Morgunblaðið - 28.11.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 28.11.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 39 Stærsta kvikmyndahús landsins Rendition kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Elizabeth kl. 5:30 Eastern Promises kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Syndir Feðranna Síðustu sýningar kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Veðramót Síðustu sýningar kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 6 og 8 Taktu út refsinguna með Mr.Woodcock ENGIN MISKUN Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR eeee - R. H. – FBL Hlaut Edduverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins eeee - B.B., PANAMA.IS eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 7 og 10 B.i. 16 ára HVERNIG TÓKST EINUM BLÖKKUMANNI AÐ VERÐA VALDAMEIRI EN ÍTALSKA MAFÍAN? eeee - LIB, TOPP5.IS Miðasala á www.laugarasbio.is A.T.H. BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM. Dóri DNA - DV eeee - S.V., MBL www.haskolabio.is Sími 530 1919 -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára Áhrifamikil mynd um aðferðir Bandaríkjamanna í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? Kauptu bíómiða í Háskólabíó á eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - L.I.B., TOPP5.IS FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG eee - L.I.B., TOPP5.IS ÓPERUPERLUR WWW.OPERA.IS MIÐASALA 511 4200 AUKASÝNING!!! FÖSTUDAGSKVÖLD, 30. NÓVEMBER, KL. 20 Athyglisvert viðtal við BjörkGuðmundsdóttur birtist ídagblaðinu New Zealand Herald á mánudaginn. Björk hafði nýverið lokið tónleikaferð um Suð- ur-Ameríku, og sagðist hún taka eftir því í auknum mæli að áheyr- endur eyði gríðarlegum tíma í að taka myndir á símana sína, eða jafnvel í að taka tónleikana upp. Í viðtalinu kom fram að Björk er ekkert sérlega ánægð með þessa hegðun tónleikagesta, ekki vegna þess að hún sé hrædd um að tón- leikarnir verði birtir á Youtube, heldur vegna þess að hún vilji að áheyrendur einbeiti sér að stað og stund á tónleikunum.    Björk sagði meðal annars: „Égvil ekki vera ókurteis, ég skil að fólk komi á tónleika og vilji eiga minningar um þá, og ég kann að meta það. En eftir tvö eða þrjú lög finn ég mig knúna til að segja: Ef þið viljið að ég sé hérna núna, þá verðið þið líka að vera hérna.“ Síðar í viðtalinu líkti Björk þessu við að fara út að borða með ein- hverjum, sem síðan tekur upp sím- ann og fer að senda skilaboð.    Flestir þeir sem farið hafa ápopp- eða rokktónleika hafa eflaust tekið eftir þessu, eða það sem líklegra er; gert þetta sjálfir. Fólk virðist ekki hafa eins mikla þörf fyrir að lifa í núinu á tón- leikum líkt og áður var því nú er hægt að taka tónleikana upp á sím- ann, eða taka myndir af þeim, og „njóta“ þeirra svo seinna. Í gamla daga var það auðvitað ekkert hægt, fólk fór á tónleika, naut þeirra í botn, og svo lifðu þeir í minning- unni og hvergi annars staðar. Í dag hljómar það eins og fjarlæg róm- antík.    Þetta á ekki bara við í tónlistinni.Fyrir örfáum árum fór und- irritaður í mikla ferð á San Siro- knattspyrnuvöllinn í Mílanó og sá þar leik AC Milan og Deportivo La Coruna í Meistaradeild Evrópu. Með í för var hópur Íslendinga, og nokkrir þeirra gerðu nánast ekkert annað á meðan á leiknum stóð en að taka myndir og hringja heim til Ís- lands og segja hvar þeir voru. Þeir höfðu sem sagt engan tíma til að njóta leiksins. Að vísu einskorðaðist þetta við Íslendingana því þegar maður leit í kringum sig sá maður auðvitað engan annan hegða sér með þessum hætti. En það er önnur saga. Mergurinn málsins er sá að tækn- in virðist vera að gengisfella tón- list, að minnsta kosti að einhverju leyti. Og þetta er ekki eina dæmið. Aukið aðgengi að tónlist gerir það að verkum að hún er ekki eins dýr- mæt fyrir fólki og áður var. Hér áð- ur fyrr hlustaði fólk á plöturnar eða diskana sína „í ræmur“ og kunni öll lögin utan að, ekki bara fyrsta lagið. Í dag nær fólk í plötur á netinu, hlustar á þær einu sinni eða tvisvar, og vill svo fá eitthvað nýtt til að hlusta á.    Þessi þróun er auðvitað eðlileg,en það er ekki þar með sagt að hún sé af hinu góða. Fólk tekur sér ekki eins mikinn tíma í að njóta tón- listar og áður, og það sem verra er, fólk pælir ekki eins mikið í henni og áður. Þetta getur valdið því að smátt og smátt muni létt popp- tónlist sem hefur ekkert að segja tröllríða öllu, á meðan tónlist- armenn sem hafa eitthvað að segja fá enga áheyrn. En sú þróun er að vísu löngu hafin. Tæknileg gengisfelling AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson » Aukið aðgengi aðtónlist gerir það að verkum að hún er ekki eins dýrmæt fyrir fólki og áður var. Reuters Er einhver að hlusta? Björk á tónleikum í Lima í Perú 13. nóvember s.l. jbk@mbl.is BANDARÍSKA söngkonan Ashlee Simpson er mjög ánægð með sam- band sitt við rokkarann Pete Wentz, en þau munu hafa verið saman í rúmt ár. „Við erum sálufélagar og perluvinir. Við styðjum hvort annað og það er mjög mikilvægt í sam- böndum,“ segir Simpson. Perluvinir Hamingjusöm Ashlee Simpson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.