Morgunblaðið - 24.10.2007, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● HLUTABRÉFIN í kauphöll OMX á Ís-
landi hækkuðu flest hver í gær í
verði, líkt og víðar á mörkuðum
heims. Úrvalsvísitalan hækkaði um
0,48% og endaði í 8.209 stigum.
Bréf Eik banka hins færeyska hækk-
uðu mest, eða um 1,9%, bréf Lands-
bankans um 1,14%, Össurar um
tæpt 1%, Atorku um 0,9%, Existu
um 0,76% og bréf Kaupþings fóru
upp um 0,63%.
Bréf 365 lækkuðu mest, eða um
1,56%, bréf Flögu Group um 1,4%,
Marels um 0,5% og svipuð lækkun
varð á bréfum Eimskips og Bakka-
varar, eða um tæpt 0,5%.
Bréfin í íslensku
kauphöllinni upp
● EINHLIÐA upptaka
evru hér á landi er
tæknilega fram-
kvæmanleg, en póli-
tísk sjónarmið gætu
hins vegar komið í
veg fyrir hana, að
mati Ásgeirs Jóns-
sonar, forstöðumanns greining-
ardeildar Kaupþings, en hann
fjallaði um málið á fundi með frétta-
mönnum í gær.
Sagði hann að einhliða upptaka
evru gerði kröfu um að íslenskar fjár-
málastofnanir hefðu sama aðgang
að lausafé á evrópska myntsvæðinu
og því íslenska og verði að geta feng-
ið fjármagn á evrópskum milli-
bankamarkaði. Með aukinni útrás
bankanna verði einhliða upptaka
auðveldari og fýsilegri.
Sagði hann hins vegar að óráðlegt
væri að taka evruna upp við núver-
andi aðstæður.
Einhliða upptaka evru
framkvæmanleg
● UMSVIF íslenskra fjármálafyr-
irtækja á erlendum vettvangi hafa
aukist um helming á tveimur ár-
um, samkvæmt yfirliti frá Fjármála-
eftirlitinu, FME. Hafa eftirlitinu
borist tilkynningar um 56 starfs-
einingar í 21 landi í dag en í lok
árs 2005 voru starfsstöðvarnar 26
í 12 löndum. Fleiri erlendar starfs-
stöðvar eru sagðar í burðarliðnum.
Segir í yfirliti FME að samkvæmt
hálfsársuppgjörum viðskiptabank-
anna séu um 54% tekna þeirra af
erlendum uppruna, samanborið við
45% í lok síðasta árs. Vegna auk-
inna umsvifa fyrirtækjanna erlend-
is hefur FME mótað sérstaka
stefnu um starfsemi sína í al-
þjóðlegu umhverfi, m.a.í eftirliti og
útgáfu leyfa.
Stóraukin umsvif
bankanna erlendis
● BYR sparisjóður hefur gert hlut-
höfum Verðbréfaþjónustu sparisjóð-
anna, VSP, tilboð um kaup á rekstri
félagsins og samþykkti hluthafa-
fundur VSP að taka tilboðinu. Hefur
VSP verið í eigu sparisjóðanna, að
SPRON undanskildum. Kaupverðið
er í tilkynningu til kauphallarinnar
sagt trúnaðarmál. Kaupin eru gerð
með fyrirvara um samþykki
Samkeppnis- og Fjármálaeftirlits
og munu starfsmenn Byrs og VSP
hafa samband við viðskiptavini VSP
á næstunni. Að sögn Magnúsar Æg-
is Magnússonar, sparisjóðsstjóra
Byrs, munu starfsmenn VSP, um tíu
talsins, halda störfum sínum. Mark-
miðið með kaupunum sé að styrkja
grunnstoðir Byrs og bæta verð-
bréfaþjónustu við starfsemina.
Hluthafar VSP sam-
þykkja tilboð Byrs
ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið
Moody’s staðfesti í gær lánshæfis-
einkunn Landsbankans. Fyrir fjár-
hagslegan styrk fær bankinn ein-
kunnina C og langtímaeinkunn
bankans er Aa3. Horfur eru að mati
fyrirtækisins stöðugar.
Í skýrslu Moody’s segir að eink-
unnin endurspegli styrka stöðu
bankans á innlendum bankamarkaði
og árangursríka stækkun bankans
með ytri vexti utan landsteinanna.
Aukin landfræðileg dreifing hafi
dregið úr líkunum á áfalli vegna
efnahagslegs misvægis í hinu ein-
angraða íslenska hagkerfi. Þá ýti
sterk arðsemi, gott eiginfjárhlutfall
og góðar eignir undir fjárhagslegan
styrk bankans. Í skýrslunni segir
jafnframt að eigi einkunn bankans
að hækka þurfi hann meðal annars
að draga úr lánaáhættu sinni og
áhættusækni og minnka hlutfall
tekna sem gætu flökt.
Einkunn Lands-
bankans staðfest
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
KURR mun nú vera meðal starfs-
manna Icebank en samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins var tilkynnt á
starfsmannafundi í síðustu viku að
almennum starfsmönnum byðist
ekki að kaupa hlutabréf í bankanum
fyrir skráningu hans á hlutabréfa-
markað sem stefnt er á að fari fram á
næsta ári. Að sögn heimilda Morg-
unblaðsins var látið að því liggja þeg-
ar framtíðarsýn bankans, og nýtt
nafn hans, var kynnt í nóvember í
fyrra að allir starfsmenn fengju for-
kaupsrétt. Á starfsmannafundinum
kom hins vegar fram að aðeins yf-
irstjórnendur hans fengju að kaupa
hlut auk tveggja eigenda Behrens
fyrirtækjaráðgjafar sem Icebank
keypti í síðustu viku.
Finnur Sveinbjörnsson, banka-
stjóri Icebank, staðfestir í samtali
við Morgunblaðið að umræddur
starfsmannafundur hafi farið fram
en segir það rangt að starfsmönnum
bankans hafi nokkurn tíma verið lof-
að forkaupsrétti. „Það hefur verið
sagt að starfsfólki muni gefast kost-
ur á að kaupa í bankanum og ég veit
ekki betur en við það verði staðið.“
Finnur segir að þær breytingar
sem urðu á eignarhaldi bankans í síð-
ustu viku, þegar Spron og Byr seldu
hlut sinn í honum og aðrir sparisjóðir
juku sinn hlut, auk þess sem stjórn-
endateymi bankans, helstu eigendur
Behrens og utanaðkomandi fjárfest-
ar bættust við hlutahafahópinn, hafi
verið fyrsta skrefið í átt að því að
opna eignarhald bankans.
Kurr innan Icebank
Starfsmenn fá ekki kauprétt fyrir skráningu hlutabréfa
Finnur Sveinbjörnsson
Kaupþing spáir skammvinnu
og grunnu vaxtalækkunarferli
TÖLUVERT mun hægja á hagkerfinu á þessu og
næsta ári, þar sem nú hillir undir lok stóriðjufram-
kvæmda og hægja tekur á einkaneyslu, að því er
kemur fram í Hagspá Kaupþings fyrir árin 2007-
2010. Þó er gert ráð fyrir áframhaldandi hagvexti
á næstu árum, drifnum af útflutningi og opinber-
um framkvæmdum. Bankinn gerir ekki ráð fyrir
því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist fyrr
en í upphafi árs 2010 og gerir hann ráð fyrir
skammvinnu og grunnu vaxtalækkunarferli þar
sem stýrivextir fari ekki undir 8,5%.
Greiningardeild spáir um 5% verðbólgu á þessu
ári og 3,9% á því næsta og að Seðlabankinn nái
ekki markmiði sínu um 2,5% verðbólgu fyrr en
2010. Eins og staðan er nú virðist óvissan í spánni
á næstu tveim árum vera mest upp á við – til vax-
andi efnahagsumsvifa og meiri verðbólgu. Vinnu-
markaður sé mjög þaninn, kjarasamningar lausir,
töluvert af stórum byggingaframkvæmdum í píp-
unum og mikið svigrúm til aukinna ríkisútgjalda.
„Í það heila tekið benda spár okkar til þess að
lítið svigrúm gefist til vaxtalækkana af hálfu
Seðlabankans á næstunni,“ segir í Hagspánni. „Ef
svo fer fram sem horfir hvað varðar aukningu rík-
isútgjalda, nýja stóriðju og aukna atvinnuvega-
fjárfestingu verður ekki séð annað en að stýrivext-
ir Seðlabankans haldist áfram fremur háir út
spátímabilið eða fram til 2010.“
Að mati Greiningardeildar Kaupþings mun
Seðlabankinn, á vaxtaákvörðunarfundi bankans
hinn 1. nóvember nk., tilkynna um frestun vaxta-
lækkunarferlisins fram í maí.
Í HNOTSKURN
» Kaupþing spáir því að fram að áramót-um verði sveiflur miklar á hlutabréfa-
markaði og að Úrvalsvísitalan endi í 8.500
stigum.
son, forstjóri OMX, bauð félagið
velkomið í kauphöllina, hið þrítug-
asta á aðalmarkað OMX Nordic
Exchange á þessu ári.
Þórður sagði það fagnaðarefni
að fá SPRON inn í kauphöllina,
sparisjóðurinn bættist við kraft-
mikla flóru fjármálafyrirtækja á ís-
lenska markaðnum og ánægjulegt
væri að sjá hvað fjármálafyrirtækin
hefðu dafnað vel.
Greiningardeildir bankanna telja
bréf SPRON hátt verðlögð í sam-
anburði við stóru viðskiptabank-
ana, tekjusamsetning þeirra sé heil-
brigðari og arðsemin hærri.
VIÐSKIPTI með hlutabréf Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis,
SPRON, í kauphöll OMX á Íslandi
voru lífleg fyrsta skráningardaginn
í gær, eða í 310 færslum. Fyrsta
hálftímann námu viðskiptin hálfum
milljarði króna og þegar deginum
lauk höfðu þau numið um einum
milljarði króna. Upphafsgengi
bréfanna var 18,9 en endaði í 16,7.
Miðað við það er markaðsvirði
SPRON nú ríflega 83 milljarðar
króna. Hlutafé er fimm milljarðar.
Guðmundur Hauksson spari-
sjóðsstjóri hringdi opnunarbjöllu
markaðarins og Þórður Friðjóns-
Verðmæti SPRON
um 83 milljarðar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Opnun Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri hringir markaðsbjöllu kaup-
hallarinnar og Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX, fagnar tímamótunum.
! ""#
!
"#
$!$$%$
!%#$#"!
%!!#!!##
$%
!#%!!%
% %%
# !
"%"#
$##"%
!$"%
!##
%%#%"
#%
%%###
%
##
% !!##
### %"
"!%###
&
"&!#
!!&#"
%"&##
%&"
%&#
% & #
&##
&%#
$&#
&!!
#&"#
%&"
&
&##
$"&##
&
%&##
"&"
##&##
%%&"#
& #
!%#&##
&%#
&##
!!&#
%"&%#
%&$#
%&%"
% &#
%#&##
&#
$&"
&#
#"&"#
%&"
&
%!&##
$&##
&!
%%&"#
"&!
#&"#
&#
$&##
!#&##
%&##
&"
'()
$
%
"
"!
$
"#
"#
"
"
"
!#
*
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%%#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
%!#%##
#%##
%!#%##
#%##
%%%##
%!#%##
#%##
#%##
+
, -.
/
), -.
01-.
'2, -.
,
-.
.03
.45 67 , -.
8
-.
2
5 -.
3 /9'(9. -.
:3-.
;-.
! "-.
+.7-.
+ 7< 3<='
0
/
', -.
'> :/
67 7, -.
?-.
@A-(-.
<BC@
: 3) -.
D ) -.
!
E :+3 3E
/, -.
3( -.
C?F"
C?F#
G
G
C?F$
%/F
G
G
* HI @
G
G
' 0
*+F
G
G
C?F&"
C?F#
G
G
MARKAÐIR tóku víðast hvar við
sér í gær, eftir snarpa lækkun í
kauphöllunum á mánudag. Ástæður
voru m.a. jákvæð uppgjör stórra
fyrirtækja á borð við Apple og
AT&T, orðrómur um samruna bíla-
fyrirtækja í Evrópu og möguleg
kaup kínverska verðbréfafyrirtæk-
isins Citic Securities í Bear Stearns.
Hlutabréf í kauphöllum á Norð-
urlöndunum hækkuðu að jafnaði
um 2% og í Hong Kong hækkaði
hlutabréfavísitalan um 3,5%, sem er
mesta hækkun á einum degi í þrjár
vikur. Lítilsháttar hækkun varð í
Japan, London og Þýskalandi.
Dow Jones-vísitalan í Bandaríkj-
unum hækkaði um 0,8% og Nasdaq
fór upp um 1,6%.
Markaðir
tóku við sér