Morgunblaðið - 24.10.2007, Page 36

Morgunblaðið - 24.10.2007, Page 36
Aldrei grunaði mig að fyrsta plata Sprengjuhallarinnar yrði svona góð … 39 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ gerðum þetta bara sjálfar, við vorum ekki með neinn plötusamning eða neitt þannig,“ segir Rakel Magnúsdóttir sem ásamt systur sinni, Hildi Magnúsdóttur, skipar Hara-dúettinn frá Hvera- gerði. Þær systur sendu nýverið frá sér sína fyrstu plötu, en eins og margir eflaust muna slógu þær í gegn í X-factor keppninni síðastliðinn vetur. Þrátt fyrir að hafa hafnað í öðru sæti í keppninni ákváðu þær systur strax að gefa út plötu. „Við höfum nefnilega mikið verið að syngja og skemmta og okkur fannst ofsalega leiðinlegt að eiga ekkert efni sjálfar, heldur vera alltaf að herma eftir öðrum. Okkur fannst að ef við ætl- uðum að gera þetta af einhverri alvöru ættum við að reyna að koma með efni frá okkur sjálfum.“ Aðspurð segir Rakel fremur einfalda skýringu á nafni nýju plötunnar, Bara. „Þegar við erum kynntar er oft sagt „þetta er bara Hara“, og okk- ur fannst það passa, stutt og laggott og svolítið í stíl við plötuna,“ segir hún, en nafnið Hara er hins vegar samsett úr nafni þeirra systra. „Hildur hugsaði þetta þannig að þegar við verðum komnar á erlendan markað mun nafnið passa við Hildur and Rachel,“ segir hún og hlær. „Svo eru margir búnir að gera grín að því að þetta tengist Hvera- gerði, sem heiti núna Haragerði.“ Ádeila og grín Rakel segir mjög fjölbreytta tónlist að finna á nýju plötunni. „Þetta er allt frá því að vera diskó yfir í popp, rokk og meira að segja smávegis kántrí. Þetta er bara bland í poka,“ segir hún, en meðal þeirra sem fengnir voru til að semja lög og texta eru Eiríkur Hauksson, Jónsi í Svörtum föt- um og Gummi Jóns Sálverji, auk þess sem Rakel og Hildur eiga eitt lag sjálfar. Þá vekur athygli að Bergur Ebbi Benediktsson úr Sprengjuhöllinni semur texta við lag Vignis Snæs Vigfússonar, og er ekki laust við svolitla þjóðfélagsádeilu í þeim texta. „Það er texti sem sker sig mjög mikið frá öllum hinum textunum. Okkur finnst hann skemmtilegur og við gátum hlegið að honum, en fólk hefur strax komið og spurt hvað við séum að spá því þetta sé svo mikil ádeila á þennan og hinn. En við erum ekkert að gera grín að neinum nema sjálfum okkur. Það er skrítið hvernig allt er orðið á Íslandi, og ef við megum ekki syngja um þetta, af hverju má Sprengjuhöllin gera það?“ Rakel segir að flestir ættu að geta haft gaman af nýju plötunni. „Við erum rétt að byrja og bara að prófa okkur áfram. Ég held að þetta sé skemmtilegt prufuverkefni, en við eigum eftir að komast að því hvað virkar best og hvað fólk vill heyra þegar við förum að fylgja plötunni eftir.“ Þess má loks geta að Hara-systur verða með út- gáfupartí í kjallara Skífunnar við Laugaveg fimmtudaginn 1. nóvember. „Þetta er bara Hara“ Morgunblaðið/Frikki Hara Rakel og Hildur sendu nýverið frá sér sína fyrstu plötu sem inniheldur tónlist sem er allt frá því að vera diskó yfir í popp, rokk og smávegis kántrí. Hara-systur hafa sent frá sér sína fyrstu plötu sem heitir einfaldlega Bara Feigelson sendi útsendara sinn á tónleika Védísar á Airwaves á laug- ardaginn, og í kjölfarið var skrifað undir samninginn. „Þetta er hænuskref, maður er ekkert að komast alls staðar inn. En það er heilmikil hjálp í þessu því nú þarf ég kannski ekki að vera eins og ég hef verið að undanförnu, á útopnu að senda tölvupósta og reyna að kynna þetta eitthvað. Þannig að þetta er hið besta mál.“ A Beautiful Life – Recovery Proj- ect er væntanleg í verslanir hér á landi innan tveggja vikna, en platan er nú þegar fáanleg á tonlist.is og grapewire.is. Beautiful Life – Recovery Project, kemur út á iTunes um allan heim 4. desember næstkomandi. „Ég gæti alveg skráð mig á iTunes og komist þannig inn í gagnabankann. Ég veit um íslenska tónlistarmenn sem hafa gert það. En það er ekki þar með sagt að maður sé sýnilegur, og að fólk viti af manni. Það er það sem AWAL ýtir undir,“ útskýrir Védís, en um er að ræða svipaðan samning og hljómsveitin Bloodgro- up gerði fyrir skömmu. Á fimmtudaginn var hitti Védís Denzyl Feigelson, forsvarsmann AWAL, og gaf honum eintak af A Beautiful Life – Recovery Project. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „AÐ því er ég best veit er þetta mjög sniðugt fyrirtæki sem heldur utan um listamenn og kemur þeim áleiðis í gegnum iTunes og fleiri netveitur,“ segir Védís Hervör Árnadóttir söngkona sem komst nýverið á samning hjá fyrirtækinu AWAL, Artists Without A Lebel. Fyrirtækið sérhæfir sig í að koma sjálfstæðum tónlistarmönnum á framfæri í gegnum iTunes og aðrar netveitur með tilheyrandi kynning- arherferðum. Þetta þýðir meðal annars að nýjasta plata Védísar, A Védís á forsíðu iTunes Díva Ný plata Védísar verður til sölu á iTunes frá og með 4. desember. Skrifaði undir samning við Artists Without A Lebel  Það er nóg um að vera hjá kemp- unni Einari Bárðarsyni um þessar mundir, ekki er nóg með að hann sé fluttur til London heldur var op- inberunarbók hans, Öll trixin í bók- inni, að fara í prentun. Auk þess kemur fyrsta plata strákabandsins Lúxor út í næstu viku og von er á safnplötu með Nylon. Á henni verð- ur að finna fjórtán vinsælustu lög stúlknanna í gegnum tíðina og tvö splunkuný. Safnplata með Nylon  Á meðan er- lendir blaða- menn, tónlist- arfíklar og upprennandi al- heimsrokks- tjörnur þeyttust um króka og kima miðbæjarins í leit að rokki og meira rokki var David Andrew Si- tek, gítar- og hljómborðsleikari TV on the Radio, staddur á hálendi Ís- lands við eilítið hljóðlátara hugð- arefni. Sitek, sem hefur um langt skeið stundað ljósmyndun, kom sér- staklega hingað til lands til að mynda náttúru Íslands. Gítarleikari valdi há- lendið fram yfir rokk  Vegna mikillar eftirspurnar hef- ur fjórum aukasýningum á leik- verkinu Pabbanum nú verið bætt við í Íslensku óperunni. Verkið hef- ur verið sýnt um allt land að und- anförnu og hefur verið uppselt á síðustu 22 sýningar, auk þess sem uppselt er á næstu sex sýningar í Óperunni, að því er fram kemur á pabbinn.is. Aukasýningarnar verða 7. og 8. nóvember og 7. og 8. desem- ber. Allar nánari upplýsingar má finna á pabbinn.is. Uppselt á 28 sýningar Pabbans um allt land

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.