Morgunblaðið - 08.10.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 08.10.2007, Síða 29
frá að fólk legði við hlustir; hafði lag á því gera einfalt atvik að skemmtun. Skemmtilegast þótti mér að rifja upp með honum og Maddý konu hans gamla tíma en Hebbi var minnugur með afbrigðum. Á slíkum stundum bætti Maddý jafnan einhverju við sem gerði söguna enn betri. Þeirra samspil var einlægt og gott og í þeirra návíst leið mér alltaf vel. Með fráfalli Hebba er höggvið skarð í samhentan systkinahóp sem aldrei verður fyllt. Ég veit að hans verður sárt saknað á reglubundnum systkinafundum, en söknuðurinn verður þó mestur hjá Maddý, börn- um þeirra og barnabörnum. Ein- lægni, heilindi og hjálpsemi Hebba voru einstök og sköpuðu tilfinningar sem aldrei gleymast. Blessuð sé minning Herberts Svavarssonar. Börkur Hansen. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann þegar við hugsum um Hebba frænda. Hann hefur verið stór hluti af lífi okkar og við bjuggum í næstu götu við hann á uppvaxtarárunum. Við hittum hann nær daglega þegar hann kom á heim- ili okkar í hádeginu áður en haldið var til vinnu. Það var glatt á hjalla, mikið rætt og dagurinn undirbúinn. Hebbi var einstakur maður, bón- góður og mjög handlaginn enda húsasmíðameistari. Við munum vel rúmin sem hann hjálpaði pabba að smíða handa okkur. Við vorum sann- færðar um að enginn ætti svona flott og fín rúm sem hægt var að opna og geyma rúmfötin ofaní. Alltaf þegar eitthvað þurfti að gera í fjölskyld- unni, hvort sem það var viðhald eða nýbygging, var Hebbi hafður með í ráðum. Þegar við stofnuðum okkar eigin heimili leituðum við ósjaldan til Hebba og fengum góð ráð. Oft mætti hann þó sjálfur á staðinn og hjálpaði okkur, hvort sem við vorum að skipta um eldhús eða laga þak. Hebbi var mikil barnagæla og var einstaklega góður við okkur systk- inin eins og öll önnur börn í fjölskyld- unni. Eftir að við stofnuðum okkar fjölskyldur sýndi hann börnum okk- ar einnig mikla alúð og gaf sér tíma til að spjalla við þau, hvort sem var í bústaðnum eða vinnunni. Maddý og Hebbi dvöldu stóran hluta hvers sumars í bústað sínum við Þingvallavatn. Þar vorum við einnig nágrannar og gátum leitað til Hebba til að fá hjálp í búinu þegar við vorum yngri eða fá lánuð verk- færi. Það verður öðruvísi næsta sum- ar þegar ekki verður hægt að leita til Hebba frænda. Elsku Maddý, Svavar, Jóna, Simmi og fjölskyldur, missir ykkar er mikill. Við vottum ykkur okkar innileg- ustu samúð. Sigurbjörg og Guðmunda Róbertsdætur. Elsku Hebbi, mig langar til að minnast þín hér með nokkrum línum. Við unnum saman í 16 ár frændurnir og áttum margar skemmtilegar sam- ræður um daginn og veginn þó að aldursbilið væri 36 ár. Þú kenndir mér mikið á þessum tíma og hef ég nýtt það hingað til og mun nýta allt mitt líf. Það var sama hvað ég tók mér fyrir hendur, alltaf leitaði ég hjálpar eða leiðsagnar hjá þér hvort sem ég var að skipta um glugga, eld- húsinnréttingu eða parketleggja. Þú varst alltaf tilbúinn að koma og hjálpa mér og veit ég að þú verður mér við hlið næstu árin á meðan ég byggi mitt fyrsta hús. Þegar ég eignaðist son minn fyrir 8 árum síðan fylgdist þú með hans baráttu og gladdist með okkur þegar vel gekk. Hann hefur litið á þig sem hálfgerðan afa sinn og þú varst ein- staklega góður við hann. Elsku Hebbi, mig langar að þakka þér fyrir allar okkar stundir saman og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Það er alveg ljóst að ég væri ekki sá maður í dag sem ég er í nú ef ég hefði ekki verið svo heppinn að hafa fengið að vinna með þér. Elsku Hebbi, hvíldu í friði og sátt. Þinn vinur, vinnufélagi og frændi, Reynir Þór. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 29 ✝ Kristín ÁgústaÁgústsdóttir fæddist í Narfakoti í Njarðvíkum 7. jan- úar. 1914. Hún and- aðist á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík 27. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Friðrik Ágúst Pálmason frá Hvammi í Laxárdal í Húnavatnssýslu, f. 27.12. 1880, d. 31.1. 1942, og Sigríður Jónsdóttir frá Rútstaða-Suðurkoti í Árnessýslu, f. 9.4. 1886, d. 5.5. 1969. Systkini Grímsdóttir, f. 24.4. 1872, d. 24.8. 1936. Synir Kristínar eru fjórir, þeir eru: 1) Garðar Gíslason, lögreglu- þjónn í Hafnarfirði, f. 18.11. 1934, kona hans er Margrét Bjarnadótt- ir, f. 6.6. 1935, þau eiga eina dótt- ur, og eitt barnabarn 2) Ögmund- ur Ragnar Magnússon, skipstjóri í Reykjavík, f. 3.6. 1941, kona hans er Dóra Garðarsdóttir, f. 5.6. 1942. Þau eiga 5 börn og níu barnabörn 3) Sigurður Ágúst Magnússon prentsmiður, f. 27.6. 1950, kona hans er Hulda Friðgeirsdóttir, f. 7.5. 1953, þau eiga tvö börn og sex barnabörn, fyrir átti Hulda eina dóttur. 4) Hjalti Magnússon endur- skoðandi, f. 17.11. 1951, kona hans er Jónína Þorbjörnsdóttir, f. 22.8. 1952. Þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn, fyrir átti Jónína eina dóttur. Útför Kristínar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Kristínar eru Ás- grímur, Pálmi Helgi, Jón Páll og Guðlaug Jórunn Sigríður, sem eru látin, en eftirlif- andi eru Guðrún og Sigurjón Magnús. Kristín giftist 11.5. 1940 Magnúsi Ögmundssyni, f. á Syðri-Reykjum í Biskupstungum 25.5. 1908, d. á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík, 3.10. 2003. Foreldrar hans voru Ögmundur Guðmundsson, bóndi á Syðri-Reykjum, f. 14.10. 1865, d. 7.4. 1948, og Ragnheiður Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ég man þá daga er ég kom í heimsókn á Kleppsveginn og síðar á Grandaveg, við sátum tímunum saman og spiluðum spil, þér þótti svo vænt um að fá okkur börnin í heimsókn og öllum þótti gott að koma til ömmu og afa. Oft á tíðum sátum við á spjalli og þú sagðir okkur frá tímunum þegar þú og afi voruð ung og götur Reykjavíkur voru að taka á sig mynd. Þetta var tími sem var mér mjög kær, elsku amma mín. Síðustu æviárin dvaldist þú á hjúkrunarheimilinu Skjóli, það er ekki svo langt síðan ég kom í heim- sókn til þín með son minn og þótti mér vænt um að sjá hvað andlit þitt ljómaði þegar þú sást litla drenginn koma gangandi inn ganginn, þessar stundir mun ég ætíð geyma í mínu hjarta. Elsku amma mín, nú ertu komin til afa og veit ég að þér líður vel, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Kveðja Eva Dögg, Magnus og Sindri Snær. Það var í Háukinn í Hafnarfirði sem við munum fyrst eftir ömmu. Þar var okkur tekið opnum örmum og okkur fannst við vera mikilvæg- ar persónur þar. Amma var glað- lynd og einstaklega barngóð. Þang- að var gott að koma enda sinnti hún okkur vel. Í Háukinn lærðum við m.a. að þekkja á klukkuna, spila, tefla og prjóna Amma spilaði og tefldi við okkur tímunum saman og það var svo skrítið að þó svo hún hafi kennt okkur þá unnum við oft- ast! Amma var íslensk húsmóðir með meiru. Allt lék í höndunum á henni. Hún prjónaði einstaklega fallegar lopapeysur sem voru eftirsóttar, hversdagsmatur var einsog hátíð- armatur og baksturinn var heill kapítuli útaf fyrir sig. Sunnudags- kaffið hjá ömmu var alltaf einsog glæsileg fermingarveisla og þangað komu margir enda amma og afi höfðingjar heim að sækja og allir voru velkomnir. Um miðjan aldur fóru afi og amma að ferðast um heiminn. Þau fóru í hverja heimsreisuna á fætur annarri. Þeim fannst gott að kom- ast í sólina og sjá framandi staði. Afi og amma héldu heimili fram í ársbyrjun 2002 þegar þau fluttu á Skjól. Þá var heilsan farin að gefa sig og haustið 2003 lést afi. Síðustu árin hrakaði heilsu ömmu og naut hún þá góðs af góðri umönnun á Skjóli og þökkum við starfsfólki kærlega fyrir að hugsa svona vel um hana. Jón Garðar, Ína, Magnús, Guðrún og Kristín. Kristín Ágústa Ágústsdóttir ✝ Hildur ÞorbjörgEiríksdóttir fæddist í Þverárdal í Austur-Húna- vatnssýslu hinn 25. janúar 1920. Hún lést í Reykjavík 20. september sl. For- eldrar hennar voru Eiríkur Björnsson, fæddur 14.10. 1895 á Skeggsstöðum í Austur-Húnavatns- sýslu, dáinn 3.9. 1986 á Sauðárkróki og Margrét Reg- inbaldsdóttir, fædd 10.3. 1896 á Flateyri við Önundarfjörð, dáin 27.4. 1955 í Reykjavík. Systir Hildar er Erla S. Eiríkdóttir, sjúkraliði í Reykjavík. Hildur ólst upp hjá foreldrum sínum á Sjávarborg í Skagafirði frá 1921- 1927 og á Gili í Skagafirði 1927- 1937 en þá fluttist fjölskyldan til Sauðárkróks. Eftir barnaskóla stundaði Hildur nám við Ungl- ingaskóla Sauðárkróks og Kvennaskólann í Reykjavík. Hildur giftist 1943 Snorra Dalmar, fæddur 28.12. 1917 á Akureyri, dáinn 2.2. 2006 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Arnfinna Björns- dóttir og Páll Dalm- ar. Hildur og Snorri bjuggu á Siglufirði til ársins 1972 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Hildur og Snorri eignuðust 4 börn. Edda fædd 1942, búsett í Hafnarfirði, Eiríkur fæddur 1944, búsettur í Svíþjóð, Örn fæddur 1946, búsettur í Búlg- aríu og Haukur fæddur 1952, bú- settur í Reykjavík. Barnabörnin eru 9 og barnabarnabörnin 8. Hildur starfaði í Reykjavík í Hjúkrunarskóla Íslands og Öldr- unardeild Landspítala í Hátúni. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey. Hildur í Hólakoti er nú látin. Hún var amma mín, góður vinur og sálu- félagi. Hún var sterkur karakter, alltaf glöð og ég minnist hennar á rauðu dragtinni sem hún kveður reyndar í. Ég var bara sex mánaða þegar ég fór fyrst í pössun á Sigló til afa og ömmu, var síðan hjá þeim á sumrin þangað til þau fluttu til Reykjavíkur. Sumrin á Sigló eru sveipuð æv- intýraljóma. Hvort sem það var veitt á bryggjunni, farið í bingó eða kaffi til Þóru og Lauga eða kvöldganga okkar afa eftir Mogganum sem kom með kvöldrútunni frá Króknum og það var alltaf sól. Eftir að amma og afi fluttu suður 1972 vorum við í daglegu sambandi. Aldrei dró fyrir sólu í okkar sam- skiptum. Hún kenndi mér að láta mér þykja vænt um bæði fólk og dýr. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana fyrir ömmu, ég er þakklát fyrir hennar góðu ævi, hún þurfti ekki á elliheimili og hélt heimili til dauða- dags. Svona vildi hún hafa þetta, hún var alltaf ung og vildi ekki vera með „gömlu fólki“. Hún kvaddi södd líf- daga. Að lokum vil ég þakka þeim sem hjálpuðu til við að hún gæti verið heima. Elsku amma, hafðu þökk fyr- ir allt. Bið að heilsa afa. Þín Hildur. Hildur mín, það var alltaf gott að koma til þín og hitta þig og Snorra frænda. Við töluðum um Pál afa, og hvernig það var á Siglufirði. Hildur sat oft inni í stofu og þar töluðum við um móðurafa minn, en hann var tengdapabbi Hildar. Heimili Hildar og Snorra var fal- legt. Hildur hafði þann eiginleika að vera alltaf hress og í góðu skapi. Núna upp á síðkastið hefur verið mikið að gera þannig að það er nokk- uð langt síðan ég hitti þessa sóma- konu. Ég veit að Guð verður með þér, og núna ertu komin til Snorra þíns, og þér líður vel. Farðu í friði, kæra vinkona. Stefán Konráðsson sendill. Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir Árið 1968 tók mað- urinn minn, Ivar Eskeland, við stöðu forstjóra Nor- ræna hússins í Reykjavík. Kristín Eggertsdóttir var einn fyrsti starfs- maðurinn, sem ráðinn var til starfa í húsinu. Starfsemi Norræna hússins varð strax afar vinsæl og átti hin frá- bæra kaffistofa sinn þátt í því. Þar var það Kristín, sem hélt um stjórnvölinn. Það er ekki auðvelt að fara til starfa í öðru landi eins og við Ivar gerðum 1968. Maður á mikið undir því að eiga góða að. Ivar átti þá þegar nokkra góðvini á Íslandi. Vinum okkar fjölg- aði fljótt. Þau vináttubönd hafa stað- ist tímans tönn. Kristín varð vinur okkar. Hún stóð við hlið okkar frá upphafi, okkur til ómældrar gleði og mikil styrks. Mér var hún uppspretta fróðleiks og upp- lýsinga af ýmsu tagi um daglegt líf á Íslandi. Hún kunni skil á flestu. Rekstur hennar á kaffistofunni var til hreinnar fyrirmyndar. Það studdi vel við bakið á Ivari. Við hefðum hreinlega ekki bjargast án mann- eskju á borð við Kristínu. Hún átti ekki marga sína líka. Hún var traust Kristín Eggertsdóttir ✝ Kristín Eggerts-dóttir fæddist í Vatnshorni í Skorradal 16. sept- ember 1931. Hún lést á Landspítala í Fossvogi hinn 4. september síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 14. september. og trygg, fjölhæf, hörkudugleg og kunni sitt fag. Hún tókst óhikað á við allt sem þurfti að gera, – ekkert verk var of stórt og ekkert of lítið. Það lék allt í höndum hennar. Hún töfraði fram veit- ingar í hundrað manna móttökur og ef á þurfti að halda, fékk hún í lið með sér hjálpfúst að- stoðarfólk, ættingja, systur og vinkonur Þau hlógu oft hjartanlega saman hún og Ivar – það var næstum dag- legt brauð. Öll okkar orðaskipti og samskipti voru einstaklega góð. Það á bæði við um árin í Norræna húsinu og árin þar á eftir. Bárður sonur okkar elskaði hana. Hann var ekki fyrr far- inn að ganga en hann komst upp lag með að fara í eldhúsið til Kristínar og fá aukabita, rækjubrauðsneið og te- bolla, þegar hann var búinn með morgunmatinn sinn. Hún sýndi hon- um einstakt umburðarlyndi og það endurgalt hann með mikilli væntum- þykju. Kristín var hluti af fjölskyldu okkar. Bárði og fjölskyldu hans gafst tækifæri til að hitta Kristínu, þegar þau heimsóttu Ísland í maí. Ég ræddi við hana í síma í júní. Ekki datt okkur þá í hug, að það yrði okkar síðasta samtal. Nú er Kristín okkar ekki lengur til staðar. Það hörmum við, en minning hennar verður okkur ætíð kær. Osló, 23. september 2007. Aase Eskeland. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA SIGURÐARDÓTTIR, áður til heimilis að Arahólum 4, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 8. október kl. 13.00. Elísabet Kristinsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Sigríður Sigurðardóttir, Jóhann Vilbergsson, Reynir Sigurðsson, Sigríður Bragadóttir, Hlín Sigurðardóttir, Gísli Jónsson, Júlíana Sigurðardóttir, Hannes Pétursson, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.