Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÍSLANDSPÓSTUR hefur hætt dreifingu á límmiðum með þeim skilaboðum að fjölpóstur sé afþakk- aður og er nú unnið að nýrri lausn fyrir neytendur – með aðild Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) og annarra hagsmunaðila. Enginn tímarammi er settur á þá vinnu, en að sögn upplýsingafulltrúa Íslands- pósts verður vonandi hægt að finna viðunandi lausn sem fyrst. Í september sl. sendi PFS bréf til helstu hagsmunaðila vegna máls- ins, en meðal þeirra eru Árvakur, Pósthúsið, Neytendasamtökin og Íslandspóstur. Í bréfinu er bent á að Íslandspóstur hafi hætt dreif- ingu á límmiðunum, en ein ástæða þess er að töluvert hafði borið á kvörtunum til fyrirtækisins vegna fjölpósts sem barst þrátt fyrir að slíkir límmiðar væru við bréfalúg- ur. Oftar en ekki var þá um að ræða annan dreifingaraðila. Þá hefur orðið nokkur aukning á fyrirspurnum til PFS vegna fjöl- pósts, um það hvað viðtakendur eigi til bragðs að taka – enda papp- írsúrgangur gríðarlegur á hverju heimili. Friðrik Pétursson, lög- fræðingur hjá PFS, hefur haft um- sjón með verkefninu. „Þetta geng- ur út á að flokka þetta í tvennt, fríblöðin og svo fjölpóstinn. Einnig eru markatilvik sem við erum að ræða hvernig eigi að fara með,“ segir Friðrik og tekur fram að vinnan hafi gengið vel. Hins vegar er óljóst hvenær henni verður lokið. Áhersla var lögð á að fá sem flesta hagsmunaaðila til viðræðna vegna málsins og segir í bréfi PFS að ef ekki náist samkomulag á milli aðila muni stofnunin væntanlega rita bréf til samgönguráðuneytis um nauðsyn þess að setja lög þar sem réttur neytenda til að afþakka fjölpóst verði tryggður, hvort sem um er að ræða auglýsingapóst eða fríblöð. Unnið að viðunandi lausn vegna dreifingar fjölpósts Morgunblaðið/Þorkell Flokkun Gríðarlegu magni af fjöl- pósti er dreift á hvert heimili. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG VERÐ að segja alveg eins og er, að þetta kom mér á óvart,“ sagði Svandís Svavarsdóttir um þá kröfu lögmanna Orkuveitu Reykjavíkur að vísa máli hennar frá dómi en tekur fram að málið verði að hafa sinn gang hjá dómstólum. Ragnar Hall, lög- maður Svandísar, segir frávísunarkröfuna endur- spegla það viðhorf stjórnenda OR, að engum komi við hvað þeir gera. Svandís höfðaði mál gegn OR til að fá úr því skor- ið hvort eigendafundur sem haldinn var 3. október væri ólögmætur. Á þeim fundi var samruni Reykja- vík Energy Invest og Geysir Green Energy sam- þykktur. Svandís heldur því m.a. fram að til fund- arins hafi verið boðað með ólögmætum hætti – miðað við samþykktir. Verjendur OR kröfðust þá frávísunar á þeim forsendum að Svandís hefði ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins, m.a. vegna þess að hún væri ekki í stjórn. „Þegar þeir halda því fram að stjórnarmenn í Orkuveitunni hafi enga lögvarða hagsmuni af því að leita dóms um hvort ákvarðanir sem teknar eru á fundum séu lögmætar eða ekki, þá finnst mér menn vera að reka eitthvað annað en opinbert fyrirtæki,“ segir Ragnar og bætir við að engu skipti þótt Svandís sé ekki í stjórn núna. „Málið var höfðað á meðan hún var í stjórn og þó svo að atvik hafi hagað því þannig að aðrir eru komnir í stjórnina gerir það ákvörðunina ekkert lögmætari. Svandís hefur jafnmikla lögvarða hagsmuni af því að vita hvort réttur var brotinn þeg- ar þessi fundur var haldinn.“ Stýrihópurinn fundar á hverjum degi Svandís fer fyrir stýrihópnum sem m.a. rannsakar lögmæti eigendafundarins auk þess að vera í meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún segist hafa gengið erinda almennings í þeirri kröfu að fá skorið úr um lögmæti fundarins og það hafi ekki breyst. „Þessi málsókn snýst ekki um hvort ég er í meirihluta eða ekki, heldur um að ég telji að þarna hafi ekki ver- ið farið að lögum.“ Spurð út í vinnu stýrihópsins segir Svandís hana gríðarlega. Fundað sé á hverjum degi og gögn máls- ins séu í kílóavís. Ekki sé hægt að segja til um hve- nær fyrsta áfanga verði náð, en miklu máli skipti fyr- ir alla aðila málsins að það verði eins fljótt og auðið er. Fundurinn enn ólögmætur þótt Svandís sé ekki í stjórn Í HNOTSKURN »Svandís segir ýmislegt óvænt geta kom-ið upp þegar fyrsta áfanga rannsóknar stýrihópsins lýkur. Hún segist hins vegar ekki geta sagt til um hvenær það verður. »Frávísunarkrafa lögmanna OrkuveituReykjavíkur verður tekin fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur klukkan 13.15 á mánudag eftir viku. Lögmaður Svandísar segir hana eiga lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins Svandís Svavarsdóttir Ragnar Hall FYRIRTAKA var í máli Svandísar Svavarsdóttur gegn Orkuveitu Reykjavíkur í gærmorgun. Dóm- þingið tók fljótt af eða eftir einar tíu mínútur og á þeim tíma lögðu verjendur Orkuveitunnar fram fundargerð eigendafundarins 3. október sl., ítarlega greinargerð og tölvubréf frá 8. október. Engin gögn voru lögð fram af lögmanni Svandísar. Í greinargerðinni koma fram að- al- og varakrafa Orkuveitunnar. Farið er fram á að málinu verði vís- að frá dómi en annars að OR verði sýknuð. Forsendur frávísunarinnar eru m.a. að Svandís sitji ekki leng- ur í stjórn OR og hafi því ekki lög- varða hagsmuni í málinu, hún eigi ekki hlut í OR og hafi því ekki fjár- hagslega né persónulega hagsmuni. Þá er einnig komið inn á að í mál- inu sé aðeins talað um eigendafund, en fundurinn hafi einnig verið hlut- hafafundur. Helgi Jóhannesson hæstaréttar- lögmaður átti upphaflega að flytja málið, en þar sem hann gæti komið fyrir dóminn sem vitni hefur verið ákveðið að Þórunn Guðmundsdóttir muni taka við málinu. OR fer fram á frávísun HÁLKUEYÐING hjá Reykjavík- urborg var ekki rekin með fullum afköstum í gærmorgun vegna bil- ana í nærri helmingi bílaflotans sem notaður er í þessi verkefni. Þrír saltbílar af sjö voru bilaðir í gær, en um helgina var byrjað var að salta götur í fyrsta skipti á ný- komnum vetri. Guðni Hannesson yfirverkstjóri hjá Framkvæmda- sviði Reykjavíkurborgar bendir á að reglulegar hálkueyðingarvaktir verktaka, sem borgin skiptir við, hefjist ekki fyrr en 15. nóvember og þá séu 8–9 bílar notaðir við störfin. Fram að þeim tíma sé unnt að bregðast við ef hálka gerir vart við sig. Því voru þeir fjórir bílar sem tiltækir voru settir á göturnar um helgina og frétti Guðni ekki af vandræðaástandi vegna hálku. Þó mun, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, hafa gætt nokkurrar óánægju hjá úthverfabúum. Hálkueyð- ing minni Skörð höggvin í saltbílaflotann vegna bilana Morgunblaðið/Golli Hálkubanar Í gær voru fjórir saltbílar til ráðstöfunar en verða 8–9 þegar vaktir hefjast 15. nóvember nk. ÞRÍR karlmenn sæta nú gæsluvarð- haldi fram á fimmtudag vegna nauðgunarmáls sem er til rannsókn- ar hjá lögreglunni á Selfossi. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar hefur kona á ótilgreindum aldri lagt fram kæru vegna meintrar nauðg- unar, jafnframt því sem hún var flutt til skoðunar á neyðarmóttöku Land- spítalans. Lögreglan á Selfossi tjáir sig ekki um gang rannsóknarinnar að svo stöddu, en tilgreinir þó að hinir grunuðu hafi verið settir í gæslu- varðhald á grundvelli rannsóknar- hagsmuna. Ekki hafa fengist upplýs- ingar um aldur þeirra eða konunnar, eða atvikalýsing. Þá hefur ekki verið upplýst hvort hinir grunuðu hafi komið við sögu lögreglu áður vegna annarra sakamála. Tekin verður af- staða til þess á fimmtudag hvort krafist verði lengra varðhalds þeirra. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknar málsins. Í gæslu vegna rannsóknar- hagsmuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.