Morgunblaðið - 08.10.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 08.10.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 23 NÝLEGA fréttist af nokkrum veiðifélögum sem voru snarlega reknir heim úr laxveiðiá vegna þess að þeir voru staðnir að því að beita ormum við veiðarnar. Mennirnir vissu að ormaveiði væri bönnuð í ánni en stóðust bara ekki freist- inguna. Veiðifélagarnir þessir voru ekki aðeins reknir heim úr ánni, heldur munu þeir hafa verið settir í 3ja ára veiði- bann hjá leigutak- anum, SVFR. Sumum kann að finnast þessi viðbrögð SVFR harka- leg og viðurlögin ströng. Einn brott- reknu félaganna lýsir þannig viðbrögðum veiðivarðar og SVFR, að hann hafi verið „tek- inn af lífi án dóms og laga“. Sá hinn sami kvaðst alsaklaus af ákærunni, enda hreinn flugu- veiðimaður og hafi auk þess ekkert vitað af ormanotkun veiðifélaga sinna. Skoðum málið betur. Fyrir um tuttugu árum hefði orm- afréttin áðurnefnda ekki getað orðið til hér á landi. Þá mátti veiða með ormum í flestum laxveiðiám lands- ins. Veiðimenn notuðu ýmist orma, spúna, devona eða flugu – og sumir sitt á hvað. Og flestir voru sáttir. En þó ekki allir. Erlendir laxveiðimenn höfðu og hafa yfirleitt haft óbeit á ormaveiðum Íslendinga og hafa sumir þeirra hreinlega barist gegn ormaveiðinni. Fleiri og fleiri íslensk- ir laxveiðimenn sneru sér að flugu- veiði þegar fram liðu stundir og þar kom að ormaveiðimenn á Íslandi voru hreinlega litnir hornauga – og þá sérstaklega þeir veiðimenn, sem sóttu í mokveiði fyrstu ormadagana eftir flugutímabilin í ánum. Þannig má með sanni segja að ormanotkun við laxveiði á Íslandi hafi fyrst og fremst þurft að víkja fyrir sjón- armiðum erlendra veiðimanna – sjón- armiðum sem fóru gegn ormanotkun við laxveiði og samtímis einnig gegn drápi á veiddum löxum. Nú er svo komið, að búið er að banna orma í flest- um klassísku lax- veiðiám landsins og þeim ám fjölgar stöð- ugt þar sem bannað er að drepa laxana vilj- andi. Skertur veiði- réttur og sífellt strang- ari veiðireglur eru nú „lex loci“ í flestum betri laxveiðiám hér á landi. Og því má spyrja: Er þetta rétt þróun? Eru einhver við- urkennd raunvísindi sem réttlæta ormabann og kröfur um sleppingar? Byggist hvort tveggja á einhverjum staðreyndum? Ekki mér vitanlega. Ég tel hins vegar að þessi sífellt skertari veiðiréttur laxveiðimanna byggist fyrst og fremst á trú og til- finningum – trú og innfluttum skoð- unum. Ekki á vísindum. En hvað með það. Reglur eru reglur. Og þær skal auðvitað virða. Og það verður að vera samræmi í þeim, þótt þær orki tvímælis. Ef menn vilja banna dráp á veiddum laxi, þá er líklegast alveg rökrétt að banna líka orm- aveiði. Þess vegna er fluguveiðin að verða aðalreglan. Gott og vel. Flug- an er allavega jafn gjöful og orm- urinn og skerðir því ekki aðalspenn- una – veiðilíkurnar. En aftur að aftökunni „án dóms og laga“. Hvort sem honum líkar betur eða verr fylgir alvöru veiðimaður alltaf sett- um veiðireglum við veiðar. Alltaf. Al- vöru veiðimaður notar ekki orm, þar sem aðeins má nota flugu. Og þá skiptir engu, hvað honum finnst um reglurnar. Og flestir alvöru veiði- menn vita líka oftast, hvað aðrir veiðifélagar aðhafast á bakkanun – og þá sérstaklega þegar reglur eru brotnar og stolist er í orminn. Og jafnvel þótt góður veiðimaður vissi ekkert til afbrota félaga sinna yrði hann einfaldlega samsekur fé- lagsskapnum – félagsskap sem hann væri hluti af og bæri því ákveðna samábyrgð og eignaðist þannig rétt- mætan hlut í glæpnum og þeirri smán að vera rekinn úr ánni – með óþekktarormunum. Af ormétinni æru Gunnar Ingi Gunnarsson skrif- ar um laxveiði og óskráð lög laxveiðimanna » Alvöru veiðimaðurnotar ekki orm þar sem aðeins má nota flugu. Og þá skiptir engu hvað honum finnst um reglurnar. Gunnar Ingi Gunnarsson Höfundur er læknir og veiðimaður. ÞAÐ má með sanni segja að sumir Íslendingar séu haldnir fó- bíu á hæsta stigi gagnvart þeim fáu „villtu“ dýrum sem búa hér á eyju og í miðunum um kring. Mönnum höldnum óútskýr- anlegri drápsfýsn og hatri á saklausum skepnum með jafnan tilverurétt og þeir sjálfir, eins og til að mynda selum, máfum og refum, er gert hátt undir höfði í fjöl- miðlum, sér í lagi sneplum eins og Fréttablaðinu og hinu enn þynnra Blaði. Í Fréttablaðinu 19 sept. sl. var t.d. birt mynd af stoltri „refa- skyttu“ með byssu í hönd og tvö sjáv- arspendýr sem hann hafði drepið, „óvænt“ þegar hann „var bara að gamni“ að kíkja eftir gæsum. Það má með sanni segja að þessi einstaklingur eyði ekki tíma sínum til einskis þegar óheppin dýr verða á vegi hans. En Móðir Náttúra er sem betur fer farin að taka í taumana á þess- um testósteron drápsmaskínum, sem þykjast vita betur en hún hvernig halda eigi jafnvægi í lífrík- inu, en samkvæmt nýjum vísinda- rannsóknum hefur komið í ljós að Y-litningum fer fækkandi hægt og sígandi í mannkyninu. Glæpir karl- dýrsins af Homo Sapiens-ætt gegn náttúrunni og dýraríkinu og sér í lagi gegn kvenkyninu um allan heim í árþúsundir munu því bless- unarlega hverfa með aðgerðum náttúrunnar gegn þessum væsk- ilslega litningi, sem þrátt fyrir nægan tíma til að sanna að hann væri ekki bara einhver mistök, hefur öld eftir öld klúðrað til- verurétti sínum algerlega. Fátt er fyrirlitlegra en sport- veiðimenn, yfirleitt karlar og víst einhverjar afvegaleiddar kerlur, sem ryðjast inn á heimili þessara dýra og án nokkurrar miskunnar drepa þau með köldu blóði. Rétt- lætingar þessa fólks eru með ólík- indum: þetta eru náttúrudýrk- endur að njóta náttúrunnar og þess sem hún hefur að „gefa“ þeim, eða: önnur dýr en mann- skepnan eiga engan rétt á að drepa sér til matar, sér í lagi ef þessi dýr á einhvern hátt eru álitin „taka“ frá mönnunum það sem þeir telja sinn eignarrétt. Refurinn er fyrsti landneminn og enginn „vargur“ fyrr en óttaslegnir æðad- úns-bændur ruddust inn á land- svæði þeirra. Þessir bændur ættu að taka tillit til fyrsta landnemans og gera samning við refina í byggðarlaginu um samvinnu rétt eins og indíánar gerðu samning við allar lifandi verur á því landi sem þau lifðu á. Þeir deildu með sér æti og því sem náttúran skóp þeim sameiginlega. En þar sem hvíti maðurinn telur allt lífríki og ver- urnar sem búa í því dautt og sál- arlaust hvort eð er, jafnvel sjálfan sig, er varla von að af slíkum sam- skiptum muni nokkurn tíma verða. Aðalæti mávsins sandsílið er horfið sökum þess að æti þess, þörungar o.fl. smádýr, hefur horfið eftir linnulausar botvörpuveiðar. Máv- urinn kemur í borgina til þess að tjá okkur að ekki er allt með felldu við miðin okkar, að við höfum raskað jafnvægi náttúrunnar og að lífríkið þjáist fyrir gjörðir okkar. Hvað gera menn við þessi skilaboð? Skjóta að sjálfsögðu sendi- boðann. Ég hvet þessa byssuglöðu ein- staklinga að byrja að ígrunda af alvöru gjörðir sínar, orsök og afleiðingu þess að brjóta gegn lögmáli náttúrunnar, sem þrátt fyrir hugarfar flestra þessara and- hetja, réð manninn aldrei til þess að drottna yfir lífinu á jörðunni, en skóp hann til jafns við aðrar lifandi verur á þessu til- verustigi. Byssumenn, leggið niður dráps- tólin og lærið að hugleiða. Í hug- leiðslu munuð þið komast í tengsl við hjarta ykkar og sál og kær- leikur og skilningur á öllu lifandi fylla upp í það tómarúm sem hefur dregið ykkur út á þessa blindu miskunnarlausu braut. Enginn þarf að fara út að skjóta sér til matar lengur, hundruð þúsunda lamba, kálfa, svína og hænsna eru drepin til átu árlega, frystiskápar og verslanir fullt af mat. Sport- veiði er ómanneskjuleg iðja í þess- um heimi í dag þar sem dýr og gróður hafa aldrei fyrr í jafn óhugnanlega miklum mæli átt und- ir högg að sækja af mannanna völdum. Ísland er hluti af hinum stærri heimi. Reynum að sigrast á hinum ævagamla fjanda andlegs frelsis, átthagafjötrunum. Með virðingu fyrir ykkar æðra sjálfi sem veit betur, Að skjóta sendiboðann Sportveiði er ómanneskjuleg iðja segir Lára Marteinsdóttir Lára Marteinsdóttir » Byssumennog aðrar af- vegaleiddar sál- ir, hættið að réttlæta dráps- fýsn ykkar sem náttúrudýrkun og lærið að hug- leiða. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og kennari. TÁKNMÁLSVIÐMÓT er spilun á táknmáli sem birtist til dæmis á heimasíðu. Myndskeiðið inniheldur þýðingu af lesnu máli yfir á táknmál á heimasíðunni. Velflest fyrirtæki eiga heimasíður og ís- lensk fyrirtæki eru af- ar framsýn og vilja kynna þjónustu sína og margan annan fróð- leik á heimasíðu sinni. Það er hverju fyr- irtæki afar mikilvægt að heimasíða þess sé vel aðgengileg öllum sem um síðuna fræðast og hvað fyrirtækið hef- ur að upp á að bjóða. Á undanförnum ár- um hefur færst í vöxt að fyrirtæki láti gera aðgengispróf- anir á heimasíðum sínum og eftir þær prófanir hefur í flestum til- fellum verið bætt inn möguleikum til að auka aðgengið svo sem lesblind- ustillingum og/eða stækkun á letri svo dæmi séu nefnd. Táknmáls- viðmót er enn einn möguleikinn sem bæst hefur við í að gera síðuna að- gengilegri og er hann skilgreindur sem eitt af þeim atriðum sem upp- fylla þarf í vottun á aðgengi undir Forgangi 3. Það er fyrirtækið Sjá ehf. (www.sja.is) sem sér um að- gengisprófanir og útgáfu gæðastaðla í aðgengisvottun á heimasíðum. Gott er að hafa í huga að Forgangur 1 er það lágmark sem sett er fram varð- andi aðgengi að vefjum. Í Forgangi 2 eru gerðar meiri kröfur um aðgengi og í Forgangi 3 eru háar kröfur gerðar um aðgengi heimasíðunnar. Táknmálsviðmót kemur til með að auka aðgengi táknmálsnotenda hér- lendis. Táknmálsnotendur treysta að stórum hluta á upplýsingar sem þeim eru sagðar á táknmáli. Ástæð- an fyrir því er að lesskilningur þeirra er minni en gengur og gerist, meðal annars vegna þess að tákn- málið var ekki talið sjálfsagt í grunnskólakennslu þeirra fyrr á ár- um. Málfræði íslenskunnar er þeim þungur baggi að eiga við þegar kem- ur að því að skilja íslenskuna til fulls. Þess vegna er táknmálið þeirra haldreipi til að skilja til fulls og nema það sem sagt er á heimasíðum. Tákn- málsviðmót kemur því til móts við tákn- málsnotendur er varðar aðgengi af lesnu máli á heimasíðu. Þannig full- nægir það þörf þeirra að fræðast um sam- félag sitt og hvað er um að vera. Tryggingamiðstöðin setti upp táknmáls- viðmót á heimasíðu sinni í lok síðasta árs (www.tm.is). Að sögn Önnu Ingibergsdóttur, vefstjóra TM, var TM fyrst fyr- irtækja á Íslandi til að fá vottun fyr- ir forgang 2 og upp frá því var stefnt að því að allt efni vefsins yrði að- gengilegt og í því sambandi styttist nú í að TM fái vottun fyrir forgang 3. Er það liður í að gera TM vefinn að- gengilegan öllum. Táknmálsnotendur nota netið mikið til að afla sér upplýsinga og til að fræðast. Möguleikar við uppsetn- ingu táknmálsviðmóts á heimasíðum eru því óendalegir. Það má hugsa sér þannig að vilji maður að allir geti nálgast efnið og numið þann fróðleik sem þar er að finna ætti að vera unnt að setja upp táknmálsviðmót. Tákn- málsviðmót einskorðast ekki bara við þjónustufyrirtæki heldur geta allir aðilar eins og til að mynda söfn sem hafa frá sögu að segja, hags- munasamtök/stofnanir með upplýs- ingar um efni varðandi heilsu, lífstíl, fjármálafyrirtæki, stjórnsýslan, skólar og fleiri sett upp táknmáls- viðmót á heimasíðum sínum. For- varnarverkefni sem hafa mik- ilvægan boðskap að bera til allra landsmanna mættu sérstaklega kanna möguleika á að setja upp táknmálsviðmót og hafa það þar með sem sjálfsagt aðgengistæki í að miðla upplýsingum. Það er einn- ig hægt að hafa táknmálsviðmót á mynddiski einum og sér. Táknmáls- viðmótið sjálft er sett upp á heim- síðunni í nánu samstarfi við ábyrgð- armann vefjarins sem verið er að vinna fyrir og því er komið þannig fyrir að auðvelt sé að nálgast tákn- málsviðmótið í fullu samhengi við þann texta sem þýddur hefur verið. Hægt er að merkja við textann með sérstöku táknmálsmerki sem smellt er á og þá byrjar mynd- skeiðið að spila táknmálsþýð- inguna. Að sjálfsögðu er hægt að fá táknmálsmerkið í þeim litum og eru fyrir á síðunni. Þýðing af lesmáli yfir á táknmál er sögð á hlutlausan hátt en samt sem áður eru blæbrigði textans lát- in halda sér og réttar áherslur sagðar á þeim stöðum sem fram eiga að koma. Þýðingin sjálf er því mikill ábyrgðarhluti af hálfu þýð- andans/táknarans til að tryggt sé að allt sem fram á að koma úr text- anum komist rétt til skila. Fyrirtækið Táknmál ehf (www.taknmal.net) var stofnað nú í vor og sérhæfir sig í þýðingum af lesmáli og annast táknmálsviðmót að öllu leyti hvað varðar stærð, form, bakgrunn og uppsetningu. Einnig veitir fyrirtækið ráð varð- andi það hvaða hluta heimasíðu er best að taka fyrir sem táknmáls- viðmót. Upptökur á myndskeiði og eftirvinnslu í tölvutækt form annast svo fyrirtækið Kapital ehf (www.kapital.is) . Táknmálsviðmót –Bætir upp- lýsingaaðgengi á heimasíðum Sigurlín Margrét Sigurð- ardóttir skrifar um táknmáls- viðmót Sigurlín Margrét Sigurðardóttir » Táknmálsviðmótkemur til með að auka aðgengi tákn- málsnotenda hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Táknmáls ehf. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.