Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 19

Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 19 veit að margir eru farnir að nota tæki- færið á nóttunni og henda rusli við lokuð hlið Sorpustöðvanna sem er auðvitað alger- lega óviðunandi. Borgin þarf samt að huga vel að því að þjónustan og gjald- takan hjá Sorpu sé þannig að sem fæstir reyni að svindla. Ann- ars fáum við svipaða stöðu og þegar ríkið hafði verðið á brenni- víni allt of hátt og gekk fram af almenn- ingi, þá jókst smygl og brugg í kjölfarið. x x x En Víkverji er líka á jákvæðunótunum í dag og langar til að hylla enn og aftur matarbylt- inguna í Reykjavík. Svona rétt að loknum degi íslenskrar tungu er við hæfi að fárast yfir nafninu á staðnum sem hann er nú svo hug- fanginn af, Fish & Chips, í Tryggvagötu. Skamm! Auk þess er hætt við að enskir túristar misskilji málið, þetta er ekki staður sem af- greiðir steiktan fisk og franskar út um lúgu. En maturinn og þjónustan er hvorttveggja í hæsta gæðaflokki og staðurinn allur afar notalegur án þess að vera ofurfínn. Ekki er verra að verðið er innan þolmarka. Víkverji er einn afmörgum við- skiptavinum Sorpu og hefur árum saman verið harla ánægður með þjónustuna þar. En nú er greinilega búið að taka upp nýja stefnu. Starfsmönnum er uppálagt að láta fólk borga fyrir allt sem með einhverjum hætti er hægt að segja að falli undir gjaldskylt rusl, jafnvel þótt um smáræði sé að ræða. Víkverji skilur vel að ekki sé hægt að láta byggingafyrirtæki nýta sér gámana til að losna við mörg tonn af afgöngum á dag án þess að greiða fyrir það. En þarf Sorpa ekki að tryggja að venjulegir borg- arar séu sáttir? Vissulega er þetta ekki há fjár- hæð sem verið er að borga en um- stangið við að láta fyrst meta hvort magnið sé innan marka, hvort um rétta tegund af rusli sé að ræða, hvar megi láta það frá sér og loks hvar eigi að borga, allt er þetta farið að verða einum of skrif- finnskulegt fyrir Víkverja. Ef hann væri ekki einstaklega sómakær borgari (og dauðhræddur við lögguna) myndi hann freistast til að laumast bara með draslið í tunnuna heima hjá sér. Vonandi hagar enginn sér þannig. En hann          víkverji skrifar | vikverji@mbl.isÞeir hafa svo aðgang að upplýsingumum efni hvers verkefnis og aðgang að síðum nemenda. Leikurinn er hugs- aður sem viðbótarkennsluefni í lífs- leikni í 10. bekk. Kennarar geta nýtt hann á ýmsa vegu en nemendur verða þó að skrá sig daglega inn til að vinna verkefni dagsins sem ganga gjarnan út á að leita upplýsinga á net- inu og nota gagnaveitur og reikni- vélar sem í boði eru. Hvert verkefni er þannig í raun lítill vefleiðangur. Með þá vitneskju sem leiðangrarnir veita geta nemendur tekið ákvarðanir tengdar persónunni sinni í leiknum, svo sem hvort þeir kaupa sér bíl, taka lán, velja að endurvinna eða minnka neyslu svo dæmi séu tekin. Þannig öðlast nemendur smátt og smátt margvíslega þekkingu á lífi í nútíma samfélagi með öllum sínum fjöl- breytilegu valkostum, segir Ómar. Heilsa, hamingja og efnahagur Í leiknum keppast þátttakendur um að safna stigum, sem felast í heilsustigum, hamingjustigum og efnahagsstigum. Alla mánudaga með- an á leiknum stendur er þeim bekk og þeim einstaklingi, sem best hefur staðið sig, veitt verðlaun. Í lok fjög- urra vikna leiktíma er svo sá bekkur og sá einstaklingur, sem safnað hefur flestum stigum, verðlaunaður fyrir sigur í Raunveruleiknum. Einn veigamesti þátturinn, sem gefur stig, eru verkefni, sem tengjast markmiðum dagsins. Hvert verkefni er í raun vefleiðangur þar sem nem- endur kynna sér ákveðið svið fjár- mála og svara rafrænt krossaspurn- ingum, sem ætla má að komi reglulega inn á borð dæmigerðrar ís- lenskrar fjölskyldu og varðar það að koma sér fyrir, taka lán, gera skatt- framtal og ávaxta peningana. Gæfa og gjörvileiki spilar saman Raunveruleikurinn er líka sam- félag þar sem lögmál framboðs og eft- irspurnar gildir. „Í leiknum er líkt eftir raunaðstæðum þannig að ákveð- ið hlutfall þátttakenda kemst í vel launuð störf en aðrir þurfa að sætta sig við lakari laun. Á sama hátt fær ákveðið hlutfall þeirra, sem spila með, happdrættisvinning á meðan aðrir gleyma að skrúfa fyrir baðvatnið og sumir kjósa að eignast börn sem kostar að sjálfsögðu sitt,“ segir Óm- ar. join@mbl.is www.raunveruleikurinn.is R ÞÚ morgun? LJÓNA INGUR                       !  " !   # !$$%&!'  (      !) * + !      ! ,## -- .  /    „Leikurinn felst einfaldlega í því að fá sem flest stig með því að hugsa sem best um persónuna sína og uppfylla hennar þarfir í einu og öllu,“ segir Arnbjörg Arnar- dóttir, nemandi í 10. bekk Haga- skóla og sigurvegari í flokki ein- staklinga í Raunveruleiknum. Í bekkjarkeppninni sigraði hins- vegar 10. bekkur Grunnskólans í Hrísey, en Landsbanki Íslands af- henti verðlaun í Raunveruleiknum fyrir skömmu eftir að 1.300 tíundu bekkingar úr 46 grunnskólum höfðu keppt í leiknum í fjórar vik- ur. Leikurinn er vefleikur, hugs- aður sem viðbótarkennsluefni í fjármála- og neytendafræðslu. Arnbjörg fékk iPod touch í verðlaun sem kemur að góðum notum þar sem hún hafði nýlega rústað gamla iPodinum sínum. Unglingarnir úr Hrísey fengu svo iPod Nano í verðlaun. Hverfa bara út í buskann „Ég þurfti til dæmis að kaupa í matinn, sjá um útgjöld, kaupa tryggingar, eyða í sparnað og sinna heimsóknum og skipuleggja dagskrána fyrir persónuna mína, en það þýðir ekkert að eyða inn- komunni í eitthvert bull, til dæmis að kaupa bíl þegar maður hefur ekki efni á því,“ segir Arnbjörg þegar hún er spurð út á hvað leik- urinn gangi. – En hugsar þú mikið um sparn- að sjálf? „Ég er nú ekkert svakalega mikið inni í þeim málum því for- eldrar mínir sjá aðallega um sparnaðinn. Ég sé, held ég, meira um að eyða. Við vinkonurnar er- um að vinna í Björnsbakaríi annan hvern laugardag og næ ég þannig að borga mína eyðslu sjálf nema hvað pabbi leggur 500 krónur inn á símann minn á mánuði og 2.000 krónur inn á sparnaðarreikning- inn minn á mánuði. Maður þarf auðvitað að eiga pening fyrir bíói og búðarápi, en svo bara hverfur rosalega mikill peningur án þess að maður viti í hvað hann fer. Hann bara hverfur eitthvað út í buskann enda er allt dýrt á Ís- landi,“ segir Arnbjörg, sem leggur líka stund á píanónám við Tónlist- arskóla Reykjavíkur og hyggur helst á nám á náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík að grunnskólanáminu loknu þótt hún viti í sjálfu sér ekkert ennþá hvað hún vill læra þegar hún verður stór. Morgunblaðið/Ómar Sigurvegarinn „Maður þarf auðvitað að eiga pening fyrir bíói og búðar- rápi, en svo bara hverfur rosalega mikill peningur án þess að maður viti í hvað hann fer," segir Arnbjörg Arnardóttir í 10. bekk í Hagaskóla. „Ég sé meira um að eyða“ Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.