Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLUFORINGINN Alan Banks er einkar geðfelld söguhetja sem sannast best á velgengni bókaraðarinnar sem segir frá æv- intýrum hans í Jórvíkurskíri. Friend of the Devil er sautjánda bókin í þeim flokki, en sú fyrsta, Gallows View, kom út fyrir tveimur ára- tugum. Alan Banks er lög- regluforingi í smábænum Eastvale, Austurdal, og hefur búið þar allt frá því hann gafst upp á lífinu sem lögreglumaður í Lundúnum. Í fyrstu bókinni er hann fjöl- skyldumaður, en hjónabandið fer í hundana á endanum og eftir það á hann í ástarsam- bandi við ýmsar konur sem endast mislengi, sum í nokkrar bækur en önnur bara eina. Með tímanum hefur Banks orðið innhverf- ari og alvarlegri og um leið forvitnilegri. Það getur verið erfitt að halda persónu á lífi svo lengi, en Robinson tekst það bærilega. Í Friend of the Devil koma við sögu nokkr- ar persónur sem áður hafa sést í bókum um Banks, en ekki er þó rétt að líta á hana sem beint framhald; bækurnar eru allar sjálf- stæðar á sinn hátt. Bókin hefst þar sem kona í hjólastól er myrt og Annie Cabbot, lögreglufulltrúi og fyrrverandi samstarfskona Banks, er kölluð til. Hún kemst snemma að því að fórn- arlambið átti sér heldur ókræsilega fortíð sem flækir málið til muna. Um líkt leyti er svo unglingsstúlku nauðgað og hún myrt í Eastvale þar sem Banks fer með rannsókn- ina. Fléttan er í fínu lagi í bókinni, skemmti- lega snúin, en fullfyrirsjáanleg í lokin. Hugs- anlega er maður farinn að þekkja Banks of vel, eða réttara sagt stílbrögð Robinsons, en þetta er fínn krimmi. Dráp í Austurdal Friend of the Devil eftir Peter Robinson. Hodder & Stoughton gefur út 2007. 424 síðna kilja. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. World Without End – Ken Fol- lett 2. Playing for Pizza – John Gris- ham 3. The Choice – Nicholas Sparks 4. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 5. Dark of the Moon – John Sand- ford 6. You’ve Been Warned – James Patterson & Howard Roughan 7. Bridge of Sighs – Richard Russo 8. Run – Ann Patchett. 9. Shoot Him If He Runs – Stuart Woods 10. The Orc King – R. A. Salvatore New York Times 1. The Gathering – Anne Enright 2. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 3. The Ghost – Robert Harris 4. On Chesil Beach – Ian McEwan 5. World without End – Ken Follett 6. The Kite Runner – Khaled Hosseini 7. The Mission Song – John Le Carre 8. One Good Turn – Kate Atkinson 9. A Spot of Bother – Mark Haddon 10. The Uncommon Reader – Alan Bennett Waterstone’s 1. A Thousand Splendid Suns – Khaled Hosseini 2. Wintersmith – Terry Pratchett 3. Cross – James Patterson 4. Killer Dreams – Iris Johansen 5. Sword of God – Chris Kuzneski 6. Is This Supposed to Be Funny? – Hugleikur Dagsson 7. The Secret – Rhonda Byrne 8. Play Dirty – Sandra Brown 9. Like the Flowing River – Paulo Coelho 10. Stardust – Neil Gaiman Eymundsson Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is SAMKVÆMT Gegni (samskrá íslenskra bóka- safna) hefur aðeins ein skáldsaga eftir perúska rit- höfundinn Mario Vargas Llosa verið þýdd á ís- lensku. Það hlýtur að þykja undarlegt í ljósi þess að Llosa hefur um langt skeið verið höfuðskáld Perú og skipar sér nú á bekk með Marques, Bor- ges, Rivera og Paz sem einn merkasti rithöfundur Róm- önsku-Ameríku. En þó nafn Llosa hljómi kunnuglega í eyr- um margra sem fylgjast með bókmenntum (þá líklega í sam- hengi við glóðaraugu sem Llosa veitti Gabriel Garcia Marques um árið) eru þeir eflaust færri hér á landi sem hafa lesið í einni af 16 skáldsögum rithöfundarins sem einnig þykir afar flinkur ritgerðasmiður, blaðamaður og list- gagnrýnandi. Samfélagsrýnir Í bókinni Making Waves sem kom út árið 1996 er að finna safn greina, fyrirlestra og ritgerða sem Llosa hefur skrifað á sínum ferli og veitir bókin nokkuð góða sýn inn í þau margvíslegu málefni sem Llosa hefur tekið á í skáldverkum sínum. Sem dæmi má nefna innblásna lýsingu á knattleikni Maradona sem Llosa fylgdist með af aðdáun á HM á Spáni árið 1982, grein um óumflýjanlega spillingu kúbversku byltingarinnar, frásögn af heimsókn til spænska kvikmyndagerðarmannsins og súrreal- istans Luis Bunuel, greiningu á bandarísku sam- félagi með tilliti til John Wayne Bobbitt málsins og hrikalega frásögn af morði á sjö perúskum blaða- mönnum sem voru teknir í misgripum fyrir liðs- menn Sendero Luminoso – herskárra samtaka ma- óista sem héldu stórum hluta Perú í skelfingargreipum í rúman áratug, undir lok síð- ustu aldar. Bókmenntarýnir Fyrir áhugmenn um bókmenntir er þó fróðlegast að lesa greiningu Llosa á nokkrum helstu rithöf- undum vestrænna bókmennta sem hann varpar oftar en ekki nýju ljósi á. Eina grein frá 1988 er til að mynda að finna um nýjasta Nóbelsverðlaunahafann Doris Lessing og skáldverkið The Golden Notebook sem Llosa segir að svipi nokkuð til skáldsögu Simone de Beauvoir Les Mandarins en sé þó mun betur skrif- uð og djúpviturri í skilningi sínum á árunum eftir síð- ari heimsstyrjöld. Í annarri ritgerð tekst Llosa á við smásagnasafn James Joyce, Dubliners og fullyrðir þvert á hefðbundna skoðun manna að „The Dead“ sé ekki besta saga bókarinnar. Á öðrum stað finnur hann hliðstæðu á milli samfélags perúskra frum- byggja og samfélags Yoknapatawpha-sýslu í skáld- verkum Williams Faulkner og enn annars staðar er að finna stórskemmtileg bréf til rithöfundanna Salm- ans Rushdie og Gunthers Grass. Alls 46 greinar og ritgerðir á hátt í 400 blaðsíðum sem synd væri að fara á mis við þrátt fyrir lítinn áhuga íslenskra þýðenda á höfundinum. Forvitnilegar bækur: Making Waves Llosa hittir aftur í mark Goð „Maradona varð að goðsögn vegna hæfileika hans á vellinum en ekki síður vegna þess að nafn hans og útlit er einstakt,“ segir Mario Vargas Llosa. Mario Vargas Llosa dpa SÍ ÐU ST U SÝ N. Verð aðeins300 kr. - Kauptu bíómiðann á netinu - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir DÓMSDAGUR DJÖFULSINS! FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS! eee Dóri DNA - DV Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up Brjálæðislega fyndin mynd!! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST 3 MEISTARAVERK FRUMSÝND eeee - Anna Sveinbjarnardóttir, Morgunblaðiðð eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið eeeee - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið Bölvun eða blessun ? Sofðu einu sinni hjá Chuck og næsti maður sem þú hittir er ást lífs þíns. KVIKMYND EFTIR ALEXANDR SOKUROV KVIKMYND EFTIR FATIH AKIN Toppmyndin á Íslandi í dag! HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" Las Vegas er horfin... Jörðin er næst! Þriðji hlutinn í framtíðartryllinum með Millu Jovovich í toppformi! Fór beint á toppinn í USA! Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Resident Evil kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Good Luck Chuck kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 3:45 The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 (Síðustu sýn) 300 kr. Heartbreak Kid kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 6 - 8 B.i. 14 ára The Kingdom kl. 6 - 10 B.i. 16 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 Resident Evil kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára 4 Months Enskur texti kl. 5:40 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára The Edge of Heaven Enskur texti kl. 5:40 - 8 B.i. 12 ára Alexandra Enskur texti kl. 6 B.i. 14 ára Halloween kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Shoot´em Up kl. 10:20 B.i. 14 ára * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 - Dóri DNA, DV- T.S.K., Blaðið - H.J., MBL - J.I.S., FILM.IS- LIB, Topp5.is STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA? eee - T.S.K., Blaðið Hasar og adrenalín flæði frá upphafi til enda Ver ð aðeins 600 kr. TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.