Morgunblaðið - 08.10.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.10.2007, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKILVÆGUR FUNDUR Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-flokksins koma saman til mik-ilvægs fundar í dag. Þar má gera ráð fyrir að þeir ræði og taki hugsanlega afstöðu til grundvallarat- riðis í rekstri fyrirtækja í eigu borg- arinnar, í þessu tilviki Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. hvort slíkt fyrir- tæki eigi að takmarka sig við þá þjón- ustu við borgarbúa sem það var stofn- að til að inna af hendi eða hvort það eigi að að taka þátt í áhættufjárfest- ingum einkaaðila á erlendri grund. Þetta grundvallaratriði hefur lítið, sem ekkert verið rætt á opinberum vettvangi. Bæði Orkuveitan og fleiri orkufyrirtæki í opinberri eigu hafa í vaxandi mæli tekið þátt í starfi einka- aðila á þessu sviði. Orkuveita Reykjavíkur hefur gerzt aðili að Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy hefur gerzt hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja sem er myndarlegt fyrirtæki sem hefur verið í eigu sveitarfélaga. Eftir því sem þessi mynd hefur orð- ið skýrari er ljóst að það eru marg- vísleg og flókin vandamál sem tengj- ast því að opinber fyrirtæki og einkafyrirtæki rugli saman reytum sínum með þessum hætti. Sameining Reykjavík Energy In- vest og Geysis Green Energy er að mati Morgunblaðsins skynsamleg ráðstöfun og tækifærin til uppbygg- ingar í öðrum löndum, ekki sízt á sviði jarðvarma, eru mikil. Það er hins veg- ar ekki verkefni þjónustufyrirtækja sveitarfélaga að taka þátt í slíkri starfsemi. Þeirra hlutverk er að veita íbúum viðkomandi sveitarfélaga þjónustu. Til þess voru þau stofnuð. Ef starfsemi þeirra er orðin svo arð- bær að peningarnir safnist upp er ljóst að fyrirtækin eiga þá að lækka verð á þjónustu sinni til almennings. Þessi grundvallarmál munu borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ræða á fundi í dag. Ákvörðun þeirra mun ekki aðeins hafa áhrif á það hvernig málefni Orkuveitunnar og Reykjavík Energy Invest verða afgreidd. Held- ur má búast við að ákvörðun þeirra hafi mikil áhrif á stefnumörkun Sjálf- stæðisflokksins til þessa grundvallar- atriðis á landsvísu. Það er eðli lýðræðisins að álitamál af þessu tagi þarf að ræða á opinber- um vettvangi áður en ákvarðanir eru teknar. Það hefur ekki verið gert að nokkru marki. Hins vegar má segja með sanni að lýðræðið virki með sannfærandi hætti í þessu máli innan borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki á hverjum degi að al- mennir borgarfulltrúar þess flokks rísi upp gegn ákvörðunum borgar- stjóra Sjálfstæðisflokksins. Það hef- ur gerzt í þessu máli en jafnframt er ljóst af samtali sem Morgunblaðið átti við borgarstjóra og birtist hér í blaðinu sl. laugardag að hann hefur verið tilbúinn að breyta um stefnu þegar honum varð ljós afstaða ann- arra borgarfulltrúa flokksins. HERNÁM ÍRAKS Ímyndið ykkur að Írakar mynduráðast inn í Bandaríkin og íraskur hermaður kæmi á skriðdreka eftir götu í Bandaríkjunum, veifaði byss- unni sinni framan í fólk, hótaði því og réðist inn í hús og setti þar allt á ann- an endann. Myndir þú sætta þig við það? Þess vegna getur enginn Íraki sætt sig við hernámið. Þetta eru eðli- leg viðbrögð.“ Þannig farast orð ein- um af viðmælendunum, sem koma fram í heimildarmyndinni Meeting Resistance. Myndin var ein af þremur myndum um Írak, sem sýndar voru á Alþjóð- legri kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem lauk í gær. Höfundar myndar- innar, Molly Bingham og Steve Conn- ors, ræddu við fólk, sem tekið hefur þátt í andspyrnunni gegn hernámi Bandaríkjanna í Írak. Í henni gefst tækifæri til að heyra sjónarmið, sem sjaldan fá að koma fram á Vestur- löndum. Styrkur myndarinnar er meðal annars fólginn í að raddir við- mælendanna ráða för. Þegar horft er á mynd af þessum toga vakna alltaf spurningar um það hversu trúverð- ugir viðmælendur séu, en höfundarn- ir gerðu sitt besta til að koma í veg fyrir að reynt yrði að blekkja þá, meðal annars með því að leita við- mælenda eftir ólíkum leiðum svo að þeir gætu ekki borið saman bækur sínar áður en viðtölin fóru fram. Margar spurningar vakna um inn- rásina í Írak þegar horft er á mynd- ina. Oft er ástandið í Írak rakið til þeirra mistaka, sem Bandaríkjamenn gerðu eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli, allt frá því að bregðast þeirri grundvallarskyldu sinni að gæta öryggis almennra borgara og stofnana í landinu og einkum og sér í lagi höfuðborginni eftir að þeir voru komnir til valda til pyntinganna í Abu Ghraib og ákvörðunarinnar um að leysa upp íraska herinn. Ekkert af þessu skiptir hins vegar máli hjá við- mælendum Bingham og Connors. Þeir hefðu hafið andspyrnu þótt ekk- ert af þessu hefði gerst. Einnig vekur athygli áhersla við- mælendanna á að þeir berjist fyrir þjóð sína og föðurland. Þeir ítreka að sjíar og súnníar séu svo tengdir inn- byrðis að þeir myndu ekki taka þátt í borgarastríði. Það sé hins vegar í þágu Bandaríkjamanna að sá fræjum óeiningar milli þeirra hópa, sem byggi landið. Þeir leggi áherslu á að draga mörk milli ólíkra hópa og það beri einfaldlega vanþekkingu þeirra á Írak vitni. Bandaríkjamenn bera ábyrgð á ástandinu í Írak og máli skiptir hvernig þeir skilja við. En þeim hefur áður orðið á í messunni í greiningu á ástandinu í Írak. Tryggir áframhald- andi herseta að ástandið versni ekki eða mun blóðbaðinu linna þegar Bandaríkjamenn fara? George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt að kveðji hann herinn heim nú muni blóðsúthellingarnar hefjast fyrir al- vöru í landinu. Viðmælendurnir í myndinni segja að slík bræðravíg muni ekki fylgja í kjölfarið. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Landsvirkjun stefnir að þvíað hleypa vatni úr Háls-lóni í aðrennslisgöngKárahnjúkavirkjunar til stöðvarhúss í Fljótsdal eftir hálfan mánuð og keyra fyrstu vélina á vatni í síðasta lagi um miðjan nóv- ember nk. Í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að fyrsta vél af sex yrði gangsett með vatni í apríl sl. vor. Þá var hún hins vegar keyrð upp þurr og álveri Alcoa Fjarðaáls séð fyrir 100 MW af orku, eins og um hafði verið samið, til að gang- setja smám saman fyrstu kerin yfir fjögurra mánaða tímabil. Vangaveltur hafa verið uppi um kostnað Landsvirkjunar vegna tafa, annars vegar gagnvart Alcoa Fjarðaáli og hins vegar ítalska verk- takafyrirtækinu Impregilo, sem byggt hefur meirihluta Kára- hnjúkavirkjunar. Leitt hefur verið getum að því að seinkunin muni kosta Landsvirkjun milljarða króna. Talsmaður Alcoa, Kevin Lowery, segir fyrirtækið ekkert gefa út á vangaveltur af þessu tagi. Alcoa Fjarðaál einbeiti sér nú að álfram- leiðslunni. Fyrirtækið muni ræða þessi mál þegar og ef það verði tímabært. „Það hefur verið ljóst lengi að seinkun yrði á orkunni frá Kára- hnjúkum. Alcoa og Landsvirkjun hafa stillt saman strengi og reynt að leysa málin þannig að allir geti gengið sáttir frá borði“ segir Erna Indriðadóttir, talsmaður Alcoa Fjarðaáls. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins ná ákvæði í raforku- samningi milli Landsvirkjunar og Alcoa m.a. yfir hugsanlegar tafir á raforkuafhendingu. Sá samningur er ekki opinber. Breytingar á framkvæmdinni Tafirnar á Kárahnjúkavirkjun koma til af jarðfræðilegum vanda- málum á leið eins risabora Impreg- ilo við gerð 40 km langra aðrennsl- isganga, sem nú eru tilbúin. Miklar sprungur og erfitt flöguberg urðu á leið borsins, sem sat fastur svo vik- um skipti meðan sprungur voru steypufylltar. Þá var ákveðið að styrkja Kárahnjúkastíflu aukalega vegna hugsanlegra hreyfinga á fyll- ingunni eða jarðgrunninum. Sigurður Arnalds hjá Landsvirkj- un segir kostnaðaráætlun vegna virkjunarinnar hafa innifalið ófyrir- séðan kostnað og breytingar meðan á framkvæmdinni stæði. „Í okkar virkjunum er litið svo á, eins og í öðrum framkvæmdum, að þessi liður sé hluti af heildarkostn- aðinum, þó hann sé ekki nákvæm- lega skilgreindur í upphafi og reynslan sýnir að hann er alltaf not- aður“ segir Sigurður. „Í okkar verki við Kárahnjúka hefur hann nánast allur farið í þessa jarðfræðilegu þætti, að mestu leyti í formi greiðslna til Impregilo. Þar með er- um við nánast búnir að ráðstafa því sem við höfðum uppi í erminni í heildaráætlun fyrir verkið.“ Sigurður segir Landsvirkjun ekki gefa upp einstaka kostnaðarliði í uppgjörum verktaka, slíkt hafi aldr- ei verið gert og sama gildi nú. „Þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa í verkinu teljum við að það sé enn nokkurn veginn innan kostnaðar- áætlunar og vonum að ekki komi frekari breytingar í því sem eftir er að vinna.“ Skeikar ekki miklu Mjög stór hluti af gerð Kára- hnjúkavirkjunar eru 73 km af bor- uðum og sprengdum jarðgöngum. Segir Sigurður eðlilegt að nærfellt öll óvissa í verkinu hafi tengst jarð- gangagerðinni, sem alltaf sé óviss, sama hvar er í heiminum. „Kárahnjúkavirkjun hefur mikla sérstöðu með það hversu neðanjarð- arvinna er mikil. Við eigum eftir 3 km í Jökulsárgöngum og 2 km á Hraunum, svo líkurnar á því að meiri erfiðleikar komi upp eru frem- ur litlir. Menn eru farnir að endann á þessu.“ Um seinkun á raforkuafh frá virkjuninni til álversins arfirði segir Sigurður að virkjun hafi staðið við fy hendingu raforku, allt að afls, á réttum tíma, þ.e. í Engar viðræðu bætur vegna ta Áætlaðir sjóðir Landsvirkjunar vegna ófyrirsjáanlegs kostnað Tilbúið Stefnt er að því að NÝR áfangi Lagarfossvirkjunar var vígður með viðhöfn á laug- ardag. Lagði Hilmar Gunnlaugs- son, stjórnarformaður RARIK, hornstein að virkjuninni. Lag- arfossvirkjun hefur nú stækkað úr 8 MW í rúm 28 MW og orku- framleiðsla RARIK samstæð- unnar þannig tvöfaldast. Með tilkomu Kárahnjúkavirkj- unar verða vatnaflutningar sem valda auknu rennsli í Lagarfljóti árið um kring. Við það hafa skap- ast aðstæður til stækkunar Lag- arfossvirkjunar. Jökulárnar Jök- ulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal eru virkjaðar í einni virkjun niður í Fljótsdal og frárennslinu veitt í Lagarfljót. Þeir vatnaflutningar valda auknu rennsli í Lagarfljóti árið um kring sem talið er að nemi um 85 m3/sek að meðaltali. Rennsli í gegnum nýjan hluta Lagarfossvirkjunar verður um 125 m3/sek við fullt afl og virkar hún því einnig sem mótvægis- aðgerð til að draga úr áhrifum aukins vatnsmagns á hækkun vatnsborðs í Lagarfljóti. RARIK og Landsvirkjun munu í vetur skipuleggja samstarf á milli Kára- hnjúka- og Lagarfossvirkjunar vegna stýringar á vatnsmagni eft- ir farvegi Lagarfljóts. Stækkun kostaði 3,4 milljarða Framkvæmdir við stækkun Lag- arfossvirkjunar hófust vorið 2005 og lauk þeim nú í sumar. Afl virkjunarinnar hefur nú verið aukið um 20 MW og horft er til um 130 GWh orkuaukningar á ári. Framkvæmdir fólu í sér stækk- un stöðvarhúss, dýpkun og breikkun aðrennslisskurðar, byggingu nýs inntaks auk rennslisganga, framleiðslu uppsetningar á hverfli, ra öðrum búnaði fyrir nýja v samstæðu, ásamt lagfærin vegi að stöðvarhúsi og fær Stækkun Lagarfossvirkj- unar fagnað Getur nú tekið við aukalegu vatnsmagni þegar Kárahnjúkavirkjun fer í gang Samtaka Ný túrbína gang ur RARIK, Valgerður Sver

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.