Morgunblaðið - 26.11.2007, Síða 40

Morgunblaðið - 26.11.2007, Síða 40
MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 330. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Dýr þyngdaraukning  Hver aukning meðalþyngdar Ís- lendinga um eitt stig líkamsþyngd- arstuðuls (BMI) eykur heilbrigðis- kostnað þjóðarinnar um hátt í tvo milljarða á ársgrundvelli. 6-9% af heilbrigðisútgjöldum á Vestur- löndum eru tilkomin vegna offitu, að sögn Tinnu Laufeyjar Ásgeirs- dóttur, doktors í heilsuhagfræði. » Forsíða Töfrafoss alveg horfinn  Völundur Jóhannesson, stofnandi Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, segir að Landsvirkjun hafi skrökvað því að Töfrafoss í Kringilsá myndi að- eins fara hálfur í kaf þegar mest væri í lóninu. Líklega sé nú orðið sjö til átta metra dýpi niður á fossinn. » Miðopna Bjargað úr bifreið  Björgunarsveitarmenn brutu hlið- arrúðu og náðu þannig til eldri manns sem var í sjálfheldu í bifreið sinni eftir að hún hafnaði í Höfða- brekkutjörnum við Vík í Mýrdal í gær. Maðurinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild. » 2 Mynd um Explorer  Þór Jakobsson veðurfræðingur vinnur nú að heimildamynd um ferð rannsóknar- og fræðsluskipsins Explorer hingað til lands og Austur- Grænlands fyrir rúmu ári. Skipið sökk sem kunnugt er við Suður- skautslandið fyrir helgi. » 8 SKOÐANIR » Staksteinar: Leynifundur?! Forystugreinar: Samfylkingin á undanhaldi | Þrengt að Kasparov Viðhorf: Konfektkassinn Ljósvaki: Svíþjóð eða Benidorm UMRÆÐAN» Mannréttindabrot eiga ekki að líðast 50+ eða 70+ Bíbí á jaðrinum Draumurinn sem rættist Jólakaktus og aðrir haustkaktusar FASTEIGNIR» Heitast 7°C | Kaldast 2°C  SA 8-13 m/s og víða rigning, en SV 8-13 vestanlands. Skúrir. Styttir upp fyrir aust- an undir kvöld. » 10 Þótt ný plata Birg- ittu Haukdal sé á köflum sykursæt og væmin er um heild- stætt og gott verk að ræða. » 33 TÓNLIST» Fjórar stjörnur KVIKMYNDIR» Bjólfskviða er tæknilegt afrek. » 35 Þótt ótrúlegt megi virðast eru heil tíu ár síðan mynddisk- urinn kom á markað og leysti mynd- bandið af hólmi. » 34 TÆKNI» Tíminn líður hratt TÓNLIST» Nokia on ice heppnaðist framar vonum. » 36 FÓLK» Flugan var á veggjum um alla borg. » 32 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Vísindamaður sem saknað var … 2. McCartney fékk ekki að lenda 3. Take That í eiturlyfjum 4. Ísland með Hollandi og Noregi MAGNÚS Geir Þórðarson, leik- hússtjóri Leik- félags Akureyrar, tilkynnti starfs- fólki LA í gær, skv. heimildum Morgunblaðsins, að hann sækti um stöðu leik- hússtjóra Borg- arleikhússins. Starfið var auglýst í gær, umsóknum þarf að skila fyrir 29. desember og nýr leikhússtjóri tekur til starfa á vordögum. Guðjón Pedersen, núver- andi leikhússtjóri Borgarleikhúss- ins, hættir í vor eftir átta ár í starfi en venja er að nýr leikhússtjóri vinni við hlið þess fráfarandi um skeið. Magnús Geir hefur stýrt LA í tæp fjögur ár, félagið hefur átt mikilli velgengni að fagna á þeim tíma og aðsókn á sýningar þess margfaldast. Ráðningarsamningur Magnúsar var endurnýjaður til þriggja ára um síð- ustu áramót, en ákvörðun hans nú er tekin í fullu samráði við stjórn LA, skv. heimildum blaðsins, og beinlínis gert ráð fyrir því á sínum tíma að þessi staða gæti komið upp. Magnús sækir um Magnús Geir Þórðarson Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÓNEITANLEGA var það nokkuð óhugnanlegt að vera aleinn í auðn- inni – í blindbyl,“ segir Judicael Bruno Arnold Decriem, sem fannst rétt norðan við Eldgjá í Klappargili aðfaranótt sunnudags eftir víðtæka leit björgunarsveita. Bruno hafði þá beðið eftir björgun í um 55 klukku- stundir en hann festi bíl sinn síðdeg- is á fimmtudag. Hann hafði meðferð- is tvær samlokur og súkkulaði- stykki. Bruno var á vegum Raunvísinda- stofnunar að sækja átta GPS-land- mælingatæki á svæðinu frá Kirkju- bæjarklaustri, norður undir Þóris- vatn og austur að Kálfafelli. Hann lagði af stað upp úr hádegi á fimmtu- dag, einn á ferð á Toyota Hilux- jeppa, og áætlaði að ferðin tæki einn til tvo daga. Ekkert hafði spurst til hans um miðjan dag á laugardag og því ákveðið að hefja leit. Leitin gekk vel enda veður ágætt, þótt kalt væri. Sex björgunarsveitir af svæðinu tóku þátt í leitinni og höfðu menn farið að sjö GPS-mæli- tækjum og áttu nokkra kílómetra eftir að því áttunda þegar jeppi Brunos fannst. Bruno var töluvert kaldur en annars ómeiddur, og á fá orð til að lýsa þeirri stund þegar hann fannst. Jeppinn varð olíu- og rafmagns- laus á föstudag en þá gerði einmitt aftakaveður á svæðinu. Bruno segir að svefnpoki sinn hafi þá komið að góðum notum en þrátt fyrir hann hafi sér verið afar kalt. Á laugardag var veðrið skaplegra og fór Bruno í gönguferð til að leita skjóls. Það fann hann hins vegar ekki og hafðist því við í bílnum þar til björgun barst. 55 klukkutíma bið  Festi bílinn síðdegis á fimmtudag og braut verkfæri sín  Var með tvær samlokur og súkkulaðistykki meðferðis Í HNOTSKURN »Hvorki talstöð né NMT-símiBrunos virkuðu þannig að hann gat ekki kallað eftir hjálp. »Hann reyndi að koma bílnumúr förunum en verkfærin brotnuðu við átökin. Bíllinn var blýfastur. »Ekki tókst að losa bílinn þeg-ar Bruno fannst og er hann enn í Klappargili. »Björgunarsveitir mæla ekkimeð að menn fari einir upp á hálendi um hávetur án þess að þekkja þar til.                                 !  " " " " ##              Í TILEFNI af því að í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hall- grímssonar ákváðu afkomendur systkina skáldsins að hittast og minnast systkinanna auk þess að hitta í leiðinni skyldmenni. Á þriðja hundrað manns sóttu samkomuna og í ráði er að taka saman ætt- arsögu. Jónas átti þrjú systkin, þau Þor- stein, Rannveigu og Önnu Mar- gréti. Afkomendur eru aðeins frá tveimur þeirra, Þorsteini og Rann- veigu. Fjölbreytt dagskrá Samkoma ættarinnar fór fram í sal Kennaraháskóla Íslands síðdeg- is á laugardag og var dagskráin fjölbreytt. Sungnar voru Vísur Ís- lendinga og fjögur ungmenni úr ættinni lásu ljóð eftir Jónas. Páll Valsson íslenskufræðingur flutti einnig erindi um þjóðskáldið og voru sýndar myndir af afkom- endum Rannveigar og Þorsteins í þrjá ættliði. Innfellda ljósmyndin er af systur Jónasar, Rannveigu Hallgríms- dóttur (1802-1874), og var tekin ár- ið 1872. Ekki eru til ljósmyndir af hinum systkinunum. Rannveig bjó ásamt manni sínum á Steinsstöðum, þar sem Jónas átti sér oft athvarf á milli ferða sinna. Rannveig er talin hafa verið skáld- mælt, þótt aðeins hafi varðveist eft- ir hana nokkrar vísur. Hún var einnig tónelsk og vitað er til að langspil hafi verið til á heimilinu, sem heimilismenn lærðu á, auk þess sem mikið var sungið. Steinsstaðir voru í þjóðbraut og var mikið um að gestir gistu á bæn- um á ferðum sínum. Rannveig hef- ur því séð um umsvifamikið heimili. Afkomendur systkina Jónasar Hallgrímssonar hittust um helgina Minntust Jónasar og systkina Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.