Morgunblaðið - 08.10.2007, Síða 45

Morgunblaðið - 08.10.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 45 WWW.SAMBIO.IS / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? YFIR 44.000 MANNS Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL eeee - RÁS 2 Vinsælasta kvikmyndin á íslandi í dag SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI STARDUST kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 10 ára NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ 3:10 TO YUMA kl. 10 B.i. 16 ára ASTRÓPÍA SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 6 LEYFÐ STARDUST kl. 8 B.i. 10 ára SUPERBAD kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára MR.BROOKS kl. 10:30 B.i. 16 ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ SHOOT´EM UP kl. 10:20 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI “Skylduáhorf fyrir alla unglinga” - Dóri DNA, DV - J.I.S., FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK eeee – KVIKMYNDIR.IS SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SKEMMTILEGUSTU VINKONUR Í HEIMI ERU MÆTTAR. Það stríðir nokkuð gegn skynsem- inni að skrifa umsögn eða gagnrýni um afmælisbörn og afmælisveislu. Um þetta 110 ára hús, Iðnó, sem maður hefur svo oft grátið og hlegið í og um þessa leikkonu, Guðrúnu Ásmundsdóttur, sem í hálfa öld hef- ur gegnt veigamiklu hlutverki í ís- lensku leikhúslífi og stendur hjarta okkar sem sækja leikhús svo nærri. Í afmælisveislum hafa Íslend- ingar venjulega til siðs, haldi þeir ræður á annað borð, að glettast við afmælisbarnið fremur en að mæra það. En hér er það sjálft afmæl- isbarnið sem er aðalræðumaður kvöldsins, reyndar sá eini, og hún fylgir þeim ágæta sið. Kemur svíf- andi niður í eldrauð, máluð leiktjöld sonar síns Ragnars Kjartanssonar sem minna mann á gamlan draum um leikhús, gamlan draum um að leikhúsið sé lúxus sem enginn eigi að neita sér um, ef ég man orð þýsks meistara rétt. Svífandi kemur hún í blómum skreyttri rólu líkt og í einu fyrsta meiri háttar hlutverki hennar á þessu sviði í þessu húsi sem Jóhanna í Ævintýri á gönguför. Og þar með er tónninn gefinn fyrir frásagnaraðferð kvöldsins. Á gam- ansaman hátt í örsögum, söngvum, kvæðum er saga hússins sögð. Hverjir byggðu og hvernig. Hverjir, jafnt menn og kykvendi, bjuggu þar í gegnum tíðina, frá hanabjálka nið- ur í kjallara. Hvernig húsið er not- að. Dregnar eru upp smámyndir af horfnum höfðingjum, iðnaðarmönn- um, vinnukonum, lausamönnum, leikurum, matráðskonum, förð- unarmeisturum og hafnfirskum áhorfendum. Hvorki þróun þjóð- félags né leiklistar halda utan um sögurnar heldur húsið sjálft. Leik- konan sjálf tengist þessum sögum mörgum og einnig bregður hún upp myndum úr lífi sínu, af ferli sínum sem leikkonu. Sumt er þar undir rós og sem leikhúsmanneskja saknar maður þess að ekki sé tekið skýrar á þeim tíma þegar Guðrún Ásmunds- dóttir var svo sannarlega leiðandi afl í íslenskri leiklistarsögu; að sjá ekki heldur mynd hennar af ein- hverjum þeirra sem sátu í salnum, Steindóri, Margréti, Karli, Sveini, Vigdísi, Baldvini sem öll hafa svo miklu máli skipt í sögu þessa húss. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að úr þeirri sögu sem liggur okkur næst, og hratt er farið fyrir, hafi verið erfitt að velja og hafna og það er ekki beint aðal hennar kynslóðar kvenna að lyfta sjálfum sér um of. Þær lyftu oftast öðrum. Og auðvitað er saga kvöldsins í heild, lýsing á henni sjálfri, í þessu stundum ljúf- sára glensi um horfna tíma og látna vini endurspeglast hún. Sigrún Edda Björnsdóttir er leik- stjórinn og samstarf þeirra mæðgna hefur heppnast vel. Það er einfald- leikinn sem blífur. Eitt borð og stól hefur Guðrún sér til stuðnings allt kvöldið og sem mótleikara þann ágæta píanóleikara Ólaf Björn Ólafsson (sem er gæddur þeim hæfi- leika að láta sig gjörsamlega hverfa þegar hans er ekki þörf) og áhorf- endur í salnum. Hún bregður sér áreynslulaust og fallega milli sam- tals, upplestrar, eftirhermu, ljóða- flutnings og söngva. Styrkleika- og tempóbreytingar oft ákaflega vel unnar. Sambandið við áhorfendur sterkt. Sýningin byggist á ákveðinni sagnahefð sem Íslendingar hafa mikið dálæti á og er einn af þeim þráðum sem menn hafa löngum spunnið í þessu húsi. Sú hefð bygg- ist á vissunni um að öll séum við ein stór fjölskylda sem hefur unun af að hittast yfir kaffi, randalín, jafnvel rauðgraut með rjóma og hlusta á smáskrítnar sögur af forfeðrunum, gantast græskulaust hvert við ann- að, lesa ljóð og syngja saman. Þeir köldu upplausnartímar sem við lif- um eru ekki slíkir en það er gott að koma í þetta 110 ára gamla hús og ylja sér við minninguna um þann arf og vera minnt á sameiginlegar ræt- ur. Til hamingju, Iðnó. Til hamingju, Guðrún Ásmundsdóttir. Tregafullur gáski Morgunblaðið/Eggert Saman Guðrún Ásmundsdóttir, sonurinn Ragnar og dóttirin Sigrún Edda. LEIKLIST Iðnó Ævintýri í Iðnó Höfundur: Guðrún Ásmundsdóttir. Leik- stjóri: Sigrún Edda Björnsdóttir. Leik- mynd: Ragnar Kjartansson. Píanó: Ólafur Björn Ólafsson. Lýsing: Egill Ingibergs- son. Leikari: Guðrún Ásmundsdóttir. Iðnó föstudaginn 5. október 2007 kl. 20. María Kristjánsdóttir Lokahóf Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík fór fram um helgina og voru fimm verðlaun veitt við tilefnið. Það var ungverska kvikmyndin Ferð Isku eftir leik- stjórann Csaba Bollók sem hlaut að- alverðlaunin, Gullna lundann. Í dómnefnd sátu Hal Hartley, Friðrik Þór Friðriksson og Gréta Ólafs- dóttir. Dómnefnd alþjóðlegu gagnrýn- endasamtakanna FIPRESCI veitti dönsku kvikmyndinni Listinni að gráta í kór sín verðlaun, en leik- stjórinn Peter Schønau Fog fékk einnig verðlaun þjóðkirkjunnar fyrir sömu mynd. Í umsögn dóm- nefndar kirkjunnar segir að mynd- in fjalli „á nærfærinn hátt um efni sem oft liggur í þagnargildi og tek- ur á því með virðingu, skilningi og samúð.“ Einnig voru veitt áhorfenda- verðlaun hátíðarinnar en þau hlaut enska kvikmyndin Stjórn sem fjallar um ævi tónlistarmannsins Ian Curtis. Leikstjóri myndarinnar er Anton Corbijn. Dómnefnd Am- nesty International verðlaunaði síð- an kvikmyndina Lögmál hagnaðar- ins sem gerir grein fyrir aðbúnaði innflytjenda á Suður-Spáni sem vinna við framleiðslu matvæla. Kát Silja Hauksdóttir, Björn Björnsson og Hilmar Oddsson. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Glaður Peter Schønau Fog, til vinstri, tekur við FIPRESCI verðlaununum. Ferð Isku hlaut Gullna lundann Gullni lundinn Balasz Pesti tók við verðlaununum fyrir Csaba Bollók.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.