Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 20
menntun 20 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir lauknýlega rannsókn sinni á birting-armyndum eineltis í framhalds-skólum á Íslandi og áhrifum eineltis á líðan, skólagöngu og daglegt líf þolenda. Hún tók opinská viðtöl við sex nema sem höfðu orð- ið fórnarlömb eineltis í framhaldsskólum og móður einnar stúlku sem hafði upplifað þessa erfiðu reynslu. Þar sem um meistaraverkefni var að ræða var Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, var meðleiðbein- andi Arnheiðar Gígju og unnu þær að grein sem birtist í Uppeldi og menntun ásamt Sif Einarsdóttur, dósent við félagsvísindadeild HÍ og aðalleiðbeinanda verkefnisins. – Því hefur oft verið haldið fram að einelti fyrirfinnist ekki í framhaldsskólum þar sem einstaklingar séu orðnir þroskaðri en þegar þeir voru á grunnskólastiginu. Rannsókn þín hefur þó leitt allt annað í ljós? ,,Því miður sýna niðurstöður mínar að ein- elti á sér stað í framhaldsskólum landsins og það er fyrst og fremst af félagslegum og and- legum toga. Grimmileg framganga sumra nemenda kom á óvart,“ segir Arnheiður Gígja. „Í viðtölunum sem ég tók mátti greina fjórar gerðir áreitni sem nemendur höfðu orðið fyrir: Hunsun og höfnun, grín, illt umtal og mis- kunnarlausar athugasemdir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við nið- urstöður fyrri rannsókna sem benda til að and- legt og félagslegt einelti aukist með aldrinum. Það sem kom hins vegar einna mest á óvart í niðurstöðunum er hversu greinilegt er að hið félagslega landslag framhaldsskólans ýtir und- ir að einelti af þessu tagi fái þrifist og þol- endum fannst lítið vera gert í eineltismálum.“ Alvarlegt fyrir skólasamfélagið – Hverjar eru algengustu afleiðingar slíks eineltis? „Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar fyrir alla aðila í skólasamfélaginu en einkum fyrir þolendur. Þeir lýstu mikilli vanlíðan, kvíða, þunglyndi, skömm, litlu sjálfstrausti, einmanaleika, fjarveru, brotthvarfi frá skóla og jafnvel sjálfsvígstilraunum. Eineltið hefur einnig haft áhrif á skólagöngu flestra viðmælenda minna. Fleiri rannsóknir styðja þá niðurstöðu að hluti framhalds- skólanema eigi erfitt uppdráttar félagslega og mætti nefna að fram hefur komið að um fjórð- ungur þeirra telur sig eiga erfitt með að eign- ast vini. Skýringar á því hvers vegna einelti í fram- haldsskólum hefur lítið verið til umræðu hing- að til gætu verið tvíþættar. Í fyrsta lagi er ein- eltið aðallega félagslegt og því óáþreifanlegt og erfitt að koma auga á það. Í annan stað kemur skýrt fram í þessari rannsókn að þol- endur vilja helst ekki segja frá eineltinu þar sem þeir skammast sín fyrir að hafa orðið fyrir því og hafa ekki trú á að fá lausn sinna mála. Ungt fólk í framhaldsskóla vill ekki gerast „klöguskjóður“. Það kemur berlega fram að með auknum aldri minnkar vilji nemenda til að greina frá vanda sínum.“ – Hafa hinir dæmigerðu hópar eða klíkur sem myndast gjarnan í framhaldsskólum áhrif á þróun eineltis í viðkomandi skóla? ,,Allir þátttakendur rannsóknarinnar töluðu um klíkur og hópa í skólum sínum og að hópa- skiptingin væri skýr. Hver hópur hefur sín einkenni og skólarnir raunverulega líka. Stúlka ein sem var þolandi eineltis sagði að skólinn hennar væri ,,klíkuskóli“ og ef menn væru ekki í klíkunni vildi enginn þekkja þá eða kærði sig um að tala við þá. Í skólanum hennar væri það „lúkkið“ sem skipti öllu máli. Önnur sagði að hún hefði fundið sér nýjan vinahóp í framhaldsskólanum og sagði: „En sá hópur „fittaði“ ekki alveg inn og þá fóru þeir (gerend- urnir) að „bögga“ vini mína líka fyrir hvað við værum öðruvísi og út úr.“ Nemendurnir töluðu um að hver hópur ætti sitt svæði og að hópaskiptingin væri þannig að litið væri niður á suma hópa og upp til ann- arra.“ Tæknilegt einelti hafið yfir tíma og rúm – Spila SMS og MSN einhverja rullu í ein- eltismálum? „Því miður virðist svo vera. Það fer fram tæknivætt einelti í formi bloggsíðna, SMS- skilaboða, upphringinga í farsíma, MSN- spjallrása og jafnvel vídeósýninga. Þolend- urnir sem tóku þátt í rannsókninni höfðu allir upplifað slíkt einelti í einhverri mynd. Birtingarmynd tæknilegs eineltis er sérstök að því leyti að hún er hafin yfir tíma og rúm. Þolandinn er fullkomlega varnarlaus og getur fengið skilaboð hvar og hvenær sem er. Ein stúlknanna í rannsókninni talaði mikið um blogg- og heimasíðurnar og hversu hættu- legar þær gætu verið því mögulegt væri að koma frá sér efni án þess að nokkur vissi hver höfundur væri, eða um hvern væri rætt. Önnur stúlka sem er þolandi eineltis sagði að blogg- síðurnar væru endalausar; öllum opnar og fólk væri stundum að segja þar mjög klúra hluti sem gætu verið niðurlægjandi fyrir viðkom- andi. Fórnarlömbin væru því í rauninni mjög varnarlaus. Gemsar eru einnig mikið notaðir til að áreita og hrella fólk – og er um að ræða bæði upp- hringingingar og SMS-skilaboð. Allar stúlk- urnar í rannsókninni höfðu orðið fyrir slíkri áreitni og tvær þeirra fengu beinlínis hótanir. Í umræðu nemendafélagshópsins kom fram að myndbönd væru notuð til að hæðast að fólki og gera grín að því og væru stundum sýnd stórum hópi nemenda í skólanum. Það er vert að hafa í huga að þessi rannsókn byggist á viðtölum við fáa einstaklinga og því mikilvægt að halda áfram að rannsaka einelti í framhaldsskólum nánar.“ Vilja helst ekki segja frá eineltinu Hunsun og höfnun, grín, illt umtal og miskunnarlausar at- hugasemdir eru meðal þeirra gerða áreitis sem nemendur í framhaldsskóla verða fyrir. Hrund Hauksdóttir ræddi við Arnheiði Gígju Guðmunds- dóttur sem nýlega lauk rann- sókn á birtingarmyndum ein- eltis í framhaldsskólum á Íslandi. Morgunblaðið/Jim Smart Einelti Þolendur vilja helst ekki segja frá eineltinu þar sem þeir skammast sín fyrir að hafa orðið fyrir því og hafa ekki trú á að fá lausn sinna mála. Afleiðingarnar geta verið mjög al- varlegar fyrir alla aðila í skóla- samfélaginu en einkum fyrir þol- endur. Þeir lýstu mikilli vanlíðan, kvíða, þunglyndi, skömm, litlu sjálfstrausti, einmanaleika, fjar- veru, brotthvarfi frá skóla og jafn- vel sjálfsvígstilraunum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þrífst of vel Arnheiður Gígja segir að einna mest hafi komið á óvart hversu greinilegt er að félagslegt landslag framhaldsskólans ýti undir að einelti af þessu tagi fái þrifist. Vanda Sigurgeirsdóttir er lektor í tóm- stundafræði og umsjónarmaður tóm- stundaleiðar Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur mikla reynslu af eineltismálum, hef- ur gefið út kennsluefni og gert stóra rannsókn um kennara og einelti. Auk þess hefur hún haldið fyrirlestra víða um land um einelti á vinnustöðum. – Er einhver eðlismunur á framkvæmd eineltis í framhaldsskólum og á vinnustöð- um hjá eldri einstaklingum? ,,Nei, það er í raun ekki mikill munur þarna á. Munurinn er fyrst og fremst á einelti í grunnskólum og svo einelti meðal þeirra sem eldri eru því með aldrinum þá minnkar hið beina líkamlega einelti en það óbeina, andlega og félagslega, heldur áfram. Það er einkennandi fyrir einelti bæði meðal nemenda í framhaldsskólum og á vinnustöðum fullorðinna.“ – Hver eru helstu úrræði fyrir þolendur eineltis að þínu mati? „Mér finnst mikilvægt að tala fyrst um forvarnir gegn einelti því ef þeim er beitt með góðum árangri þá er lítil þörf fyrir úrræði. Í því sambandi skiptir miklu máli að hafa góðan anda sem einkennist af vin- áttu, væntumþykju, virðingu og umburð- arlyndi. Þeir sem vinna með hópa, hvort sem um er að ræða bekk í framhaldsskóla, skátaflokk, íþróttalið eða starfshóp á vinnustað ættu að vinna að því hörðum höndum að andinn í hópnum sé þannig að einelti viðgangist ekki. Rannsóknir sýna okkur aftur á móti að forvarnirnar takast ekki nógu vel hjá okk- ur því um 3-10% nemenda og starfsfólks á vinnustöðum verða fyrir einelti. Afleið- ingar eineltis eru skelfilegar fyrir þá sem lenda í því en einnig fyrir umhverfið og þjóðfélagið í heild. Einelti kostar t.d. sam- félag okkar gríðarlega mikla peninga, svo ekki sé minnst á alla þjáninguna sem því fylgir. Helstu úrræði fyrir þolendur eineltis í framhaldsskólum eru að mínu mati m.a. þau að fá gerendur til að hætta að leggja í einelti og að settar séu skýrar sameign- legar reglur um einelti í hverjum skóla. Því þarf að vera til staðar markviss fræðsla fyrir nemendur, kennara og starfs- fólk framhaldsskólanna. Þolendur eiga að geta leitað til náms- ráðgjafa framhaldsskólanna og þeir eiga að kæra eineltið ef aðrar leiðir hafa reynst árangurslausar. Að lokum vil ég segja að rannsóknin hennar Gígju leiddi í ljós að þolendum þótti viðbrögð framhaldsskólanna við ein- elti ekki bera árangur og fannst þau ein- kennast af úrræðaleysi. Greinilegt er því að hér er verk að vinna fyrir framhalds- skóla landsins.“ Mikilvægt að ræða forvarnir gegn einelti Of lítill gaumur Vanda bendir á að í um- ræðunni um einelti hafi framhaldsskólum verið gefinn alltof lítill gaumur og að við verðum að opna augun fyrir því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.