Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ver
ð aðeins
600 kr.
SÍ
ÐU
ST
U
SÝ
N.
Ver
ð aðeins
300 kr.
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Dark is Rising kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára
Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS
Good Luck Chuck kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára
Resident Evil kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Superbad kl. 5:30 B.i. 12 ára
Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50
The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 (300 kr.)
Eastern Promises kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Resident Evil kl. 10:10 B.i. 16 ára
Heartbreak Kid kl. 6 - 8 B.i. 12 ára
Good Luck Chuck kl. 6 B.i. 14 ára
Sími 564 0000Sími 462 3500
Dark is Rising kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
4 Months Enskur texti kl. 5:40 - 8 B.i. 12 ára
The Edge of Heaven Enskur texti kl. 5:40 B.i. 12 ára
Halloween kl. 10:20 B.i. 16 ára
Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Good Luck Chuck kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
Sími 551 9000
Brjálæðislega
fyndin mynd!!
Frá gaurnum sem færði okkur
The 40 Year Old Virgin og Knocked Up
- J.I.S., FILM.IS- LIB, Topp5.is
DÓMSDAGURDJÖFULSINS!
FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR
EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS!
eee
Dóri DNA - DV
STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA
HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU...
VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR
FRÁBÆR GRÍNMYND
FRÁ LEIKSTJÓRUM
"THERE´S SOMETHING
ABOUT MARY"
Þriðji hlutinn í fram-
tíðartryllinum með Millu
Jovovich í toppformi!
Las Vegas er
HORFIN...
Jörðin er
næst!
FRÁ LEIKSTJÓRANUM
DAVID CRONEBERG
ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST
eeeee
- Sæbjörn Valdimarsson, Mbl.
eeeee
- Sæbjörn Valdimarsson,
Morgunblaðið
Hann þarf að finna
sex falda töfragripi á
aðeins fimm dögum...
til að bjarga heiminum
frá tortímingu!
Stórkostleg
ævintýramynd
í anda Eragon. TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ í Berlín
hefur í leikhússtjóratíð Frank
Castorfs haft þann sið að taka fyr-
ir þjóðfélagsleg viðfangsefni frá
ýmsum hliðum í verkefnaskrá
sinni. Þessi sýning, leikgerðin á
Sporvagninum Girnd, Endastöðin
Ameríka, féll undir þemað:
Kapítalismi og kreppa. Í fljótu
bragði má ætla að langt sé á milli
sálfræðilegra leikverka ameríska
stórskáldsins og tilraunamannsins
Castorfs sem gjarnan er sakaður
um virðingarleysi við texta og ætíð
fær kalt vatn til að renna milli
skinns og hörunds þeirra sem í
eitt skipti fyrir öll hafa ákveðið
hvernig leikhús á að vera.
Svo það fyrsta sem kemur á
óvart er að sjá hversu mildum
höndum Castorf hefur farið um
þetta verk. Textinn skilar sér að
mestu leyti, er einungis fluttur
beint inn í okkar tíma með smávið-
bótum og snúningum. Þó með
þeirri nálgun Castorfs sem pop-
gúrú þýskur hefur á gáskafullan
hátt kallað „twostep“: „samtals-
brot- sprell – samtalsbrot- leikfimi
– samtalsbrot-söngur – samtals-
brot-hlaup – samtalsbrot-tónlist“.
Andstæðu pólarnir í verki Ten-
nessee eru Stanley Kowalski, inn-
flytjandi og verkamaður, sem er
að reyna að vinna sig upp í banda-
rísku iðnsamfélagi eftirstríðsár-
anna og Suðurríkjakonan Blanche
Debois sem kippt verið undan fót-
unum í kreppunni miklu. Í sýningu
Castorfs eru andstæður ekki eins
skýrar. Stanley (Henry Hübchen)
er áfram pólskur innflytjandi sem
nú hreykir sér af því að hafa verið
fyrrum félagi í Solidarnos og tekið
þátt í verkföllunum í Gdansk við
hlið Lech Walesa. Hann er kominn
á miðjan aldur, farinn að láta á
sjá, býr með ofurmagra barninu
og ljóskunni Stellu (Kathrin Ange-
rer) ekki í fátækrahverfi í New
Orleans heldur í húsvagni einhvers
staðar í Bandaríkjunum og vinnur
fyrir sér með því að auglýsa Wrig-
hleys-tyggjó í apabúningi. Og í
húsvagninn flýr Blanche (Silvia
Rieger)systir Stellu ekki lengur
frá gjaldþroti í Suðurríkjunum
heldur er hún atvinnulaus mennta-
kona er kennir pólskar bók-
menntir (hefur sennilega ekki
dottið í hug að fara í fiskvinnslu á
Þórshöfn). Og minnir einhvern
veginn, þó að hún sé ekki gerð lík
henni, á Marlene Dietrich í banda-
ískri bíómynd: Gamla Evrópa,
fjarlæg, í hálfgerðu losti í fram-
andi menningarheimi!
Sýningin byrjar á því að ná-
grannakonan Eunice (Birgitte
Cuvilier) og Stella standa við eld-
húsbekkinn, brjóta egg í takt við
gítarleik Steve (Milan Peschel) á
lagi Lou Reeds „Perfect day“ og
syngja um leið dásamlega kómísk-
ar bakraddir. Öll tónlist er flutt af
leikurum á sviðinu, lög Britney
Spears blandast þar saman við
Lou Reed og þýsk lög. Líkt og
franska, enska og þýska blandast
saman á sviðinu og íslenska þýð-
ingin ásamt tilvitnunum í Tennes-
see, birtist í auglýsingaborða úti
fyrir húsvagninum. Við erum sem
sagt stödd í fjölmenningunni,
hnattvæðingunni miðri. Á nýju
stigi þess kapítalíska frumskógar
sem Tennessee lýsir þar sem ein-
staklingurinn á að bjarga sér einn
og sjálfur sem best hann getur. Og
í þeim veruleika reynist hvergi
hald að finna, ekkert öryggi, ein-
ungis einsemd. Auðmýktir karl-
menn eins og Stanley berja því
óhamingjusamir frá sér heima með
hnefunum ef þeir geta ekki flúið í
póker og keiluspil. Konur eins og
Blanche á flótta líka í lyga og
draumaheima eða ríghalda sér
eins og Stella, í fullkominni afneit-
un, í óhamingjusamt samband og
samsömun við sýndarveruleika. Og
það er engin tilviljun að nú er
Stanley ekki lengur verkamaður í
verksmiðju heldur sjálfstæður
frjáls verktaki í apabúningi; eða að
Blanche er atvinnulaus mennta-
kona sem finnst hún af og til
heyra lag úr horfinni útópíu um
samstöðu; eða að nú fæðist barn
Stellu andvana. Þetta er nákvæm
greining á breyttri stöðu þess
samfélagshóps sem Tennessee lýs-
ir í verki sínu. Munaðarlausir, án
vonar, láta einstaklingar flækja
sér um heiminn fullkomlega van-
máttugir gagnvart aðstæðum í ný-
kapítalismanum. Eins og væri
hann örlögin!
Gott var að sjá og heyra allar
þær snilldarhugdettur og flóknu
vísanir sem Castorf notar til að
heimfæra verkið upp á nútímann;
einnig leikmynd og búninga Bert
Neumanns sem dáður er fyrir
eftirlíkingar sínar á veruleikanum
og frumlega notkun vídéóa eins og
hér þar sem hann lætur okkur
fylgjast með því sem gerist í bað-
herberginu gegnum sjónvarp; og
þessa leikara sem eru lausir við
alla tilfinningasemi og skopstæla
af svo miklu öryggi en aldrei á
kostnað andartaksins eða
manneskjunnar. Svona frábært
getur leikhús verið sem telur sig
hafa mikilvægu hlutverki að gegna
í samfélaginu og eru skapaðar að-
stæður og öryggi til að vinna og
gera tilraunir.
Vonandi hafa ekki allir ráða-
menn þjóðar og borgar verið í út-
löndum heldur einhver þeirra
villst á þessa sýningu. Þeir hafa þá
kannski séð hvernig þýska sam-
félagið býr enn að leikhúsum.
Takk fyrir, Borgarleikhús!
Sjálfstæður og frjáls í apabúningi
Frumskógur „Við erum sem sagt stödd í fjölmenningunni, hnattvæðingunni miðri. Á nýju stigi þess kapitaliska
frumskógar sem Tennessee lýsir þar sem einstaklingurinná að bjarga sér einn og sjálfur sem best hann getur.“
María Kristjánsdóttir
LEIKLIST
Volksbühne - gestaleikur hjá
Leikfélagi Reykjavíkur
Eftir Tennessee Williams. Leikgerð á
verki hans Sporvagninn Girnd eftir Frank
Castorf. Leikstjóri: Frank Castorf. Leik-
mynd og búningar: Bert Neumann.
Dramatúrg: Carl Hegemann. Lýsing: Lot-
har Baumgarte. Leikarar: Kathrin Ange-
rer, Brigitte Cuvelier, Henry Hübchen,
Milan Peschel, Silvia Rieger, Bernhard
Schütz. Borgarleikhúsið, Stóra svið, 26.
október kl. 20.
Endastöð Ameríka