Morgunblaðið - 08.10.2007, Page 31

Morgunblaðið - 08.10.2007, Page 31
var það Jana frænka sem oftast bauð okkur í mat og oftar en ekki voru kótilettur í raspi á boðstólum og ís á eftir. Um leið umvafði hún okkur eðlislægri ástúð sinni, blíðu og hlýju og ræddi við okkur um heima og geima, ekkert kynslóðabil þar. Hún var allajafna hreinskiptin og sagði sína meiningu umbúðalaust, engin væmni eða helgislepja á þeim bænum. Móðir okkar og mágkona hennar áttu vel skap saman og kom Jana oft í nokkurra daga heimsókn og auð- sýndi henni ætíð mikinn hlýhug og ræktarsemi. Alltaf gladdist hún með okkar fjölskyldu þegar vel gekk, gaf okkur góðar gjafir og hvatti okkur og studdi á allan hátt þegar á móti blés. Jana var afskaplega dugleg kona og vinnusöm. Þótt hún væri ekki rík í þeim skilningi sem við leggjum í það hugtak í dag átti hún auðlegð hjartans sem er margfalt meira virði í okkar huga en krónur og aurar. Hún átti yndisleg börn og barnabörn sem hafa erft alla hennar eðliskosti og reyndust henni frábær- lega þegar hún þurfti á stuðningi þeirra að halda. Við vottum þeim innilega samúð okkar. Verði hvíldin henni verð- skulduð og vær. Guðjóna og Elísabet Kristjánsdætur. Systurnar þrjár úr Ystahúsinu í Hnífsdal áttu svo margt sameigin- legt, en samt voru þær hver með sínu sniði. Það fylgdi þeim einhver festa, hlýja, mildi og mannúð, þótt persónugerðin væri með ólíkum hætti sem mótaðist með þeim af erfðum, umhverfi og ólíkri reynslu. Jönu frænku fylgdi ávallt hress- andi andblær. Þessi dugnaðarforkur kom og fór, og skildi ávallt eitthvað eftir af sjálfri sér. Hún kaus sér í líf- inu að horfa frekar á það sem var gott, jákvætt og gleðilegt, en að ein- blína á það sem miður fór. Strák- arnir litlu heima kölluðu hana stund- um „Ópal frænku“ af því að hún gaf þeim svo oft hressandi Ópal. Jana var sérstök og ógleymanleg, og gott (þó sárt sé) að kveðja frænku, sem skilur eftir sig góðar minningar og lífgandi andlbæ. Með eftirfarandi ljóði kveðjum við hana og biðjum börnum, tengda- börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum hennar blessunar Guðs, og að allt megi ganga þeim til góðs í blíðu og stríðu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guðlaug E. og fjölskyldur, Þórir S., Rúna og fjölskyldur, Jón K., Sigurborg og fjölskyldur, Sævar B., Klara og fjölskyldur. Í dag kveðjum við Kristjönu Sig- urðardóttur sem lengi var í kven- félaginu okkar, Fjallkonunum. Kristjana var dugleg að mæta á fundi og fara í ferðalög með okkur konunum. Hún var ávallt tilbúin að baka pönnukökur fyrir fundi, jafnvel þótt hún kæmist ekki sjálf, og sýndi félaginu alla tíð tryggan stuðning. Kristjana var gerð að heiðurs- félaga á 80 ára afmæli hennar. Undanfarin ár hefur Kristjana ekki getað sótt fundi í félaginu en við höfum alltaf fengið fréttir af henni og er hennar nú sárt saknað af fé- lagskonum. Fjölskyldu Kristjönu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristjönu Sig- urðardóttur. Fjallkonurnar. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 31 ✝ Þórhallur Ingi-bergur Einars- son fæddist í Vest- mannaeyjum 16. mars 1921. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 27. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Einar Runólfsson trésmið- ur (1884-1961) og Kristín Traustadótt- ir húsfreyja (1878- 1960). Systkini hans, sem öll eru látin, voru Trausti Einarsson prófessor (1907-1984), Hákon Einarsson bátasmiður (1913-2003) og Guðrún Einarsdóttir verslunarkona (1915- 1995). Þórhallur kvæntist 16.3. 1951 Huldu Pétursdóttur verslunar- konu, f. 25.9. 1920. Hún lést 16. apríl síðastliðinn. Þau eignuðust 5 börn: 1) Pétur, f. 7.2. 1948. Hann er kvæntur Ilon Thyss Williams. Börn er Erna Norðdahl), Gunnar Árni, f. 1985, Haukur og Hinrik, f. 1990 (móðir Gunnars, Hauks og Hinriks er Vilborg Gunnarsdóttir). Barna- börn Hinriks eru fjögur. 5) Þórarinn, f. 7.5. 1960, kvæntur Halldóru Þ. Friðjónsdóttur. Börn þeirra eru Íris, f. 1983 (móðir Inga M. Friðriksdóttir), Margrét Rut, f. 1992, Kolbrún Huld, f. 1993, Frið- jón Þór, f. 1995, og Ásdís Birna, f. 2002. Barnabörn Þórarins eru tvö. Þórhallur ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum en síðan fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Hann var mikill íþóttamaður og nutu hæfileikar hans sín best í knattspyrnunni. Hann lék fyrir Fram þar sem hann varð Íslandsmeistari og hann var í landsliði Íslendinga sem lék sinn fyrsta opinbera landsleik árið 1946. Þórhallur varð stúdent af mála- deild MR og lauk lögfræðimenntun frá Háskólanum. Hann starfaði fyrst við ýmis störf á Keflavíkur- flugvelli og var um 3 ára skeið fulltrúi sýslumanns í Rangárvalla- sýslu á Hvolsvelli en mestan hluta starfsaldurs síns (frá 1963 til starfsloka) var hann fulltúi hjá Borgarfógeta. Útför Þórhalls fer fram í Kópa- vogskirkju 8. oktober og hefst kl. 15. þeirra eru Thysson George, f. 1985, og Gemma Sigríður, f. 1987. 2) Birna María, f. 1.10. 1950, d. 1.3. 1951. 3) Einar Kristinn, f. 1.7. 1952, kvæntur Sigríði Steinars- dóttur. Börn þeirra eru Hulda María, f. 1973, Arna Dögg, f. 1975, gift Degi B. Eggertssyni, Birna, f. 1981, í sambúð með Kristjáni Guy Burgess, Þórhallur, f. 1982, og Vera, f. 1989. Barna- börn Einars eru tvö. 4) Hinrik, f. 18.2. 1954. Börn hans eru Daníel, f. 1972 (móðir Kristín Ólafsdóttir), Bragi Þór, f. 1974, kvæntur Jóhönnu Guðlaugu Frímann, Þórhallur, f. 1976, kvæntur Helgu Ósk Hannesdóttur, Ingunn Birta, f. 1980, og Kristín Hulda, f. 1984, í sambúð með Brynjari Unnsteinssyni (móðir Braga, Þórhalls, Birtu og Kristínar Elsku Þórhallur Mín fyrstu kynni af þér hófust þegar ég og yngsti sonurinn hófum að rugla saman reytum fyrir nærri 20 árum. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er óbilandi fótboltaáhugi þinn og að ég var samþykkt sem verðandi tengdadóttir um leið og upp komst að við bæði vorum Frammar- ar af lífi og sál. Ekki spillti fyrir að þú þekktir Jón afa, Frammara með meiru, og höfðuð þið ósjaldan setið saman á vellinum og kannski ég hjá ykkur sem ung stelpa sem óraði ekki fyrir því að þú yrðir afi barnanna minna. Ég komst fljótt að því að hér var á ferð ljúfur og spakur maður sem hélt sig til hlés að öllu jöfnu en hafði þó sterkar skoðanir á hlutunum og óviðjafnanlegan meinfyndinn húmor sem hefur skilað sér áfram allavega í yngsta syninum. Léleg heyrn átti eflaust sinn þátt í því að oftar en ekki varst þú utan við sam- ræður við eldhúsborðið eða maður hélt það en svo komu frasar frá þér sem sýndu að þú fylgdist svo sann- arlega með. Fótbolti og allt sem tengdist honum var ósjaldan um- ræðuefnið sem skipti mestu máli í seinni tíð. Í þau ófáu skipti sem ég tók þig í fótsnyrtingu í Vogatungunni spurðir þú alltaf hvort mér fyndist þú ekki hafa fallega fætur – orðin „beautiful legs“ eru sem greypt í huga minn og þá hafðir þú sannar- lega alla tíð. Vínarbrauð var uppáhaldið þitt og heimagerð sulta frúarinnar þinnar passaði við allan mat, sama hvort það voru kjötbollur, steiktur fiskur eða slátur. Mikill sælkeri varstu og allur matur þótti þér góður og lést óspart frú þína heyra að aldrei hefðir þú fengið betri mat máltíð eftir máltíð enda afbragðskokkur þar á ferð. Í síðasta bíltúr okkar fyrir fáeinum vikum fengum við okkur pylsu, kók og prins póló í eftirrétt og það var sem fyrr besti matur sem þú hafðir fengið lengi og naust þess í botn. Ég þakka þér samfylgdina þessi ár og veit að nú ertu kominn í faðm frú- arinnar sem tók eflaust á móti þér með gin og tónik og þið búin að skála fyrir endurfundum ykkar. Sé þig fyr- ir mér núna sóla upp hægri kantinn á vellinum framhjá hverjum mótherj- anum á fætur öðrum og frúin á hlið- arlínunni kallandi hvatningarorð til sinna „beautiful legs“. Halldóra Þórdís. Elsku afi. Það er ekki hægt að ímynda sér jafn blíðan og yndislega góðan mann og þig. Þú varst hreinlega besti afi sem hægt var að hugsa sér og það er mjög vont að missa þig. Það var sér- staklega erfitt fyrir mig þegar hjart- að þitt hætti að slá en um leið þótti mér það mikill heiður að fá að vera hjá þér og halda í höndina þína þegar þú loksins fékkst að finna ró eftir erf- ið veikindi. Afi, ég er rólegri núna, vitandi það að nú ert þú frjáls maður með full- komna heyrn, spilandi fótbolta á kantinum með Fram og með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér, elskulegustu Huldu ömmu og Birnu Maríu þína. Ég finn fyrir óhemju miklum söknuði yfir að hafa hvorki þig né Huldu ömmu hérna hjá mér, þið voruð svo stór partur af mínu lífi. Það sem huggar mig er að nú eruð þið saman á ný, öll þrjú. Elska þig að eilífu, elsku afi minn. Þín Birna. Leikurinn hefur verið flautaður af. Í þetta skipti var það skaparinn sjálf- ur sem blés í flautuna og aldna hetjan okkar þurfti að lúta því. Segja má að líf Þórhalls hafi verið einn stór knattspyrnuleikur. Sem betur fer var hann oftast í sókn, sprækur og kátur, en eins og vera ber þurfti stundum að bregða sér í annað hlutverk og verjast þungum sóknum. Þegar á leið kunni hann best við sig á miðjunni þar sem hann gat miðlað og fylgst með þeim sem hon- um þótti vænst um. Þeir voru ófáir kaffilítrarnir sem hann hljóp með úr eldhúsinu til að hella í bollana okkar og það skemmti- legasta sem hann vissi var þegar fjöl- skyldan var saman komin á heimili hans og Huldu. Yfir kaffibollunum voru rifjaðir upp gamlir leikir og sagt frá úrslitum hvaðanæva þaðan sem tuðru var sparkað. Það verður gaman í himnaríki nú þegar þau Hulda geta saman á ný hvatt liðin sín hvort með sínu lagi. Ég þakka tengdaföður mínum fyrrverandi þá hlýju og umhyggju sem hann sýndi mér og sonum mín- um alla tíð og votta sonum, tengda- dætrum og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Vilborg Gunnarsdóttir. Í dag kveðja gamlir Framarar góð- an vin og félaga, Þórhall Einarsson. Þórhallur hóf að leika knattspyrnu með meistaraflokki Fram 18 ára gamall og lék með liðinu í 10 ár, varð Íslandsmeistari 1939, 1946 og 1947. Þegar Íslendingar léku sinn fyrsta landsleik gegn Dönum 1946 var Þór- hallur valinn til að keppa þennan sögulega leik. Hann var mjög góður knattspyrnumaður, eldsnöggur og leikinn. Þórhallur var meðal brautryðj- anda í handknattleik innan Fram. Á fyrsta Íslandsmóti í handknattleik sem var haldið 1940 lék Þórhallur bæði með meistaraflokki og 2. flokki og varð markahæstur leikmanna Fram í báðum flokkum. Hann lék síð- an með meistaraflokki í 9 ár og var á þeim árum ætíð meðal bestu leik- manna félagsins. Þórhallur var ekki aðeins góður liðsmaður á velli, heldur einnig frá- bær félagi, einstakt prúðmenni, ró- lyndur og orðvar. Þannig minnumst við gamlir félagar í Fram hans, þökk- um honum fyrir samfylgdina og framlag hans til félags okkar. Á keppnisárum hans með Fram lágu saman leiðir Þórhalls og Huldu Pétursdóttur, eiginkonu hans, sem lést fyrr á þessu ári, en hún var geysikröftug handknattleikskona sem var Íslandsmeistari með Fram. Á þessum árum naut ég vináttu þeirra Þórhalls og Huldu og þó sam- skipti yrðu minni með árunum fann ég ætíð, þegar við hittumst, hlýjan hug þeirra hjóna til gamla félagsins og gömlu félaganna. Sonum Þórhalls og fjölskyldum þeirra eru fluttar samúðaróskir með óskum um velfarnað um ókomin ár. Sveinn H. Ragnarsson. Þórhallur Ingibergur Einarsson Þá ertu búinn að kveðja okkur, elsku afi minn. Hetjulegri baráttu þinni við meinið er lokið og við tekur nýr heimur fyrir þér. Á stundu sem þessari hrannast upp margar fagrar minningar um glæsilegan mann, sem átti glæsilega stórfjölskyldu sem hann var stoltur af að segja frá og tala um. Mér eru sérstaklega minnisstæð- ar allar ferðirnar á Stokkseyri á yngri árum þar sem ýmislegt var nú brallað. Alltaf voruð þú, Maggi og fleiri á fullu við endurbætur á gamla æskuheimili þínu, Ólafsvöllum. Á meðan vorum við krakkarnir í fót- bolta úti á grasi, í marhnútaveiðum á bryggjunni eða göngutúr um fjör- Guðbjartur Guðmundsson ✝ Guðbjartur Guð-mundsson fædd- ist á Stokkseyri 22. september 1926. Hann lést á líkn- ardeild Landakots- spítala 18. sept- ember síðastliðinn. Guðbjartur var jarðsunginn frá Bú- staðakirkju 27. september sl. una Það eru einnig minnisstæðar allar stórveislurnar í Akur- gerðinu þar sem gleðin réð ríkjum langt fram eftir nóttu. Einnig eru stundir eins og þegar Björk og Laufey fengu að greiða þér og krulla í stólnum frammi í stofu ógleymanlegar öllum sem að því urðu vitni. Núna í seinni tíð var það hin árlega jólaveisla í Ár- skógunum sem þú hélst ásamt okk- ur hinum sem dró fjölskylduna þétt saman. Það er óhætt að segja að það verði skrýtið að hafa þig ekki þar þetta árið. Þú varst víðförull maður á lífsleið- inni og ég man að við töluðum ný- lega um hve margra landa þú hefðir komið til í gegnum tíðina. Svona gæti maður lengi talið, en það sem ég á eftir að sakna mest er að geta ekki sest niður með þér og talað um daginn og veginn. Vissulega hafði maður áhyggjur af þér þegar að amma Ella dó fyrir mörgum árum, hvernig þú myndir dafna eftir það. Og vissulega hafði maður áhyggjur af því hvernig þér myndi reiða af eftir hjartaaðgerðina sem þú fórst í fyrir mörgum árum. En þú sýndir það að þú varst sterk- ur maður með mikla lífsorku, og ég vona að það hafi smitað mann að einhverju leyti, elsku afi minn. Mikið varstu líka heppinn að kynnast henni Önnu þinni í seinni tíð sem hélt þér á tánum eins og ungum manni allt fram undir það síðasta. Þrátt fyrir að vera fastur í skoð- unum oft á tíðum varst þú sann- gjarn og glæsilegur maður, afi. Ég á eftir að sakna þín, afi, og það eiga Anna, Arnar Ingi, Elísa Sif og Steinunn Hlín litla líka eftir að gera, veit ég. Nú eiga krakkarnir ekki neinn langafa lengur en minn- ingin um þig mun lifa að eilífu. Guðbjartur (Nafni), Anna, Arnar Ingi, Elísa Sif og Steinunn Hlín. Elsku langafi, nú kveðjum við þig í síðasta sinn. Viljum við systkinin kveðja þig með þessum sálmi. Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Villist ég vinum frá vegmóður einn, köld nóttin kringum mig, koddi minn steinn, heilög skal heimvon mín. Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alföðurskaut. Hljómi svo harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Árla ég aftur rís ungur af beð. Guðs hús á grýttri braut glaður ég hleð. Hver og ein hörmung hefur mig, Guð til þín, Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Sofðu nú rótt, elsku langafi. Arnar Ingi, Eísa Sif og Steinunn Hlín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.