Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 17
|mánudagur|26. 11. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Þ
að varð löng þögn í síman-
um þegar Hörður Gunn-
arsson hringdi í Pál
Braga Hólmarsson sl.
vetur til að spyrja hvort
hann væri til í að koma með sér í það
að flytja út og afhenda borgarstjóra
Moskvu, Júrí Luzhkov, tvo hesta.
„Við fórum í þetta verkefni fyrripart
vetrar. Margir sögðu að þetta væri
ekki hægt, við næðum ekki að flytja
út hestana og allt í þeim dúrnum en
það hafðist þrátt fyrir allt með aðstoð
góðra manna,“ segir Hörður en af-
hending og sýning fór fram í op-
inberri heimsókn þáverandi borg-
arstjóra Reykjavíkur, Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar, til Rússlands. Hörð-
ur og Páll Bragi voru einnig í hópi ís-
lenskra hestamanna sem héldu ný-
lega til Helsinki í Finnlandi til að
taka þátt í stórri hestasýningu þar
sem íslenski hesturinn vakti feikna-
athygli.
Loksins nýr markaður
Tildrög þessara nýju ævintýra
hestsins eru þau að hjónin í Austur-
koti í Árnessýslu, Páll Bragi Hólm-
arsson og Hugrún Jóhannsdóttir, eru
meðeigendur að stærsta Íslands-
hestabúgarði í Finnlandi, Kuuman
Hevoset, sem Pekka Makinen á
stærstan hlut í, og nú hafa kunn ís-
lensk fyrirtæki bæst í hópinn, Ármót,
Auðsholtshjáleiga og hestavöruversl-
unin Baldvin og Þorvaldur sem hefur
opnað verslun á búgarðinum.
Viðbrögð við „herferð“ hópsins á
síðustu misserum hafa ekki látið á
sér standa og er Kuuman-búgarð-
urinn nú bækistöð vegna markaðs-
setningar á íslenska hestinum til
Rússlands. Að auki er ætlunin að
styrkja áfram stöðu hestsins í Finn-
landi, sem hefur að sögn staðið svo-
lítið í skugganum af öðrum löndum á
Norðurlöndum.
„Þetta er markaður sem á eftir að
stækka! Við lítum á þetta sem gríð-
arlegt tækifæri til að auka verðmæti
hestsins okkar sem og aukin at-
vinnutækifæri fyrir þjálfara, reið-
kennara, ræktendur, reiðtygjafram-
leiðendur o.s.frv.,“ segir Páll Bragi.
„Rússland er fyrsti nýi markaðurinn
sem við Íslendingar herjum á í lang-
an tíma en þetta hófst með fimm
daga ferð í vor til Pétursborgar þar
sem við sýndum fyrir 10-15 þúsund
manns á dag. Við fengum styrk frá
markaðsnefnd íslenska hestsins og
Icelandair stendur að þessu með
okkur,“ segir hann. Að sögn Harðar
er markmiðið að selja vönduð hross,
vel tamin og þjál, og við það bætir
Páll Bragi: „Við ætlum ekki að byrja
á ódýra hestaleiguhestinum, með
fullri virðingu fyrir honum, heldur
hesti sem áhugamaður og atvinnu-
maður hefur jafngaman af; gæðum í
gegn.“ Hann bendir líka á að allur
tilkostnaður sé orðinn meiri við
hvern hest og því verði greinin að fá
sanngjarnt verð fyrir gripinn.
Glitnir International Horse Show
nefnist sýningin í Helsinki þar sem
íslenski hópurinn kom fram sem
sýningaratriði á milli keppnisatriða
en sýningin er riðlakeppni í hindr-
unarstökki og „dressúr“ sem fer um
allan heim. Hörður var áhorfandi að
þessu sinni: „Ég hef sjaldan heyrt
annað eins klapp! Þegar okkar hóp-
ur var kominn tíu metra inn á völlinn
stóð fólk upp úr sætum og klappaði
og það var standandi lófatak í lok
sýningar. Það var gríðarlega gaman
að vera Íslendingur þarna og horfa á
viðtökurnar því þær voru hreint út
sagt frábærar!“ Hörður var greini-
lega sjálfur hugfanginn.
Mikið lagt upp úr
hestamennsku í Rússlandi
Ekkert er til sparað hjá þeim sem
stunda hestamennsku í Rússlandi og
er mjög faglega staðið að allri um-
gjörð og umhirðu hesta. „Ég hef
hvergi í heiminum séð eins mikla og
flotta hestamenningu og það er æv-
intýri að horfa á þetta,“ segir Hörð-
ur.
Í kjölfar Moskvuferðarinnar var
nokkrum forsvarsmönnum hestabú-
garða og hestatímarita boðið á sýn-
inguna í Helsinki og þeir urðu að
sögn Harðar mjög hrifnir af sýningu
íslenska hópsins. Þeir heimsóttu líka
búgarðinn í Kuuman til að horfa á
kennslusýningu þar sem núverandi
og fyrrverandi heimsmeistarar í
hestaíþróttum kenndu.
Þeir félagar, Hörður og Páll Bragi
segja Rússa mikla hestamenn, það
byggist á langri hefð og munu Vla-
dimír Pútín Rússlandsforseti og eig-
inkona hans vera á meðal þeirra sem
hafa hug á að nota og kynnast ís-
lenska hestinum.
Fjölmiðlar víðsvegar um heim hafa
gert fyrrgreindum viðburðum mjög
góð skil, bæði í sjónvarpi og blöðum.
Þrátt fyrir ánægjulegar viðtökur
segjast viðmælendur blaðamanns þó
fara varlega í að blása þetta upp en
alveg sé ljóst að viðbrögðin hafi orðið
mun sterkari en hópurinn hafi átt
von á. Stefnt sé á nokkrar ferðir á
næstunni til Moskvu til að aðstoða
með hesta borgarstjórans og þau hafi
verið beðin um að halda aftur sýn-
ingu í Pétursborg næsta vor.
Að sögn Páls Braga er ætlunin að
bjóða nokkrum Rússum til Íslands í
tengslum við landsmótið á Hellu
næsta sumar. „Síðan eiga hestarnir
tveir í Moskvu eftir að hjálpa okkur
áfram því þeir vöktu mikla athygli en
við erum á jörðinni með þetta verk-
efni og lítum á það sem lang-
tímadæmi.
Það sem á undan er gengið er hins
vegar ekki lottóvinningur, þetta er
ákveðin útrás með hestinn og mikil
vinna. Við gerum okkur vonir um að
þarna geti skapast markaður fyrir
okkar skemmtilega sporthest en við
erum ekki að fara inn á þennan mark-
að með gæludýraímyndina sem ég tel
að hafi verið ákveðið vandamál á ýms-
um mörkuðum. Þetta er í raun og
veru ekki fyrirhafnarinnar virði nema
menn sjái alvöru viðskiptaframtíð því
öll markaðssetning og kynning í þess-
um geira kostar óhemju fjármagn,“
segir Páll Bragi að síðustu.
Eins og poppstjarna Frakkinn Lorenzo, sem er þekktur fyrir að leika listir sínar á hvítum hestum. „Það varð algjört fjölmiðlafár þegar við fengum hann
til að prófa íslenska hestinn en hann sagði að allir þyrftu að eignast svona hest!“ segir Páll Bragi Hólmarsson.
Páll Bragi Hólmarsson „Við lítum
á þetta sem gríðarlegt tækifæri til
að auka verðmæti hestsins okkar.“
Herja á Rússlandsmarkað Hörður Gunnarsson „Margir sögðuað þetta væri ekki hægt, við næðum
ekki útflutningi með hestana.“
Fulltrúar eins öfl-
ugasta sendiherra Ís-
lands, íslenska hests-
ins, hafa upplifað ný
ævintýri í Rússlandi
og Finnlandi á árinu.
Hörður Gunnarsson
og Páll Bragi Hólm-
arsson sögðu Þuríði
Magnúsínu Björns-
dóttur frá áætlunum
um frekari landvinn-
inga hestsins.
Frægð í Finnlandi „Við gerum okkur vonir um að þarna geti skapast markaður fyrir okkar skemmtilega sporthest
en við erum ekki að fara inn á þennan markað með gæludýraímyndina sem ég tel að hafi verið ákveðið vandamál.“ thuridur@mbl.is
Upp með Vestfirði!
Pantanir: 456-8181- jons@snerpa.is
Vestfirska forlagið
Ráðherra mætir á svæðið
"Næstur framámanna á
vettvang var Hannibal Valdi-
marsson, ráðherra sam-
göngumála. Þannig stóð á,
að Póstur og sími hafði
byggt nýtt hús yfir starf-
semi sína á Þingeyri og nú
skyldi það tekið í notkun
með ráðherravígslu. Fyrst
vildi kappinn þó skreppa í
heimsókn í Svalvoga. Það
hefði hann aldrei getað
áður á bíl. Að sögn eins við-
mælenda hans hélt hann
tæplega vatni af hrifningu.
Hannibal drakk kaffi hjá
vitavarðarhjónunum í Sval-
vogum.
Í gestabókina þar á bæ
skrifaði hann: Vegurinn er
kraftaverk.
Og við vígsluna hjá Pósti og síma á Þingeyri daginn eftir ræddi hann um
þetta einstaka afrek, sem hann taldi ekki eiga neinn samanburð. Enn
fremur sagði hann: Ef svona afreksmenn fá ekki Fálkaorðuna, þá veit ég
ekki hver á að fá hana.
Ég hitti ráðherrann nokkru seinna og þakkaði honum hlý orð, en sagði
að Fálkaorðu kærði ég mig ekki um. Ef ég fengi hins vegar sem svaraði
andvirði hennar, þá mundi ég nýta það í vegagerðina. Hann taldi að ég
ætti eftir að fá þetta vel borgað."
Fæst í bókaverslunum um land allt
Verð: 1,700,-kr.