Morgunblaðið - 08.10.2007, Síða 44

Morgunblaðið - 08.10.2007, Síða 44
44 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND MEÐ CATHERINE ZETA JONES OG AARON ECKHART. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI HLJÓÐ OG MYND Í KRINGLUNNI CATHERINE ZETA JONES AARON ECKHART STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára DIGITAL STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ SUPERBAD kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 B.i.12.ára MR. BROOKS kl. 8 B.i.16.ára BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ DISTURBIA kl. 10:30 B.i.14.ára ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ HLJÓÐ OG MYND STARDUST ER MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND STÚTFULL AF GÖLDRUM, HÚMOR OG HASAR. STARDUST kl. 6:30 - 9 B.i. 10 ára DIGITAL NO RESERVATIONS kl. 8 - 10:10 LEYFÐ DIGITAL MR. BROOKS kl. 10:10 B.i. 16 ára ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:40 LEYFÐ DIGITAL / KRINGLUNNI ROBERT DE NIRO OG MICHELLE PFEIFFER Í FRÁBÆRRI MYND SEM VAR TEKINN UPP Á ÍSLANDI OG ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF! Kortaspil eru gífurlega vinsæl enn í dag þrátt fyrir að hlutir eins og Pokemon, sem komu þessu fyr- irbæri fram fyrir almenningssjónir, séu dottnir úr tísku. Magic the Gat- hering, sem var fyrst til þess að fanga þennan markað, ásamt Yu Gi Oh og fleiri spilum hafa fangað at- hygli nörda út um allan heim og hérna heima er stór hópur sem er sólginn í þetta. Teiknimyndir eins og Yu Gi Oh og Pokemon sýna þessi spil eins og við vildum að þau væru, þar sem skrímslin sem eru á kort- unum og máttur þeirra verða til í al- vörunni og hressa aðeins upp á frekar ómerkilegan raunveruleik- ann. En það mun brátt breytast með Eye of Judgment sem er samvinnu- verkefni Sony og Wizards of the Coast, sem þróaði og setti á markað Magic the Gathering. Algjör bylting Leikurinn, sem er í raun bara venjulegur kortaleikur, notar nýju Eye-myndavélina fyrir Playstation til þess að kalla fram ófreskjur og aðra vætti í þrívídd og í rauntíma um leið og maður setur kortið niður. Það er hægt að leika sér með kvik- indin í leiknum, strjúka þeim, færa þau til eða gefa skipanir með fingr- unum einum saman. Þetta er í raun algjör bylting fyr- ir kortaspilin og fyrir aðdáendur þeirra því að núna geta þeir spilað þetta eins og teiknimyndir sýna og hleypt nýju blóði í markaðinn. Eins og er notar bara þessi leikur þessa tækni en það má vel búast við því að önnur fyrirtæki sem fram- leiða kortaspil sjái hér tækifæri til þess að færa út kvíarnar. Yu Gi Oh, Pokemon, White wolf, Warhammer og jafnvel íslenski leikurinn Eve, sem er til í kortaútgáfu gætu gert góða hluti með þessari tækni og sér- staklega á komandi árum, þar sem tækninni fleygir fram. Leikurinn kemur í búðir í seinni hluta október og ættu kortanördar að byrja að safna fyrir pakkanum sem verður ansi flottur. Eye of Judgment; á hann eft- ir að umturna kortaspilum? Eftir Ómar Örn Hauksson Eye of Judgment Kallar fram ófreskur og aðra vætti í þrívídd. TÖLVULEIKIR» Bioshock er leikur sem margir leikjaáhugamenn hafa beðið eftir með eftirvæntingu. Hann kom ný- lega út á Xbox 360 eingöngu og er satt að segja alveg frábær. Sagan gerist árið 1960 og fjallar um mann sem lendir í flugslysi úti á ballarhafi og finnur fyrir tilviljun neðansjávarborg sem er full af dul- arfullu fólki, óvættum og furðu- legum sögum. Borgin Rapture er afkvæmi við- skiptajöfursins Andrew Ryans sem vildi búa til Edensgarð fyrir fólk sem vildi losna undan fjötrum trúar og hafta sem greinilega öftruðu hon- um á landi. En það er svona þegar menn fá of mikið frelsi þá fer allt til andskotans. Fólkið fór að grufla í vísindarannsóknum sem gerði fólk ofurmannlegt en einnig snarbilað og brátt varð allt vitlaust og íbúatala borgarinnar snarlækkaði. Nú þegar hetjan okkar er mætt á staðinn er staðurinn nánast tómur og að detta í sundur. En það eru óvættir sem leynast í skuggunum og furðulegar litlar stúlkur sem safna saman efninu Adam sem gerir manni kleift að styrkja líkama sinn og bæta við þá eiginleikum sem maður hafði ekki áður. Leikurinn leggur mikið upp úr andrúmslofti og er einstaklega vel hannaður. Borgin er öll í svona for- tíðar-framtíðarstíl, Art Deco út um allt og maður lifir sig inn í þetta allt saman þegar maður heyrir í tónlist í grammófónum. Þetta er ekki leikur þar sem mað- ur hleypur um og skýtur allt sem hreyfist. Maður getur mótað eigin- leika sína með Adam-efninu og einn- ig sérstökum tónik sem hefur áhrif á gengi manns í leiknum og svo getur maður einnig notfært sér umhverfið og þau tæki og tól sem eru til staðar til þess að klekkja á óvininum. Það eina sem gerir leikinn kannski aðeins of auðveldan er það að ef maður deyr í leiknum þá miss- ir maður enga af þeim eiginleikum sem maður hefur komið sér upp og maður þarf ekki að gera neitt upp á nýtt. Það verður til þess að maður á það til að verða hálfkærulaus og missir áhugann á því að spila hann vel. Grafíkin er stórkostleg, ljós og skuggar drungalegir og hönnun í alla staði í toppformi. Hljóðvinnsla er góð og gefur leiknum gott and- rúmsloft og leikarar standa sig vel. Þetta er toppleikur sem ætti að kæta Xbox-eigendur og pirra PS3- eigendur því þeir geta ekki spilað hann. Maraþaraborg í kröppum dansi TÖLVULEIKIR Xbox 360 2K Games Bioshock  Ómar Örn Hauksson Bioshock Algjör toppleikur. ÞAÐ verður að viðurkennast að und- irritaður hefur ekki enn séð kvik- myndina sem þessi leikur byggist á og það eina sem ég veit um hana er að hún fjallar um rottu sem lætur ekki bjóða sér hvaða mat sem er og dreymir um að verða kokkur. Þessi leikur er aðallega gerður fyrir ungu kynslóðina og það er ekki mikið fyrir okkur hin að gera. Leikurinn bygg- ist á verkefnum sem eru annað hvort tekin úr söguþræði myndarinnar eða er honum algerlega ótengdur. Þetta er afskaplega ómerkilegt í sjálfu sér en grafíkin er góð og stjórnun ein- föld. Það plagaði hinsvegar eintakið sem ég fékk í hendurnar að tal á milli verkefna var ekki til staðar þannig að það dró verulega úr skemmtanagildinu og þess vegna get ég lítið sagt um leik þeirra sem töluðu fyrir persónurnar í myndinni. Ratatouille er fín tímaeyðsla fyrir yngstu börnin enda gerður fyrir þau. Við eldri spilum bara Scarface á meðan. Barnvæn rotta TÖLVULEIKIR PS3 THQ Ratatouille  Ómar Örn Hauksson Rotta Barnvæn rotta í tölvuleik. Þremur íslenskum hljómsveitum og tónlistarmönnum hefur verið boðið að koma fram á hinni árlegu tón- listarhátíð In the City sem fram fer í Manchester í Englandi. Þetta eru Dikta, Skátar og Kira Kira og leika þau 22. október. In the City er ein stærsta tónlist- arráðstefna og hátíð sinnar teg- undar í Evrópu og stendur í þrjá daga. Í fréttatilkynningu segir að þar komi saman allir helstu aðilar tónlistarheimsins, plötufyrirtæki, útgefendur, tónleikahaldarar, um- boðsaðilar, fjölmiðlar og tónlist- armenn. Einnig er bent á að In the City hafi verið leiðandi í að upp- götva nýja listamenn og að hljóm- sveitir eins og Coldplay, Oasis og Muse hafi slegið í gegn eftir að hafa komið fram á þessari hátíð. Íslensku tónlistarmennirnir leika á sérstöku íslensku kvöldi (Int- ernational showcase-Iceland) sem fram fer á Pitcher and Piano á lokakvöldi hátíðarinnar. Ásamt því að spila á hátíðinni fá íslensku lista- mennirnir heimasíðu og lag á I- tunes-safnplötu sem verður dreift til allra sem koma á hátíðina. Morgunblaðið/Golli Tónlistarhátíð Kira Kira er meðal þeirra sem boðið hefur verið að spila á In the City hátíðinni. Dikta, Skát- ar og Kira Kira í Man- chester

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.