Morgunblaðið - 08.10.2007, Side 43

Morgunblaðið - 08.10.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 43 Sími 530 1919 www.haskolabio.is Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Stærsta kvikmyndahús landsins Heima - Sigurrós kl. 6 - 8 - 10 3:10 to Yuma kl. 5:30 - 8 - 10:30 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Astrópía kl. 6 - 8 - 10:10 Sagan sem mátti ekki segja. eeee - B.B., PANAMA.IS eeee - E.E., DV eeee - S.G., Rás 2 eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - JIS, FILM.IS eee - FBL “TOP 10 CONCEPT FILMS EVER” - OBSERVER Hljómsveitin Sigur Rós hélt í ógleymanlega tónleikaferð um Ísland sumarið 2006. Samspil Sigur Rósar, náttúru Íslands og íslensku þjóðarinnar má finna í þessu ógleymanlegu meistarastykki Sigur Rósar, mynd sem enginn má missa af! eeeee “HEIMA ER BEST” - MBL eeeee “ALGJÖRLEGA EINSTÖK” - FBL eeeee “VÁ” - BLAÐIÐ eeeee “MEÐ GÆSAHÚÐ AF HRIFNINGU” - DV eeeee “SIGUR ROS HAVE REINVENTED THE ROCK FILM” - Q eeee “SO BEAUTIFUL ITS HYPNOTIC” - EMPIRE HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? GEGGJUÐ GRÍNMYND Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 10 ára StarduSt er Mögnuð ævintýraMynd Stútfull af göldruM, HúMor og HaSar. -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 B.i. 12 ára Miðasala á www.laugarasbio.is robert de niro og MicHelle pfeiffer í frábærri Mynd SeM var tekinn upp á íSlandi og allir ættu að Hafa gaMan af! Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára Það er löng hefð fyrir því íTékklandi að kveikja í sér.Háskólastúdentinn JanPalach kveikti í sér til þess að mótmæla innrás sovéskra skrið- dreka í Prag og Ivan Trojan kveikir í sjálfum sér og öðrum þegar það er ljóst að brjálæðislegar áætlanir hans hafa farið út um þúfur. Þetta gerir hann í tveimur af þeim þremur myndum tékkneska leikstjórans David Ondricek sem sýndar voru á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Ondricek er þó snöggur að neita öllum tengingum við Palach en segir mér í staðinn frá tökunum. „Þetta var allt tekið án áhættu- leikara. Okkur var sagt að við mætt- um bara taka í eldinum í mesta lagi eina mínútu en leikararnir sögðu að þeir myndu bara segja stopp sjálfir og léku í eina og hálfa mínútu þar sem þeir spunnu sínar senur í miðju eldhafinu.“ Einfarar, ein hönd og einn bær Hinn sérstæði húmor landa Góða dátans Svejks er til staðar í öllum myndum Ondricek en sá húmor er þó orðin rokkaðri allur og jafnvel sorglegri. Við fengum ekki að sjá fyrstu leiknu myndina hans, Hvísl (Septej), en hinar þrjár voru sýndar. Önnur myndin var Einfarar (Sam- otári) sem fjallar um kynslóð vin- margra Pragverja sem eru af- skaplega einmana. „Hún var skrifuð sem drama en breyttist í gam- anmynd á æfingum,“ segir Ondricek og bætir við: „Með húmor getum við lifað af.“ Þetta er kynslóðamynd á ekki ólíkan hátt og American Graf- fiti og Dazed and Confused og líkt og þær varð hún útungunarstöð leikara, en mörg helstu nýstirni Tékka hófu kvikmyndaferil sinn í þessari aldamótamynd. Næst var Ein hönd getur ekki klappað (Jedna ruka netleská) sem er líklega næst því að vera hrein- ræktuð gamanmynd en um leið er undirtónninn mun myrkari. Leik- stjórinn nefnir The Big Lebowski Coen-bræðra sem innblástur en hrakfallabálkarnir Standa og Ond- rej ná alla leið aftur til Laurel & Hardy. Þetta er umdeildasta mynd Ondricek. „Margir elskuðu hana en það hötuðu hana líka margir.“ Myndin er á köflum hrein hasar- mynd um baráttu áðurnefndra hrak- fallabálka við glæpamenn sem borða dýrategundir í útrýmingarhættu og á köflum er óljóst hvort verið sé að gera grín að grænmetisætum eða kjötætum, vafi sem Ondricek gerir lítið til þess að eyða. Þá lenda hrak- fallabálkarnir í slagtogi með tveim systrum og faðir þeirra hafði nið- urlægt aðra þeirra í eigin raunveru- leikaþætti, en myndin var gerð þeg- ar vinsældir þeirra voru hvað mestar. Loks var nýjasta mynd leik- stjórans, Grandhotel, frumsýnd á hátíðinni. „Hún gekk töluvert síður í Tékklandi en hinar. Hins vegar hef- ur henni gengið miklu betur en þeim utan landsteinanna.“ Umrætt hótel er helsta kennileiti borgarinnar Liberec og uppi í sjónvarpsturn- inum ofan á hótelinu má sjá bæði til Póllands og Þýskalands. Aðalper- sónan Fleischman (Marek Taclík) virðist þó ólíklegur til þess að kom- ast þangað þar sem hann virðist sjúklega hræddur við að yfirgefa þennan litla smábæ þar sem hann eyðir tíma sínum í að gera ítarleg veðurkort. Þar fellur hann líka fyrir dökkhærðu þjónustustúlkunni Ilju, rétt eins og Ondricek sjálfur féll fyr- ir Kláru Issová, leikkonunni sem túlkar hana en hún varð samferða honum til Íslands á hátíðina. Sjóaralíf bíófjölskyldu En hvar lærði Ondricek að búa til bíómyndir? „Níutíu prósent af öllu sem ég kann lærði ég af pabba,“ segir hann en Miroslav faðir hans er þekktur kvikmyndatökumaður og hefur meðal annars unnið við marg- ar myndir Milosar Forman, sem lík- lega er þekktasti leikstjóri Tékka. „En ég hef þó búið í Tékkandi allt mitt líf. Pabbi kom aftur eftir hverja mynd en stundum tók hann margar myndir á ári og við sáum hann ekki nema kannski tvær vikur á ári. En við vildum ekki flytja, pabbi elskaði Tékkland. En hann sýndi mér myndir sem var ómögulegt að sjá í Tékklandi, myndir leikstjóra á borð við Milos Forman og Stanley Kubrick.“ Seinna lærði hann heimild- armyndagerð í kvikmyndaskólanum FAMU og hóf ferilinn á að gera heimildarmynd um Lucie, eina þekktustu rokkhljómsveit Tékka. „Ég vissi ekki hvort ég yrði tón- listarmaður eða leikstjóri, þótt eftir á að hyggja hafi ég verið mjög léleg- ur tónlistarmaður. En mig langaði að gera bíómynd um tónlist og liðs- menn Lucie voru góðir vinir mínir. En svo varð ég fyrir hálfgerðum vonbrigðum með líf tónlistarmanna, allt ruglið á túrnum – það var ekki fyrir mig.“ En heimildarmynd- anámið var góður skóli. „Þar þarf maður að gera allt, klippa, taka upp og svo framvegis, ekki bara leik- stýra.“ Útsýnið frá Tékklandi Morgunblaðið/Frikki Leikstjórinn „Með húmor getum við lifað af,“ segir tékkneski leikstjórinn David Ondricek sem gerði Grandhotel. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.