Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Hallormsstaður | Á dögunum hélt
bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs íbúa-
fund á Hallormsstað að ósk þeirra
sem búa í skóginum. Á honum kom
fram margvísleg gagnrýni á drátt á
framkvæmdum á vegum sveitarfé-
lagsins, svo sem frágang og mal-
bikun á götum og viðhald á skóla-
húsnæði. Þá var bæjarstjóra
afhentur undirskriftalisti þar sem
mótmælt er sumarlokun sundlaug-
arinnar á Hallormsstað. Tæplega
600 manns rituðu nafn sitt á listann.
Í svörum Eiríks Björns Björgvins-
sonar bæjarstjóra og bæj-
arfulltrúanna Jónínu Rósar Guð-
mundsdóttur og Þráins Lárussonar
kom m.a. fram að endurbætur yrðu
gerðar á sundlaugaraðstöðunni
strax á nýju ári svo að skólasund
gæti farið fram þar í apríl og ætl-
unin væri að hafa hana opna á kom-
andi sumri.
Íbúar á Hallorms-
stað mótmæla
lokun sundlaugar
AUSTURLAND
Neskaupstaður | Blús-, rokk- og
djassklúbburinn á Nesi (BRJÁN)
hefur enn eitt árið ýtt úr vör glæsi-
legri rokkveislu í Egilsbúð í Nes-
kaupstað og nú er það diskóveisla í
anda sjötta áratugar síðustu aldar.
Frumsýnt var sl. laugardag og
næstu sýningar 2., 3. og 10. nóv-
ember nk. Allt er lagt undir í ljós-
um og hljóði og 12 söngvarar á
sviði auk dansara. Nýir menn á veg-
um BRJÁN eru nú í brúnni og fara
þar fremstir Sigurjón Egilsson og
Valdimar Einarsson auk Þorláks
Ágústssonar. Úlfur Uggason, mat-
reiðslumaður úr alheimseldhúsinu,
sér um matreiðslu ofan í gesti rokk-
veislunnar í Egilsbúð.
Dúndrandi diskó í
árlegri rokkveislu
BRJÁN í Egilsbúð
Egilsstaðir | Á laugardag var haldið
upp á að Grunnskólinn Egilsstöðum
og Eiðum hefur verið starfræktur í
60 ár. Grunnskólinn Egilsstöðum og
Eiðum tók til starfa haustið 1999 og
varð til við sameiningu Barnaskól-
ans á Eiðum og Egilsstaðaskóla.
Skólinn er deildaskiptur og stunda
nemendur 1. og 2. bekkjar nám á
Eiðum en aðrir nemendur á Egils-
stöðum. Starfsmenn skólans eru um
60. Nemendur eru um 360 talsins.
Skólastjóri er Sigurlaug Jónasdóttir
og aðstoðarskólastjóri Ruth Magn-
úsdóttir.
Viðamikil yfirlitssýning úr starfi
skólans stóð yfir lungann úr laug-
ardeginum og mátti þar meðal ann-
ars sjá kennslutæki, námsgögn,
muni í eigu gamalla nemenda,
gömlu skólabjölluna og gamlar og
nýjar myndir úr skólalífinu. Fjöldi
fólks kom á sýninguna og mátti
bæði heyra börnin segja foreldrum
sínum í ákefð hvað um væri að vera
í skólastarfinu og gamla nemendur
taka andköf og hláturrokur yfir
gömlum myndaalbúmum.
Um kvöldið var haldin árshátíð
skólans, m.a. með tilheyrandi
skemmtiatriðum bekkjardeilda.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Frumflutt Höfundar nýja skólasöngsins, Sigþrúður Sigurðardóttir og
Charles Ross, fengu blómvendi frá Sigurlaugu Jónasdóttur skólastjóra.
Sextíu árum Egils-
staðaskóla fagnað
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Skoðað Eldri og ungir nemendur
skoða myndir úr skólastarfinu.
Eskifjörður | Undanfarið hafa staðið
yfir þemadagar í grunnskólanum á
Eskifirði. Meðal þeirra hópa sem
unnið var í þessa daga er blaða-
mannahópur, sem fór á stúfana í
skólanum og rannsakaði í máli og
myndum hvað nemendur höfðu fyrir
stafni á þemadögunum.
Stúlkurnar Hekla í 4. bekk og Kol-
brún Sól í 5. bekk skrifuðu eftirfar-
andi texta: „Á þemadögum er skól-
inn að gera eitthvað skemmtilegt
saman. Í ár er verið að skipta í hópa.
Í þeim er verið að gera flugdreka,
kort, báta, föndra og fleira. Í fyrra
var öðruvísi þema og þá var skipt í
lönd. Hver hópur gerði ýmislegt, t.d.
dansaði, bjó til mat, málaði, litaði eða
eitthvað sem tengist landinu. Það er
mjög gaman á þemadögum og við
gerum margt skemmtilegt saman.“
Meðal þess sem börnin tóku sér
fyrir hendur var að búa til bjúgu í
kjötvinnslusmiðju sem sett var upp í
skólaeldhúsinu, framleidd voru jóla-
kort í kortagerð og nokkrir krakk-
anna fóru á leikskólann á Eskifirði.
Nýlega var í skólanum haldið ólsen-
ólsen mót og spiluðu þá allir árgang-
ar hver við annan. Mótið var alþjóð-
legt því börn af átta mismunandi
þjóðernum sátu við spilið. Í skólan-
um er rekin sérstök Alcoa-deild sem
í eru 13 börn, sjö frá Bandaríkjunum
og fimm frá Kanada, allt börn starfs-
manna við álverið á Reyðarfirði.
Eskfirsk blaðabörn
og bjúgnagerð
Ljósmynd/Grunnskóli Eskifjarðar
Kjötvinnsla Nemendur í Grunn-
skóla Eskifjarðar í bjúgnagerð.
Neskaupstaður | Bæjarráð Fjarða-
byggðar hefur samþykkt að nýr leik-
skóli skuli byggður á Eyrargötu-
reitnum í Neskaupstað.
Áður en Eyrin varð fyrir valinu
fór fram ítarleg könnun á þeim
möguleikum sem til álita komu. Aðr-
ir kostir útilokuðust ýmist vegna
þess að landrými var ekki nægilegt
eða vegna þess að ofanflóðahættu-
mat útilokaði opinbera byggingu.
Samkvæmt reglugerð um starfsemi
leikskóla er miðað við sjö ferm. inni-
rými á hvert barn, 30-40 ferm. úti-
leiksvæði og jafnframt þarf að ætla
land undir bílastæði og aðkomuleið-
ir. Samtals þarf því um sjö þúsund
ferm. lands undir nýjan sex deilda
leikskóla. Lóðin er að sögn arkitekta
af æskilegri stærð fyrir sex deilda
leikskólahús og góða leikskólalóð,
5.670 ferm. að stærð.
Nýr leikskóli á Eyrar-
götureit í Neskaupstað
SNJÓFRAMLEIÐSLA er hafin í
Hlíðarfjalli á Akureyri og er snjó-
framleiðslukerfið nú látið ganga
allan sólarhringinn. Byggja þarf
skíðabrekkurnar upp frá grunni
þar sem lítið sem ekkert hefur snjó-
að í haust og því mun taka nokkra
daga að gera þær tilbúnar. Sam-
kvæmt veðurspá verður kalt í veðri
út þessa viku og ef spáin rætist má
búast við að hægt verði að bregða
sér á skíði eftir u.þ.b. 10 daga.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skothríð í
Hlíðarfjalli
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
FORRÁÐAMÖNNUM Akureyrar-
bæjar og fólki í ferðaþjónustu á
Norðurlandi líst afar vel á þá hug-
mynd aðstandenda alþjóðlega verk-
efnisins Frostroses að gera Akureyri
að heimabæ þess og telja að það geti
orðið Norðurlandi öllu mikil lyfti-
stöng.
Bræðurnir Samúel og Bjarki Rafn
Kristjánssynir kynntu hugmyndir
sínar um útrás Frostrósanna á fjöl-
mennum fundi á Hótel KEA í gær.
Þar voru samankomnir fulltrúar Ak-
ureyrarbæjar, ýmsir úr ferðaþjón-
ustu á Norðurlandi, fulltrúar fjár-
málastofnana, alþingismenn og fleiri.
Þeir Samúel og Bjarki Rafn segja
mikla möguleika felast í því að Ak-
ureyri verði heimabær Frostroses-
verkefnisins og vilja gera Norður-
land að miðdepli þeirrar sívaxandi
athygli sem verkefnið nýtur á heims-
vísu. Þeir segja að ef áætlanir ná
fram að ganga muni upptökur fyrir
árlega útgáfu í hljóði og mynd auk
sjónvarpsútsendingar sem dreift
verður til hundraða milljóna áhorf-
enda fara fram í höfuðstað Norður-
lands.
Hugmyndin er sú að taka tón-
leikana upp í Akureyrarkirkju og
jafnvel einstaka lag í sveitakirkjum í
grenndinni.
Óhætt er segja að góður rómur
hafi verið gerður að þessari hug-
mynd á fundinum og var almennur
áhugi á að fá verkefnið norður.
Á fundinum á Akureyri var farið
yfir hugmyndafræðina að baki
Frostroses og verkefnið í heild. Sam-
úel Kristjánsson rakti þá fjárfest-
ingu sem þegar hefur verið lagt í.
Farið var yfir þann fjárhagslega
stuðning sem þörf er á við verkefni
næstu þriggja ára til að tryggja
kraftmikið framhald Frostroses.
Samúel segir þá upphæð nema 60
milljónum króna á ári. „Við leggjum
áfram til áhættufjármagnið í félagi
við fjárfesta en gerum ráð fyrir að
opinberir aðilar leggi til helming
þeirra fjármuna sem þarf til að kosta
uppfærslu hvers árs og hinn helm-
ingurinn komi frá útrásarfyrirtækj-
um, velunnurum og öðrum sem hafa
hag af jákvæðri ímynd landsins. Þá
verða ferðaþjónustufyrirtæki, hags-
munaaðilar á Norðurlandi og sveit-
arfélögin á svæðinu að leggja sitt af
mörkum vegna kostnaðar við ferðir
og uppihald listamanna, tæknifólks
og fjölmiðlafólks. Samstarf við sveit-
arfélögin og íbúa svæðisins er einnig
mikilvægt því allir þurfa að standa
sameinaðir að því að byggja Norður-
land enn frekar upp sem ferða-
mannasvæði á veturna með Akureyri
sem miðdepil, þótt kynningin nýtist
að sjálfsögðu landinu öllu,“ segir
Samúel.
Norðanmenn spennt-
ir fyrir Frostrósum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Nýr heimavöllur? Bræðurnir Bjarki Rafn og Samúel Kristjánssynir, Þór-
gnýr Dýrfjörð og Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Í HNOTSKURN
»Upptaka frá jólatónleikumFrostrósa með evrópsku
dívunum, sem teknir voru upp
í Hallgrímskirkju í fyrra,
verður sýnd í sjónvarpi víða
um lönd um komandi jól.
PÉTUR Bolli Jóhannesson, skipu-
lags- og byggingarfulltrúi Akureyr-
arbæjar, segir að bærinn muni una
niðurstöðu Úrskurðarnefndar skipu-
lags- og byggingarmála (USB) sem
felldi fyrir helgi úr gildi umdeilda
ákvörðun bæjarins í svokölluðu
Sómatúnsmáli.
Bærinn veitti byggingarleyfi fyrir
einbýlishúsi að Sómatúni 6, að hluta
til á tveimur hæðum, þar sem ná-
grannar töldu eingöngu heimild fyr-
ir einnar hæðar húsum skv. skipu-
lagi og kærðu leyfið.
„Mér finnst dálítið hafa gleymst í
þessari umræðu að málið snýst ekki
bara um Akureyrarbæ og eigendur
húsanna númer 4 og 8, heldur líka
eiganda lóðarinnar númer 6. Honum
var veitt byggingarleyfi skv.
ákveðnum forsendum sem búið var
að fara yfir með hópi sérfræðinga
áður en leyfið var veitt,“ sagði Pétur
Bolli í samtali við Morgunblaðið.
Una niður-
stöðu USB
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands
eystra hefur hafnað kröfu Akureyr-
arbæjar um að húsnæði hverf-
isverslunarinnar Síðu, sem stendur
við Kjalarsíðu í Glerárhverfi, verði
fjarlægt á kostnað eiganda. Bærinn
heimilaði fyrir nokkrum mánuðum
byggingu tveggja stúdentablokka á
svæðinu og krafðist þess að eigandi
verslunarinnar fjarlægði húsið. Hér-
aðsdómur hefur nú úrskurðað að
lóðaleigusamningur sé í gildi vegna
verslunarhússins og næsta skref
bæjaryfirvalda er annað hvort að
áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar
eða semja um bætur við eiganda
verslunarinnar.
Kröfu bæj-
arins hafnað
GRÉTAR Þór Eyþórsson fjallar í
dag, á Lögfræðitorgi í Háskólanum
á Akureyri, um breytt hlutverk
sveitarstjórnarmannsins í ljósi
þeirrar þróunar sem orðið hefur í
rekstri opinberra fyrirtækja að
undanförnu. Vandi eigenda Orku-
veitu Reykjavíkur verður tekinn
sem dæmi í þessu sambandi. Sveit-
arstjórnarmenn í sókn og vörn,
kallar hann erindið, sem verður í
stofu 201 á Sólborg og hefst kl. 12.
Grétar Þór er prófessor í stjórn-
málafræði við Háskólann á Bifröst
og er jafnframt forstöðumaður
Rannsóknamiðstöðvar skólans.
Grétar á
Lögfræðitorgi