Morgunblaðið - 26.11.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.11.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 23 MINNINGAR ✝ Elsa Halldórs-dóttir fæddist á Akureyri hinn 3. nóvember 1932. Hún lést á Öldrun- arheimilinu Hlíð þriðjudaginn 13. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hall- dór Jónsson tré- smiður og Elísabet Jónsdóttir sauma- kona. Elsa átti einn hálfbróður, Ingólf Reinald Halldórs- son, hann var kvæntur Jónínu Ragnheiði Björnsdóttur. Þau eru bæði látin. Elsa giftist hinn 12. janúar 1952 Pálma Karlssyni, f. 9. jan- úar 1922, d. 25. júlí 2004. Börn þeirra eru: 1) Birgir, f. 1950, f.k. Magnea Steingrímsdóttir, þau eiga tvö börn, s.k. Sigurbjörg Sigfúsdóttir, þau eiga tvö börn. 2) Elísabet, f. 1952, maki Pétur Péturson, látinn, þau eiga þrjár dætur, sambýlis- maður Ketill Tryggvason. 3) Ásta, f. 1953, fv. maki Jón Gestsson, þau eiga tvö börn. 4) Hjördís, f. 1955, maki Pétur Har- aldsson, þau eiga tvö börn. 5) Elsa, f. 1958, maki Val- mundur Einarsson og eiga þau fjögur börn. 6) Hreinn, f. 1959, maki Þórunn Sigurðardóttir, þau eiga þrjú börn. 7) Jón, f. 1960, maki Kolbrún Jónasdóttir, þau eiga þrjú börn. 8) Viðar, f. 1963, maki Kamilla Hansen, þau eiga þrjú börn. Elsa bjó alla sína ævi á Akur- eyri. Hún stundaði nám við Gagn- fræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófi 1949. Elsa verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst útförin klukkan 13.30. Ó, elsku mamma. Það er með miklum harmi í hjört- um sem við skrifum þessi fátæklegu orð. Nú hefur þú kvatt okkur líka og ert komin til pabba sem þú saknaðir svo mikið – hans sem var stóra ástin þín. Þið hafið verið kölluð burtu til starfa á æðra tilverustig, þar sem ást og kærleikur ráða ríkjum. Við erum þess alveg fullviss, að þar hefur hann beðið þín. Vegna þeirra miklu mannkosta sem þú bjóst yfir, vinnusemi þinnar og þrautseigju, en ekki síður vegna hlýju þinnar og ástúðar, svo fátt eitt sé talið. Elsku mamma, þú hafðir svo stórt hjarta, varst svo yndislega mikil per- sóna og þú elskaðir okkur öll út af líf- inu. Þú tókst á við hlutina og gerðir allt það besta sem hægt var til að láta hlutina ganga upp. Þvílík hetja. Þú máttir ekkert bágt sjá, þá leið þér ekki vel en varst glöðust allra ef eitt- hvað gekk vel hjá einhverju okkar. Og húmorinn, hann var til staðar allt til hinstu stundar, þú gantaðist við allt og alla, nánast hvernig sem þér leið, svo eftir var tekið. Það gladdi okkur öll. Já, elsku mamma, það voru sko forréttindi að fá að vera börnin ykk- ar, þið voruð stórkostlegir foreldrar, sameinuð og sterk. Við vitum að þér líður vel núna og þjáningum þínum er lokið. Það er huggun okkar í sárum hjörtum. En skarðið sem fyrir var hefur stækkað mikið hjá okkur systkinun- um, það verður aldrei fyllt og eftir stendur stór, hryggur hópur að- standenda, sem allir elskuðu þig af einlægni en sakna þín jafnframt óendanlega mikið. Elsku hjartans mamma, við þökk- um þér fyrir allt og megir þú ganga á Drottins vegum, þar til við hittumst á ný … Stórbrotin og sterk kona er fallinn frá. Elsku aðstandendur; við biðjum guð almáttugan að umvefja ykkur með kærleika sínum á þessum erfiðu stundum. Með ástarkveðju, stóri barnahópurinn. Elsa Halldórsdóttir Eftir langan liðinn dag ljúf er hvíld á kvöldin og síðasta sólarlag þá svefninn tekur völdin. (J.B.) Nú hefur gangverk lífsklukku merks stórbónda í Flóa slegið sinn síðasta slátt, manns sem var borinn og barnfæddur Árnesingur. Hann var sonur hjónanna Elínar Stein- dórsdóttur Briem og Árna Árnason- ar. Guðmundur átti alls níu systkini og eru 3 þeirra á lífi. Bræðurnir Ólafur og Guðmundur tóku við búinu eftir lát föður síns en Jóhann vann bæði á búinu og til sjós. Vorið 1948 gerðist margt skemmtilegt. Ég var heima, unglingur með „blakt- andi eyru“ eins og vera ber og voru bræðurnir þá heima með mömmu í búskapnum. Það hafði verið stríð og allt snerist um það. Þá bauðst ung- um Þjóðverjum að koma til Íslands og vinna við landbúnaðarstörf. Þannig vildi það til að Ilse kom í Flóann. Ilse hét fullu nafni Ilse Wil- helmine Friderike Kristine Wall- man. Foreldrar hennar voru Otto Guðmundur Árnason og Ilse W. Árnason ✝ GuðmundurÁrnason fædd- ist 27. ágúst 1916 og lést 27. október síðastliðinn. Hann var lagður til hinstu hvílu við hlið konu sinnar í Hraungerðiskirkju 2. nóvember sl. en kona hans lést 10. júní árið 2003. Wallman skipstjóri og Elsa Wall- man. Isle var elst þriggja systra, yngri voru Helga og Hildegard. Faðir Ilse var skipstjóri á lysti- snekkju og ráku hann og Elsa strandkörfuleigu. Þetta voru hand- unnar körfur sem hún og dæturnar fléttuðu og saumuðu sessurnar á. Allt var heimaunnið og leigt við ströndina í Travemünde í Þýska- landi. Ilse fæddist 13.2. 1922 í Trave- münde en á 27. aldursári varð hún ekkja með litla tveggja ára stúlku, Angeliku. Ilse var ung og falleg stúlka með svart, fallegt hár og brún augu og samsvaraði sér vel, eins og sést á myndinni. Á hátindi lífsins var hún tilbúin að takast á við nýtt líf. Angelika litla kom með togara til Ís- lands um haustið. Guðmundur og Ilse felldu hugi saman og giftu sig 26.11. 1949. Guðmundur gekk Ange- liku í föðurstað, hún býr nú í Kópa- vogi. Guðmundur og Ilse eignuðust þrjá drengi, Árna Oddgeir, Magnús Guðmann og Steinþór. Guðmundur var vel meðalmaður á hæð, dökkhærður með fallegan lið í hári. Hann var vel lesinn og stál- minnugur og glettni gat skinið úr fallegu bláu augunum og þá kom gjarnan vísa. Áhugamálin voru, fyr- ir utan að eiga góða hesta, hvítar fal- legar kindur, og íþróttir, en á yngri árum fór hann m.a. í íþróttaskóla. Eitt það stórfenglegasta sem Guð- mundur hefur framkvæmt var það afrek að bora eftir heitu vatni í landi Oddgeirshóla. Það var stór stund þegar heita vatnið fór að renna í flesta bæi í sveitinni og jafnvel víð- ar. Guðmundur smíðaði sínar skeif- ur sjálfur og þótti léleg járning ef þurfti að laga undir í afréttarferð. Uni ég vel um æskudaga að eiga kind og góðan hest. Ennþá gleður hjörð í haga. Hvíta kindin sýnu mest. (G.Á.) Hjónin bjuggu í húsinu sem þau byggðu á Oddgeirshólum II af mikl- um myndarskap og þar var mikil gestrisni. Síðustu tvö árin sem Ilse lifði þurfti hún að dvelja að Ljós- heimum á Selfossi en þráði alltaf að fara heim til „Guma sín“. Hinn 10. júní árið 2003 lét hún aftur augun eftir 54 ára Íslandsdvöl og lagði af stað í nýja langferð. Guðmundur var heima, hugsaði vel um verðlauna- kindurnar og hrútana sína, gesti og gangandi. Hann lést 27.10. 2007 og er ég þess fullviss að heimkoman til Ilse hefur verið yndisleg. Ég leyfi mér að þakka þeim hjón- um fyrir börnin mín, Hauk og Sig- rúnu, sem dvöldu hjá þeim í mörg sumur. Veri Ilse og Guðmundur kært kvödd og Guði á hendur falin. Hafi þau þökk fyrir allt og allt. Jónína Björnsdóttir frá Oddgeirshólum. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN J. ÞORKELSSON vélstjóri, áður búsettur í Boðahlein 5, Garðabæ, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 21. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 28. nóvember kl. 15.00. Kristján E. Kristjánsson, Áslaug Gísladóttir, Brynhildur Kristjánsdóttir, Stefán Sigurðsson, Auður Kristjánsdóttir, Roger Olofsson, Alfa Kristjánsdóttir, Sigmar Þormar, Bárður Halldórsson, Grétar Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, systir og frænka, MARGRÉT ÁMUNDADÓTTIR, Minna Núpi, Gnúpverjahreppi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudag- inn 22. nóvember. Kristján Helgi Guðmundsson, Ámundi Kristjánsson, Guðbjörg Ámundadóttir, Herdís og fjölskylda, Guðrún og fjölskylda. ✝ Okkar ástkæri sonur, bróðir og barnabarn, TÓMAS INGI INGVARSSON, Miðtúni 19, Hornafirði, sem lést föstudaginn 16. nóvember verður jarð- sunginn frá Hafnarkirkju miðvikudaginn 28. nóvem- ber kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna í síma 588 7555. Heiður Sigurðardóttir, Ingvar Ágústsson, Óskar Þór Ingvarsson, Auðbjörn Atli Ingvarsson, Auðbjörg Þorsteinsdóttir, Sigurður Guðjónsson Erna Þorkelsdóttir, Ágúst Guðmundsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRARINN KJARTANSSON forstjóri Bláfugls, Mýrarási 15, Reykjavík, sem lést laugardaginn 17. nóvember, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.00. Þem sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á að láta hjálpar- og björgunarsveitir, Hjartavernd, Reykjalund eða aðrar hjálparstofnanir njóta þess. Guðbjörg A. Skúladóttir, Kjartan Þórarinsson, Skúli Þórarinsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR B. ÓLASON, rafvélavirki, Framnesvegi 62, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum, Fossvogi, þriðjudaginn 20. nóvember, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 13.00. Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir, Valgerður Halldórsdóttir, Helgi H. Steingrímsson, Sigríður Halldórsdóttir, Gylfi Þorkelsson, Óli F. Halldórsson, María Björk Daðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.