Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 323. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is TIL RÚSSLANDS ÍSLENSKI HESTURINN VAKTI FEIKNA- ATHYGLI Á SÝNINGU Í FINNLANDI >> 17 Leikhúsin í landinu Það er gaman í leikhúsi. >> 33 ostur.is Kynnið ykkur úrvalið á ostur.is Gómsæt gjöf fyrir sælkera Sælkeraostakörfur FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is VEÐURSKILYRÐI undanfarinna daga eru ávísun á svifryksmengun en í Reykja- vík er svifryk 50% uppspænt malbik, 10% sót, 25% jarðvegur og 15% salt og bremsu- borðar. Fjórðungur bifreiða í Reykjavík reyndist vera á nagla- dekkjum um miðjan nóvember. Á sama tíma í fyrra voru 33% bifreiða á nöglum. Nagladekk eru talin einn af sökudólgum svifryksmengunar. Borgaryfirvöld reyna nú að draga úr meng- un, t.d. með því að rykbinda umferðaræðar og efla eftirlit með frágangi á fram- kvæmda- og byggingarsvæðum. Þá er í gangi átakið „Ryklaus Reykjavík“ þar sem borgarbúar eru hvattir til að hætta notkun nagladekkja. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem líkja má við örmjóar nálar sem eiga greiða leið í öndunarfærin. Sólarhringsheilsuverndar- mörk fyrir svifryk eru 50 míkrómetrar á hvern rúmmetra (μg/m³). Í ár má svif- ryksmengun skv. reglugerð fara 23 sinnum yfir mörkin. Þegar hefur það gerst fimmtán sinnum. Fram til ársins 2010 verða kröfur fyrir svifryk stigauknar, en þá má styrkur þess einungis fara sjö sinnum yfir mörkin. Séríslenskar aðstæður Þótt loftmengun á höfuðborgarsvæðinu sé hlutfallslega mun minni en í evrópskum stórborgum mælist hún engu að síður svip- uð við helstu stofnæðar gatnakerfisins hér. Hjá þeim sem eru viðkvæmir í öndunar- vegi er þekkt að einkenni geta versnað ef svifryksmengun er tímabundið yfir viðmið- unarmörkum. Þá hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á greinileg tengsl viðvarandi mengunar og hjarta- og æðasjúkdóma. „Það eru langtímaáhrif loftmengunar á heilsu fólks,“ segir Þórarinn Gíslason lungnalæknir. Slíkt samhengi hefur ekki verið rannsakað hér á landi þótt gögn til þess séu tiltæk. Telur Þórarinn æskilegt að ákvarðanir um viðbrögð við loftmengun verði byggðar á slíkri rannsókn, enda séu aðstæður hér á landi á margan hátt sér- stakar, m.a. vegna árstíðabundinnar sveiflu í magni ósons í loftinu. „Umræðan vill því miður snúast um að hringja á steypubíl og setja Miklubrautina í stokk, frekar en að nýta sér þau gögn sem liggja fyrir til rann- sókna,“ segir Þórarinn. Stefnt að ryklausri Reykjavík BJÖRGUNARSVEITARMENN brutu hlið- arrúðu og náðu þannig til eldri manns sem var í sjálfheldu í bifreið sinni eftir að hún hafnaði ofan í Höfðabrekkutjörnum í nágrenni Víkur í Mýrdal. Á myndinni sést þegar þeir nota ár til að brjóta rúðuna. Maðurinn var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar og liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. | 2 Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eldri manni bjargað úr ísköldu vatninu RISAFYRIRTÆKIÐ Statoil í Noregi sendi nýlega samtökum í norskum sjávarútvegi, Norges Fiskarlag, bréf á ensku við lítinn fögnuð viðtakenda. Þeir svöruðu með bréfi – á íslensku, segir í frétt á vefsíðu sænska blaðsins Dagens Nyheter. Talsmaður Norges Fiskarlag sagði í svarbréfinu að ef landar hans hjá Statoil héldu uppteknum hætti myndi næsta bréf hans verða á máli zúlúmanna í Suður-Afríku. Ráðamenn Statoil hafa nú gefið skipun um að þótt vinnumál fyr- irtækisins sé enska skuli framvegis skrifa á norsku þegar um sé að ræða samskipti við Norðmenn. Dagens Nyheter segir að stór- fyrirtæki á Norðurlöndum vilji gjarnan nota ensku sem vinnumál og enska sé æ meira notuð í háskól- unum. En vísindamenn séu aðeins lítill hluti af háskólafólkinu, lang- flestir þurfi að geta notað menntun sína á heimavelli. Mikilvægt sé því að nemarnir þjálfist í að hugsa og nota hugtök í sinni eigin grein á móðurmálinu. Ylhýrar skammir Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is HVER aukning meðalþyngdar Íslendinga um eitt stig líkams- þyngdarstuðuls (BMI) eykur heilbrigðis- kostnað þjóðar- innar um hátt í tvo milljarða á ársgrundvelli. Meirihluti full- orðinna einstaklinga er of þungur, um 20% barna eru of þung og um 5% of feit. 6-9% af heilbrigðisút- gjöldum á Vesturlöndum eru til- komin vegna offitu og mun hlutfall- ið aukast ef þróunin helst óbreytt. Holdafar – hagfræðileg greining er nýútkomin bók sem byggist á rannsóknum Tinnu Laufeyjar Ás- geirsdóttur, doktors í heilsuhag- fræði, sem kynnt verður á opnum fundi í Norræna húsinu klukkan 12 í dag. Í bókinni tekur Tinna saman hvaða aðgerðir væru kostnaðar- hagkvæmastar ef vilji væri til að sporna gegn þróun ofþyngdar hér á landi. „Inngrip vegna holdafars eru vandmeðfarin og oft tvíeggjuð eða jafnvel varhugaverð. Því verður að huga vel að öllum smáatriðum áður en gripið er til aðgerða og meta hvort betur sé heima setið en af stað farið,“ segir Tinna Laufey. Hún gagnrýnir m.a. útfærslu ný- legrar matarskattslækkunar þar sem sykurrík vara lækkaði sam- hliða annarri matvöru. Hún ræðir hvort fyrirkomulagið hafi verið í samræmi við rökin fyrir lækkun- inni. Vissulega sé ástæða til að hvetja til skattalækkana, en þegar skattkerfið sé flækt með mismun- andi skattprósentu á mismunandi vörur þurfi að huga vel að útfærsl- unni og ástæðum lækkananna. Í erlendum rannsóknum hafi komið fram að verðnæmi gos- drykkja sé mest meðal barna og unglinga, en það séu einmitt hóp- arnir sem stjórnvöld hafi áhuga á að ná til. Þótt ekki sé hægt að kalla þetta forvarnastarf í hefðbundnum skilningi nái stjórnvöld samt til þessara hópa, sem breyti neyslu- hegðun sinni frekar með tilliti til verðbreytinga en fræðslu. Hvert þyngdarstig kostar 2 milljarða Í HNOTSKURN »Úrbætur á ofþyngdbarna eru brýnar því holdafar þeirra hefur spá- gildi fyrir fullorðinsárin. » Rannsóknin snýst ummöguleika til að ná fram sem mestu þyngdartapi með sem minnstum tilkostnaði. » BMI-stuðullinn segir tilum hvort fólk er í kjör- þyngd, of þungt eða of grannt. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.