Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 41
THE INVASION kl. 6D - 8:20D - 10:30D B.i. 16 ára DIGITAL
DARK IS RISING kl. 6 - 8 B.i. 7 ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
IN THE LAND OF WOMEN kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
THE KINGDOM kl. 10:10 B.i. 16 ára
/ KRINGLUNNI
SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS
/ AKUREYRI
THE INVASION kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
STARDUST kl. 8 B.i. 10 ára
THE TRANSFORMERS kl. 10.20 B.i. 10 ára
/ KEFLAVÍK
HALLOWEEN kl. 10:20 B.i. 16 ára
HEARTBREAK KID kl. 8 LEYFÐ
THE BRAVE ONE kl. 8 B.i. 16 ára
3:10 TO YUMA kl. 10:20 B.i. 16 ára
GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
HALLOWEEN kl. 10:20 B.i. 16 ára
SUPERBAD kl. 8 B.i. 12 ára
/ SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
ER RÉTTLÆTANLEGT
AÐ TAKA LÖGIN Í
SÍNAR HENDUR
ÞEGAR LÖGREGLAN
STENDUR
RÁÐÞROTA?
- S.F.S., FILM.IS
SÝND Í KRINGLUNNI
AKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI
Stórkostleg
ævintýramynd í
anda Eragon.
ÞEGAR Á BJÁTAR MÁ TREYSTA Á ÞAÐ AÐ SANNAR HETJUR GEFAST EKKI UPP!
600 kr.
Miðaverð
SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK
HJARTAKNÚSARINN ADAM BRODY ÚR THE O.C
OG MEG RYAN FARA Á KOSTUM Í MYND
SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF.
SÝND Í ÁLFABAKKA
27.10.2007
11 14 16 26 35
3 5 9 8 1
8 6 3 4 9
15
24.10.2007
6 7 17 26 36 43
3314 34
TÓNLIST
Broadway
George Michael í 25 ár
Söngvarar: Jógvan Hanson, Friðrik Ómar.
Tónlistarstjóri: Þórir Úlfarsson.
ÞAÐ þekkja flestir til George Mich-
aels. Hann skapaði sér nafn með dú-
ettinum Wham! á níunda áratugnum
en eftir að því samstarfi lauk hóf hann
farsælan sóló-feril sem náði hámarki
á tíunda áratugnum. Nú hefur verið
sett upp sýning á Broadway í tilefni
25 ára starfsafmælis hans þar sem
flutt eru mörg af hans vinsælustu lög-
un
Sýningin hófst með miklum látum
og var strax byrjað á smellum á borð
við „Faith“ og „The Edge of Hea-
ven“. Jógvan Hansen og Friðrik Óm-
ar standa sig prýðilega í hlutverki
George Michaels – og er það stór-
sniðug hugmynd að láta tvo söngvara
sjá um raddsvið söngvarans og bera
sýninguna saman. Jógvan söng þau
lög sem henta hans raddsviði, sem er
lægra, og bar þar af leiðandi ekki
jafnmikið á honum – engu að síður
fórst honum verkið vel úr hendi.
Hann er með skemmtilega afslapp-
aða sviðsframkomu og virðist ekki
taka sjálfan sig of alvarlega. Friðriki
Ómari var hins vegar úthlutað kraft-
meiri línum og fékk hann þar af leið-
andi veigameiri lög til söngs. Flutn-
ingur hans á Queen-slagaranum
„Somebody to Love“ var frábær,
hann fann sig vel í hlutverki sínu og
söng prýðilega.
Útsetningar laganna eru alveg
ótrúlega góðar. Ég þekki vel til ferils
George Michaels og bjóst ekki við því
að flutningurinn yrði jafngóður og
raun bar vitni. Þetta skilaði sér í sér-
staklega góðri stemningu. Sýning-
argestir dönsuðu og sungu hástöfum
með – enda kunna flestir textana,
hvort sem þeir gera sér grein fyrir
því eða ekki. Dansararnir studdu vel
við sýninguna, þau hlupu um salinn
og áttu mikilvægan þátt í að hvetja
áhorfendur til gleði og söngs.
Lagavalið er mjög gott. Ekki er of
mikið um ballöður og hressari lög
frekar valin. Ég saknaði þess þó að
heyra „FastLove“ og kannski „Last
Christmas“ – en það gæti verið að
það væri of jólalegt að spila það í
október. Á heildina litið er sýningin
besta skemmtun og ég mæli hiklaust
með henni fyrir þá sem vilja taka gott
„eighties“-tjútt.
Helga Þórey Jónsdóttir
Frábær skemmtun!
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Frábær Friðrik Ómar var hins vegar úthlutað kraftmeiri línum [...], Flutn-
ingur hans á Queen-slagaranum ,,Somebody to Love“ var frábær,
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA gekk afskaplega vel og við erum mjög þakk-
lát,“ segir Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameins-
félagsins, um hátíðarkvöldverð sem haldinn var til
styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini á laug-
ardagskvöldið. Um 160 manns mættu til viðburðarins
sem stundum er kallaður Bleika boðið en hann var að
þessu sinni haldinn í Eldborg, húsakynnum Hitaveitu
Suðurnesja í Svartsengi. „Við hefðum aldrei getað þetta
ef ekki hefði verið fyrir velvilja Matarklúbbsins Freist-
ingar sem í eru bæði matreiðslumenn, bakarar, þjónar
og nemar. Það er meira en að segja það að búa til átta
lystilega rétti fyrir 160 manns,“ segir Guðrún, en
skemmtikraftar og aðrir sem komu fram gáfu einnig
vinnu sína.
Gestirnir, sem margir hverjir voru úr viðskipta- og
fjármálalífinu, keyptu sæti sín auk þess sem uppboð á
listaverkum var haldið, en alls söfnuðust 17,5 milljónir.
Hinir ýmsu listamenn og Gallerí i8 gáfu verk til uppboðs-
ins, en verk Hrafnkels Sigurðssonar sem málað var á
staðnum seldist dýrustu verði, á 2,5 milljónir.
Að sögn Guðrúnar kemur féð að góðum notum. „Við
erum í mikilli tæknibyltingu á leitarstöðinni, við erum að
fara yfir í stafræna tækni. Það er nú þegar búið að gefa
okkur myndarlega fyrir þeim fimm röntgentækjum sem
við þurfum. En okkur vantar bæði nauðsynlegan hug-
búnað, og tvö ómtæki. Með sölu bleiku slaufunnar og
þessum viðburði held ég að okkur hafi tekist að safna
fyrir ómtækjunum.“
Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson var sér-
legur uppboðshaldari á laugardagskvöldið, en svo fór að
lokum að hann sjálfur var boðinn upp, ef svo mætti að
orði komast. „Þetta var mjög fyndið,“ segir Logi. „Það
var þarna hópur frá FL Group á einu borðinu, og ég var
búinn að gera mikið grín að þeim allt kvöldið því þetta
voru bara strákar. Þeir svöruðu gríninu, og þegar maður
gerir grín verður maður víst að geta tekið því sjálfur. En
þeir buðu sem sagt 500.000 krónur ef ég færi úr að ofan,“
segir Logi sem var ekkert að tvínóna við hlutina, heldur
vippaði sér úr að ofan við mikla kátínu viðstaddra og
hnyklaði vöðvana. Hann segir það ekki hafa verið neitt
mál, þrátt fyrir gestina 160. „Maður hefur nú gert annað
eins,“ segir hann og bætir við að auðvitað hafi málstað-
urinn verið góður. „Það var líka góð stemning þarna, og
það var ákveðinn húmor í þessu. Maður verður nú að
geta tekið svona gríni.“
17,5 milljónir
söfnuðust í
Bleika boðinu
Glæsileg Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Guðrún Agnarsdóttir,
Rakel Valdimarsdóttir og Sigurður Björnsson.
Logi Bergmann Fór úr að ofan fyrir 500 þúsund.
Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir
Logi Bergmann safnaði
hálfri milljón með því
að fara úr að ofan
Flott Sigríður Þórisdóttir, Sigurjón Sighvatsson, Ing-
ólfur Helgason og Hanna Birna Björnsdóttir.
Morgunblaðið/Frikki
Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir