Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 13
ERLENT
Upp með Vestfirði!
Pantanir: 456-8181- jons@snerpa.is
Vestfirska forlagið
Sturla Jónsson
frá Súgandafirði
"Þing Fjórðungssambands-
ins nutu ekki virðingar allra
fremur en önnur þing. Eitt
sinn sem oftar er þingið var
haldið í Bjarkarlundi, sem
jafnframt var greiðasölu-
staður, gerðist eftirfarandi:
Stór maður vexti, nokkuð
við skál, spurði hverjir hinir
prúðbúnu menn væru er
sátu þar í hliðarsal. Honum
var tjáð að það væru
fulltrúar á Fjórðungsþingi.
"Ég þarf að tala við þá
andskota," sagði hann og
stefndi þar að. Sturlu for-
manni var gert viðvart og
fylgdust menn grannt með
til hvaða ráða yrði nú
gripið.
Sturla gekk á móti manninum, hvessti á hann augun og hellti yfir hann af
brennandi mælsku Haukadalsfrönsku, sem var verslunarþula á frönsku,
kennd við Haukadal í Dýrafirði. Hinum stóra manni varð svo um þetta að
hann tók ofan derhúfuna, hneigði sig og fór út. Þessa sögu sagði mér Jón
Á. Jóhannsson sem þá var skattstjóri á Ísafirði. Hann, sem fleiri fundar-
menn, höfðu mjög gaman af þessu atviki."
(Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður)
Verð: 3,980,-kr.
Fæst í bókaverslunum um land allt
Lahore. AFP, AP. | Nawaz Sharif,
fyrrverandi forsætisráðherra Pak-
istans, kom til landsins í gær og var
ákaft fagnað af stuðningsfólki sínu.
Hann hefur verið í útlegð frá því að
Pervez Musharraf, núverandi for-
seti, steypti honum af stóli fyrir
átta árum. Sharif reyndi í septem-
ber að komast til Pakistans en var
stöðvaður á flugvellinum og vél
hans snúið við. Hann vísaði á bug
sögusögnum í gær um að í þetta
sinn hefði hann samið fyrirfram við
Musharraf um heimförina.
Mörg þúsund æstra aðdáenda
Sharifs ruddust í gegnum girðingar
lögreglunnar við flugvöllinn í La-
hore og báru Sahrif og bróður hans
á herðum sínum. Musharraf sagði
flokk sinn myndu taka þátt í þing-
kosningum sem áformaðar eru 8.
janúar og „niður-
lægja“ stjórn-
málamenn sem
styddu ritskoð-
un.
„Ég hef ekki
gert neinn samn-
ing við Mushar-
raf hershöfð-
ingja, mun aldrei
gera samning við
Musharraf hershöfðingja,“ sagði
Sharif. Skömmu eftir að flugvél
hans lenti sagði hann í símaviðtali
að hann væri kominn til að sinna
skyldum sínum og gera sitt til að
leysa þjóðina undan einræði.
Neyðarlög Musharrafs ríkja enn í
landinu og hundruð stuðnings-
manna Sharifs voru handtekin áður
en hann kom.
Sharif ákaft fagnað við
heimkomuna til Pakistans
Nawaz Sharif
BEIN síðasta
keisara Rúss-
lands, Nikulásar
annars og fjöl-
skyldu hans,
fundust í skógi
við borgina Jeka-
terínbúrg árið
1991 en bolsévik-
ar myrtu fólkið
árið 1918. Bein tveggja barna hans
fundust hins vegar ekki og varð
þetta til að ýta undir gamlar sögu-
sagnir um að einhverjir hefðu
sloppið. Einkum hafa verið lífseig-
ar sögur um að Anastasía, ein dætr-
anna, hafi komist lífs af og m.a.
gerð vinsæl kvikmynd um konu,
Önnu Anderson, sem sagðist vera
Anastasía. Rannsóknir hafa síðar
afsannað sögu hennar.
Áhugamenn um málið í Jekater-
ínbúrg rannsökuðu vitnisburð
mannsins sem stýrði aftökunni og
sáu að hann hafði látið grafa tvö
líkin „skammt frá“. Fundust nýlega
beinaleifar um 70 metra frá hinum
staðnum, leifar sem talið er að geti
verið af Alexei og Maríu systur
hans. Er þess nú beðið að staðfest
verði með DNA-rannsókn að svo sé.
Bein keisara-
barnanna
fundin?
SÝRLENDINGAR sögðust í gær
myndu sækja ráðstefnu, sem hefst á
þriðjudag í Annapolis í Bandaríkj-
unum, um möguleika á friði fyrir
botni Miðjarðarhafs. Fayssal Mek-
dad aðstoðarutanríkisráðherra
mun fara fyrir sendinefndinni.
Sýrlendingar með
LEIÐTOGAR uppreisnarmanna í
Darfur-héraði í Súdan segja kín-
verska friðargæsluhermenn, sem
komnir eru til héraðsins, ekki vel-
komna. Kína styðji stjórn Súdans
og litið verði á hermennina sem
liðsmenn hennar.
Kínverja burt
DANSKI þjóðarflokkurinn, DF,
lætur í það skína að hann vilji sam-
starf við jafnaðarmenn í stað hægri
flokkanna og hafa leiðtogar flokk-
anna þegar ræðst við. DF segir
margt líkt með velferðarstefnu
flokkanna tveggja.
Brosa til vinstri
KARLAR sem hafa í sér skallagen
verða enn fyrr sköllóttir ef þeir
reykja, að sögn vísindamanna við
Ríkisháskóla Taívans sem stóðu
fyrir rannsókn á 740 asískum körl-
um, 40-91 árs. Því meira sem reykt
er þeim mun meiri eru líkurnar.
Reykja á sig skalla
LÖGREGLA í Moskvu og Pétursborg réðst í gær og á
laugardag á útifundi stjórnarandstæðinga og handtók
allt að 200 manns, að sögn mótmælenda. Einn þeirra
var andófsmaðurinn Garrí Kasparov (fyrir miðju), fyrr-
um heimsmeistari í skák. Hann var dæmdur í fimm
daga fangelsi í Moskvu.
AP
Andófsmenn fangelsaðir í Rússlandi
VÍSINDAMENN í Bretlandi og
Þýskalandi hafa varpað fram þeirri
hugmynd að leggja mætti allt að
8.000 kílómetra langt kerfi af há-
spennulínum er næði frá Síberíu um
Egyptaland og Marokkó alla leið til
Íslands, segir í grein á vefsíðu
breska dagblaðsins The Independ-
ent on Sunday í gær. Yrði orka fyrir
kerfið úr endurnýjanlegum lindum,
einkum frá vindmyllum. Losun kol-
díoxíðs í Evrópu myndi minnka um
fjórðung.
Meira en þúsund milljónir manna í
um 50 löndum myndu njóta orkunn-
ar, segir í blaðinu og koldíoxíðlosun
sem stafar af rafmagnsframleiðslu í
Evrópu myndi þurrkast út. Undir-
staðan yrði háspennulínur af svo-
nefndri HVDC-gerð sem eru þrisvar
sinnum afkastameiri en hefðbundn-
ar háspennulínur.
Verð á kílóvattstund er sagt munu
verða samkeppnishæft. Kerfið
myndi kosta um 80 milljarða dollara,
nær fimm þúsund milljarða ísl.
króna og er þá ekki talinn með
kostnaðurinn við sjálfar vindmyll-
urnar. En þess er getið að Evrópu-
sambandið hafi áætlað að kosta muni
um 15 þúsund milljarða dollara að
minnka koldíoxíðlosun í aðildarríkj-
unum um 20% fyrir 2020. Helsti
ókostur við vindorku er hve óstöðug
hún er. En með því að nota sam-
tengdar myllur á svo stóru svæði er
hægt að tryggja stöðugleikann, þótt
logn sé á einum stað getur blásið
hraustlega á öðrum. Nokkrar ríkis-
stjórnir eru sagðar hafa sýnt hug-
myndinni áhuga, þó ekki breska
stjórnin, að sögn dr. Georgs Czischs,
orkusérfræðings við Kassel-háskóla
í Þýskalandi. „Við ráðum yfir tækni
til að reisa slíkt ofurkerfi innan
þriggja til fimm ára. Við verðum ein-
faldlega að leggja áherslu á þessa
miklu langtímaáætlun.“
Háspennulínur frá Síberíu
um Afríku til Íslands?
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÁSTRALSKIR fjölmiðlar segja að
straumhvörf hafi orðið í stjórn-
málum landsins með sigri Verka-
mannaflokksins í kosningunum á
laugardag. Allt bendir til þess að
Kevin Rudd, verðandi forsætisráð-
herra, hreppi traustan meirihluta,
18-30 sæti en flokkur hans bætti við
sig um 6% fylgi.
Rudd hyggst kalla heim ástralska
hermenn frá Írak og undirrita
Kyoto-sáttmálann. Rudd styður þó
eindregið þátttöku Ástrala í hern-
aðinum í Afganistan. Hann leggur
áherslu á að náin samskipti við
Bandaríkin séu brýnt hagsmunamál
fyrir þjóðina en ljóst þykir að meiri
stirðleiki verði í þeim en í tíð How-
ards sem var dyggur stuðnings-
maður George W. Bush forseta.
Hægriflokkur Johns Howards
forsætisráðherra, er nefnist Frjáls-
lyndi flokkurinn, er í sárum eftir
ósigurinn en Howard hefur hætt af-
gamall og missti þingsæti sitt í kosn-
ingunum eftir að hafa haldið því í 33
ár samfleytt.
Howard lagði til að við flokknum
tæki Peter Costello fjármálaráð-
herra, sem lengi hefur verið talinn
vera arftakinn. Alexander Downer
utanríkisráðherra og fleiri áhrifa-
menn hvöttu menn til að fylkja sér
að baki Costello en hann lýsti því
hins vegar óvænt yfir fáeinum
stundum síðar að hann myndi ekki
sækjast eftir embættinu.
Straumhvörf í Ástralíu
með sigri Rudds
AP
Kát Kevin Rudd, næsti forsætisráðherra Ástralíu, fagnar sigri í borginni
Brisbane á laugardag, með honum er eiginkonan, Therese Rein.
Í HNOTSKURN
»Er búið var að telja 78% at-kvæða í gær var Verka-
mannaflokkur Kevins Rudds
með um 53,3% en hægra-
bandalag Johns Howards með
46.7%. Talið var að meirihluti
Rudds í fulltrúadeild þingsins
yrði 18-30 sæti.
skiptum af stjórnmálum eftir að hafa
verið við völd í 11 ár. Hann er 68 ára
Hægrimenn í
sárum eftir tapið
og óvíst hver tekur
við leiðtogaemb-
ætti af Howard