Morgunblaðið - 08.10.2007, Side 38

Morgunblaðið - 08.10.2007, Side 38
38 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ER HÚN EKKI Á HLIÐ? VIÐ SKULUM BARA SEGJA AÐ ÉG SÉ EKKI MJÖG ÁNÆGÐUR MEÐ VERKTAKANN VALA SAGÐI AÐ ÉG YRÐI AUMINGI ÉG HELD AÐ ENGINN EIGI EFTIR AÐ KLÚÐRA HLUTUNUM EINS OG ÞÚ ÞÉR TEKST ALDREI NEITT! ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI! EN ÞAÐ ER RÉTT, KALLI! ÞÉR Á EFTIR AÐ MISTAKAST ALLT SEM ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ REYNA! GERÐU ÞAÐ LÁTTU ÞYRLUHÚFUNA MÍNA KOMA Í DAG! ÉG LOFA AÐ VERA ALDREI ÓÞEKKUR AFTUR! ÉG GERI HVAÐ SEM ÞÚ VILT! GERÐU ÞAÐ! GERÐU ÞAÐ! LÁTTU DAGINN Í DAG VERA DAGINN SEM ÉG FÆ ÞYRLUHÚFUNA MÍNA! ÉG BIÐ EKKI UM NEITT ANNAÐ! ER HÚFAN MÍN KOMIN? NEI HVAÐ ÞARF ÉG EIGINLEGA AÐ GERA? HA?!? HJÁ MÖMMU ÉG HLAKKA TIL AÐ FÁ MÉR EITTHVAÐ GOTT AÐ BORÐA HJÁ MÖMMU ÞÚ ERT EKKI MAMMA! HÚN SELDI MÉR STAÐINN OG VIÐSKIPTAVINUNUM HEFÐI FÆKKAÐ EF ÉG HEFÐI BREYTT NAFNINU KENNSLA Í HLÝÐNI KENNSLA Í BORGARA- LEGRI ÓHLÝÐNI ÉG HEF HEYRT AÐ ÞESSIR TÍMAR SÉU FRÁBÆRIR! HÆ, ÖLL- SÖMUL HÆ, MAMMA! HVERNIG VAR FERÐIN? FÍN... ÉG KOM MEÐ RÚTU. ÉG FLÝG EKKI FYRR EN FLUGVALLAR- STARFSMENN FÁ HÆRRI LAUN ÞÚ HELDUR ÁFRAM AÐ BERJAST ÞAÐ ÞARF AÐ LAGA ÝMISLEGT Í ÞESSUM HEIMI Á MEÐAN ÉG MAN... ÉG KOM MEÐ GJÖF HANDA YKKUR HVER VILL UNDIRSKRIFT- ARLISTA? ERU ÞEIR EINS OG GJAFABRÉF? MÆTTI ÉG NOKKUÐ AÐEINS FÁ AÐ TALA VIÐ NÖRNU? EKKERT MÁL, ROD OG ÞAÐ ER EKKI ALLT ÁÐUR EN ÞÚ FÉKKST HLUTVERK „MARVELLU“ Í MYNDINNI... ÞÁ ÁTTI NARNA AÐ TAKA HLUTVERKIÐ AUÐVITAÐ... ÞAU VORU EINU SINNI SAMAN ! dagbók|velvakandi Náttúra Íslands NÁTTÚRUSPJÖLL á hafsbotni eru enn alvarlegri en náttúruspjöll á landi því allt lífríkið undir yfirborði sjávar byggist fremur öllu öðru á skjóli og öruggu afdrepi til að geta dafnað. Þetta ættu allir ráðamenn landsins að vita, svo og allir útgerð- armenn og skipstjórar. Sérstaklega síðastliðin 30–40 ár hafa verið fram- in ódæðisverk gegn móður náttúru á hafsbotni. Þessi verk eru beinlínis landráð. Kvótakerfið í heild er því land- ráðastarfsemi vegna þess að allar fiskveiðar nema línu- og færaveiðar byggjast á notkun trolla og drag- nóta og allir vita að fiskvernd- unarsjónarmið lágu ekki að baki kvótakerfinu, því ef svo hefði verið þá hefðu einungis verið notuð kyrr- stæð veiðarfæri. Þá fyrst hefði gjörningurinn verið trúverðugur. Auk allrar þessarar notkunar á trollum og dragnót hefir verið farið hamförum með veiði á uppsjáv- arfiski, loðnu, síld og kolmunna. Þessi uppsjávarfiskur er fæða lífrík- isins, sér í lagi loðnan, fyrir bæði þorsk og ýsu sem er hrææta. Því er það höfuðskilyrði að loðnan fái frið til að ganga hringinn kringum land- ið. Fiskifræðingar hjá Hafró bera ekki nafn með rentu nema Ólafur Ástþórsson sem ætti í raun að vera æðsti maður stofnunarinnar. Lífríkið er ekki bara þorskur og ýsa, því lífkeðjan samanstendur af hundruðum smádýra og smáfiska, svo sem sandsíli sem dragnótin er nærri búin að útrýma, þeim allra nauðsynlegasta fæðuhlekk, sérlega fyrir þorskinn og ýsuna svo og allar hvalategundir. Drög þessi sem ég nefni hér liggja inni í hverju einasta bréfahólfi allra þingmanna, þ.e. 63 talsins. Verði skynsemin ofan á við stjórn- völinn á komandi þingi þá verða all- ar þessar ábendingar sem þessi grein fjallar um, leystar á þann veg sem er allri þjóð vorri til góðs á all- an máta. Fiskimiðin taka fjörkipp og verða aftur sá atvinnuvegur sem áð- ur fyrr. Rányrkja verður aflögð end- anlega og í kjölfarið verður frelsi tryggt til fiskveiða fyrir þá sem á sjómennsku hafa áhuga því fiski- miðin verða brátt svo auðug að ekki þarf að nefna hafið takmarkaða auð- lind upp frá því. Að lokum þetta. Þessi grein verð- ur þýdd og send úr landi til þeirra 22 náttúruverndarsamtaka sem Framtíð Íslands er í sambandi við vítt um heiminn, þess efnis að á Ís- landi ríki lýðræðið. Garðar H. Björgvinsson, framkvæmdastjóri Framtíðar Íslands. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is MIKILVÆGT er að alltaf sé til nóg af blóði í landinu þegar slys eða sjúk- dómar gera vart við sig. Þessi glaðbeitti maður gefur hér blóð í Blóðbank- ann með bros á vör og dyggri aðstoð starfsfólksins. Morgunblaðið/Frikki Allt fyrir málstaðinn FRÉTTIR Í fréttatilkynningu segir m.a. að í fyrirlestrinum verði saga Evrópu skoðuð út frá sjónarhóli samkeppn- iskerfa og bent á ýmislegt sem er dæmigert fyrir slík kerfi en einnig sumt sem er óvenjulegt. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. SAGNFRÆÐINGAFÉLAG Íslands heldur áfram að svara spurning- unni „Hvað er Evrópa“. Axel Krist- insson, sagnfræðingur, fjallar um evrópska samkeppniskerfið þriðju- daginn 9. október í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 12.05-12.55. Ræðir evrópska samkeppniskerfið MIKILL skortur er á talmeina- fræðingum og lítil nýliðun í starfs- stéttinni. Bið eftir þjónustu er löng og nú eru um 600 manns sem bíða. Á aðalfundi Félags talkennara og talmeinafræðinga, sem fram fór á laugardag, var lýst yfir miklum áhyggjum af stöðunni og lögð áhersla á nauðsyn þess að meist- aranám í talmeinafræði við Há- skóla Íslands hæfist sem allra fyrst. Á fundinum var einnig samþykkt ályktun varðandi Tryggingastofn- un og aðför stofnunarinnar að tal- meinaþjónustu í landinu hörmuð. „[Félagið] átelur vinnubrögð stofn- unarinnar í kjölfar tilhæfulausra ásakana og samskipta eftirlits Tryggingastofnunar ríkisins við Talþjálfun Reykjavíkur.“ Heil- brigðisyfirvöld eru hvött til að leysa mál þeirra sem ekki fá end- urgreiðslu vegna talmeinaþjónustu. Bið eftir þjónustu löng

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.