Morgunblaðið - 26.11.2007, Page 18

Morgunblaðið - 26.11.2007, Page 18
fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ M eðalmánaðartekjur kvenna reyndust vera 227 þúsund krónur en meðal- tekjur karla reynd- ust vera 207 þúsund krónur í nýaf- stöðnum Raunveruleik sem stóð yfir í fjórar vikur, frá miðjum október fram í miðjan nóvember. „Þetta kemur vissulega á óvart því að launamunur kynjanna í samfélag- inu hefur algjörlega endurspeglast í leiknum þar til nú að stelpurnar eru komnar með hærri laun en strákarnir sem tengist atvinnuvali. Þrátt fyrir að stelpur hafi að jafnaði hingað til haft lægri laun í leiknum en strákar hafa stelpurnar alltaf raðað sér í efstu sæti stigakeppninnar enda eru þær al- mennt samviskusamari og duglegri en strákarnir. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari og höfundur Raunveruleiksins, sem er gagnvirkur hermileikur, sem fræðir nemendur 10. bekkjar um neytendamál og ábyrga meðferð fjármuna. Hvort launaþróunin verður þessi í raun- veruleikanum á næstunni skal ósagt látið. Hins vegar hefur lottómiði vinn- inginn yfir langvinsælustu vörurnar þegar kemur að innkaupum ung- mennanna. Lífsmáti hefur áhrif á fjármálin Í upphafi leiks, sem er heilar fjórar vikur, byrjar leikmaðurinn sem tví- tugt ungmenni á leið út í lífið eftir framhaldsskóla. Hver dagur virkar sem eitt ár í lífi þeirra, en í peninga- legu tilliti virkar hver dagur sem einn mánuður. Leikmaður fær ákveðna byrjunarupphæð á bankareikning, en líf hans er að öðru leyti óskrifað blað. Eftir að hafa mótað persónu sína, út- lit, nafn og ákveðin persónueinkenni þarf að móta aðstæður hennar, til dæmis í hvað skal eyða peningunum, hvað skal borða og hvort sækja skal um vinnu eða skrá sig í nám. Allt þetta val er opið á meðan á leiknum stendur. Raunveruleikurinn er keppni þar sem þátttakendur kepp- ast fyrst og fremst við að komast af í hörðum heimi raunveruleikans, þekkja og skilja gangverk þjóðlífsins, ná endum saman, taka réttar ákvarð- anir, læra af mistökum og þroskast. Ómar Örn, sem verið hefur kennari við Hagaskóla undanfarin tíu ár, fékk hugmynd að leiknum á meðan hann var sjálfur í fæðingarorlofi fyrir sex árum. Síðan hefur leikurinn verið í örri þróun. Landsbanki Íslands hefur tekið verkefnið upp á sína arma og býður nú tíundu bekkingum upp á þessa fjármálafræðslu undir hatti lífsleiknináms í samstarfi við áhuga- sama lífsleiknikennara, m.a. til að svara kalli eftir fjármálafræðslu til handa ungmennum svo ungt fólk sé betur í stakk búið til að gera sér grein fyrir hvaða áhrif ákvarðanir varðandi lífsstíl og lífsmáta hafa á fjármál þeirra og tækifæri í lífinu. Fóta sig í flóknari heimi „Með leiknum vakti það fyrir mér að sýna ungmennum hvað foreldrar þeirra eru að sýsla frá degi til dags, fá þau til að velta fyrir sér útgjöldum heimilisins og því af hverju vasapen- ingurinn er kannski bara fimm hundruð krónur á mánuði en ekki fimm þúsund. Á viðbrögðum hef ég fundið að það kemur krökkunum á óvart hvað það kostar að borga af húsnæði og reka heimili. Beinir og óbeinir skattar eru him- inháir og það er dýrt að eignast börn. Auk þess finnst þeim ótrúverðugt að það geti kostað allt upp í 40 þúsund á mánuði að fæða sig og fimm þúsund króna afþreying í formi sjónvarps- áskriftar er lítil upphæð, en þegar allri afþreyingunni er safnað saman í eina tölu, margfaldast hún gjarnan í hærri tölur,“ segir Ómar og bætir við: „Börn og ungmenni hafa því miður ekki mikinn skilning á því hvernig peningarnir verða til og hvaðan þeir koma. Það er hins vegar nauðsynlegt fyrir okkur skólamenn og aðra að búa næstu kynslóðir undir sífellt flóknara samfélag svo þær geti fótað sig í flóknari heimi því áreitið á þau kemur alls staðar að. Þau þurfa að fá ráðrúm til að átta sig á því hvernig lífi þau vilja lifa og hvers konar ákvarðanir þarf að taka.“ Leikur í litlum vefleiðöngrum Kennarar allra 10. bekkja á land- inu fá send notendanöfn og lykilorð. Morgunblaðið/Frikki Höfundurinn Í Raunveruleiknum keppast þátttakendur við að komast af í hörðum heimi raunveruleikans með því að skilja gangverk þjóðlífsins, ná end- um saman, taka réttar ákvarðanir, læra af mistökum og þroskast, segir Ómar Örn Magnússon. Lottómiðinn langvinsælastur Margar og misjafnar fyrirspurnir hafa borist stjórnendum Raunveru- leiksins frá grunnskólakrökkum í 10. bekk. Hér eru nokkur sýnishorn.  Mér finnst launin ekki nógu há miðað við hvað allt er dýrt í leiknum. Er ekki notaður persónuafsláttur? Ég er t.d. búin að mennta mig sem læknir og er búin að vera í skóla í sex ár og fæ samt bara 325 þúsund kr. á mánuði. Er það ekki svolítið lítið? Og svo þegar búið er að reikna skattinn af því þá á ég bara eftir 223.463 kr. Ég á tvö börn og maka og fæ frá þeim minna en kostar að reka þau og svo þarf ég að borga leigu á húsnæði, rekstur húsnæðis og mat og margt fleira, svo ég kem oftast út í mínus. Af hverju eru launin svona lág?  Það er eitt sem ég skil ekki við launin mín. Ég er í starfi með 310 þúsund kr. í laun á mánuði, en fæ bara 214 þúsund kr. útborgað. Af hverju gerist það?  Er ekki möguleiki á að vinna hlutastarf með námi? Það er ljóst að grundvallarþarfir einstaklings míns fara fram úr því sem peningaeign og innkoma stendur undir.  Ég er með 310 þúsund kr. í laun á mánuði, en samt á ég bara 67 kr. þegar ég er búin að borga alla reikn- inga og kaupa mat. Getur verið að það sé rétt?  Hver stjórnar bankanum í leikn- um? Vextir á hávaxtareikningi, sem voru 12% fyrir nokkrum dögum, eru komnir í 8% nú. Þetta er lélegt. Það er búið að stórlækka vextina. Nú ætla ég að velja aðra sparnaðarleið en bindingin er of löng á þeim reikn- ingum. Þetta þykir mér slakt. Gerist þetta svona í alvörunni?  Ef maður á venjulegt rúm og fær sér svo allt í einu maka, þarf maður þá að kaupa hjónarúm? Ef svo er, hvernig losnar maður þá við hitt rúmið? Fær maður eitthvað end- urgreitt ef líftíminn á rúminu er ekki nema hálfnaður?  Ef maður eignast barn í raun- veruleiknum, þarf maður þá að kaupa barnarúm?  Af hverju hækkar íbúðaverð og útgjöld vegna íbúða án þess að laun- in mín hækki?  Hvernig greiði ég inn á yfir- dráttarheimild svo vaxtagreiðslurn- ar lækki? Hvað er annars yfir- dráttarheimild? Spurningar kvikna hjá krökkunum Í Raunveruleiknum keppast menn um að komast af í hörðum heimi raunveruleikans með því að taka réttar ákvarðanir, skilja gangverk þjóðlífsins, ná endum saman, læra af mistökum og komast til metorða. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við Ómar Örn Magnússon, kennara og höfund leiksins. Morgunblaðið/Eggert VERÐUR á m MILL MÆRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.