Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 40
Tónlistarhátíðin Airwaves, semstóð frá 17. til 21. október sl.,hefur að nokkru á sér blæ kaupstefnu, enda var til hennar stofnað með það í hyggju að auka viðskipti; Flugleiðir vildu skapa há- tíð sem draga myndi hingað ferða- menn á annars daufum tíma. Það féll svo vel að þeirri hugmynd að lið- sinna íslenskum tónlistarmönnum í leiðinni; vænlegra þótti að fá hingað blaðamenn og útsendara plötufyrir- tækja en senda út hljómsveitir að spila. Hvort tveggja hefur gengið eftir og vel það; Airwaves hefur vaxið svo fiskur um hrygg að hátíð- in skilar kaupsýslumönnum millj- ónum og hljómsveitum athygli.    Því hefur verið haldið fram aðAirwaves sé 3-500 milljóna króna innspýting í miðbæ Reykja- víkur ár hvert, enda talið að hingað komi allt að 600 manns að utan til að fylgjast með og grúi manna kemur í miðbæinn til að njóta þess sem þar er í boði.    Spurningunni um hvað tónlist-armennirnir fá fyrir sinn snúð er erfiðara að svara, enda spila flestir eða allir íslensku listamenn- irnir ókeypis á hátíðinni. Víst má nefna dæmi um hljómsveitir sem fengið hafa útgáfusamning í kjölfar Airwaves eða svo mikla fjölmiðlaat- hygli að fleytt hefur þeim áfram, en erfitt að meta hversu stóran þátt Airwaves átti í þeim samningum.    Ég held það velkist þó enginn ívafa um að Airwaves hafi ver- ið íslensku tónlistarlífi lyftistöng og aukið grósku, fagmennsku og metn- að íslenskra hljómsveita. Það er ómetanlegt að hafa svo veigamikinn viðburð til að stefna að og ótal dæmi voru um hljómsveitir sem blómstr- uðu einmitt á Airwaves að þessu sinni eftir stífar æfingar og undir- búning.    Þó vel hafi tekist til að þessu sinniog enn betur en á síðasta ári þarf hátíð eins og Airwaves samt að vera í sífelldri endurskoðun og stöð- ugri þróun. Menn hafa náð því markmiði að auka hag Icelandair á haustin og eins að ýta undir frekari metnað og dug íslenskra tónlistar- manna.    Uppselt hefur verið á Aiwavesundanfarin þrjú ár og spurn- ing hvort það gefi ekki svigrúm til að bæta hana enn frekar hvað varð- ar aðkomu íslenskra listamanna að henni. Er ekki lag að styrkja enn faglegan þátt hátíðarinnar, að að- stoða þær hljómsveitir sem þátt taka í hátíðinni við að ná eyrum málsmetandi manna í útgáfuheim- inum og eins að ná meiri umfjöllun í erlendum fjölmiðlum?    Af Airwaves 2007 er annars þaðað segja að meira var um atriði utan dagskrár en áður, sem veit vonandi á gott, og þeir sem nennu höfðu til gátu séð býsna mörg af for- vitnilegustu atriðum hátíðarinnar á tónleikum víða um bæ, í 12 Tónum, Máli og menningu, Poppi, Rokki & rósum og Smekkleysu, Skífunni á Laugavegi og í Norræna húsinu. Meira að segja var hægt að hefja daginn með rokki og beikoni á Prik- inu, ef sá gállinn var á mönnum, og víst að það er ógleymanlegt að hlusta á Rass á Prikinu kl. 10 á föstudagsmorgni.    Dagskráin í Norræna húsinu varmetnaðarfull og margt skemmtilegt að sjá og heyra. Þar er líka svigrúm til að vera með fag- legri dagskrá á næstu hátíð, hugs- anlega fyrirlestra eða tilheyrandi.    Ekki sá ég margar af erlendusveitunum, en þó nóg til að sjá að !!! er almögnuð tónleikasveit, Plants & Animals frábærlega for- vitnileg og Buck 65 ævintýralega góður, en hann sá ég tvisvar og Plants & Animals reyndar þrisvar.    Af þeim tæplega sextíu íslenskuhljómsveitum sem ég sá spila vöktu mesta athygli mína Hjaltalín, sem blómstraði í Listasafninu, We Made God, sem var ótrúlega kraft- mikil á Gauknum, Skakkamanage, sem átti tvöfaldan stjörnuleik á Nasa, FM Belfast, sem ég sá fjórum sinnum spila þessa Airwaves-daga, Mugison, sem Sammi lýsti svo: „þetta var eins og að vera nauðgað af nashyrningi“, hin fjölmenna og fjölhæfa Retro Stefson, múm, sem átti frábæran leik í Listasafninu, og svo Dr. Spock, sem sýndi að öfgar göfga – viðlíka geggjun hefur ekki sést á sviði.    Aðrar íslenskar hljómsveitir semstóðu sig afburðavel: Perla, For a Minor Reflection, Soundspell, Benni Hemm Hemm, Bloodgroup, Ghostigital, Kimono, Jónas Sigurðs- son, My Summer as a Salvation Sol- dier, Ólöf Arnalds, Sprengjuhöllin og æringjarnir í 1985! Ómetanleg tónlistarhátíð AF LISTUM Árni Matthíasson »Uppselt hefur verið áAirwaves undanfarin þrjú ár og spurning hvort það gefi ekki svig- rúm til að bæta hana enn frekar hvað varðar að- komu íslenskra lista- manna að henni. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Mögnuð We Made God rokkaði á Gauknum og vakti athygli pistlahöfunds sem þótti hún með betri íslenskum böndum á hátíðinni. Fjölhæf Retro Stefson spilaði oft og víða á Airwaves 2007. 40 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / ÁLFABAKKA HEARTBREAK KID kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára HEARTBREAK KID kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára DIGITAL STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ SUPERBAD kl. 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 B.i.12.ára BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 5:30 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ - J.I.S., FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.