Morgunblaðið - 08.10.2007, Side 34

Morgunblaðið - 08.10.2007, Side 34
34 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Jóhanna. Það er ótrúlegt að það séu aðeins 12 ár síðan við kynntumst. Mér finnst ég hafa þekkt þig alla mína ævi. Ég er þér þakklát fyrir svo margt, fyrir að hafa verið yndisleg amma, fyrir að hafa kennt mér ótelj- andi hluti í sambandi við heimilis- hald og uppeldi, fyrir Bjarka og fyr- ir að hafa verið frábær vinur og félagi. Undanfarnir mánuðir hafa ein- kennst af sorg og gleði allt í senn. Sorg yfir því sem var yfirvofandi en í allri sorginni höfum við líka náð að fagna lífinu og njóta þess. Við höfum gefið okkur tíma saman til að fara í gegnum lífið og rifja upp skemmti- legar sögur og góðar minningar. Þetta eru stundir sem ég mun alltaf geyma í mínu hjarta. Ég veit að þú varst stolt af okkur öllum en við erum líka ótrúlega stolt af þér. Þú ert ein sterkasta persóna sem ég hef kynnst og ég er þér endalaust þakklát fyrir að hafa verið hluti af mínu lífi. Ég sakna þín. Þín tengdadóttir, Sara. Það er mikil gjöf að hafa fengið að kynnast Jóhönnu Björk og eiga hana sem tengdamóður og vin. Jó- hanna tók mér strax opnum örmum og tel ég mig afar lánsama að hafa fengið að kynnast henni og lífsskoð- unum hennar. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hug- ann þegar ég hugsa til Jóhönnu. Ég er henni ævinlega þakklát fyrir þann vinskap og umhyggju sem hún og Pétur sýndu mér og Þóri. Að koma í Eyktarhæðina til þeirra var oft í erli dagsins eins og að koma í vin þar sem gott var að nærast á sál og líkama. Minningar um matarboð, heitan pott, skemmtilegar umræður og notalegheit mun ég bera með mér um ókomna tíð. Ég sagði stundum við Þóri í gríni að það væri önnur kona sem elskaði hann meira en ég og átti ég þá við Jóhönnu Björk. Milli Þóris og Jó- hönnu ríkti mikil ást, vinátta og gagnkvæm virðing. Við brostum þó stundum út í annað, því Jóhanna var illfáanleg til að hallmæla Þóri á nokkurn hátt og var með svör á reiðum höndum ef svo bar undir. Sem dæmi má nefna að hún var fljót til svara þegar ég kvartaði yfir illa slegnum garði í sumar. Þá benti hún á að Þórir væri með ofnæmi og því löglega afsakaður – ég sá að þessa orrustu myndi ég ekki sigra. Miklar byrðar voru lagðar á herðar Jóhönnu, en það var mikill lærdómur að sjá hana takast á við hvert áfallið á fætur öðru með æðru- leysi, heiðarleika og hugrekki. Í mínum augum var Jóhanna hetja. Lífsviljinn og gleðin hafði alltaf vinninginn hjá henni og umhyggjan fyrir fólkinu í kringum hana með eindæmum. Alltaf hafði hún tíma fyrir okkur en það var fastur liður eins og venjulega að hringja í Jó- hönnu og Pétur hvar sem við vorum stödd í heiminum og segja þeim frá staðháttum og því sem fyrir augu bar. Jóhanna hafði einstakt lag á því að miðla þekkingu sinni og reynslu á átakalítinn og skemmtilegan hátt. Það leiftraði af henni þegar hún tal- aði um þau mál sem henni voru kær- ust, uppeldismál og málefni barna, og var hún óspör á hrós til sam- starfsmanna og félaga sinna í fag- Jóhanna Björk Jónsdóttir ✝ Jóhanna BjörkJónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. maí 1947. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 11. september síð- astliðinn. Útför Jóhönnu Bjarkar fór fram í kyrrþey 25. sept- ember. inu. Gaman var að fylgjast með því starfi sem einkenndist af brennandi áhuga og hugsjón. Þó að sumarið hafi verið erfitt þá skilur það eftir margar góð- ar minningar og stundir sem ég er æv- inlega þakklát fyrir. Það er tómlegt án Jóhönnu en minning hennar og andi verður með okkur um ókomna tíð. Áslaug Pálsdóttir. Kæra vinkona. Þá er komið að kveðjustund. Erfið veikindi að baki, ljósið framundan. Minningarnar hrannast upp, margar bundnar æskuárunum. Karfavogur, Nökkva- vogur – við áttum báðar frábær heimili sem aldrei gleymast, allar sögurnar um líf fullorðna fólksins í húsum okkar sem hafði lifað tímana tvenna og hafði djúpstæð áhrif á okkur. Við vorum eins og systur og höfðum alltaf nóg að gera. Hér má nefna afmælin, leikritin, spilin, gít- arleikinn og margt fleira. Hanna var hörkudugleg og það var aldrei nein lognmolla í kringum hana. Hún var leikskólakennari að mennt og áttu börn hug hennar all- an. Elsku Hanna okkar, nú er þessari hetjulegu baráttu lokið. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæri Pétur, Þórir, Bjarki, Brynj- ar og aðrir ástvinir. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarghildur og Margrét Atladætur. Harmur er kveðinn að öllum þeim er þekktu Jóhönnu, sem nú er fallin frá allt of snemma. Hún er öllum minnisstæð sem hana þekktu. Við vorum innan við tvítugt þegar við kynntumst í Bretlandi, nánar til tek- ið í Leeds 1964. Þar vorum við átta stúlkur frá Íslandi aupair. Á þessum árum var vinsælt meðal ungra stúlkna sem vildu komast til útlanda að ráða sig sem aupair og passa börn. Við lærðum af Hönnu mikil- vægi þess að umgangast börn með virðingu og sem jafningja. Að okkur öllum ólöstuðum er það okkar mat að börnin sem Hanna passaði hafi verið heppnust. Börn áttu hug henn- ar allan og þau elskuðu hana og dáðu. Hún naut þess að ræða við þau um alla heima og geima á sinn glaðlega hátt og sjaldnast var hlátur og húmor langt undan. Það kom því ekki á óvart að Hanna skyldi fara í fóstrunám og var hún í fyrsta hópn- um sem tók framhaldsnám í stjórn- un við Fóstruskólann. Hún naut þess að hennar helsta áhugamál og vinna fóru saman. Við áttum sjaldan samræður án þess að Jóhanna væri að velta fyrir sér einhverjum nýjum hugmyndum og kenningum tengdum börnum og hvað mætti betur fara í leikskólum. Hennar hugsjón var að láta börnum líða sem best. En sjóndeildarhring- ur hennar einskorðaðist ekki við börnin. Hún hafði einnig gaman af þjóðmálum. Fylgdist vel með og hafði alltaf skoðun á því sem var að gerast hverju sinni. Jóhanna var töffari sem ýmislegt var hægt að læra af. Meðal annars æðruleysi og að taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði. Hún átti lengi við sjúkdóm að stríða sem tók á sig ýmsar myndir. Sem betur fer fékk hún sín góðu ár inn á milli en eigi má sköpum renna. ✝ GunnlaugurArnórsson, fyrr- verandi aðalendur- skoðandi Seðla- banka Íslands, fæddist í Gröf í Hrunamannahreppi 26. júní 1930. Hann lést á Landspítala Fossvogi 26. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Gunnlaugs- dóttir húsfreyja, f. 15.6. 1892, d. 12.4. 1983, og Arnór Gíslason söðlasmiður, f. 7.7. 1877, d. 6.12. 1957. Gunnlaugur átti eina systur, Guðlaugu, f. 21.3. 1928, d. 22. 6. 1968, gift Auðuni Braga Sveinssyni kennara, f. 26.12. 1923, og áttu þau 5 börn. Eiginkona Gunnlaugs er Sofía J. Thorarensen, f. á Siglufirði 4.7. 1939. Foreldrar hennar voru Guð- laug M. Hjartardóttir húsfreyja, f. 13.3. 1910, d. 9.10. 1974, og Eiður Thorarensen trésmiður, f. 5.5. 1907, d. 1.9. 1972. Börn þeirra eru: 1) Eiður Thorarensen, f. 30.11. 1959, börn Áslaug Margrét, Svandís Björk, Sara Ósk, Sofía Ýr og Rúnar Miguel. 2) Örn, f. 23.6. 1962, maki Heiðrún Bjarnadóttir, synir Gunnlaugur og Arn- ar Bjarni. 3) Sunna, f. 11.5. 1970, maki Scott McLemore. Dóttir Elsa Lóa. Langafabörn Gunn- laugs eru Ragnheið- ur Sunna, Emelía Sól og Friðrik Arn- ar. Gunnlaugur ólst upp í Gröf í Hrunamannahreppi við leik og störf. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann að Laugarvatni og síð- an Menntaskólann þar og lauk námi 1955. Eftir lát föður hans 1957 fluttist hann ásamt móður sinni til Reykjavíkur og hóf störf hjá Landsbanka Íslands, síðar Seðlabanka Íslands og starfaði þar óslitið uns hann lét af störfum 1999. Útför Gunnlaugs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku pabbi. Nú kveður þú okkur eftir löng og erfið veikindi. Undir það síðasta varstu reyndar búinn að bíða eftir kveðjustundinni og ljóst var að hún var ekki langt undan. Þú hafðir hlakkað til þess svo lengi að hætta að vinna og fara að njóta þess að dvelja í sumarhúsinu sem þú og mamma reistuð í Hnappadalnum fyrir tæpum tuttugu árum. En þá lét á ný á sér kræla þessi skelfilegi sjúkdómur sem legið hafði í dvala um áratugaskeið. Það kom því aldrei að því að sá tími kæmi sem þú hafðir hlakkað til svo lengi. Natni þín við sumarhúsið verður ávallt eftirminnileg en þú hafðir slík- an áhuga á að gróðursetja sífellt fleiri plöntur þar að á endanum sagði mamma að nú væri komið nóg enda er þarna að finna í dag einn gróður- sælasta stað í Hnappadalnum. Stað- festa þín verður mér ávallt minnis- stæð og oft á tíðum fannst mér þú fastur fyrir. En sá kostur sem þín verður eflaust ávallt minnst fyrir er heiðarleiki þinn og sú staðfesta að fara ávallt rétt með staðreyndir. Þú hafðir óbeit á ef reglur voru brotnar eða sveigðar eða frásögn atburða var lýst gagnstætt staðreyndum. Þegar ég óx úr grasi var mér sagt að þú hefðir meira að segja ekkert dregið undan í skoðunum þínum á útliti mínu við mömmu á fæðingardeildinni þeg- ar ég kom í þennan heim en þér þótti a.m.k. á þeim tíma nýfædd börn ekk- ert augnayndi. Þennan smekk hef ég án efa erft frá þér þó ég hafi aldrei verið jafn hreinskilinn við slík tíma- mót sjálfur. Þegar ég hafði 18 ára ráðið mig á fraktskip sem flytja átti skreið til Nígeríu reynduð þið mamma að fá mig ofan af þessu brölti mínu en sennilega hef ég staðfestuna frá þér og ég vildi ekki gefa mig með þessa ákvörðun mína. Þrátt fyrir að þú vær- ir oft á tíðum mótfallinn ákvörðunum sem ég tók studdir þú mig þó yfirleitt í að ég gæti hrint þeim í framkvæmd. Í þetta skiptið keyrðir þú mig til Hafnarfjarðar svo ég kæmist um borð í skipið. Það aftraði þér þó ekki frá því að reyna að telja mér hughvarf og ég minnist þess að þú spurðir mig þegar ég var að fara um borð: „Örn minn, heldurðu að þetta fljóti nokkuð út úr höfninni?“ En allt kom fyrir ekki, ég fór með, staðfastari en nokkru sinni. Ég man enn ljóslifandi frá því er við bræður vorum smápjakkar með þér í veiði við Oddastaðavatn fyrir hartnær fjórum áratugum og dvöld- um við þá marga daga í einu við vatnið í tjaldi. Þessar stundir upplifði ég aft- ur þegar við fórum saman að veiða mörgum árum seinna, ég, þú og synir mínir en þeir voru svo óskaplega hændir að þér enda varstu þeim sér- lega góður afi. Þetta voru miklar gleðistundir sem ég mun ávallt minn- ast. Elsku pabbi minn, Guð geymi þig í þínum nýju heimkynnum þar sem við sameinumst öll aftur að lokum. Örn. Elsku pabbi minn. Nú er barátt- unni lokið og þú hefur fengið hvíldina sem þú þráðir. Við fjölskyldan minn- umst nú ánægjustundanna sem við áttum saman. Við gerðum svo ótal margt. Við fórum saman í sund og ég fékk kúluís á eftir. Við vorum svolitlir eftirréttagrísir ég og þú og eigum örugglega metið í bananasplittáti á Ítalíu. Við fórum svo oft í veiði, úti- legur, á skíði, í hellaferðir, berjamó og auðvitað leikhús og á tónleika. Þú varst alltaf tilbúinn að keyra okkur stelpurnar á fótboltaæfingar og sækja okkur í bíó. Á ferðum okkar um landið vissir þú hvað hver einasta þúfa hét og ég skildi ekki hvernig það var hægt að muna þetta allt. Pabbi, þú varst skemmtilegur, um- hyggjusamur og tilbúinn að gera allt fyrir okkur. Ég vona að ég geti gert jafnvel við börnin mín því það er ekk- ert dýrmætara en fjölskyldan. Það er okkur öllum huggun að þér líður bet- ur núna. Takk fyrir allt. Ástarkveðjur. Sunna. Mágur minn, Gunnlaugur Arnórs- son, er látinn, um aldur fram. Hann var að vísu orðinn 77 ára en það er ekki hár aldur nú á dögum. Ég man langt aftur í tímann, og þá þótti þetta hár aldur. Lífskjör hafa batnað stórum, og ýmsir sjúkdómar, sem voru lífshættulegir, eins og lungna- bólga, hafa að miklu leyti verið yfir- unnir. Gunnlaugur var bankastarfsmað- ur, fyrst í Landsbankanum, en síðar í Seðlabankanum Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Laugar- vatni, með óvenju glæsilegum vitnis- burði. Gunnlaugur hélt ekki í háskóla, sem hann hefði vafalaust átt létt með, en vann sig áfram í vandasömu ábyrgðarstarfi, þar sem nákvæmni og samviskusemi er höfuðnauðsyn. Þessar eigindir voru Gunnlaugi í brjóst lagnar. Honum var óhætt að treysta. Þeg- ar við Gunnlaugur kynntumst fyrst, var hann innan við tvítugt,og stundaði nám við Héraðsskólann á Laugar- vatni. Hann hélt tryggð við þann stað, og lauk menntaskólanámi þar, eins og fyrr sagði. Því miður bilaði heilsa Gunnlaugs snemma. Hann var í raun ekki nema skuggi af sjálfum sér síðustu æviárin. En sami ljúfi félaginn var hann ætíð. Ég kveð ágætan mág minn með þökk fyrir allt. Ástvinum votta ég samúð við andlát hans og útför. Fari hann í friði. Auðunn Bragi Sveinsson. Gunnlaugur Arnórsson var traust- ur vinur og félagi í hópi okkar sem lukum námi við ML vorið 1955. Hann var öllu meiri Laugvetningur en við hin því að hann hlaut alla sína fram- haldsskólamenntun þar og dvaldist á staðnum sjö vetur samfleytt, fyrst þrjá í Laugarvatnsskóla og síðan fjóra í Menntaskólanum auk þess sem hann kenndi einn vetur við Laugar- vatnsskóla að loknu stúdentsprófi. Hann var því í upphafi okkar samveru orðinn heimavanur á Laugarvatni, einnig lítið eitt eldri en flestir og því sjálfkjörinn leiðbeinandi. Hann var allra manna samvisku- og reglusam- astur og stundaði nám sitt af alúð og vandvirkni. Árangur hans var líka eft- ir því. Jafnan mun hann hafa hlotið ágætiseinkunn á vorprófum og átti það við um stúdentsprófið einnig. Um þetta leyti veiktist faðir hans og andaðist á árinu 1957. Þá hafði Gunnlaugur fyrir aldraðri móður að sjá og fluttust þau mæðgin að austan til Reykjavíkur. Gunnlaugur hóf nám í norrænu við Háskóla Íslands. Ekki varð framhald á því þar sem hann taldi sér skylt að annast móður sína aldraða og ekki efni til að gera hvort tveggja. Gunnlaugur réðst til starfa hjá Landsbanka og síðar Seðlabanka. Hann vann í bankaeftirlitinu, kannaði sjóðseign banka og annaðist peninga- flutninga milli banka og sparisjóða. Gunnlaugur varð síðar forstöðumað- ur innri endurskoðunar Seðlabank- ans og gegndi þeirri stöðu þar til hann lét af störfum. Við skólafélagar Gunn- laugs vorum ekki undrandi á því þótt honum væru falin vandasöm trúnað- arstörf því að við þekktum mannkosti hans, trúmennsku, samvisku- og vinnusemi. Við Heimaeyjargosið 1973 varð til Viðlagasjóður sem gerðist ærið um- svifamikill og myndaðist ógrynni fylgiskjala sem koma þurfti reiðu á. Það verkefni lenti hjá Gunnlaugi og vann hann að því um lengri tíma, bæði nætur og daga að segja mátti. Vinir hans og aðstandendur þóttust sjá að verkefnið hefði reynt um of á krafta hans enda fór heilsu hans hrakandi upp frá því. Gunnlaugur tók þátt í félagslífi bekkjarins og lagði með sínu alkunna hæglæti áherslu á að halda við fé- lagsanda æskuáranna; þótti sjálfsagt að hann varðveitti bekkjarsjóðinn. Þótt Gunnlaugur væri stakur reglu- maður og smakkaði hvorki vín né tób- ak lengst af lét hann sér vel líka þótt aðrir hefðu þær dyggðir ekki eins í hávegum og hafði lúmskt gaman af kjánalátum annarra þegar öl var á könnunni. Við bekkjarsystkini söknum nú vinar í stað og þökkum honum sam- fylgd í áratugi. Við vorum 25 sem luk- um stúdentsprófi frá Laugarvatni 1955 og Gunnlaugur er hinn þriðji úr hópnum sem nú hefur kvatt. Þótt all- margir úr hópi yngri stúdenta frá Laugarvatni heltust úr lestinni í tím- ans rás var okkar hópur lengst af óskertur. Menn voru jafnvel farnir að gera því skóna að líftrygging hefði fylgt prófskírteinum frá 1955. Nú er sýnt að töfrar þessir eru brostnir og við sem eftir lifum getum búist við að þurfa senn að halda til móts við vini á ókunnar slóðir þar sem nýjar náms- brautir kunna að bíða. Sofíu konu Gunnlaugs og fjölskyldu hans send- um við innilegustu samúðarkveðjur. Bekkjarsystkini. Gunnlaugur Arnórsson Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.