Morgunblaðið - 24.10.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.10.2007, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ NÁGRANNAR parhússins við Heiðaþing 2-4 í Kópavogi kærðu framkvæmdir til skipulagsnefndar Kópavogsbæjar og úr- skurðanefndar skipulags- og bygginga- mála vegna breytinga á deiliskipulagi, en málinu var vísað frá þar sem ekki hafði verið greint frá því í Stjórnartíðindum. Framkvæmdir hafa legið niðri vegna máls- ins og hefjast á ný þegar það hefur verið afgreitt í kerfinu. Mistök í kerfinu Geir Marelsson, lögmaður hjá Kópa- vogsbæ, segir að gerð hafi verið óveruleg breyting á deiliskipulagi þar sem heimilað hafi verið að eigendur á Heiðaþingi 2-4 fengju að nýta sér rými í kjallara sem íbúðarrými. Framkvæmdir hafi hafist en láðst hafi að birta leyfðar breytingar í Stjórnartíðindum sem skylt sé að gera samkvæmt lögum. Að sögn Geirs hófust framkvæmdir í vor eftir að eigendum var veitt leyfi til að nýta kjallararýmið. Engar útlitsbreytingar hafi verið gerðar og samkvæmt gögnum máls- ins verði ekki farið upp fyrir hæðarkvóta. Verið sé að vinna að málinu en meðan á afgreiðslu stendur liggi byggingafram- kvæmdir niðri. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stöðvun Framkvæmdir hófust í vor en þær hafa legið niðri vegna málsins. Framkvæmd- ir stöðvaðar Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÍBÚAR við Vesturgötu telja að borgaryfirvöld séu að brjóta lög með gerð landfyllingar við Ána- naust. Þeir krefjast ógildingar á framkvæmdaleyfi og stöðvunar framkvæmda. Húsfélagið Vesturgötu 69-75 í Reykjavík hefur í bréfi til skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar og úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála kært landfyllingu við Ánanaust. „Við teljum að þetta sé ólöglegt,“ segir Einar Árnason, íbúi á svæðinu og nefndarmaður vegna málsins, um landfyllinguna. Hann segir að þáverandi borgar- stjóra og allri borgarstjórn hafi verið send bréf en aðeins hafi bor- ist svar frá aðstoðarsviðstjóra framkvæmdasviðs borgarinnar og það ekki fyrr en ýtt hafi verið á að fá svar. Í svarinu sé vísað til þess að í framkvæmdaáætlun aðal- skipulags sé gert ráð fyrir upp- byggingu á blandaðri byggð á fyll- ingum framundan Eiðsgranda og Ánanaustum á árunum eftir 2012. Með skírskotun til laga um mat á umhverfisáhrifum sé fyrirhuguð landfylling ekki háð slíku mati. Einar segir að í skipulaginu 2001 vegna áranna eftir 2012 sé talað um 35 hektara landfyllingu á umræddu svæði, en borgin telji að hún geti byrjað strax þar sem að- eins sé um 3,5 hektara að ræða og því þurfi ekki umhverfismat. Hins vegar sé þetta hluti af stærri framkvæmd sem eigi ekki að fara í fyrr en 2012. Í aðalskipulaginu komi skýrt fram að „við gerð heildarskipulags af landfyllingu verður stærð hennar og afmörkun endurskoðuð í samráði við íbúa á nærliggjandi svæði og Seltjarnar- neskaupstað. Áður en fram- kvæmdir hefjast við gerð landfyll- ingar mun fara fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar“. „Við teljum að landfyllingin sé hluti af þessari framkvæmd og þar af leiðandi þurfi hún að fara í mat á umhverfisáhrifum og grenndarkynningu eins og talað sé um,“ segir Gísli. Hann bætir við að fyrirspurn hafi verið send til Skipulagsstofnunar þess efnis hvort eitthvað væri að frétta af málinu frá því erindið hafi verið sent í lok september. Svar hafi ekki borist. Í gærmorgun hafi ver- ið rætt við úrskurðarnefndina og fram hafi komið að erindið hafi verið sent til borgaryfirvalda eins og vera beri þegar krafist sé stöðvunar framkvæmda. Veittur hafi verið frestur til að svara og fresturinn sé liðinn en ekki hafi enn borist svar. Einar segir að verið sé að skoða hvort ekki sé rétt að krefjast end- urupptöku málsins á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga þar sem af- greiðsla bæði skipulagsráðs og borgarráðs virðist hafa verið byggð á ófullnægjandi eða röng- um upplýsingum um málsatvik. Segja borgaryfirvöld brjóta lög Íbúar við Vesturgötu mótmæla harðlega landfyllingu út frá Ánanaustum Mótmæli Íbúar við Vesturgötu 69-75 segja að landfylling við Ánanaust standist ekki lög og mótmæla henni. Í HNOTSKURN » Borgarráð samþykkti12. júlí 2007 ósk fram- kvæmdasviðs um fram- kvæmdaleyfi til landfyll- ingar út frá Ánanaustum með efni sem kemur úr grunni bílastæðahúss á svæði við Geirsgötu. » Fyllingin getur orðið alltað þrír hektarar og fram- kvæmdaleyfið var samþykkt á grunni gildandi að- alskipulags, samkvæmt bók- un fulltrúa meirihlutans. FYRSTA skóflustungan að 900 fer- metra verslunar- og verkstæðishúsi Vélavers hf. á Lækjarvöllum 1 í Hörgárbyggð var tekin um síðustu helgi. Byggingin mun rísa á næstu mánuðum að því er fram kemur á heimasíðu sveitarfélagsins. Það var Pétur Guðmundarson, stjórnarformaður fyrirtækisins, sem tók fyrstu skóflustunguna með stórri gröfu. Í máli Magnúsar Ing- þórssonar framkvæmdastjóra kom fram að húsið yrði tekið í notkun í vor. Fjölmenni var viðstatt athöfnina enda um töluverð tíðindi í sveitarfé- laginu að ræða. Nokkrum atvinnu- lóðum til viðbótar hefur verið út- hlutað á svæðinu og gert er ráð fyrir að strax á næsta ári muni rísa fleiri byggingar við þá sem Vélaver hyggst reisa. Helgi B. Steinsson, oddviti Hörgárbyggðar, var meðal þeirra sem tóku nokkrar skóflu- stungur í viðbót við þær sem Pétur tók, segir á heimasíðunni. Framkvæmdir hafnar við lóðir í Hörgárbyggð AKUREYRI FYRIRLESTRARÖÐIN um glæpa- sögur heldur áfram í Amts- bókasafninu í dag kl. 17.15. Yf- irskriftin á þessum þriðja fyrirlestri Kristínar Árnadóttur um glæpasögur mun vera: Lög- reglusagan. Þeir höfundar sem m.a. verða teknir fyrir eru: Drag- net, Lawrence V. Treat, Hillary Waugh, Ed McBain, Sjöwall og Wahlöö, Henning Mankell, Anne Holt, Jo Nesbø, Ian Rankin, P.D. James, Colin Dexter, Ruth Rendell, Michael Connelly, Andrea Camill- eri og Boris Akúnin. Kristín fjallar um lögreglusögur í Amtsbókasafninu ANNA Gunnarsdóttir, textílhönn- uður á Akureyri, er einn 30 er- lendra listamanna sem valdir voru úr 500 manna hópi alls staðar að úr heiminum til að taka þátt í stærstu skúlptúrasýningu í heimi sem hald- in er á Bondi-ströndinni í Sydney í Ástralíu í þessari viku. Samhliða úti-sýningunni er hald- in sýningin Sculpture Inside og þar á Anna þrjú verk sem valin voru inn á þá sýningu. Öll verkin eru unnin úr þæfðri íslenskri ull og formuð og hert eins og kuðungar í laginu. Anna notar gull og silfurvíravirki í verkin sem tengingu við íslenska þjóðbúninginn. Á meðan Anna dvelur í Ástralíu verður hún einnig með fyrirlestur og námskeið fyrir krakka í þæfingu á íslenskri ull. Anna rekur vinnustofuna og gall- eríið Svartfugl og hvítspóa ásamt Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur graf- íklistamanni í Brekkugötu 3 á Ak- ureyri. Anna er menntaður sjúkraliði og vann sem slíkur á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri í nokkur ár. Hún fór svo á hönnunar- og textílbraut Verkmenntaskólans á Akureyri og í kjölfarið bætti hún við sig ári í Danmörku þar sem hún sérmennt- aði sig í ullarþæfingu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heiður Anna Gunnarsdóttir, textílhönnuður á Akureyri, er nú í Ástralíu þar sem hún sýnir verk sín á stærstu skúlptúrasýningu sem haldin er í Anna einn 30 er- lendra listamanna á sýningu í Ástralíu Á FUNDI formanna aðildarfélaga Fimleikasambandsins (FSÍ) með stjórn og framkvæmdastjóra um síðustu helgi var bókuð ósk for- ráðamanna Fimleikafélags Akur- eyrar um að Íslandsmótið í áhalda- fimleikum færi fram í nýju fimleikahúsi við Giljaskóla á Ak- ureyri árið 2010 og var hugmynd- inni vel tekið. Í frétt á heimasíðu Fimleika- félagsins segir að formleg beiðni um að halda Íslandsmótið verði tekin fyrir á stjórnarfundi FSÍ fljótlega. „Það verður þá í fyrsta skiptið sem Íslandsmót í áhalda- fimleikum fer fram annarstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.“ Greint er frá því að á Landsmóti ungmennafélaganna sem haldið verður á Akureyri í júlí 2009 verði keppt í hópfimleikum. „Það er því afar mikilvægt að bæjaryfirvöld fari að spýta í lófana og hefja upp- byggingu fimleikahúss hið allra fyrsta, svo að samhliða landsmóti í frjálsum bjóðum við upp á fyrsta flokks aðstöðu fyrir keppni í hóp- fimleikum. Það verður ekki nóg að státa einvörðungu af flottum frjálsíþróttavelli fyrir Landsmótið, við Akureyringar verðum að gera þetta „grand“ á öllum sviðum eins og okkur er í lófa lagið að gera, það er löngu tímabært að rífa okk- ur upp og hætta að bera okkur saman við höfuðborgina og svæðið þar í kring. Við einfaldlega gerum hlutina betur hér, og erum stolt af því. Á Landsmótinu gefst þá einn- ig tækifæri á að prufukeyra hús- næðið fyrir Íslandsmótið í áhalda- fimleikum sem fara mun fram hér á Akureyri í mars árið 2010,“ segir í fréttinni á heimasíðu Fimleika- félags Akureyrar. Segja mikilvægt að hraða fimleikahúsi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fimleikar Giljaskóli í Glerárhverfi; fimleikahúsið á að rísa þar. MIKIL aðsókn hefur verið að sýn- ingum Leikfélags Akureyrar síðustu misseri. Nýverið kom fimm þúsund- asti gesturinn á leikritið Óvita, eins og greint var frá hér í blaðinu en þegar hafa verið seldir níu þúsund miðar á sýninguna. Ekkert lát virðist á velgengni LA því strax er orðið uppselt á fyrstu 16 sýningarnar á Ökutímum, en það leikrit verður frumsýnt 2. nóvember næstkomandi. Höfundur Ökutíma er Paula Vogel og með helstu hlutverk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Kristín Þóra Har- aldsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson og Þrúður Vil- hjálmsdóttir. Tónlistarkonan Lay Low hefur samið tónlist fyrir verkið og flytur sjálf í sýningunni. Ökutímar þegar vinsælir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.