Morgunblaðið - 26.11.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.11.2007, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UNDANFARNA daga hefur dr. Bjarki Svein- björnsson ferðast um „íslenskar“ nýlendur í Vesturheimi í boði Þjóðræknisfélags Íslend- inga í Vesturheimi, INL, og íslenska félagsins í Calgary og kynnt tónlistarsögu og tónmenn- ingu Íslendinga vestra. Fyrir nokkrum árum byrjaði Bjarki, sem þá var tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins, að leita eft- ir upplýsingum um vestur-íslensk tónskáld og verk þeirra. Hann hélt fyrirlestur í Manitoba- háskóla í Winnipeg um þróun tónlistar á Ís- landi frá landnámi til loka 19. aldar fyrir tæp- lega fjórum árum. Bjarki hafði áður rekist á grein eftir Gísla Jónsson um 15 tónskáld vestra og notaði tækifærið og óskaði eftir frek- ari upplýsingum um þá og aðra tónlistarmenn. Sumarið 2005 fór hann með dr. Jóni Hrólfi Sig- urjónssyni í ferð um Norður-Dakóta og Mani- toba til að safna saman heimildum í máli og myndum um efnið. Í desember í fyrra fóru þeir í sömu erindagjörðum til Calgary, þar sem þeir hittu meðal annars barnabarn Svein- björns Sveinbjörnssonar tónskálds. Fyrirlestraröð Í haust hélt Bjarki fyrirlestur um efnið á þingi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Þjóð- menningarhúsinu og undanfarnar tvær vikur hefur hann fetað sig til austurs frá vest- urströnd Bandaríkjanna með fróðleikinn eftir að hafa byrjað fyrirlestraröðina í Calgary. Þaðan fór hann til Blaine í Washington-ríki og vakti koma hans þónokkra athygli í þessum um 4.000 manna bæ rétt sunnan við landamæri Kanada. Staðarblaðið, the Northern Light, greindi frá viðburðinum með mynd af Bjarka á forsíðu og í grein í blaðinu hvatti Rob Olason lesendur til að aðstoða Bjarka í efnisöfluninni. Í Blaine tók Bjarki meðal annars viðtal við Leonard Breidfjord sem verður 91 árs í janúar á næsta ári. Frá Blaine hélt Bjarki til Edmonton í Al- berta og þaðan til Vatnabyggðar í Saskatchew- an en þar hélt hann erindi í Wynyard og Foam Lake. Á morgun flytur hann svo erindi í Nor- ræna húsinu í Winnipeg og í Minneapolis á föstudag. Söfnun heimilda og muna Bjarki segir að tilgangurinn með ferðinni sé annars vegar að halda fyrirlestrana, þar sem hann fjallar um nokkra fulltrúa af fyrstu kyn- slóð vestur-íslenskra tónlistarmanna, og hins vegar að hitta fólk, sem þekkir tónlistarmenn og aðra listamenn af íslenskum ættum frá við- komandi svæði, til að afla frekari upplýsinga. Hann segir að í ferðinni sumarið 2005 hafi hann og Hrólfur áttað sig á því að listinni, myndlist, tónlist og annarri list, hafi illa verið sinnt á þessum vettvangi og ekki seinna vænna. Þeir hafi sett upp síðu á netinu (http:// ismus.musik.is/Apps/WebObjects/Is- mus2.woa/1/wa/dp?id=1000056) með löngum nafnalista í þessum listgreinum í þeim tilgangi að vekja fólk vestra til umhugsunar með upp- lýsingagjöf í huga um þessa listamenn. Síðan hafi borist víða og þegar væru farnar að berast ábendingar og gagnlegar upplýsingar. Bjarki og Hrólfur hafa safnað miklu efni á ferðum sínum. Í því sambandi má nefna viðtal við Audrey Fridfinnson um afa hennar, Jón Friðfinnsson, tónlistarkennara og tónskáld í Winnipeg, en þegar efnt var til samkeppni um kantötu til flutnings á alþingishátíðinni 1930 sendi hann kantötu í samkeppnina. Hátíð- arkantata hans var frumflutt í Winnipeg 1936. Nótur af verkum Jóns sem samin voru fyrir söng eru á íslenska bókasafninu við Manitoba- háskóla og segir Bjarki að ætlunin sé að þessi sönglög sem og lög annarra vestur-íslenskra tónskálda, sem sömdu lög sín við ljóð á ís- lensku, verði hljóðrituð og þannig gerð að- gengileg sem liður í miðlun menningarinnar. Fanga möguleikana Athygli vekur að árið 1910 voru 20 íslenskir hljóðfærakennarar í Winnipeg. Bjarki segir merkilegt hvað Íslendingar vestra voru fljótir að fanga möguleikana og fyrir aldamótin 1900 hafi þeir víða stofnað og tekið þátt í lúðrasveit- um. 1897 hafi til dæmis verið 19 manna lúðra- sveit í Winnipeg og 15 meðlimanna hafi verið íslenskir. Margir vesturfaranna hafi aldrei heyrt kór syngja en veki samt fljótlega athygli sem tónskáld vestra. Í því sambandi nefnir hann að vestur-íslensku tónskáldin hafi meðal annars sótt sér þekkingu með aðstoð langspils og í gegnum bréfaskóla frá Chicago í Banda- ríkjunum og víðar. Merk tónlistarsaga Íslendinga vestra Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Tónlistarsaga Dr. Bjarki Sveinbjörnsson er á ferð um „íslenskar“ nýlendur í Vesturheimi þessa dagana og kynnir tónlistarsögu og tónmenningu Íslendinga vestra. Í HNOTSKURN » Jónas Hallgrímsson og SigríðurKristjánsdóttir fluttu frá Fremsta- Felli í Köldukinn til Vesturheims 1874 og bjuggu lengst af í Norður-Dakóta. » Bjarki Sveinbjörnsson telur aðSteingrímur Hall, sonur þeirra sem fæddist í Winnipeg 1877, sé fyrsti ein- staklingurinn af íslenskum ættum til að ljúka háskólaprófi vestra í tónlist. » Steingrímur Hall og Sigríður Jóns-dóttir Hördal söngkona mörkuðu djúp spor í tónlistarlíf Winnipeg. Bjarki Sveinbjörnsson kynnir tónmenninguna VESTURLAND Stykkishólmur | Það vekur athygli ferðamanna sem heimsækja Stykkishólm hve mikil vakning hefur orðið í að gera upp gömul hús á síðustu ár- um. Gömul hús sem voru í niðurníðslu og beið ekkert annað en að vera rifin hafa verið gerð upp og fengið nýtt líf. Einn þeirra sem hafa komið nálægt þessari upp- byggingu er Baldur Þor- leifsson, smiður í Stykk- ishólmi. Hann er með eigin atvinnurekstur og oft með nokkra menn í vinnu. Síðastliðin ár hefur hann að mestu fengist við að endurbyggja gömul hús. Baldur er Dalamaður, uppalinn á Harastöð- um á Fellsströnd. Hann kom til Stykkishólms árið 1984 til að vinna í sláturhúsi. Að lokinni sláturtíð fór hann að leita sér að vinnu og fékk vinnu hjá Trésmiðju Stykkishólms. Þremur mánuðum síðar var hann kominn á samning. „Ég ætlaði að verða lögreglumaður,“ segir Baldur, „en mér leist ekki á að starfa sem slíkur í svona litlu samfélagi, bæði var það nálægðin við íbúana og eins hélt ég að starfið yrði of ró- legt fyrir athafnaþörf mína. Það varð ekki úr því að ég stefndi í þá átt, reyndar er ég í héraðslög- reglunni og það er nóg fyrir mig. Ég tók stefn- una á smíðar líka vegna þess að flestir strákar á mínum aldri unnu við smíðar eða voru á skel.“ Baldur segir að upphaf þess að hann fór að vinna við gömul hús var að hann og félagi hans, Þorkell Þorkelsson, keyptu Narfeyrarhúsið árið 1996. Það gerðu þeir til að skapa sér aukavinnu og eins voru hugmyndir um veitingarekstur að endurbótum loknum. Ekki varð af þeim rekstri þá, en nú er rekinn þar góður veitingastaður. Eftir það vann Baldur við að endurbyggja gömlu kirkjuna í nokkur ár. Síðan þá hefur hvert verkefnið tekið við af öðru. „Ég hef unnið mikið fyrir Rakel Olsen að endurgerð gamalla húsa sem hún hefur verið að gera upp. Það má segja að hún hafi leitt mig út í þetta og stýrt mér í þessa átt. Í verkefnum hjá Rakel hóf ég samstarf við Jon Nordsteien arkitekt og höfum við mikið unnið saman. Það er leitað til okkar og á þann hátt höfum við fengið verkefnin við upp- gerð á gömlum húsum,“ segir Baldur. Honum telst til að hann hafi komið nálægt endurbyggingu á annars tugs gamalla húsa í Stykkishólmi á 10 ára tímabili. „Það hefur aldrei verið stopp og verður það ekki á næstunni. Mín bíða þau verkefni að endurbyggja þrjú hús á næstu mánuðum, svo það er spennandi tími framundan,“ segir Baldur. Flest húsin sem Baldur hefur fengist við eru um eða yfir 100 ára gömul. Húsin hafa verið í misjöfnu ástandi og segir Baldur að það fari eft- ir því hve mikið var lagt í þau í upphafi. Hjá efn- aðra fólki var efnisvalið vandaðra. Þeirra hús voru stærri og efnismeiri og því líta þau betur út. Verst farin eru þau timburhús sem voru for- sköluð að utan. Þar hefur myndast mikill fúi og þarf að rífa mikið áður en hægt er að fara að byggja upp aftur. „Við endurgerð gömlu húsanna kynntist ég gömlum handbrögðum. Í mörgum tilfellum verður þú að vinna þetta eins og karlarnir gerðu hér áður,“ segir Baldur. Elsta húsið sem Baldur hefur unnið að end- urbótum við er Frúarhúsið. „Ég hef nýlokið við að endurbyggja það bæði að utan og innan í eins upprunalegri mynd og hægt er. Það voru til óvenjumiklar heimildir um húsið, sem er mikill kostur og auðveldar alla vinnu þar sem mikið skraut er á húsinu.“ Bitu á agnið í Reykjavík Óvenjulegasta verkefni sem Baldur hefur fengist við er að flytja stórt gamalt íbúðarhús frá Reykjavík og koma því fyrir á grunni í Stykkishólmi. Það var stærra verkefni en það leit út fyrir í upphafi. „Við félagarnir Pálmi Ólafsson höfðum rætt það við Þorstein Bergsson, sem starfar hjá Minjavernd, að gaman væri að flytja gömul hús úr Reykjavík hingað vestur. Einn daginn fyrir tveimur árum hringir Þorsteinn í okkur og læt- ur okkur vita af húsi sem á að rífa á Lindargötu 42 í Reykjavík. Gallinn var sá að við höfðum að- eins fjóra daga til að koma því í burtu. Hann hvatti okkur og sagði að hika væri sama og að tapa. Við bitum á agnið, pökkuðum verkfær- unum saman í skyndi og drifum okkur til Reykjavíkur. Þetta var miklu meira verk en okkur óraði fyrir. Það var búið að dæma húsið til niðurrifs og það þurfti að koma því aftur inn í kerfið og því fylgdi mikil skriffinnska. Síðan reyndist það meiri háttar mál að fjarlægja húsið og flytja það vestur. Húsið er 7,50 metrar á hæð og hæð var 9,50 þegar það var komið á bílpall- inn.“ Áætlað var að flutningurinn tæki eina nótt, þær urðu fjórar í lögreglufylgd og með starfs- menn Rariks á undan okkur til að lyfta upp raf- magnslínum. Reyndist kostnaðurinn við flutn- inginn um fjórar milljónir króna. „Ég er búinn að fá góða lóð undir húsið og ég er viss um að það verður prýði að því. Ég er þegar búinn að selja húsið og í vetur bíður mín að endurbyggja það að innan sem að utan,“ segir Baldur Þor- leifsson ánægður með það þó að hafa farið í þetta verkefni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Baldur ýmsu komið í verk. Hann og fjölskyldan hafa nýlega byggt sér hús í Flatey á Breiðafirði þar sem þau dvelja þegar frí gefast. En fríin eru ekki mörg enn sem komið er. „Ég hef aldrei þekkt það að vera aðgerð- arlaus. Ég er alinn upp í sveit og þar byrjaði ég snemma að vinna. Þetta er eitthvað í blóðinu sem erfitt er að slíta sig frá. „Ég hef aldrei þekkt það að vera aðgerðarlaus“ Baldur Þorleifsson hefur endurbyggt á annan tug gamalla húsa í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nýtt líf Frúarhúsið í Stykkishólmi byggt um 1870. Húsið var nýlega endurgert og Baldur sá um framkvæmdirnar. Til voru miklar heimildir um húsið sem auðveldaði endurreisnina. Baldur Þorleifsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.