Morgunblaðið - 24.10.2007, Page 1

Morgunblaðið - 24.10.2007, Page 1
FRÉTTASKÝRING Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is FÓLK var í gær hvatt til að hætta að dansa regndansinn. Þó skilaboðin hafi verið meira í gríni en alvöru er augljóst að Frónbúar eru margir hverjir orðnir þreyttir á þeirri miklu úr- komutíð sem byrj- aði um miðjan ágúst og sér ekki enn fyrir endann á. Met féllu í haust, úrkoman í Reykjavík hefur ekki orðið meiri í september síðan samfelldar mæl- ingar hófust árið 1920. Þurrir dag- ar í mánuðinum voru aðeins fimm. Þá var sumarið harla óvenjulegt. Framan af var óvenjuþurrt og bjart veður en um miðjan ágúst skipti rækilega um veðurlag, þannig að sumar- úrkoman í heild er sú mesta í Reykjavík síðan 1984. Ríkjandi sunnanáttir sökudólgurinn Þá hefur úrkoma verið óvenjumikil það sem af er október, að sögn Trausta Jóns- sonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Ástæðan eru ríkjandi sunnan- og suðvest- anáttir. „Það er hrokkið í lægðagang,“ sagði Hrafn Guðmundsson veðurfræð- ingur um úrkomutíðina. Fram til dagsins í gær höfðu 135,9 mm mælst í Reykjavík og aðeins einu sinni hefur úrkoma fyrstu 23 daga mánaðarins orðið meiri. Það var 1936, en þá mældust 149,7 mm sama tímabil. Ef ekkert rigndi það sem eftir er mánaðarins lenti hann í 10. sæti yfir úr- komusama októbermánuði. Mikilli úr- komu er spáð næstu daga þannig að full- víst má telja að hann lendi ofar, það þarf 46 mm í viðbót til að hann verði úrkomu- samastur og 30 mm ef hann á að verða næsthæstur. Þá er samanlögð úrkoma í september og það sem af er október í Reykjavík mjög mikil eða rétt tæpir 300 mm. Ef ekki rigndi meir í þessum mánuði lentu þessir tveir mánuðir saman í þriðja sæti í úrkomumagni og ekki vantar nema um 25 mm til að fara yfir regnmagnið í septem- ber og október 1959, en þá mældust sam- tals 322,1 mm í mánuðunum tveimur. Veðurspá næstu daga er ekki síður hlý en úrkomusöm. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar á bloggsíðu sína að með áframhaldandi suðlægum vind- áttum í næstu viku gæti þessi mánuður orðið með þeim hlýjustu um allangt skeið a.m.k. í 20 ár. Hrokkið í lægða- gang Úrkomumet í hættu haldi rigningin áfram Morgunblaðið/Eyþór Þreytandi? Veður- stofa Íslands, veður- spá: Spáð er rigningu um allt land. STOFNAÐ 1913 290. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is BULLMÁL Í RÆÐISMANNSSKRIFSTOFUNNI ER ÞAÐ LÁTBRAGÐIÐ SEM GILDIR, EKKI TEXTINN >> 17 MANNANAFNANEFND (MNN) hefur úrskurðað að millinafninu Kjarrval sé hafnað, bæði sem almennu og sem sérstöku millinafni. Að mati nefndarinnar uppfyllir nafnið Kjarrval þau almennu skilyrði sem gerð eru til millinafna samkvæmt 6. gr. laga nr. 45/1996. Hins vegar sé ekki hægt að samþykkja nafnið Kjarrval sem almennt millinafn þar sem líkindi í framburði við ættarnafnið Kjarval geri það að verkum að upp geti komið árekstur við það nafn sem notað hefur verið sem ætt- arnafn og því óheimilt öðrum en þeim sem hafa rétt til nafnsins. Kvenmannsnöfnin Ellín, Vár, Guja, Júlírós og Gúa uppfylla að mati MNN ákvæði laga um mannanöfn og hafa verið samþykkt. Nöfnin skulu því færð í mannanafnaskrá. Kvenmannsnafninu Christín hefur aftur á móti verið hafnað þar sem rithátturinn brýtur í bága við íslenskt málkerfi sökum þess að bókstafurinn c er ekki í íslensku stafrófi. Kjarrval sem millinafni hafnað STÖÐUG aukning hefur verið á neyslu örvandi vímuefna í hópi þeirra sem leitað hafa á Sjúkrahús- ið Vog allt frá árinu 1999, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur læknis hjá SÁÁ. Neysla amfetamíns og kókaíns hefur stigið ár frá ári og þótt aðeins hafi dregið úr e-töflu- neyslu frá 2004 til 2006 er stöðug aukning á neyslu örvandi efna. E-töflur teljast til örvandi vímu- efna en lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur vísbendingar um að framboð á þeim sé nú að aukast, að sögn Karls Steinars Valssonar, yf- irmanns fíkniefnadeildar lögregl- unnar. Markhópur e-töflusala er einkum 16-20 ára ungmenni. Lögreglan hefur töluverðar áhyggjur af svonefndum „sala- partíum“. Þá leigja ungmenni, markhópur e-töflusala, sali undir fölsku yfirskini og halda svo eft- irlitslaus samkvæmi. „Við erum að fá yfir 700 manns á ári sem fá greiningu með örvandi vímuefni,“ sagði Valgerður. „Þessi aukning í örvandi efnum er fyrst og fremst í yngsta hópnum, undir 25 ára. Flestir sem nota e-töflur og koma til okkar eru jafnframt að nota önnur vímuefni. Þetta unga fólk er í daglegri kannabisneyslu og er svo að nota örvandi efni með. Það getur verið amfetamín, kókaín eða e-töflur.“ Valgerður sagði e-töflur vera mjög hættulegt vímuefni, líka í til- raunaneyslu. „Þetta er gríðarlega mikið eitur fyrir heilann, hefur skaðleg áhrif á minnið og annað sem nauðsynlegt er til að hafa toppstykkið í góðu lagi.“ | 4 „Gríðarlega mikið eitur fyrir heilann“  Lögregla varar við vaxandi framboði e-taflna  Aukn- ing örvandi efna mest í yngsta hópnum, segir læknir Í HNOTSKURN »Vísbendingar lögregluum aukið framboð e- taflna er gríðarlegt magn sem fannst á Fáskrúðsfirði og e-töflur sem lagt hefur verið hald á undanfarna tvo mánuði. »E-töflur hafa leitt tildauða og hafa sann- arlega eituráhrif á tauga- kerfið, að sögn læknis.   Góða skemmtun! >> 37 HJÖRLEIFUR Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að enginn annar einstaklingur en Bjarni Ármannsson sé að kaupa hlut í REI og að skilmálarnir sem hann nýtur geti ekki átt við neinn annan. Aðspurður um kaup félags starfsmanna OR á hlut í REI sagði Hjörleifur að þau kaup væru ófrá- gengin. Starfsmenn hafi heldur ekki enn stofnað félag um hlutinn sem þeir munu kaupa. Hjörleifur sagði að þær aðstæður sem geti orðið til þess að Bjarni verði leyst- ur út úr félaginu geti ekki átt við um starfsmannafélagið. Samning- urinn við Bjarna kveður m.a. á um að hann verði stjórnarformaður REI næstu þrjú ár. Hjörleifur sagði að ef OR ákveður að kjósa ekki Bjarna sem stjórnarformann þá geti hann krafist þess að verða leystur út. „Starfsmannafélagið getur aldrei verið í þeirri stöðu að vera stjórnarformaður.“ | 6 Skilmálar eru bundnir við Bjarna Morgunblaðið/RAX Tekið á því Róbert Gunnarsson landsliðsmaður í handknattleik tók vel á því á æfingu liðsins í gær. Snorri Steinn Guðjónsson fylgdist grannt með. Íslenska landsliðið leikur tvo vináttuleiki gegn Ungverjum um næstu helgi. HSÍ fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári og vonast forsvarsmenn HSÍ eftir því að stór hópur fyrrum landsliðsmanna og -kvenna verði á meðal heiðursgesta í leikjunum gegn Ungverjum í Laugardalshöll. | Íþróttir Æfa stíft

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.