Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórarinn Kjart-ansson fæddist í Reykjavík 28. júlí 1952. Hann varð bráðkvaddur hinn 17. nóvember síð- astliðinn. For- eldrar hans eru Ásdís Ársælsdóttir húsfreyja, f. í Reykjavík 10.4. 1926, og Kjartan Þórarinsson flug- og siglingafræð- ingur, f. í Reykja- vík 17.7. 1923, d. 18.9. 1969. Þórarinn var þriðji í hópi fimm systkina. Hin eru Ár- sæll Örn, f. 6.10. 1945, maki Sesselja Magnúsdóttir, Þórarinn, f. 14.1. 1949, d. 9.3. 1951, Krist- inn Rúnar, f. 15.6. 1955, maki Kristín Kristjánsdóttir, og Svava, f. 20.4. 1965, maki Þröst- ur Emilsson. Þórarinn kvæntist 30.6. 1979 Guðbjörgu Astrid Skúladóttur, eiganda og skólastjóra Klassíska störf tengd flugi, fyrst sem hlað- maður hjá Loftleiðum í New York og síðar í flugumsjón Loft- leiða og flugturninum í Reykja- vík. Að loknu háskólanámi hóf hann störf við markaðsdeild Cargolux í Lúxemborg og var forstöðumaður þeirrar deildar frá árinu 1980. Árið 1982 varð hann framkvæmdastjóri Cargo- lux fyrir Norður- og Suður- Ameríku með aðsetur í Miami í Flórída. Árið 1990 lét Þórarinn af störfum hjá Cargolux og stofnaði sitt eigið ráðgjafarfyrir- tæki, Merge Global í London. Árið 1994 sneri hann sér að upp- byggingu flugfraktstarfsemi á Íslandi. Fyrst með stofnun Flug- flutninga ehf., flugafgreiðslu- fyrirtækisins Vallarvina og síðar flugfélagsins Bláfugls þar sem hann starfaði sem framkvæmda- stjóri. Þórarinn átti mörg áhugamál, sem flest voru tengd útiveru. Skot- og stangveiði voru þar í öndvegi en á síðari árum bættust við gönguferðir og golf- iðkun. Útför Þórarins fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. listdansskólans, f. í Stokkhólmi 8.10. 1953. Foreldrar hennar eru Skúli H. Norðdahl arkitekt, f. í Reykjavík 29.6. 1924, og Sigríður G. Elíasdóttir hús- freyja, f. á Suður- eyri við Súganda- fjörð 22.11. 1925, d. 1.5. 1992. Synir þeirra eru Kjartan, f. 2.2. 1981, og Skúli, f. 8.10. 1984. Þórarinn ólst upp í Reykjavík, gekk í Ísaksskóla, Æfingadeild Kennaraskólans, lauk landsprófi frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar og stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973. Hann lauk prófi í viðskipta- og hagfræði frá Há- skólanum í Gautaborg í Svíþjóð 1978, þar sem hann lagði áherslu á alþjóðaflutningafræði með flugflutninga sem sérgrein. Þórarinn hóf ungur að árum Elsku drengurinn minn. Vegir lífsins eru óskiljanlegir. Aldrei hefði ég trúað því að ég ætti eftir að upplifa það að þurfa að sjá á eftir þér, þú færir á undan mér, elsku Tóti minn. Þú varst mikill mömmustrákur og mér er minnisstætt þegar þú varst 3 ára gamall í næturpössun eitt sinn hjá ömmu Arndísi. Þá reyndi amma hvað hún gat að gefa þér mat, en þú sagðir bara: „mamma mín á nógan mat“. Alla tíð hefur þú verið mikill vinur minn og góður við mig og fjölskyld- una. Sorgin í dag að þurfa að kveðja þig er svo mikil að mig skortir orð. Ég mun aldrei skilja að þú sért far- inn frá okkur. Guð styrki Guðbjörgu, Kjartan og Skúla og okkur öll á þessum sorg- artíma. Elsku Þórarinn minn, Guð geymi þig. Þín mamma. Fallinn er frá yndislegur bróðir minn, Þórarinn Kjartansson. Hann ferðaðist mikið um ævina og á ég ógrynni af bréfum sem hann skrifaði mér frá öllum heimsálfum. Tóti hvatti mig alltaf til dáða og var duglegur að hrósa mér. Hann bað mig að vera duglega að læra, sagði alltaf að það væri mjög mik- ilvægt. Við vorum ung þegar pabbi okkar dó. Til marks um þá ábyrgð sem hann tók og hve honum var umhug- að um okkur, þá nýbyrjaður í MR, setti hann bauk við símann og sagði að nú yrðum við öll að setja pening í baukinn þegar við hringdum, því það þyrfti jú að borga símreikninginn. Tóti pakkaði mér oft inní sæng þegar ég var lítil, kallaði mig Tótas- ín. Hann bað mig að passa mömmu vel þegar hann fór til útlanda eða í skátaferðir. Og þótt árin liðu og verkefnum hans fjölgaði, þá var hann alltaf sami Tóti. Hann lét sér annt um alla í kringum sig, sýndi endalausa hlýju og umhyggju. Alla mína ævi hef ég getað leitað til Tóta og fengið góð ráð í lífinu. Það hefur reynst mér ómetanlegt. Við skiljum ekki hvað er verið að leggja á okkur núna þegar hann er hrifsaður í burtu frá okkur, fyrir- varalaust. Nú standa aðeins minn- ingarnar eftir, minningar um ynd- islegan mann sem var hvers manns hugljúfi. Megi góður Guð styrkja ykkur, Guðbjörg, Kjartan og Skúli, í þessari miklu sorg. Elsku Tóti minn, Guð geymi þig. Þín systir, Svava. Sæll Kiddi, ég er með mjög slæm tíðindi að færa þér, hann Tóti bróðir þinn er dáinn.Svona hljómaði símtal- ið að stórum hluta sem ég fékk frá Skúla, mági hans Tóta bróður, laug- ardaginn 17. nóvember sl. Þvílíkt reiðarslag. Tóti hafði verið á rjúpna- veiðum með Skúla og öðrum vinum sínum og varð bráðkvaddur í þeirri ferð. Maður skilur stundum ekki hver tilgangurinn með þessari jarð- vist er þegar svona atburðir gerast að fólk á besta aldrei er tekið frá okkur fyrirvaralaust, já maður sem var í toppformi bæði á sál og líkama. Við Tóti vorum mjög samrýndir bræður og ólumst upp í föðurhúsi á Laugaveg 76, í húsi sem afi okkar í föðurætt byggði með miklum dugn- aði árið 1936. Fjölskyldan flutti á Melhagann þegar ég var 12 ára en þá var Tóti 15 ára. Ári eftir að við fluttum þangað dó pabbi okkar á sviplegan hátt en hann starfaði sem siglingafræðingur hjá Loftleiðum og var staddur í New York og lést þar á hótelherbergi aðeins 47 ára gamall. Ég gleymi því aldrei þegar hringt var bjöllunni eitt síðbúið vetrarkvöld heima á Melhaganum en þar fyrir utan stóð prestur í fullum skrúða og tilkynnti okkur að pabbi væri dáinn, svipuð tilfinning braust út þegar okkur var tilkynnt að hann Tóti bróðir væri dáinn, sem sagt gjör- samlega óskiljanlegt, hvernig má þetta vera? Tóti bróðir reyndist mér og mínum alveg sérlega vel í lífinu, hann kom mér í föðurstað að miklu leyti, alltaf þegar ég þurfti á ein- hverjum lausnum að halda eða rök- ræða um einhver mál leitaði ég til Tóta, hann var minn vinur og ráð- gjafi í öllum málum enda sérlega traustur og ábyggilegur maður í alla staði, um það vitna allir sem til hans þekktu. Það var mikið framundan hjá okkur bræðrunum. Nú ertu horfinn á braut, minn kæri bróðir, og ég veit að það er vel tekið á móti þér af pabba okkar og bróður sem munu halda þétt og fast utan um þig því þú varst einstakur maður í lifanda lífi. Ég mun aldrei gleyma þér. Guðbjörg, Kjartan og Skúli, þið eigið stóran sess í hjarta okkar Stínu og barnanna, Kveðja, Kristinn Rúnar. Hvert mannslíf er áfangi mannkyns á jörð til meins og til gagns, hvaða öld, sem við hljótum. Í fjallanna vegg brýtur vatnið skörð. Í veikleika manns skýtur himinninn rótum. (Helgi Sveinsson) Í tæplega fjörutíu ár áttum við Þórarinn tengdasonur minn samleið. Við áttum skap saman, sem fljótlega tengdi okkur vináttuböndum. Eðlis- lægt trygglyndi Þórarins treysti þau bönd í gegnum árin með þeim hætti að hann varð sem eitt af börnum okkar Sigríðar. Nú þegar leiðir skilja kveðjum við Björg Þórarin með söknuði og þökkum fyrir góðar samverustundir. Hóglega, hæglega, á hafsæng þýða, sólin sæla! síg þú til viðar. Nú er um heiðar himinbrautir för þín farin yfir frjóvga jörð. (Jónas Hallgrímsson) Björg og Skúli. Minningar, minningar, minningar flæða og allar svo góðar. Það er nú svo að á lífsleiðinni kynnist maður mörgum. Sumir hafa lítil áhrif á líf manns, en aðrir þannig að upplifunin er sú að maður hafi fengið stóra vinninginn í happdrætti lífsins. Þakkar fyrir að hafa verið svo lánsamur að fá að kynnast viðkom- andi. Þetta á við um þig. Þetta eigum við Guðbjörgu að þakka sem kom með þig þá 19 ára gamlan inn á heimili okkar. Það er orðinn dágóður tími, megnið af ævi okkar. Þið voruð svo ung og falleg saman. Þið báruð líka gæfu til að rækta sambandið með árunum á þann hátt að það varð betra og betra með auknum þroska. Það fór ekki fram hjá neinum að þú elskaðir Guð- björgu og hún var þín og þú varst hennar. Ekkert var gert með hálf- kæringi, heldur var lögð alúð í allt sem þið gerðuð, hvort sem var í vinnu eða í daglega lífinu. Það er líka til eftirbreytni hvernig þið sáuð um hvort annað og leyfðuð hvort öðru að njóta sín. Samband ykkar var svo fullkomnað með fæðingu Kjartans og Skúla, tveggja yndislegra manna, sem núna eru að byrja að fóta sig sem fullorðnir menn og sakna pabba sárt. Þú varst þeirra besti vinur, og áttir trúnað þeirra. Það hlotnast ekki öllum að eiga svona pabba og þeir vita það og því er sorg þeirra svo mikil. Fráfall þitt er mikið reiðarslag. Enginn fyrirvari og þú varst sá sem gerðir allt rétt. Hugsaðir eins vel um heilsuna og hægt var og því er þetta allt svo óskiljanlegt. Við megum okkar svo lítils og fáum engu um ráðið á svona stundu. Elsku Tóti, það sem við söknum þín. Samheldinn systkinahópur hef- ur átt því láni að fagna að makar, sem stofnuðu á léttri stundu Félag tengdra, og börn, náðu saman á ómetanlega fallegan og einstakan hátt. Við vitum að það er ekki sjálf- gefið. Við höfum tekið þátt í lífi hvert annars. Umborið galla og lofað kosti, fagnað sigrum og verið til taks ef eitthvað bjátaði á. Því okkur þykir vænt um hvert annað. Mest samt höfum við haft það gaman. Mikið hefur verið brallað innanlands sem utan. Sumt planlagt með löngum fyrirvara, annað ákveð- ið einn, tveir og þrír. Oftast svo létt yfir hópnum og þú áttir svo stóran þátt í því og öllu sem gert var. Þú hafðir góða nærveru, jákvæður og hlýr og við fundum mikla vináttu. Traustur varstu með afbrigðum og ráðagóður. Núna eigum við ótal minningar og myndir sem við mun- um halda í um ókomna tíð. Þær hefðir sem fylgt hafa hópnum verða aldrei eins og áður og við þurf- um smátt og smátt að fóta okkur á ný. Það verður erfitt en það munum við gera, ekki síst fyrir Guðbjörgu og strákana. Alveg eins og þú hefðir gert fyrir okkur. Blessuð sé minning þín. Skúli, Sigrún (Mússa), Valgerður, Ingibjörg, Jón Þrándur, Guðrún, Logi og börn. Það eru margar minningar tengd- ar Laugavegi 76 sem koma upp í hugann þegar ég minnist bróðurson- ar míns, Þórarins Kjartanssonar. Foreldrar mínir, Þórarinn Kjartans- son og Guðrún Daníelsdóttir, létu reisa veglegt hús við Laugaveg 76 árið 1929 og bjuggu flest af þeirra 12 börnum þar einhvern tíma með mök- um sínum og börnum. Þórarinn var einn af þeim mörgu barnabörnum foreldra minna sem fæddust í húsinu og ólust þar upp. Tóti, eins og hann var kallaður, fæddist þann 28. júlí 1952 og var því aðeins 55 ára gamall þegar hann lést. Hann var sonur Billa bróður míns og Dídíar mág- konu minnar en þau eignuðust 5 börn, 4 syni og eina dóttur. Son sinn ungan misstu þau áður en Tóti fædd- ist. Það er því mikið lagt á Dídí að þurfa nú að sjá á eftir öðrum syni sínum fyrir utan það að missa Billa eiginmann sinn allt of ung. Tóti var strax sem barn ljúfur og þægilegur, einstaklega prúður og kurteis og alltaf var stutt í fallega brosið hans. Þetta breyttist ekkert eftir að hann var fullorðinn, þá kom enn betur fram hvaða góða mann hann hafði að geyma. Hann var far- sæll í starfi og var gaman að fylgjast með hvernig hann með dugnaði sín- um réðst í að stofna og stjórna fyr- irtækjum bæði hérlendis og erlendis og kom mér ekkert að óvörum að Tóta skyldi ganga vel. Í stórri fjöl- skyldu er oft erfitt að viðhalda tengslunum en ég hef haft ánægju af að fylgjast með Tóta gegnum árin og verið stolt af frænda mínum. Það er því sárt að þurfa að kveðja þennan góða dreng. Hann var kvæntur Guð- björgu Astrid Skúladóttur og eiga þau synina Kjartan og Skúla sem nú kveðja elskulegan eiginmann og föð- ur. Elsku Dídí, Guðbjörg, Kjartan og Skúli, hugur minn er hjá ykkur, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Þóra Þórarinsdóttir og fjölskylda. Elsku Guðbjörg, Kjartan og Skúli. Mér þykir þetta svo sárt, og ég trúi þessu hreinlega ekki. Ég vildi að ég gæti verið með ykkur en því mið- ur gekk það ekki. Þannig að ég er með ykkur í anda. Við erum heppin hvað fjölskyldan er ástrík og náin, því veit ég að þið komið sterk úr þessu. Vona að með tímanum verði þetta ykkur léttbær- ara þótt ég get ekki séð það núna og hvað þá þið. Ég elska ykkur og hlakka til að geta faðmað ykkur. Tóti, takk fyrir æðislegar stundir, ég bjóst við og hefði viljað að þær yrðu fleiri. Skrýtið hvað lífið leikur mann grátt upp úr þurru. Minning þín lifir í hjarta. Ég veit að þú vakir yfir okkur öll- um og verndar. Þetta er til þín: Yfir bænum heima mun bláfuglinn sveima á morgun, – þú mátt treysta því. Og með heiðri og sóma mun sumarið ljóma á morgun, – blómabrekkum í. Og tranan mun leggjalöng um leirurnar vappa á ný, og álftir sinn álftasöng munu iðka af kappi á ný. Yfir bænum heima mun bláfuglinn sveima á morgun, – þú mátt treysta því. (Jónas Árnason.) Fljúgum saman um heiminn. Þinn Arnar frændi. Nú er komið að kveðjustund sem er þungbærri en orð fá lýst. Aldrei hafði okkur órað fyrir að Þórarinn Kjartansson, þessi stóri og hrausti maður, yfirgæfi okkur svona snemma. Maður verður að trúa því að honum hafi verið ætlað eitthvað meira og merkilegra annars staðar. Við sitjum eftir ósátt en minning- arnar lifa. Leiðir okkar Tóta lágu saman í fjórða bekk í MR. Við hittumst á tröppunum við Fjósið og tókum tal saman og áður en langt var liðið á samtalið benti hann á sígarettuna sem ég var með og sagði; „þú ættir að hætta þessu.“ Þetta var áður en farið var að tala um skaðsemi reyk- inga en Tóti var strax þá meðvitaður og lét mann oft heyra hvað þetta var óhollt. Þennan vetur varð til vinátta okkar bekkjarfélaganna, Tóta og Árna og við vorum „þríeykið“ það sem eftir var af menntaskólaárun- um. Á háskólaárunum hittumst við sjaldnar þegar Tóti fylgdi Guð- björgu sinni til Svíþjóðar og lauk námi í Gautaborg. Þá var ekki int- ernetið og fátækir námsmenn hringdu ekki milli landa nema lífið lægi við, en sendibréfin voru löng. Vináttan hélst og efldist með fjöl- skyldum okkar og það var margt brallað. Heimsóknir til Guðbjargar og Tóta bæði í Luxembourg og á Miami lifa í minningunni, betri gest- gjafar en þau voru ekki til. Veiði- ferðir okkar voru orðnar óteljandi bæði hér á landi sem erlendis. Tóti var besti veiðifélagi sem hægt var að óska sér og veiðimaður af guðs náð. Leikhúsferðirnar okkar voru löngu fastur punktur í tilverunni á vet- urna, en það kom fyrir að við fé- lagarnir dottuðum í sætunum eftir langan dag ef leikritin höfðuðu ekki til okkar og við uppskárum ófá oln- bogaskotin frá konum okkar. Það kom einu sinni til tals að ganga út í hléi á sérlega leiðinlegu stykki en það fannst Tóta ekki koma til greina því nú færi þetta fyrst að verða spennandi, – „það getur í það minnsta ekki versnað,“ sagði Tóti! Uppgjöf var ekki að hans skapi. „Fremstur meðal jafningja“ er oft sagt um menn sem skara fram úr og þetta á einmitt vel við um Þórarin Kjartansson. Hann var einstaklega vel gerður að öllu leyti: skemmtileg- ur og innilegur vinur, stórhuga og framsýnn framkvæmdamaður og yndislegur heimilisfaðir. Það var ekki hálfkák í neinu, það vissu allir sem þekktu hann. Það lýsir sér best í því þegar Guðbjörg fór að vinna fram eftir kvöldum í ballettskólan- um og enginn var til að elda matinn. Þá tók Tóti það að sér eins og hann hefði aldrei gert annað og brátt varð eldamennskan að ástríðu og hann varð að sjálfsögðu listakokkur. Hann var á undan okkur í svo mörgu og því miður einnig núna. Nú þurfti hann að fara á undan okkur að kanna nýja slóð með sínum gamla veiðifélaga Sófusi. Sá hefur tekið glaður á móti húsbónda sínum og fé- laga. Við fylgjum á eftir þegar okkar tími er kominn, en þangað til eigum við eftir að sakna hans mikið og minnast vinar sem var engum líkur. Elsku Guðbjörg, Kjartan og Skúli, Þórarinn Kjartansson                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.