem líta mætti á sem faglegan umboðsmann greiðanda. Að auka skilvirkni í meðferð þunglyndis Högni Óskarsson skrifar um læknismeðferð á þunglyndi »Meðferðin ein og sérer ekki svo dýr þeg- ar þunglyndi er borið saman við aðra lang- vinna sjúkdóma; mesti kostnaðurinn verður til vegna röskunar á fé- lagslegri virkni. Högni Óskarsson Höfundur er geðlæknir og hefur verið formaður forvarnarverkefnis land- læknis, Þjóð gegn þunglyndi und- anfarin ár. HEFUR hratt vaxandi áfeng- isneysla á Norðurlöndum leitt til þess að heilsutjón og annar skaði af völd- um áfengis hafi aukist í sama mæli? Svörin við þessari spurningu er að finna í enskri útgáfu tímaritsins NAT, Nordiska alkohol- og narko- tikatidskrift (2007, Vol. 24, Supple- ment) en þar birtust nýlega nið- urstöður úr norrænum rannsóknum á sambandinu á milli áfengisneyslu og tjóns af völdum áfengis. Verkefnið var unnið að frumkvæði NAD, nor- rænu rannsóknamið- stöðvarinnar í vímu- efnamálum. Markmið rannsóknarverkefn- isins voru að kanna hvort tjón af völdum áfengis hefði aukist í kjölfar aukinnar áfeng- isneyslu á Norð- urlöndum, rannsaka þróunina í hverju landi fyrir sig og bera saman áfengistengd vandamál á milli landanna. Rann- sóknin náði til tímabils- ins 1990 til 2004 og rannsóknargögnin voru sótt í op- inberar skýrslur hjá hagstofum land- anna, afbrotatölfræði, heilbrigð- isskýrlsur og rit einstakra rannsóknarstofnana. Niðurstöðurnar eru óvæntar og hafa vakið nokkra at- hygli. Misræmi milli þróunar áfeng- isneyslu og áfengistengds tjóns Í Finnlandi og Danmörku er greinilegast að heildarneyslan og tjónið fylgjast að. Í Danmörku hefur áfengisneysla lengi verið mikil (11-12 lítrar) og tíðni áfengisvandamála há og þetta samband hefur haldist óbreytt. Í Finnlandi hefur vaxandi áfengisneysla frá 9 í 10,5 lítra í lok tí- unda áratugarins leitt til þess að tíðni allra áfengistengdra vandamála hef- ur hækkað. Áfengisneysla í Svíþjóð hefur verið nokkuð stöðug, en hefur þó aukist síðustu ár (úr 8 í 10 lítra) einkanlega í Suður-Svíþjóð. Í þeim landshluta hefur tjón af völdum áfengis aukist meira en annars staðar í Svíþjóð svo að þar er samræmi á milli vaxandi áfengisneyslu og meiri skaða. Í Noregi hefur áfengisneysla aukist (úr 6,4 í 7,5 lítra) en áfeng- istengd dánartíðni hefur þróast í öf- uga átt. Ein skýring á þessari lækkun getur verið tæknilegs eðlis vegna færri krufninga og ónákvæmari greininga á dánarorsökum. Önnur skýring kann að vera sú að heild- arneyslan hefur vaxið vegna auk- innar neyslu léttra vína, sem hafi leitt til skaðlausari drykkjusiða eins og að drekka vín með mat. Norsk af- brotatölfræði sýnir á hinn bóginn að ofbeldi og handtökum vegna ölvunar hefur fjölgað svo og sjúkrahúsvist- unum. (Sjá töflu) Á tímabilinu frá 1988 til 2004 jókst áfengisneysla á Íslandi úr 4,6 lítrum í 6,7 lítra af hreinu áfengi á hvern íbúa 15 ára og eldri. Þessi 46% aukning er hraðari og meiri en í hinum lönd- unum. Þess vegna hefði mátt búast við því að heilsutjón og annar skaði af völdum áfengis ykist á svipuðum hraða. Sú tilgáta stenst ekki því að niðurstöður voru þær að á tímabilinu dró úr ofbeldisbrotum, ölvunarakstri, slysum af völdum ölvunaraksturs og ölvun á almannafæri. Eina undantekningu er að finna frá hinni al- mennu þróun því að árið 2000 fjölgaði ofbeld- isbrotum, ölvunarakstri og ölvun á almannafæri, þegar afgreiðslutími veit- ingahúsa í Reykjavík var gefinn frjáls. Tíðni áfeng- istengdra sjúkdóma og dánartíðni var stöðug eða lækkaði lítillega á rann- sóknartímabilinu. Meginskýringin á því að ofan- greindum áfengistengdum vanda- málum hefur ekki fjölgað hér á landi í takt við aukna áfengisneyslu er líklega víðtækt AA-starf og umfangsmikil áfengismeðferð. Árið 2004 höfðu 6,4% þjóðarinnar farið í meðferð vegna vímuefnavandamála hjá SÁÁ. Sama ár var fjöldi AA-funda kominn yfir 300 svo að mörg þúsund manns sækja reglulega AA-fundi. Ef ekki hefði ver- ið fyrir AA-starf og meðferð er senni- legt að fleiri einstaklingar hefðu greinst með áfengistengda sjúkdóma og dáið af þeirra völdum. Heildarneysla áfengis og stórneytendur Þótt aukning heildarneyslu áfengis leiði ekki samstundis og sjálfkrafa til sömu þróunar á öllum meinsemdum, sem áfengi getur haft í för með sér, álykta höfundar rannsóknanna að ástæða sé til að gera ráð fyrir mark- tæku sambandi á milli heildarneyslu og tjóns af völdum áfengis. Ef áfeng- isneysla hér á landi myndi minnka drægi væntanlega úr áfengistengdum vandamálum og þörf fyrir meðferð. Vaxi áfengisneyslan og nýir neyslu- hópar auka áfengisneyslu sína eru lík- ur á að stórneytendum fjölgi eins og staðfest hefur verið í fjölda rannsókna. Þar sem stórneytendum er hætt við heilsutjóni og félagslegum vanda- málum af völdum áfengis má búast við heildaraukningu skaðans þegar til lengri tíma er litið. Einnig má gera ráð fyrir hærri tíðni stórdrykkju eða lotu- drykkju þegar heildarneysla áfengis eykst, sem eykur hættuna á bráðum áfengisvandamálum eins og ofbeld- isverkum og slysum. Sveiflur í áfengis- neyslu og tjón af völdum áfengis Hildigunnur Ólafsdóttir fjallar um vaxandi áfengisneyslu á Norðurlöndunum Hildigunnur Ólafsdóttir » Ástæða er til aðgera ráð fyrir marktæku sambandi á milli aukinnar heildarneyslu áfeng- is og tjóns af völdum áfengis þótt sam- bandið rofni tíma- bundið. Höfundur er dr. philos. í afbrotafræði og hefur starfað við áfengisrann- sóknir um árabil. Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð Heildarneysla Stöðug Fyrst minnkandi, síðan vaxandi Vaxandi Vaxandi Stöðug, vaxandi síðustu ár, sérstaklega í S-Svíþjóð Dánartíðni Stöðug Fyrst stöðug, síðan hækkandi Stöðug Minnkandi Stöðug, hækkandi í S- Svíþjóð Sjúkrahúsinnl. v. undir- liggjandi áfengistengdra sjúkdóma Nokkur fjölgun Fjölgandi Fækkandi Fjölgandi Stöðug, fjölgandi síðustu ár Tíðni afbrota og afskipta lögreglu Breytil. Fyrst lækkandi, síðan hækkandi Lækkandi Hækkandi Breytileg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.