Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 25 Í MORGUNBLAÐINU sunnu- daginn 28. október sl. birtist grein eftir tvo sjúkraliða undir fyrirsögninni: Vantar bara hjúkrunarfræðinga? Ég fagna því að fulltrúar þessarar stóru og mikilvægu heilbrigðisstéttar skrifi greinar um störf sín. Þá tek ég undir lokaorð grein- arinnar um mikilvægi þess að heilbrigðisstéttir vinni saman. Því miður þykir mér hins vegar greinin ekki benda til þess að höfundar hennar kjósi samstarf við hjúkrunarfræðinga, heldur miklu fremur samkeppni. Höf- undar efast um niðurstöður könnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á skorti á hjúkrunarfræðingum og kenna hjúkrunarfræðingum um að sjúkraliðar fái ekki að nýta þekkingu sína í starfi, en ítreka þó að sjúkraliðar beri ábyrgð á störfum sínum! Stjórnvöldum jafnt sem al- menningi ætti að vera ljóst að góð heilbrigðisþjónusta fæst að- eins með því að þjónustan sé veitt af vel menntuðu starfsfólki. Tækniframfarir og aukin þekk- ing hefur gert okkur kleift að sinna æ flóknari verkefnum og bjarga lífum sem við áður hefð- um misst. Flóknari verkefni og aukinn fjöldi aldraðra sjúkra einstaklinga krefst aukinnar hjúkrunar og fjölgunar þeirra sem hjúkra, bæði hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða. Til að tryggja árangur í baráttu þessara stétta fyrir betri launum og betri mönnun er nauðsynlegt að þær vinni saman. Aðeins þannig eflast þessar stéttir. Að- eins þannig er unnt að tryggja viðunandi hjúkrunar- og heil- brigðisþjónustu. Elsa B. Friðfinnsdóttir Eru hjúkrunarfræðingar og sjúkralið- ar í samstarfi eða samkeppni? Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem fjölmiðlar ráðast með afgerandi hætti á heilar atvinnugreinar og það fólk sem í þeim starfar. Ein undantekning er þó á þeirri venju sem sannast í málflutningi Morgunblaðsins af mál- efnum sjávarútvegs á Íslandi. Leiðari blaðs- ins hinn 26. október síð- astliðinn var með slík- um ólíkindum að erfitt er að finna aðra sam- bærilega. Svo virðist sem ritstjórnarpenni voni að almennri þekk- ingu á sjávarútvegs- málum sé svo áfátt að allir muni einfaldlega trúa því sem ritstjórnarpistlar blaðs- ins hafa að segja. Til allrar lukku er það ekki svo. Holur málflutningur Það dylst engum sem þekkingu hafa á sjávarútvegsmálum, svo ekki séu nefndar þær þúsundir sem starfa í greininni, að ekki er Morg- unblaðið málefnalegt í umfjöllun sinni. Hver ritstjórnargreinin á fæt- ur annarri birtist með árásum á sjávarútveg og á sama tíma er að- sendum greinum þeirra sem starfa í útgerð haldið vel til haga á ritstjórn blaðsins og þær ekki birtar les- endum. Hvað ætli valdi því að vand- aðar og vel rökstuddar greinar frá þeim sem lifa og starfa í útgerðinni fáist ekki birtar í blaðinu? Eru það kannski allir reyndu útgerðarmenn- irnir á Morgunblaðinu sem einir eiga að fá að tala um útgerðarmál og slá sig til riddara sem sérlega verndara sjávarþorpa – án þess að nokkur efnisleg rök væru nokkru sinni fyr- ir slíkum heiðri blaðinu til handa. Slegist við ímyndir Augljósar spurningar vakna við lestur á herópi Morgunblaðsins hinn 26. október. Blaðið spyr hvert sá kvóti fari sem fluttur er frá sjáv- arþorpum? Svarið er einfalt, hann fer til annarra sjávarþorpa enda skip sjaldnast gerð út frá miðhálend- inu. Nánast er lyginni líkast að á rit- stjórn hafi menn ekki áttað sig á þessu. Það dugir ekki að búa til ein- hverja ímynd um að útgerðarmenn séu vondir og kaupi kvóta sem síð- an gufi upp. Sjávarútvegur hér- lendis er sá hagkvæmasti í heimi og hefur í smæð sinni att kappi við stærstu sjávarútvegsfyrirtæki heims. Slíkt er virðingarvert og ætti að verðlauna menn fyrir en ekki ráðast á þá með sama hætti og ráðist er á ótínda glæpamenn. Hins vegar eru hundruð útgerð- arfyrirtækja á Íslandi og mörg smá og meðalstór sem verða harkalega fyrir barðinu á sér- stökum skatti sem lagður er á út- gerðarfyrirtæki. Sérvalin sjónarmið Morgunblaðið hefur, eins og flestir sem eru í persónulegri her- ferð gegn einhverju, lítinn áhuga á vel rökstuddum og málefnalegum sjónarmiðum. Hvenær ætlar blað- ið til dæmis að gera grein fyrir sjónarmiðum fræðimanna við Há- skóla Íslands þar sem fram kemur að byggðaþróun og kvótatilfærslur séu lítið sem ekkert tengdar stærð- ir? Hvenær ætlar blaðið að berjast fyrir því að byggð verði endurreist á Hornströndum þar sem eitt sinn var blómleg útgerð? Hvað um frístunda- veiði í Rauðavatni sem við hvers bakka Morgunblaðið byggði nýverið prentsmiðju sína? Þungar byrðar? Það eru ekki útgerðarmenn sem lagt hafa byrðar á sjávarþorp á Ís- landi enda bítur slík fullyrðing í eig- ið skott. Þvert á móti eru það þeir sem eru vakandi og sofandi yfir því að vel til takist í sjávarútvegi, að hægt sé að byggja upp arðbæran iðnað, að hægt sé að keppa við stór erlend fyrirtæki og umfram allt að hægt sé að greiða starfsfólki góð laun. Það eru útgerðarmenn sem standa undir sjávarútvegi í landinu þrátt fyrir að bera sérstakan skatt á sína vinnu umfram allar aðrar at- vinnugreinar. Það virðist því vera sem þungar byrðar sé helst að finna á öxlum ritstjórnarpenna Morg- unblaðsins sem missir fæturna af bræði þegar þeir sem starfa í sjávar- útvegi nýta sér sama atvinnufrelsi og allir aðrir í landinu. Hvar er stuðningur Morgunblaðs- ins við sérstakan skatt á blaða- útgáfu? Hvar eru heiftugir leið- arar gegn þeim sem ekki styðja slíkan skatt? Eru tré heimsins ekki auðlindir? Er það eðlilegt að útgáfufélag í Hádegismóum geti keypt til landsins endalaust magn af pappír sem unninn er úr lung- um náttúrunnar – sjálfum trján- um – af einkafyrirtæki sem sjálft á og rekur skóglendi? Skóglendi til pappírsframleiðslu er auðlind sem er í eigu einstaklinga og fyr- irtækja þeirra. Sömu rök gilda um fiskimiðin. Auðlindir með ábyrgan eiganda eru ekki ofnýtt- ar og eyðilagðar líkt og auðlindir án eigenda. Þetta veit Morg- unblaðið eftir áralöng viðskipti sín við pappírsframleiðendur. Það fer aldrei vel á því að æsa sig upp og grípa til penna. Sú regla er kennd í grunnskólum að aldrei eigi að skrifa texta í reiði sinni. Á þeirri reglu mætti skerpa á ritstjórn Morgunblaðsins og jafnframt að temja sér opna um- ræðu þar sem rökrætt er um staðreyndir en ekki einhliða mynd af ástandi sjávarútvegs- mála sem framleidd er í Hádeg- ismóum. Morgunblaðið og hatur í garð sjávarútvegs Friðbjörn Orri Ketilsson gerir athugasemdir við umfjöllun Morgunblaðsins um sjáv- arútvegsmál »Mikilvægt er aðræða um sjávar- útveg á Íslandi út frá staðreyndum en ekki af heift og æsingi. Að slást við ímyndir hefur aldrei skilað árangri. Friðbjörn Orri Ketilsson Höfundur er formaður Félags ungs fólks í sjávarútvegi. FYRIR þremur ár- um hóf hópur sem við tilheyrum og starfar innan KFUM og KFUK jólagjafasöfnun handa munaðarlausum og veikum börnum í borginni Kirovograd í Úkraínu. Í gegnum Evrópusamband KFUM höfðu skap- ast tengsl við forsvarsmenn samtak- anna í Úkraínu og í gegnum þau barst okkur til eyrna að á svæðinu byggi mikill fjöldi barna við erfiðar aðstæður og örbirgð. Fljótt vaknaði sú hugmynd að hægt væri að gleðja þessi börn og gera þeim lífið auðveld- ara með því að fá íslensk börn og all- an almenning til að gefa þeim einfald- ar jólagjafir, pakkaðar inn í skókassa. Viðtökurnar voru undraverðar og á þeim skamma tíma sem verkefnið „Jól í skókassa“ hefur verið starfrækt hefur það margfaldast að stærð. Á hverju ári hafa fulltrúar hópsins farið til Úkraínu og fylgst með dreif- ingu jólagjafanna og skoðað að- stæður á munaðarleysingjaheimilum, barnaspítulum og skólum þar sem hún hefur farið fram. Nokkrar um- bætur hafa orðið á svæðinu frá því að okkar fólk fór fyrst til Kirovograd í byrjun árs 2005. Stjórnvöld hafa látið meira fé til munaðarleysingjaheimila þar sem aðstæður hafa verið afar frumstæðar. Að sama skapi hefur verkefnið náð að rétta fram hjálp- arhönd til þeirrar uppbyggingar með kaupum á þvottavélum, rúmdýnum, tónlistarvörum o.fl. Sú upplifun að sjá viðbrögð barnanna þegar þau fá jóla- gjafirnar frá Íslandi segir okkur líka að ekki þarf mikið til að hleypa gleði í líf margra. Jólagjafirnar eru einfaldar en jafn- framt fjölbreytilegar og gagnlegar fyrir börnin sem taka við þeim. Settir eru margvíslegir litlir hlutir eins og leikföng, skriffæri, hreinlætisvörur, sælgæti og fatnaður í skókassa sem pakkað er inn í jólapappír. Við mót- töku skókassanna höfum við síðan bætt í þá biblíumynd með texta úr biblíunni á úkraínsku. Á heimasíðu verkefnisins, www.skokassar.net, má finna nákvæmari leiðbeiningar um það hvað þarf að vera í skókassanum og hvernig honum þarf að vera pakk- að inn. Fyrir jólin 2005 gáfu Íslendingar rétt um 500 kassa til verkefnisins en í fyrra voru þeir rúmlega 5.000. Hafa góð viðbrögð gert okkur kleift, með hjálp KFUM í Úkraínu, að koma gjöfum til barna annars staðar í land- inu. Ekki er vanþörf á. Þótt ýmislegt horfi til betri vegar í landinu er at- vinnuleysi víða mikið, fátæktin út- breidd og heilbrigðisþjónustu fyrir þá sem minna mega sín um margt ábótavant. Við viljum nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem tekið hafa þátt í og hjálpað okkur við fram- kvæmd verkefnisins. Víða um land hafa fórnfúsir einstaklingar lagt mik- ið af mörkum við að hvetja fólk til að búa til gjafir, safna þeim saman og koma til miðstöðvar söfnunarinnar í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Hefur þar síðastliðin þrjú ár skapast ótrúlega skemmtilegt andrúmsloft á lokadegi söfnunarinnar þar sem fjöldi fólks hefur mætt með gjafir, þegið léttar veitingar og kynnt sér verk- efnið frekar. Í ár verður þessi dagur haldinn laugardaginn 3. nóvember á sama stað og áður. Að síðustu viljum við hvetja sem allra flesta til að slást í för með þeim mikla fjölda barna, fullorðinna, leik- skóla, grunnskóla og félagasamtaka sem gefa jól í skókassa og taka þátt í verkefninu með okkur. Þannig má læra af eigin raun að það er sann- arlega sælla að gefa en þiggja. Gefum jól í skókassa Björg Jónsdóttir og Þorsteinn Arn- órsson segja frá jólagjafaverkefni KFUM og KFUK » Verkefnið „Jól í skó-kassa“ fer í gang fjórða árið í röð þar sem fátækum börnum í Úkraínu eru gefnar jólagjafir. Þorsteinn Arnórsson Höfundar sjá um framkvæmd verkefnisins Jól í skókassa. Björg Jónsdóttir Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÍSLAND er orðið hlutabréfaland. Á mannamótum er rætt um mark- aðinn, vextina, gengið og allt þetta sem áhrif hefur á gengi hlutabréf- anna. Allir sjá eftir að hafa ekki keypt pepsíverksmiðjuna á Ak- ureyri sem varð grunnurinn að auði Björgólfs. En málið er að það er ekki pepsíverksmiðjan sem gerði það að verkum að Björgólfi áskotnaðist fé; það voru allt aðrir hlutir sem því réðu. Akureyrarbær hefði því ekki á endanum orðið rík- asta bæjarfélag heims með því að kaupa fabrikkuna. Svona er þetta nú með atvinnurekstur hins op- inbera. Það er ekki öldungis víst að tækifæri til nýsköpunar séu best nýtt með því að setja ágóðann af vatnsveitunni í nýsköpun. Kannski er ástæða til að rifja upp fyrstu blaðsíðurnar í hluta- bréfaverðlagningunni. Verð á hlutabréfum, í nýjum fyrirtækjum sem gömlum ræðst af þeim vænt- ingum sem menn gera sér um hagnað af þeim, hvenær hagnaður- inn muni falla til (vöxtum) og áhættu. Þess vegna hagnast menn aldrei af því einu að bíða með sölu á eignum sínum. Þetta lögmál er í fullu gildi um eignir hins opinbera sem annarra. Biðin sjálf er bætt upp með vöxtum. Svo einfalt er það. – En af hverju að rifja þetta upp? Það er vegna þess að þessi barnalærdómur (að maður hélt) er greinilega ekki jafn vel kynntur og ætla mátti; að minnsta kosti ekki kenndur á læknadeildinni eða víð- ar. ERLENDUR HÁLFDÁNARSON, fv. bæjarstjóri á Selfossi og starfsmaður Sýslumannsins á Selfossi. Hagfræði handa óvitum Frá Erlendi Hálfdánarsyni: SÍÐUSTU daga hafa orðið nokkrar umræður um skaðsemi bókarinnar „Tíu litlir negrastrákar“. Eru sumir „felmtri slegnir“ yfir útgáfunni svo vitnað sé í einn viðmælanda rík- issjónvarpsins um daginn. Andmæl- endur bókarinnar telja að lituð börn verði lögð í einelti ef ólitaðir jafn- aldrar þeirra fái bókina í hendur. Til er lausn á þessu vandamáli. Árið 1924 gaf Prentsmiðjan Guten- berg út lítið kver sem heitir „Lang- ferðamenn og labbakútar“. Í þessu kveri stældi Hallgrímur Jónsson skólastjóri kvæðið „Ten little nig- gerboys“, en þurrkar af þeim litinn og kallar þá labbakúta. Myndirnar í bókinni gefa til kynna að labbakút- arnir séu hvítir, en ekki svartir. Þessi bók er eins og „Tíu litlir negra- strákar“ ein af fyrstu barnabókum landsins. Með því að gefa þessa bók út samhliða má gera ráð fyrir að jafnvægi komist á kynþáttamis- réttið. Labbakútarnir eru, eins og negrastrákarnir, seinheppnir og stundum dálítið heimskir þó að allt fari vel að lokum. Má þá búast vil að broddurinn verði dreginn úr vænt- anlegu einelti litaðra barna ef þau geta veifað þessari bók á móti. HALLGRÍMUR MAGNÚSSON læknir. Tíu litlir negrastrákar – Lausnin fundin? Frá Hallgrími Magnússyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.