Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT KRAKKAR í fótbolta á Ipanema-baðströndinni í Rio de Janeiro í Brasilíu. Öruggt má telja að Brasilíumenn fái að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2014, engir aðrir hafa lagt fram umsókn. Alþjóða knatt- spyrnusambandið, FIFA, tekur ákvörðun í málinu á fundi sínum í dag. Reuters Þjálfað fyrir HM 2014 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is CRISTINA Fernandez de Kirchner, forsetafrú í Argentínu, sigraði í kosningum á sunnudag og varð fyrst kvenna til að verða þjóðkjörinn for- seti landsins. Fernandez hefur oft verið líkt við Evu („Evitu“) Peron, forsetafrú Argentínu á árunum 1946-52, og Hillary Rodham Clinton, fyrrver- andi forsetafrú Bandaríkjanna, sem sækist eftir því að verða fyrst kvenna til að gegna forsetaembætt- inu þar í landi. Fernandez hefur látið í ljós aðdáun á þessum konum en er að mörgu leyti ólík þeim. Fernandez er 54 ára, lögfræðing- ur að mennt eins og Hillary Clinton og kynntist Nestor Kirchner, fráfar- andi forseta, í háskóla á áttunda ára- tugnum. Þau gengu í hjónaband og stofnuðu lögmannastofu saman í Santa Cruz-héraði. Fernandez var fyrst kjörin í öldungadeild þingsins sem fulltrúi Santa Cruz árið 1995, í fulltrúadeildina 1997 og aftur í öld- ungadeildina 2001. Hún er talinn hafa átt stóran þátt í sigri Kirchners í forsetakosningum árið 2003 og var kjörin í öldungadeildina sem fulltrúi Buenos Aires tveimur árum síðar. Búast ekki við miklum breytingum Fernandez hefur getið sér orð fyr- ir að vera laginn samningamaður og ræðuskörungur, ólíkt eiginmannin- um sem hefur verið lýst sem þung- búnum baktjaldamakkara auk þess sem hann þykir stundum vera klaufalegur þegar hann kemur fram opinberlega. Fernandez er vinstrisinnuð eins og eiginmaður hennar og argent- ínskir stjórnmálaskýrendur búast ekki við miklum breytingum á efna- hagsstefnunni eftir að hún tekur við forsetaembættinu. Margt er þó á huldu um stefnu hennar þar sem helstu forsetaefnin tóku ekki þátt í neinum kappræðum og Fernandez veitti aðeins örfá viðtöl nokkrum dögum fyrir kosningarnar. Þegar Fernandez er líkt við Evu Peron, aðra eiginkonu Juans Perons, er yfirleitt skírskotað til þess að hún þykir mjög tilhaldssöm í klæðaburði og eiga auðvelt með að hrífa fólk með eldheitum ræðum. Þær eiga þó fátt annað sameiginlegt. Fernandez er t.a.m. komin af millistéttarfólki en Eva Peron var af fátækum ættum og var leikkona þegar hún kynntist eig- inmanni sínum. Þriðja eiginkona Perons, Isabel, varð fyrst kvenna til að gegna for- setaembættinu en hún var ekki þjóð- kjörin. Hún var varaforseti og tók við forsetaembættinu þegar maður hennar dó árið 1974 en henni var steypt af stóli í valdaráni tveimur ár- um síðar. Forsetafrúin sest í forsetastólinn Fyrst kvenna til að verða þjóðkjörinn forseti Argentínu AP Sigurvegari Cristina Fernandez de Kirchner fagnar kosningasigri sínum í höfuðstöðvum flokks síns í Buenos Aires. Hún fékk um 45% atkvæða. Í HNOTSKURN » Mikill hagvöxtur var íArgentínu á fjögurra ára kjörtímabili Nestors Kirch- ners og atvinnuleysið minnk- aði um helming. » Blikur eru þó á lofti ogstjórnmálaskýrendur segja að Fernandez de Kirch- ner verði að móta nýja stefnu vegna minnkandi hagvaxtar, hættu á óðaverðbólgu og tregðu erlendra fyrirtækja til að fjárfesta í landinu. EHUD Olmert, forsætisráðherra Ísraels, skýrði frá því í gær að hann hefði greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli. Olmert sagði að sjúkdómurinn væri á frumstigi og hann kvaðst ekki ætla að láta af embætti þar sem læknar hefðu fullvissað hann um að allar líkur væru á því að hann næði fullum bata. Forsætisráðherrann sagði að að- eins væri þörf á skurðaðgerð, en ekki efna- eða geislameðferð. Læknar Olmerts sögðu að for- sætisráðherrann þyrfti ekki að hætta við að mæta á ráðstefnu sem bandarísk stjórnvöld hafa boðað um Mið-Austurlönd í Annapolis í Maryland. Búist er við að ráð- stefnan verði haldin í næsta mánuði. Tekin voru vefsýni úr Ol- mert 19. þessa mánaðar og skurðaðgerðin getur ekki farið fram fyrr en að minnsta kosti sex vikum síðar. Gert er ráð fyrir því að forsætisráðherrann verði í þrjá daga á sjúkrahúsi. Olmert er 62 ára og varð for- sætisráðherra í janúar á síðasta ári eftir að forveri hans, Ariel Sharon, fékk heilablóðfall. Sharon er enn í dái. Olmert greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli Ehud Olmert STJÓRNVÖLD í Tsjad sögðu í gær að sex starfsmenn franskrar hjálp- arstofnunar yrðu líklega ákærðir fyrir að ræna börnum eftir að þeir reyndu að flytja 103 börn með flug- vél til Frakklands. Hjálparstofn- unin hefur neitað því að hún hafi ætlað að selja börnin til ættleið- ingar. Hún kvaðst hafa verið full- vissuð um að börnin væru öll mun- aðarlaus og frá Darfur-héraði í Súdan. Embættismenn Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna ræddu við börnin og sögðu að flest þeirra virt- ust vera frá Tsjad og ekkert benti til þess að þau væru munaðarlaus. Frönsk hjálparstofnun sökuð um að ræna börnum í Tsjad Munaðarlaus? Nokkur af börn- unum 103 í Tsjad. Reuters SVÆÐI þar sem ræktuð eru erfða- breytt matvæli hafa stækkað um 77% í Evrópu síðan í fyrra, að sögn breska útvarpsins, BBC. Á þessu ári er maís ræktaður á um þúsund fer- kílómetrum, m.a. á Spáni, í Frakk- landi, Þýskalandi og Tékklandi, en eingöngu í skepnufóður. Margir Evrópumenn eru tortryggnir á erfðabreytt matvæli og telja að þau geti valdið umhverfistjóni. Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur frestað allri fyrirhugaðri sáningu á erfðabreyttum fræjum fram á næsta ár. Alls eru matvæli af þessu tagi nú ræktuð á um milljón ferkíló- metra svæði í heiminum. Erfðabreytt matvæli í sókn AP LEIÐTOGI breska Íhaldsflokksins, David Cameron, vill að sett verði þak á fjölda fólks sem flyst til Bret- lands frá öðrum ríkjum Evrópu. Segir hann strauminn af innflytj- endum vera of mikla byrði á vel- ferðarkerfi landsmanna. Færri fái að koma ABDULLAH, konungur Sádi- Arabíu, sagði í gær að þarlend yfir- völd hefðu veitt breskum yfirvöld- um upplýsingar, sem hefðu getað afstýrt hryðjuverkum sem kostuðu 52 manns lífið í London árið 2005, en þær hefðu verið hunsaðar. Gögnin hunsuð? NICOLAS Sark- ozy, forseti Frakklands, sleit skyndilega við- tali, sem hann veitti banda- rískri sjónvarps- stöð, þegar hann var spurður um skilnað hans og eiginkonu hans, Ceciliu. Áður hafði forsetinn kallað fjöl- miðlafulltrúa sinn „fávita“ fyrir að samþykkja viðtalið við þáttinn „60 mínútur“ hjá CBS-sjónvarpinu. Sarkozy skýrði frá skilnaðinum 18. þessa mánaðar og hefur neitað að ræða einkalíf sitt opinberlega. „Hefði ég eitthvað að segja um Ceciliu myndi ég örugglega ekki segja það hér,“ sagði Sarkozy í við- talinu við sjónvarpskonuna Leslie Stahl. Neitaði að ræða skilnaðinn Nicolas Sarkozy SJÓRÆNINGJAR frá Sómalíu hafa rænt japönsku tankskipi á Aden- flóa, líklega á sunnudag. Ekki er enn vitað hve hás lausnargjalds verður krafist fyrir áhöfnina sem er frá Búrma, Filippseyjum og Suð- ur-Kóreu. Rændu tankskipi KANSLARI Þýskalands, Angela Merkel, vill að gripið verði til harðari að- gerða gegn þvinguðum hjónaböndum. „Ég er algerlega sammála því að refsa beri fyrir þvinguð hjónabönd eins og um glæp sé að ræða,“ sagði hún um helgina. Erfitt er að meta nákvæmlega hve algeng þvinguð hjónabönd eru en íhaldsamir foreldrar úr röðum múslíma vilja oft hindra að börnin taki upp vestræna hætti eins og stefnumót og kynlíf fyrir hjónaband. Þykir þeim tryggast að finna maka handa barninu þegar á unglingsaldri. Sem stendur er það sjaldgæft að saksóknarar í Þýskalandi ákæri vegna slíkra mála þótt þetta hátterni rekist augljóslega á lög um réttindi einstaklinga. Merkel gegn þvingunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.