Morgunblaðið - 08.10.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.10.2007, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristjana Sig-urðardóttir fæddist í Ysta hús- inu í Hnífsdal 6. mars 1915. Hún lést á elliheimilinu Grund miðvikudag- inn 26. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Guð- mundsson, f. í Unaðsdal 9.7. 1874, d. 4.10. 1955, og Elísabet Jónsdóttir, f. í Grunnavíkur- hreppi 15.3. 1881, d. 1.5. 1930. Systkini Kristjönu eru: Kristján Guðmundur, f. 1907, d. 1909, Kristján Guðmundur, f. 1910, d. 2003, Sigríður Hanna, f. 1910, d. 1938, Jón Þorleifur, f. 1912, d. 1999, Olga, f. 1913, d. 2003, Her- dís, f. 1916, d. 1992, Elísabet Sig- ríður, f. 1918, d. 1918, Arnór, f. Elísabet. c) Reynir Haraldur, f. 1940, kvæntur Sigríði Bragadótt- ur. Synir þeirra eru Sigurður Björn og Bragi Magnús. d) Hlín, f. 1946, gift Gísla Jónssyni. Börn þeirra eru Sigríður María, Sigurður og Gísli Jón. Dóttir Hlínar og Gunnars Friðrikssonar er Hanna Kristjana. e) Júlíana, f. 1948, gift Hannesi Péturssyni. Dætur þeirra eru Sólveig Guðrún, Kristín Inga og Þórunn. f) Hanna Kristín, f. 1953, d. 1954. Lang- ömmubörnin eru tuttugu og átta. Kristjana fór að Kotnúpi í Dýrafirði átta ára gömul og var þar fram yfir fermingu. Hún flutti aftur til Hnífsdals og var þar um tíma. 1936 fluttu þau Sig- urður til Siglufjarðar og bjuggu þar til 1964 er þau fluttu suður. Hún vann ýmis þjónustu- og verkamannastörf allan sinn starfsaldur, síðast vann hún við umönnunarstörf á Kleppsspítala. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi aldraðra í Reykjavík og var heið- ursfélagi í kvenfélaginu Fjallkon- unum. Kristjana verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1920, Bjarni, f. 1921, d. 2004, og Tómas, f. 1922. Dóttir Kristjönu og Kristins Guð- mundssonar frá Vífilsmýri er: a) Elísabet, f. 1933, gift Guðmundi Sveins- syni. Börn þeirra eru Þóra Sjöfn, Sveinn og Birna. Kristjana giftist 16. október 1937 Sig- urði Björnssyni skipasmiði frá Fremri-Gufudal, f. 25.11. 1910, d. 3.12. 1965. Foreldrar hans voru Björn Björnsson, f. 1885, d. 1957, og Sigríður Jónsdóttir, f. 1887, d. 1933. Börn Kristjönu og Sigurðar eru: b) Sigríður Birna, f. 1938, gift Jóhanni Vilbergssyni. Börn þeirra eru Anna Kristín, Kristján Sigurður, Rósa Vilborg og Auður Tengdamóðir mín, Kristjana Sig- urðardóttir, fæddist 6. mars 1915 og andaðist á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund þann 26. september s.l. Hún ólst upp til átta ára aldurs í ysta húsinu í Hnífsdal í glaðværum hópi systkina, og dvaldi til 16 ára aldurs á Kotnúpi í Dýrafirði. Á Skrúði kynntist hún ræktun plantna og hafði alla tíð mikla ánægju af blómarækt. Kristjana kynntist eiginmanni sínum, Sigurði Björnssyni, í Hnífs- dal. Þaðan fluttu þau til Siglufjarðar 1936 og bjuggu þar lengst af. Um tíma bjuggu þau á Akureyri þar sem Sigurður nam skipasmíði en hann varð síðan slippstjóri á Siglufirði. Hann andaðist á Akranesi 3. desem- ber 1965, langt um aldur fram. Þrátt fyrir þetta áfall var fádæma dugnaði Kristjönu viðbrugðið. Hún var ósérhlífin og gekk til ýmissa starfa. Á tímabili annaðist hún rekstur mötuneytis starfsmanna Ís- bjarnarins og á seinni árum starfaði hún m.a. við umönnun á Kleppsspít- ala um árabil. Kristjana var að eðl- isfari glaðlynd, henni var létt að að- stoða aðra og samstarfsmenn mátu störf hennar. Kristjana var alla tíð sterk og sjálfstæð kona sem var sjálfbjarga um alla hluti og veitti öðrum stoð og styrk. Þverrandi geta og orka á efri árum urðu henni á stundum þung- bær raun. Hún naut samvista við fjölskyldu sína og einkum var stór barnahópur henni mikið dálæti. Ég votta aðstandendum hluttekn- ingu mína og kveð tengdamóður mína með djúpu þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Hannes Pétursson. Konan í sólinni. Myndin sem ég horfi á er litrík og björt. Árið er 1994. Konan í sólinni horfir hlæjandi til mín. Hún situr við hvítt borð á stórum sólpalli. Smádót á borði, blóm í vasa og prjónar á stól. Hún er í skærbláum sundbol með hvítt skyggni yfir ennið. Dökk á hör- und. Hún elskar sólina og hitann. Þetta er hún Jana tengdamóðir mín. Framandi gróður og litmikil blóm keppast við að ná athygli manns. En þessi íslenska áttræða kona hefur vinninginn. Þetta er hún Jana sem kom fimm börnum til manns, fæddi sex. Jana sem aldrei gleymdi uppruna sínum, kannski vestfirskari en flestir brott- fluttir. Konan sem vann fjölbreytta vinnu alla ævi, oft á tíðum erfiðisvinnu. Sjálfsbjargarhvötin sterk, ekkert gefið eftir. Hún Jana sem kunni ógrynni af vísum, minnið óbrigðult fram á síðustu ár. Íslensk kjarna- kona sem hélt fast utan um stóran hóp afkomenda sinna. Hélt heimili fram á síðustu ár; Bauð til brauðsúpuveislu eða þá pönnukökur í stöflum. Elskaði félagsskap, söng, dans og að klæðast fallega, óhrædd við litrík- an fatnað. Hún Jana tengdamóðir mín, sem var mér alltaf svo góð. Umhyggja fyrir ungviðinu í fjöl- skyldunni óendanleg. Bjartar minningar, ekkert nema bjartar minningar sitja eftir, ómetanlegar okkur sem áttu langa samleið með Jönu. Konan í sólinni verður alltaf með okkur. Sigríður Bragadóttir. Það má segja að amma vor hafi vitað hvað hún vildi og ekkert múður með það. Okkar fyrstu minningar um ömmu eru um „Ömmu í Skipasund- inu“, sem átti svo góðan stiga sem var svo gaman að renna sér niður á rassinum. Hún átti alltaf bismarck brjóstsykur eða eitthvað annað gott í munninn, bæði í Skipasundinu og í veskinu þegar hún kom í heimsókn. Hún átti alltaf trekkidót og upptök- ur af barnaefni af Stöð 2 fyrir lang- ömmubörnin. Bestu pönnukökurnar á Íslandi fengum við hjá henni. Þeg- ar kleinur voru bakaðar var öll ættin hringd út til að sækja poka fyrir heimilið. Sláturgerð var stjórnað af röggsemi á hverju hausti í Vestur- berginu, ættaróðali okkar Siggu- barna. Amma var mjög trúuð og söng- elsk. Hún kenndi bæði ömmu- og langömmubörnunum söngva. Hún var í kór eldri borgara sem meðal annars söng á áttræðisafmælinu hennar. Hún var eini svarthærði kórmeðlimurinn þá, langflottust að okkar mati. Hún var alltaf vel til höfð og snyrtileg, hafði gaman af því að klæða sig upp og var mikil sel- skapskona. Hún var sólardýrkandi, varð fljótt kaffibrún á svölunum í Arahólunum. Hún hafði grænustu fingur ættarinnar, ræktaði blóm á svölunum, enda mörg heimablómin okkar upprunnin frá henni. Hún málaði postulín, dúka og fleira handa okkur barnabörnunum af miklum myndarleik. Hún sá okkur öllum fyrir vettlingum og leistum, sem enn eru í notkun. Það verður ekki hægt að fylla hennar skarð. Það var yndislegt að kynnast þessari sterku og sjálf- stæðu konu, sem kenndi okkur svo margt um lífið og tilveruna. Minning hennar lifir með okkur. Megi ljós, friður og kærleikur umvefja hana þar sem hún er. Nú vitum við að henni líður vel, í faðmi genginna ást- vina. Siggubörn. Anna Kristín, Kristján Sigurður, Rósa Vilborg, Auður Elísabet. Við andlát ömmu Jönu koma ótal minningar í hugann. Samvera okkar taldi rúmlega fimmtíu ár og margar góðar stundir er ljúft að rifja upp. Fyrstu minningarnar tengjast Hóla- veginum á Siglufirði, þar sem allt var svo stórt og spennandi, kinda- kofi fyrir ofan hús, stofan sem oft var þétt setin enda heimilið mann- margt, eldhúsið með sykur- og hveitiskúffunum, sláturtunnur í geymslunni og heyskapur. Og svo var sunnudagskaffi fyrir stórfjöl- skylduna. Já, það var líflegt í kring- um ömmu mína. Eftir fráfall Sigga afa flutti amma til Reykjavíkur og vann ýmis störf. Meðal annars sá hún lengi ein um mötuneyti í frystihúsinu Ísbirninum, og þar var hraustlega tekið á. Kraftakonan amma lét sig ekki muna um að elda, baka og smyrja of- an í nokkra tugi starfsmanna, og rak mötuneytið í anda hinnar hagsýnu húsmóður. En vinnudagurinn var oft langur. Síðar starfaði hún við umönnun á Landsspítalanum og Kleppi, þar sem hún lét sér afar annt um skjól- stæðinga sína. Á þeim tíma bjuggum við Reynir í Dvergabakkanum og amma í Arahólunum svo stutt var á milli okkar. Hún kom því oft við, á leið í eða úr vinnu, í kaffi eða spjall og hafði oft með sér afleggjara af hinum ýmsu blómum sem á vegi hennar urðu. Það þurfti að kenna mér, elsta barnabarninu, að koma til plöntum, og alla tíð var þetta sam- eiginlegt áhugamál okkar. Eftir að börnin okkar komu í heiminn var hún ekki lengur bara amma, heldur langamma og alltaf kölluð amma lang upp frá því. Smá pössun bættist þá stundum við í heimsóknum hennar. Amma var alla tíð dyggur notandi strætisvagna og lengi vel mátti alls ekki sækja hana á bíl. Þegar lengra varð á milli okkar vildi hún helst koma til okkar í strætó, hvort sem var í Hlíðarnar eða Hvassaleitið en við fengum að keyra hana heim aft- ur. Hún sat helst aldrei með hendur í skauti því hún var starfsöm kona og vildi hafa eitthvað á prjónunum. Ekki nægði að prjóna bara á afkom- endurna heldur nutu fjölmargir aðr- ir hlýju sokkanna, vettlinganna og treflanna frá henni. Í mörg ár tók hún mikinn þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara í Gerðubergi og á Vesturgötu, bæði í handavinn- unni, þar sem listrænir hæfileikar hennar fengu að njóta sín, og í kór- söngnum, þar sem hún söng altrödd. Amma hafði gaman af að klæða sig upp, dansa og fara á mannamót og það var skemmtilegt að greiða dökka, þykka hárið og snyrta hana. Hún var glæsileg svo eftir var tekið, kona sumars og sólar, og stundum höfðum við á orði að hún þyrfti bara að sjá sól á veðurkortunum til að verða fallega brún. Síðustu fjögur árin naut hún sín ekki sem skyldi sökum heilsubrests, en hún andaðist umvafin ástúð og hlýju fjölskyldunnar. Mér eru efst í huga þakkir fyrir kærleikinn sem hún sýndi mér og mínum alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Sjöfn. Við amma vorum alltaf bestu vin- konur, hún kenndi mér svo margt. Sem krakki fékk ég oft að gista hjá henni í Arahólunum en það þótti mér afar gaman, því amma þekkti og skildi mig svo vel. Mér fannst allt skemmtilegt við heimsóknirnar til ömmu, allt frá því að finna lyktina í lyftunni á leiðinni upp til hennar og að fá að fara í gegnum fallega skartið hennar og myndaalbúmin. Heimsóknir hjá ömmu hófust oft- ast á stuttum göngutúr og að kaupa inn í kvöldmatinn og amma leyfði mér að velja hvað mig langaði í. En ákvörðun mín kom ömmu þó sjaldn- ast á óvart því yfirleitt valdi ég það sama, kjúkling, franskar og Glætu; þetta þótti mér besti matur í heimi. Svo var spilað á spil fram eftir kvöldi og amma bjó um svefnsófann í stof- unni svo við gætum sofnað saman yf- ir sjónvarpinu. Amma mín var líka svo merkileg að hún kunni á alla nýjustu tæknina. Hún var með afruglara langt á und- an öðrum og hún kunni líka að tíma- stilla vídeóið sitt svo að hún var allt- af með nýjasta barnatímann tilbúinn á spólu þegar hún fékk mig eða aðra krakka í heimsókn. Það var alltaf svo mikið sport að fara í heimsókn til ömmu. Ég hef alltaf verið mikil ömmu- stelpa og hlustaði alltaf á allt sem amma sagði mér og reyndi eftir bestu getu að fara eftir því. Ég gat setið tímunum saman og horft á ömmu baka pönnukökur enda gerði hún það svo listavel. Við dunduðum okkur líka oft saman við að horfa á Leiðarljós og brjóta sam- an þvottinn hennar mömmu þegar amma kom í heimsókn enda gat amma sjaldnast setið kyrr og slapp- að af, hún þurfti alltaf að vera að gera eitthvað þó ekki væri nema að prjóna lopasokka. Stundum endur- röðuðum við í uppþvottavélina henn- ar mömmu því að okkar mati var ekki nógu vel raðað í vélina. En hvað þetta hlýtur að hafa glatt hana mömmu mína. Alla tíð lifði amma samkvæmt sínu hjarta og höfði og lét fátt hindra sig. Hún amma elskaði að fara í sund og fór næstum því daglega þrátt fyr- ir að eiga erfitt með að synda. Hún var sterkur persónuleiki hún amma mín, hún bar sig alltaf vel og var stolt af krökkunum sínum. Hún gat alltaf sagt mér hvað var rétt og rangt enda hafði hún skoðanir á flestu sem við ræddum saman um. Hún átti langa og oft á tíðum erf- iða ævi eins og margir Íslendingar af hennar kynslóð, aldrei var þó kvartað. Hún var lífsglöð og átti góða og fallega fjölskyldu sem hún oft á tíðum sagði mér sögur af, þó sérstaklega mömmu minni, systkin- um hennar og uppátækjunum þeirra. Ég er þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að ferðast með ömmu um Vestfirði, hennar bernskuslóðir, þar sem hún sagði mér frá svo mörgu um sjálfa sig sem ég aldrei vissi. Þessi ferð var dásamleg og við amma nutum hennar til hins ýtrasta. Amma mín var einstök og ég mun ávallt líta upp til hennar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Amma mín lifir í hjarta mínu að eilífu. Þórunn Hannesdóttir. Elsku amma lang. Það er skrýtið að vita til þess að þú sért farin frá okkur. Það fyrsta sem ég hugsa alltaf þegar ég sé myndina af þér á veggnum heima eru allir ullarsokkarnir sem þú prjónaðir á mig, svo yndislega hlýir, þykkir og góðir. Pönnukökur voru alltaf þín sér- grein. Hvort sem það var í Arahól- unum, eða þegar þú komst til okkar í mat var aldrei langt í pönnuköku- pönnuna góðu og áður en maður vissi af þá var búið að henda í nokkr- ar slíkar. Ein minning af okkur tveimur saman var þegar þú varst í heimsókn og varst að baka, þá kom ég til þín og spurði: „Má ég smakka“. Auðvitað mátti ég það. Eftir tvær pönnsur kom eitthvað svo skrýtinn svipur á þig og ég velti fyr- ir mér hvort ég hefði móðgað þig. Svarið sem kom var einfalt: „Ætl- arðu ekki fá þér þrjár?“ Þessi minn- ing segir mér svo margt um þig. Þú varst góð langamma, sú besta í heimi, með stórt hjarta og vildir gera allt fyrir alla. Stundum þegar þú komst heim og horfðir á Leiðarljósið þitt góða þá settumst við saman og þú reyndir að útskýra söguþráð síðustu hundrað þáttanna fyrir mér. En það var ekki bara þátturinn sem dró mig að þér, það var einfaldlega hlý nærvera þín. Það sem styrkir okkur fjölskyld- una í sorginni er að vita til þess að nú hefur þú fundið þinn stað hjá Guði þar sem þér líður vel. Ég kveð þig með söknuði, en jafn- framt veit ég þú munt horfa niður til okkar, senda pönnukökur þegar vel gengur og hlýjar ullarsokka-hugs- anir þegar þess þarf. Ragnar. Kristjana Sigurðardóttir, Jana eins og hún var jafnan kölluð af fjöl- skyldu sinni, vinum og kunningjum, var aldrei mjög auðug að þessa heims gæðum, enda þótt hún gæti ekki talist fátæk heldur. En hún var glaðlynd og umfram allt auðug af kærleika. Þessa kærleika hennar naut fjölskylda hennar og skyld- menni í ríkum mæli. Allir sem hún umgekkst nutu hans. Hann geislaði af henni í öllu hennar viðmóti. Öllum leið vel í návist hennar. Öllum þótti vænt um hana. Hún var, sagt með orðum Einars Benediktssonar, „geisli af kærleik frá guðdómsins hjarta“. Ég kynntist Jönu fyrst þegar ég, barn að aldri, var tekinn inn á heim- ili hennar og manns hennar, Sigurð- ar bróður míns, ásamt föður mínum, eftir að hafa nokkrum árum áður misst móður mína langt um aldur fram. Hjá þeim átti ég mitt heimili árið um kring fram á unglingsár og að sumrinu öll mín skólaár. Það var mér ómetanlegt að eiga hjá þeim slíkt athvarf á viðkvæmu skeiði ævi minnar og njóta ástúðar þeirra og umhyggju. Faðir minn var á heimili þeirra til æviloka. Þótt bæði hjónin væru samhent um þessa umhyggju var hlutur Jönu stærstur. Fyrir alla hennar kærleiksríku umönnun í garð okkar beggja þakka ég af heil- um hug nú þegar leiðir skilja um sinn. Ég fæ hana aldrei fullþakkað en bið nú góðan Guð að launa henni hana. Börnum Kristjönu, tengdabörn- um, fjölmörgum barnabörnum og barnabarnabörnum, bræðrum og fjölskyldum þeirra, votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning Kristjönu Sig- urðardóttur. Jakob Björnsson. Að leiðarlokum viljum við systur á Akranesi kveðja kæra föðursystur okkar með nokkrum orðum. Hún ólst upp í Ysta húsinu í Hnífsdal og fékk þaðan góðan arf, lærði ung hvað skiptir máli í lífinu, nefnilega samheldni, hjálpsemi og lífsgleði. Hún var af þeirri kynslóð fólks sem mat mikils góð samskipti fjölskyld- unnar og gestrisni. Þegar við systur vorum ungar í námi í höfuðborginni Kristjana Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.