Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 34

Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 34
34 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Dan in Real Life kl. 3:40 - 5:45 - 8 - 10:15 Dan in Real Life kl. 3:40 - 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 10 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6 Dan in Real Life kl. 8 - 10 Rendition kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Wedding Daze kl. 6 B.i. 10 ára Rogue Assassin kl. 6 B.i. 16 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 Dan in Real Life kl. 5:45 - 8 - 10:15 La Vie en Rose kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára This is England kl. 6 - 8 - 10 * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Ve rð a ðeins 600 kr . Með íslensku tali - Kauptu bíómiðann á netinu - THIS IS ENGLAND FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" ÁSTARSORG Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! BORÐTENNISBULL ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST Vönduð frönsk stórmynd, sem er að fara sigurför um heiminn, um litskrúðuga ævi Edith Piaf. LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd um ungan mann sem er sannfærður um að hann muni aldrei verða ástfanginn aftur! Sannkölluð stórmynd með mögnuðum leikurum. LJÓN FYRIR LÖMB eeee - V.J.V., Topp5.is eeee - EmpireDAN Í RAUN OG VERU Frábær róman tísk ga man- mynd e ftir ha ndrith öfund About a Boy Eitthvað hefur komið fyrir Dan. Það er flókið. Það er óvenjulegt. Það er fjölskylduvandamál. Steve Carell úr 40 year Old Virgin og Evan Almighty leikur ekkill sem verður ástfanginn af kærastu bróður síns! S T E V E C A R E L L Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? eeee - H.J. Mbl. eeee - T.S.K., 24 Stundir MYNDDISKAR» Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is ÓTRÚLEGT en satt, um þessar mundir er áratugur liðinn síðan mynddiskurinn (DVD) kom á mark- aðinn og varð ómissandi afþreying á nánast hverju heimili. Það var haustið 1997 að Warner kynnti til sögunnar fyrstu útgáfurnar, um 60 titla sem voru valdir að und- angengnum sex mánaða víðtækum markaðsprófunum. Um svipað leyti setti Sony mynddiskaspilara á markaðinn og kostaði sá fullkomn- asti um 1.000 dali. Fleiri gerðir komu smám saman til sögunnar en verðið hélst hátt til að byrja með. Þessarar tæknibyltingar var beðið með mikilli eftirvæntingu, þó birtust nokkur ljón í veginum. Kvikmynda- verin voru ekki öll sátt við að breyta yfir í stafrænu tæknina og stóru myndbandaleigurnar vildu ekki hreinsa gömlu myndböndin úr hill- unum fyrir diskana. Það leið ekki á löngu uns mark- aðurinn tók við sér, kostirnir fram yfir spólurnar voru ótvíræðir. Fyr- irferðin var miklu minni þannig að diskarnir spöruðu hvarvetna dýr- mætt pláss, þeir lækkuðu fram- leiðslu- og flutningskostnað, svo eitt- hvað sé nefnt og slitin bönd voru úr sögunni. Aðalatriðið var stóraukin myndgæði sem úreltu myndböndin á skemmri tíma en jafnvel bjartsýn- ustu framleiðendur höfðu þorað að vona. Það er erfitt að meta hversu mikil áhrif mynddiskurinn hefur haft á kvikmyndaneyslu almennings. Rétt eins og við hin eldri reynum að út- skýra hvernig heimurinn var fyrir tíma tölvunnar eða netsins eigum við eftir að leiða yngri kynslóðum í ljós byltinguna sem varð á 10. áratugn- um þegar skýr og nettur diskurinn gerði kvikmyndaunnendum loksins mögulegt að fara að safna uppá- haldsverkunum sínum. Ef neyt- endur bíða þolinmóðir eftir að verðið lækki þegar frá líður útgáfudegi er myndasöfnun vel viðráðanleg. Gaml- ar myndir og sígildar eru að vísu vandfundnar á markaðnum hér heima, en mesta furða hvað hefst upp úr krafsinu ef farið er að leita. Eins er auðvelt að kaupa myndir á netinu. Mynddisk- urinn 10 ára Morgunblaðið/Golli DVD Mynddiskar hafa leyst gömlu myndböndin af hólmi. AÐ MARGRA dómi er Gallipoli ein besta mynd ástralska kvikmynda- vorsins þar sem Weir var fremstur meðal jafningja. Gallipoli styðst við sögulega atburði, þátttöku Ástrala í fyrri heimsstyrjöldinni og fylgist með tveim vinum sem hleyptu heimdrag- anum. Archie (Lee), er bráðefnilegur spretthlaupari sem vinnur frækinn sigur á Perth-búanum Frank (Gib- son). Fyrri heimsstyrjöldin er í al- gleymingi og dreymir unga menn um að leggja sitt af mörkum til að koma á friði. Archie er of ungur til að skrá sig og Frank kann ekki að sitja hest en báðir komast á vígstöðvarnar þar sem þeirra bíða ólík örlög. Gallipoli er í hópi áhrifaríkustu stríðsádeilna sem gerðar hafa verið og gjörólík þeim hávaðasömu stríðs- brellumyndum sem við eigum al- mennt að venjast. Lágstemmd saga af vináttu, ævintýraþrá og hetju- draumum sem eru svo fjarri raun- veruleikanum þegar á reynir. Weir notar drjúgan tíma til að lýsa hvernig vinátta piltanna myndast, glýjunni í augum þeirra, æv- intýraheiminum í þjálfunarbúðunum í skugga píramíd- anna í Egypta- landi. Eins og hendi sé veifað tekur alvaran við, vægðarlaus hern- aðarátök þar sem dauðinn vofir yfir og Weir undir- strikar á áhrifaríkan hátt, ekki síst með frábærri hljóðrás með verkum Paganini, Strauss o.fl. Sviðsetningin á vígvellinum er einföld en hittir beint í hjartað. Gallipoli er óvenju vitræn og beinskeytt ádeila og virðing- arvottur við minningu hermannanna sem voru leiddir til slátrunar. Hryllingur stríðs Sæbjörn Valdimarsson Gallipoli  Ástralía 1981. Sam-myndir 2007. 107 mín. Ísl. texti. Leikstjóri: Peter Weir. Aðalleikarar: Mel Gibson, Mark Lee, Bill Kerr. Stríðsmynd FYRIRSÖGNIN er dæmigert brot úr einum söngtextanum og fram- kallar létt nostalgíukast yfir því hversu langt er liðið síðan fé- lagarnir í Monty Python-genginu léttu okkur lund. Uppákomurnar, ólýsanlegir fáránleikasketsar, söng- og dansatriði, og yfir höfuð vitrænn fíflagangur sem átti engan sinn líka á sviði og í kvikmyndum. M.P. risu hæst á sjöunda og áttunda áratugn- um og er sýningin í Hollywood Bowl tekin 1981. Háðfuglarnir hver öðrum betri og myndirnar þeirra hitta vonandi í mark hjá ungum áhorfendum í dag. Hvað sem því líður var löngu tímabært að viðra verkin á nýjan leik og fyndnin hef- ur staðist tímans tönn. „Það er dásamlegt að vera fábjáni …“ Sæbjörn Valdimarsson Monty Python Live At The Holly- wood Bowl  Bandaríkin 1982. Sena 2007. Ísl. texti. 77 mín. Öllum leyfð. Leikstjóri: Terry Hughes og Ian MacNaughton. Aðalleik- arar: Graham Chapman, John Cleese, Terry Gilliam, Eric Idle, Terry Jones, Mich- ael Palin. Grín HVAÐ sem mönnum finnst um efn- istökin er ljóst að Hard Candy gleymist ekki áhorfandanum í bráð. Hún fjallar um öfugugga sem eru því miður mjög í kastljósinu um þessar mundir, barnaníðinga og út- smognar, nútímalegar aðferðir þeirra við að krækja í barnung fórnarlömb. Hayley (Page), 14 ára telpa, hittir Jeff (Wilson), sem hún hefur verið í sambandi við á spjall- rás í nokkra mánuði. Hvað aldurinn snertir gæti hann verið faðir henn- ar en Hayley lætur það ekki aftra sér frá því að fara með honum heim. Það kemur í ljós að hún hefur sínar ástæður, Hayley hyggur á aðgerðir. Efnið er versta martröð barna- níðinga og satt að segja hefur maður enga sam- úð með óvæntu fórnarlambi myndarinnar. Best að segja sem minnst til að spilla ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá þennan harla óvenjulega sálfræðitrylli sem myndin breytist í eftir upphafsatriðið. Barnaníðingar eru allra afstyrma fyrirlitlegastir en framvindan þróast í óvænta átt og verður leikur kattarins að mús- inni. Hvað sem öðru líður vekur myndin þarfa athygli á perrum og aðferðum þeirra. Leikur Page er með miklum ólíkindum og Wilson er að festa sig í sessi sem leikari sem vert er að fylgjast með. Leik- stjórnin er þétt og misvænt hand- ritið á fína spretti. Martröð barnaníðingsins Sæbjörn Valdimarsson Hard Candy  Bandaríkin 2006. Myndform 2006. Ísl. texti. 100 mín. Ekki við hæfi yngri en 16 ára. Leikstjóri: David Slade. Aðalleikarar: Patrick Wilson, Ellen Page, Sandra Oh. Spenna/Drama

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.