Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 36
■ Fim. 1. nóvember kl. 19.30 Europa Musicale Spennandi efnisskrá byggð á verkum sem hljómsveitin mun spila á tónleikaferð sinni til Þýskalands í nóvember. Verk eftir Ravel, Nielsen, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal og Jón Leifs. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Bryndís Halla Gylfadóttir ■ Fös. 2. nóvember kl. 21 Heyrðu mig nú! Stuttir óhefðbundnir tónleikar fyrir alla sem langar að kynna sér klassíska tónlist. Vorblót Stravinskíjs kynnt og leikið – partý á eftir. ■ Fim. 15. nóvember kl. 19.30 Sígaunar og fögur fljóð. Píanókonsert eftir Haydn, fjórða sinfónía Schumanns og nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Í Zagreb hefur verið opnað Safn brostinna sambanda eða Museum of Broken Relationships. … 40 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is UM og upp úr árþúsundamótum fóru Land og synir mikinn í hérlendu tónlistarlífi og var um tíð vinsælasta – og virtasta – poppsveit sem hér starfaði. Það var vigt í þessu bandi, sem kristall- aðist í hinni metnaðarfullu plötu Herbergi 313 (1999), sem sýndi að hérlendar ball- og popp- sveitir þurftu ekki endilega að hanga linnulaust í eintómri froðu til að ná árangri. „Okkur langaði alltaf til að halda svona við- hafnartónleika, þar sem farið yrði yfir ferilinn og kvöldið tekið upp fyrir mynddiskaútgáfu,“ út- skýrir Hreimur en ásamt honum skipa þeir Birg- ir Nielsen, Jón Guðfinnsson og Gunnar Eggerts- son Land og syni í dag. Öllu verður til tjaldað á tónleikunum og margir mætir gestir munu stíga á svið. „Ég hef verið að hitta fólk á förnum vegi sem er afskaplega ánægt með þetta framtak og það er verið að pressa á okkur um aukatónleika. Og víst er að það er mikill hugur í okkur strákunum með þetta. Hugmyndin kom upp í fyrra og þá stóð jafnvel til að taka sumartúr. En þetta var svo lendingin. Við vorum sammála um að leggja ekki út í þetta ef menn hefðu ekki góðan tíma. Tónleikarnir verða eins konar uppgjör og gætu jafnvel markað nýtt upphaf. Við ætlum að sjá til hvernig við verðum stemmdir eftir þetta, hvort framhald verði á starfseminni. Það gæti allt eins orðið. En við erum ekki að fara að harka neitt. Fyrst og síðast á þetta að vera gaman.“ Land og synir … eða Coldplay? Hreimur útskýrir að sveitin hafi lognast út af árið 2003 en þá hafði allt verið á fullu stími í heil sex ár. „Svo fórum við að horfa til útlanda og það gerðist mikið á ansi stuttum tíma. Við stóðum frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort við ættum að sinna heimamarkaðnum áfram af sömu elju, eða þá fórna hlutum hér heima fyrir eitthvað meira erlendis. Við ákváðum að hella okkur út í vinnuna úti og það var mikið ævintýri. Tókum upp plötu fyrir Warners í Bandaríkjunum, þar sem við beittum fyrir okkur háskólarokkinu svokallaða, en hún komst því miður ekki í útgáfu. Und- irmerkið, London/Sire, var lagt niður vegna keðjuverkunar í bransanum sem lokaði á aðkomu erlendra tónlistarmanna að Bandaríkjamarkaði. Svo spiluðum við fyrir Capitol en lítill fugl hvísl- aði því að mér að Capitol hefði stokkið á Coldplay í stað okkar! Já, þetta var magnað allt saman. Ég man t.d. að við vorum að taka upp í L.A. og þá voru Deftones í næsta hljóðveri. Það var ekki amalegt að slaka á yfir einum öllara með slíkum þungavigtarmönnum …“ Hreimur man einnig tímana tvenna hvað ís- lenska tónlistarbransann varðar og hann er ánægður með þróun mála hin síðustu ár. „Landslagið er breytt og það má segja að það hafi jafnast út. Tónlistarmenningin hefur breyst til betri vegar finnst mér. Á sínum tíma átti sveit í okkar stöðu frekar auðvelt með að koma sér að á ljósvökum og í fjölmiðlum en það er ekkert sjálfgefið í dag. Mér finnst eins og allir eigi jafna möguleika. Hljómsveitir og listamenn eins og Lay Low, Mugison, Sprengjuhöllin og Jeff Who; sjálfstæðir listamenn sem vinna þrotlaust að sín- um málum ná árangri í dag sem hefði ekki verið sjálfsagður hlutur fyrir ca. sjö árum en þá var eins og listamenn sem liggja til „vinstri“ ættu erfiðara uppdráttar. Í dag er eins og það sé meira um gagnkvæma virðingu á milli manna og þessi stríð á milli poppara og rokkara eða hvað það nú var eru fyrir bí. Að mestu að minnsta kosti!“ Bransinn hefur breyst Sameinaðir á ný Land og synir var um tíma ein vinsælasta poppsveit landsins. Hljómsveitin Land og synir heldur upp á tíu ára afmæli sitt með stórtónleikum í Íslensku óperunni fimmtudaginn 8. nóvember næstkomandi James Leigh Pritchard til að sjá um lokka sína á ferðalaginu. Sjálf Vic- toria Beckham verður samt líklega með sinn eigin stílista á tónleika- ferðalaginu sem hefst í byrjun des- ember í Vancouver í Kanada. Þær munu halda samanlagt 36 tónleika í ellefu löndum fram á næsta ár. Um hundrað manna starfslið fylgir Spice Girls um heiminn. Samkvæmt heimasíðu Kolbrúnar Ránar, www.kolbrunran.com, er hún 28 ára og hefur unnið í alþjóðlega tískugeiranum í sex ár. Hún er menntuð í London college of fashion og hjá Tony & Guy. Meðal tísku- tímarita sem Kolbrún hefur stíliserað fyrir eru: Marie Claire, GQ, Euro- woman, Elle, Instyle og Glamour. ÍSLENSKI stílistinn Kolbrún Rán Kristjánsdóttir mun sjá um andlits- förðun stúlknanna í Spice Girls á komandi tónleikaferðalagi þeirra. Það er breska blaðið Daily Mail sem greinir frá því um helgina og bætir við að Kolbrún hafi unnið með álíka stórstjörnum og Helenu Christensen, Sophie Dahl og Jerry Hall. „Íþróttakryddið Mel C hafði áður fyrr andúð á mikilli förðun en hefur nú samþykkt að vera máluð sem sönn rokkgella í þessum túr. Geri mun aft- ur á móti gefa bláa augskuggann, sem hún gerði að sínum hér á árum áður, upp á bátinn og þiggja eitthvað látlausara,“ segir í Daily Mail. Stelpurnar hafa einnig ráðið sér- stakan hárgreiðslumann að nafni Íslendingur farðar Spice Girls á tónleikaferð Reuters Spice Girls Fá íslenska eðalförðun.  Tónleikar Bjarkar í Rio de Ja- neiro á föstudag gengu ekki stór- slysalaust fyrir sig í tilviki Valdísar Þorkelsdóttur Wonderbrass-stúlku. Týndi hún m.a. blásturstykkinu sínu, gleymdi að fara í fánavestið innundir búninginn sinn og svo reyndist hljóðnemi stúlkunnar bil- aður þegar á hólminn var komið. Tónleikarnir voru samt sem áður kláraðir með sóma og eflaust hefur það bætt úr skák að hjartaknús- arinn Gael Garcia Bernal heilsaði upp á þær stúlkur baksviðs. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott  Dr. Gunni fer fögrum orðum um tónleika Rúna Júl. í Höll- inni á laugardag en segir þó aðal- fjörið hafa verið baksviðs þar sem stórstjörnurnar svifu um í sæluvímu. Doktorinn hafi þar í fyrsta skipti talað við Gylfa Ægis sem sagði honum að hann væri um þessar mundir að mála risastóra mynd af látnum hundi Karls Möller hljómborðsleikara og að hann myndi á næstu dögum opna „ævintýralega“ heimasíðu eins og hann orðaði það sjálfur. Þá segir Dr. Gunni að Bubbi hafi reytt af sér bransasögurnar bak- sviðs og farið á þvílíkum kostum að þeir sem hlýddu á hvítnuðu hrein- lega upp: „Ef Bubbi hættir allt í einu að geta spilað og sungið getur hann hafið nýtt líf sem uppistandari og gert allt vitlaust með mannlýs- ingum sínum og tröllasögum.“ Aðalfjörið baksviðs á tónleikum Rúna Júl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.