Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Upp með Vestfirði! Pantanir: 456-8181- jons@snerpa.is Vestfirska forlagið Ábekingarnir Það var nokkru fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar árið 1966, að maður nokkur gekk á fund Bjarna Guð- björnssonar útibússtjóra Útvegsbankans á Ísafirði og bað um víxillán til heim- ilisþarfa, en Bjarni neitaði. Litlu síðar hittir maðurinn Matthías Bjarnason, sem var efstur á lista sjálf- stæðismanna á Ísafirði, og segir honum frá erindis- lokum sínum hjá Bjarna, sem var framsóknarmaður. Matthías segir honum að láta sig fá eyðublaðið. Dag- inn eftir afhendir Matthías manninum víxilinn á ný og segir honum að fara aftur til Bjarna og sjá hvort hann neiti aftur. Þá voru komnir átján ábyrgðarmenn á víxilinn eða allur framboðslisti sjálfstæðismanna í réttri röð frá Matthíasi sjálfum og niður í heiðurssætið. Bjarni keypti víxilinn og ekki er annað vitað en bankinn hafi í fyllingu tímans fengið peningana sína til baka með skilum. Fæst í bókaverslunum um land allt Verð: 1,900,-kr. SENDIHERRA Þýskalands á Ís- landi, Karl-Ulrich Müller, afhenti Hamborgartréð á Miðbakka í fer- tugasta og annað sinn á laugardag- inn. Tréð er þakklætisvottur til ís- lenskra sjómanna sem færðu stríðshrjáðum börnum í Hamborg matargjafir eftir síðari heimsstyrj- öldina. Skólakór Kársnesskóla söng jólalög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur þegar ljósin voru tendruð. Að athöfninni lokinni var boðið upp á heitt súkkulaði og góð- gæti í Listasafni Reykjavíkur. Morgunblaðið/Golli Ljósin tendruð á Ham- borgartrénu í 42. sinn ÞÓR Jakobsson, veðurfræðingur, vinnur nú að heimildarmynd um ferð kanadíska rannsóknar- og fræðslu- skipsins Explorer hingað til lands og héðan til A-Grænlands fyrir rúmu ári. Eins og fram hefur komið í fréttum sökk Explorer úti fyrir Suðurskauts- landinu fyrir helgi eftir að hafa steytt á ísjaka. Allir sem um borð voru í skipinu komust lífs af. Þór tók þátt í ferðinni, sem skipu- lögð var af ferðaskrifstofunni Nonni Travel á Akureyri. Með í för var einn- ig Sveinn M. Sveinsson, kvikmynda- gerðarmaður og framkvæmdastjóri Plús Film, og er myndin afrakstur ferðarinnar. Mjög vel styrkt Að eigin sögn hélt Þór fyrirlestra um Ísland og hafís en hann segir að í ferðinni hafi verið siglt inn í Scoresby- sund á A-Grænlandi, þar sem hafís er að jafnaði mikill, og siglt í kringum stóra klettaeyju, Milne-eyju, í botni fjarðarins. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær hefur Explorer kom- ið margoft hingað til lands og segir Þór að ekki hafi verið óalgengt að skipið hafi siglt meðfram ströndum landsins og farþegar og skipverjar gengið á land í fjörðum landsins til þess að skoða íslenska náttúru. Að sögn Þórs var Explorer mjög vel styrkt einmitt til þess að hægt væri að sigla í gegnum hafís og var í báðum ferðum þeim er hann fór með skipinu, sú fyrri var árið áður, tölu- vert siglt í gegnum ís. „Samkvæmt minni reynslu, frá því á hafrann- sóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, er ekki auðvelt að sigla inn í Sco- resby-sund en Explorer var mjög öfl- ugur og fór tiltölulega auðveldlega í gegnum ísinn,“ segir Þór og segist furðu lostinn yfir örlögum skipsins. Svo öflugt hafi það verið. Gera mynd um Explorer Ljósmynd/Jóhanna Jóhannesdóttir Explorer Á efri myndinni má sjá Explorer á Scoresbysundi en á þeirri neðri má sjá þá Svein M. Sveinsson, t.v., Þór Jakobsson og Lúðvík Blöndal. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is STAÐA grágæsastofnsins virðist sterk í ár eftir tvö mögur ár undan- farið, að sögn Arnórs Þ. Sigfússonar, dýravistfræðings og starfsmanns Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen, en hann hefur fylgst með gæsa- stofnum hér við land frá árinu 1993. Rannsóknirnar byggjast á því að skoða vængi gæsa sem veiðimenn láta Arnóri í té en ár hvert skoðar hann þúsundir vængja. Arnór segir vængina vera mælikvarða á varpár- angur stofnanna. „Ef varpárangur- inn er lélegur er ungahlutfallið lágt í veiðinni og svo öfugt,“ segir Arnór. Þá gefi vængjarannsóknirnar hug- mynd um hversu mikið sé drepið af ungum og fullorðnum fuglum. „Þetta notum við til að túlka breytingar sem við sjáum í stofnum. Stofnarnir hafa allir verið að breytast en mishratt,“ segir Arnór. Mestar hafi breyting- arnar orðið á heiðagæsastofninum sem hafi vaxið hvað mest. „Honum virðist hafa fjölgað aftur eftir að hafa verið í jafnvægi á tímabili.“ Byrjað var að telja gæsastofnana um 1950, en talning á stofnunum fer fram í Bretlandi ár hvert, þar sem fuglarnir hafa vetursetu. Árið 1950 var stofn heiðagæsa um 30.000 fuglar en er nú um 300.000 fuglar. Stofn helsingja tvöfaldast Arnór segir að hinir stofnarnir hafi einnig vaxið, t.d. hafi helsingjastofn- inn tvöfaldast á undanförnum rúm- um áratug og eru nú um 60.000- 70.000 fuglar í honum. Grágæsir eru á bilinu 100.000-150.00 fuglar, en blesgæsastofninn er sá eini sem hef- ur fækkað í. Blesgæs hefur verið frið- uð, en gera má ráð fyrir að sá stofn sé um 24.000 fuglar. Arnór segir að fjölgun í gæsastofnunum frá seinni hluta síðustu aldar og fram á síðustu ár megi rekja til aukins fæðufram- boðs á vetrarstöðvum. „Það er meira ræktað af korni og grasi þannig að þær hafa það betra yfir veturinn,“ segir Arnór. Það sem valdi fækkun á blesgæs- inni sé að hún verpi á Grænlandi, en viðkomubrestur hafi orðið í stofnin- um undanfarið og því hafi ungar ekki komist á legg. Spurður hvort of mikið sé orðið af stærstu gæsastofnunum segir Arnór að sjálfsagt séu skiptar skoðanir um það. Bændur séu sjálfsagt ekki ánægðir með beit gæsa sem valdið geti staðbundnum skemmdum, sér- staklega á vorin. „En veiðimenn eru harla ánægðir með vöxtinn,“ bætir hann við. Þegar Arnór hóf rannsóknir á gæsastofnunum starfaði hann hjá veiðistjóra en hefur undanfarin ár stundað rannsóknirnar á eigin vegum og á vegum VST. „Ég reyni að halda þessu áfram og hef sótt um styrki til þess,“ segir hann. Grágæsastofninn er sterkur eftir mögur ár Aldur Vængir af fullorðnum grá- gæsum, t.h. T.v. af ungum gæsum. KVENFÉLAGASAMBAND Íslands afhenti meðgöngudeild Landspít- alans fóstursírita um helgina. Sírit- inn er færanlegur og notaður til að fylgjast með líðan barna á með- göngu allt frá 28. viku. Á meðgöngudeildinni dvelja kon- ur með vandamál tengd meðgöngu, svo sem sykursýki eða yfirvofandi fyrirburafæðingu. Í Kvenfélaga- sambandi Íslands eru 200 kvenfélög með um 9.000 meðlimi sem sinna störfum sínum í sjálfboðavinnu. Sí- ritann keyptu kvenfélög víða að af landinu. Meðgöngu- deildin fær góða gjöf Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.