Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 325. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is ERUÐ ÞIÐ ÞARNA? EILÍF MYNDATAKA OG MAS Í SÍMANN Á TÓNLEIKUM OG KNATTLEIKJUM >> 39 FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FLEST dýrustu lyfin sem notuð eru vegna meðferðar við ýmsum sjúk- dómum hér á landi eru svonefnd s-merkt lyf. Þau eru eingöngu notuð á sjúkrahúsum. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að lyfið Tysabri, sem gagnast við MS og skráð var hér í ágúst sl., stendur sjúklingum ekki enn til boða. Árs- skammtur af lyf- inu kostar um 2,7 milljónir króna. Mörg s-merktu lyfjanna eru nýleg og segir Sigurður B. Þorsteinsson, yfirlæknir deildar lyfjamála á LSH, að hvað verð snerti sé verið „að tala um verðmiða sem við höfum ekki séð hvað varðar lyf“. Að hans sögn kosta dýrustu lyfin sem gefin eru við krabbameini og bú- ið er að heimila á bilinu 6-7 milljónir króna á ári á hvern sjúkling. Þó nokkur lyf kosti 3-4 milljónir á ári. Sigurður bendir á að fjöldi sjúk- linga sem taka hin dýru lyf sé mis- mikill. Sjúklingahópar kunna að vera 1-2 á ári upp í tugi manna. Sigurður segir mörg þessara lyfja vera svonefnd líftæknilyf. Þau eru búin til með erfðafræðilegum aðferð- um. Þessi lyf séu notuð við ýmsum illkynja sjúkdómum á borð við krabbamein. Slík lyf eru einnig notuð við bólgusjúkdómum eins og gigtar- sjúkdómum, MS, augnsjúkdómum og sjálfsofnæmissjúkdómum. Sigurður segir það mjög viðkvæmt mat þegar skoðað sé hvort taka eigi tiltekið dýrt lyf í notkun. Spyrja þurfi hversu árangur megi „vera mikill til þess að verðskulda verðmið- ann sem getur leikið á nokkuð mörg- um milljónum fyrir ársmeðferð“. Oft sé um að ræða sjúkdóma þar sem meðferð standi árum saman. Þeir sem komi að lyfjamálum á LSH hafi fyrst og fremst hagsmuni sjúklinga í huga. Enn sem komið er hafi engu nýju lyfi verið hafnað vegna kostn- aðar. Kostnaður fram úr heimildum Á þessu ári voru ætlaðar 1.986 milljónir króna til kaupa á s-merkt- um lyfjum á Landspítala. Í október var talan komin í 1.780 milljónir, að sögn Rannveigar Einarsdóttur, lyfjafræðings á deild lyfjamála hjá Landspítala. Hún segir að kostn- aðurinn verði líklega á bilinu 2,1-2,2 milljarðar. Í fyrra var hann 1.382 milljónir króna. Rannveig segir að taka verði með í reikninginn að lyfja- verð hækki almennt um 12-15% milli ára í löndunum í kringum okkur. Dýrustu lyfin á 6-7 milljónir 2,2 milljarðar í s-merkt lyf á árinu Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 2,44% í gær og hefur hún ekki verið lægri síðan 5. janúar sl., á þriðja við- skiptadegi ársins. Eins og svo oft áð- ur á undanförnum vikum voru það FL Group og Exista sem leiddu lækkunina, FL Group lækkaði um 5,5% í gær og Exista um 3,8%. Kreppan sem hófst á fjármála- mörkuðum heimsins snemma á þriðja ársfjórðungi hefur bitnað hlutfallslega langverst á þessum tveimur félögum og hefur markaðs- virði þeirra lækkað mikið á undan- förnum mánuðum. Þannig hefur verðmæti FL Group lækkað um 91 milljarð króna frá 1. júlí sl. og verð- mæti Exista um 118 milljarða. Þessi félög eru þó fráleitt þau einu sem lækkað hafa að markaðsvirði á tíma- bilinu. Sem dæmi má nefna að mark- aðsvirði Kaupþings hefur rýrnað um tæplega 104 milljarða á tímabilinu, Straums um tæplega 21 milljarð og Spron um tæpa 30 milljarða síðan fé- lagið var skráð fyrir rúmum mánuði. Eðlileg lækkun Gylfi Magnússon, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands, segir lækkun undanfarinna vikna á íslenskum hlutabréfamark- aði ekki óeðlilega. „Markaðurinn hefur hækkað mjög mikið undanfar- in ár þannig að þótt það komi eitt ár þar sem hækkunin er lítil eða jafnvel lækkun þá er það bara gangur lífsins á þessum mörkuðum,“ segir Gylfi. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hvar botninn er að finna. „Mark- aðurinn gæti lækkað heilmikið í við- bót en þrátt fyrir það væru fjárfestar búnir að fá mjög góða ávöxtun að jafnaði þegar litið er yfir lengra tímabil.“ Athygli vekur að bæði Exista og FL Group lækkuðu töluvert í gær þrátt fyrir að verðmætustu eignir fé- laganna á erlendum mörkuðum hafi hækkað í verði. Gylfi segir að sveifl- ur í verði hlutabréfa eigi sér ekki alltaf augljósar hagrænar skýringar og að oft geti þær verið aðrar, t.d. stemning á markaðnum sem ekki alltaf fylgir fréttum. „Það getur líka verið að veðköll hafi átt sér stað sem auka framboðið,“ segir hann. Mikil lækkun á markaði         ! ! Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan 5. janúar Exista og FL Group leiddu lækkun gærdagsins Ekkert óeðlilegt að markaðir lækki segir dósent við HÍ Leikhúsin í landinu Öll leikhúsin á einum stað. >> 37 Allir fá þá eitthvað fallegt Sendu jólakortin og jólapakkana tímanlega! LEKI kom að frystiskipinu Axel er það var á siglingu rétt utan við Norðfjarðar- horn seint í gærkvöldi. Björgunarskip Slysavarna- félagsins Landsbjargar, Hafbjörg frá Neskaupstað, var kallað út um klukkan 23.30 með dælur, þegar beiðni barst um aðstoð þar sem skipið var farið að taka inn sjó. Einnig var björg- unarbátur sendur á staðinn. Var verið að kanna lekann þegar Morgunblaðið fór í prentun og virtist hann vera minni en í fyrstu var talið. Taka átti ákvörðun í kjölfarið um hvort skipinu yrði siglt til Neskaupstaðar eða áfram til Akureyrar. Axel strandaði rétt fyrir utan Hornafjörð í gærmorgun með fullfermi af fiski. Tókst að draga skipið á flot og sigldi það fyrir eigin vélarafli í fylgd varðskips til Fáskrúðsfjarðar þar sem skemmdir á skipinu voru skoðaðar. | 6 Leki kom að Axel Morgunblaðið/Kristinn Ben. KEITH Reed og kór hans æfa fyrir söfnunartónleika fyrir ABC-barna- hjálp, sem haldnir verða í Grafarvogskirkju nú á föstudaginn. Auk kóra og hljómsveitar koma ýmsir landsþekktir listamenn fram á tónleikunum. Miðaverðið dugar til að sjá fyrir barni í Pakistan í einn mánuð. Allir lista- mennirnir gefa vinnu sína svo að allur aðgangseyrir rennur óskertur til góðgerðarmálanna. 120 kórsöngvarar og 30 manna hljómsveit safna fyrir ABC-barnahjálp Morgunblaðið/Kristinn Hljómlist í þágu barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.