Morgunblaðið - 26.11.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 26.11.2007, Síða 30
30 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞETTA KAST ÁKVEÐUR HVORT LIÐIÐ VINNUR ANNAÐ HVORT VERÐUR HANN HETJA EÐA ÉG! ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ! ...OG ÞAÐ VAR HANN KALVIN, ÉG KEYPTI SULTUFYLLTA KLEINUHRINGI. VILTU EKKI FÁ EINN? SULTUFYLLTIR KLEINU- HRINGIR ERU ÓGEÐSLEGIR! ÞETTA ER EINS OG AÐ BORÐA STÓRA MJÚKA PÖDDU... MAÐUR BÍTUR Í HANN OG FJÓLUBLÁTT GUMS LEKUR ÚT UM ALLT! ÞÚ MÁTT BORÐA MINN SVONA FER ÉG AÐ ÞVÍ AÐ VERA SVONA GRÖNN ELSKAN, VILTU AÐ ÉG SPILI EITTHVAÐ SÉRSTAKT LAG FYRIR ÞIG? FYRST ÞÚ MINNIST Á ÞAÐ... ÞÁ MÁTTU SPILA FYRIR MIG BRÚÐARMARSINN ÉG SÉ AÐ DEPILL ER BÚINN AÐ SETJA NÝJA FÆRSLU Á BLOGGIÐ SITT ADDA HAFÐI RÉTT FYRIR SÉR! ÞESSI STAÐUR ER ROSALEGA DÝR EN ÞAÐ ER EKKI Á HVERJUM DEGI SEM MAÐUR FER ÚT AÐ BORÐA MEÐ RÍKUM VINI SÍNUM... VIÐ HÖFUM ALVEG EFNI Á ÞESSU EN ÉG VIL EKKI EYÐA ÖLLU SPARIFÉNU MÍNU Í MAT ÞESSI KJÚKLINGA- RÉTTUR ER ÁHUGAVERÐUR. HANN ER SKREYTTUR MEÐ GULLI! EF ÉG HEFÐI EKKI VERIÐ Í MYNDVERINU Í DAG ÞÁ HEFÐI M.J. KANNSKI DÁIÐ PETER! ! ÞÚ BJARGAÐIR LÍFI MÍNU Í DAG! TIL HVERS ANNARS AÐ EIGA OFUR- HETJU FYRIR EIGINMANN Grettir VAR ?! LJ TUR HUNDUR GRRR dagbók|velvakandi Fríríki á Keflavíkurflugvelli Ég mótmæli harðlega þeim hug- myndum um að fylla flugvall- arsvæðið í Keflavík af ríkisstofn- unum. Það er enginn metnaður í þeim hugmyndum. Flugvallarsvæðið, með öllum þeim byggingum og aðstöðu sem þar eru, getur verið grunnurinn að stærstu viðskiptahugmynd Íslandsögunnar. Tækifærin felast í því að gera svæðið að fríríki með skattfrjálsri verslunarmiðstöð af stærstu gerð. Einnig heilsuræktarstöð og hvíld- arstað fyrir metnaðarfulla ein- staklingasem geta notið dvalar í um- hverfi sem á engan sinn líka í Evrópu. Söfn og nátturminjar með aðgangi að Blá lóninu geta orðið heimsfræg miðstöð hvíldar og hress- ingar. Leifsstöð á að koma að þessu ásamt Reykjanesbæ og nágranna- sveitarfélugum. Þetta getur verið lykill Íslendinga að alþjóða- viðskiptum þar sem flugvallarskýlin geta verið alþjóðlegar sýning- arhallir. Sjálfsagt er að fjármálastofnanir verði staðsettar á svæðinu sem dyrnar að útrás Íslendinga. Um- hverfið þarf að gera aðlaðandi í kring um íbúðir á svæðinu. En fyrst og fremst er þetta tæki- færi, sem ekki má eyðileggja með því að fylla svæðið af dauðum rík- isstofnunum. Árni Björn Guðjónsson Ráðleysur Höfum við ,,hrædd þjóð“ efni á að hafa þingmenn í fullu starfi við að ræða um hvort ríkið og einstaklingar eigi að græða á brennivínssölu? Liggur ekkert nauðsynlegra fyrir? Jú, það er fundið! Það er orðið ráðherra. Það er móðgun við þær konur í því starfi! Geta þær þá ekki bara kallast ráðleysur, svo sem ut- anríkisráðleysa? Ráðalaus Árssól Njörður P. Njarðvík, hjartans þakk- ir fyrir útvarpsþáttinn Árssól á sunnudagsmorgnum í Ríkisútvarp- inu. Þú ert afbragð. Gömul kona austur á Rangárþingi Taska hvarf úr bíl Taska hvarf úr bíl laugardags- kvöldið 17. nóvember þar sem bíllinn stóð við Freyjugötu. Þetta var svört taska úr striga, og í henni voru vatnslitamyndir sem eigandinn hafði málað sjálfur, penslar, litir, blýant- ar, listgler og prjónauppskrift. Eig- andanum eru þessar vatns- litamyndir afar kærar og væri þeim afar þakklátur sem gæti skilað þeim. Ef einhver hefur séð þessa tösku eða fundið, þá er hann vinsamlegast beð- inn að skila henni til Guðrúnar Bjarnadóttur eða hafa samband í síma 552-9804. Cartier-armbandsúr tapaðist Sígilt Cartier-armbandsúr úr stáli og gull með múrsteinsarmandi tap- aðist á móts við skúrana á Ægissíðu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 899-8306. Elsa. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hundtryggur og hundhlýðinn bíður þessi fallegi hundur úti í suddanum eftir eiganda sínum. Kannski getur hann stytt sér stundir með því að fylgj- ast með mannlífinu, sem er yfirleitt fjölbreytt í Þingholtunum. Morgunblaðið/Frikki Beðið eftir húsbóndanum FRÉTTIR KRISTÍN Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, og Sjöfn Sigurgísla- dóttir, forstjóri Matís, undirrituðu á föstudag samning um samstarf á milli stofnananna í þá átt að stórefla rannsóknir og menntun í matvæla- fræðum, matvælaverkfræði, líf- tækni og matvælaöryggi hér á landi. Í fréttatilkynningu segir að markmið samningsins sé m.a. að efla samkeppnishæfni íslenskra af- urða og atvinnulífs, að bæta lýð- heilsu og tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjón- ustu. Ennfremur er stefnt að því að fjölga verulega nemendum í grunn- og framhaldsnámi í áðurnefndum greinum við Háskóla Íslands. Viðstaddur undirritunina var Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- ráðherra og landbúnaðarráðherra. Samvinna HÍ og Matís að eflingu rannsókna Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.