Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÍTREKUÐ slys á börnum og ung- lingum á mótum Háaleitisbrautar og Fellsmúla valda íbúum í hverfinu gífurlegum áhyggjum og hefur ver- ið gengið frá undirskriftalistum með kröfum til borgaryfirvalda um úr- bætur. Nú síðast í fyrradag varð enn eitt slysið þegar ekið var á 14 ára stúlku á gangbraut, Emmu Elísu Hjartardóttur, með þeim afleið- ingum að hún tvíhandleggsbrotnaði. Að minnsta kosti þrívegis áður hefur verið ekið á börn á gangbrautinni og því til viðbótar má nefna að Emma Elísa hefur tvívegis orðið fyrir bíl á þessum stað. Móðir hennar, Sigrún Eva Rún- arsdóttir, segir bíla oft koma á mik- illi ferð úr Fellsmúlanum og að þessu sinni hafi bílstjórinn ekki séð barnið. Þannig háttar til að bílar keyra á grænu beygjuljósi yfir gatnamótin um leið og grænt ljós logar fyrir gangandi vegfarendur. „Fyrir utan þau slys sem hafa orðið þarna, höfum við foreldrarnir í hverfinu einnig orðið vitni að þegar legið hefur við slysi. Við höfum séð þegar bílar nauðhemla fyrir framan börnin. Bílstjórarnir gera sér ekki grein fyrir því að gangandi vegfar- endur eru að fara yfir á grænu ljósi. Börnin fara eðlilega af stað yfir göt- una um leið og þau sjá græna ljósið,“ segir hún. „Þegar við höfum haft samband við borgaryfirvöld hafa svörin verið á þá leið að búið sé að gera áætlanir fyrir svæðið en þær séu ekki á fjár- lögum. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til þess að framkvæmdir í ör- yggisátt þarna komist á fjárlög. Þetta er slysagildra sem þarf að laga tafarlaust. Við erum ósáttust við að þurfa að treysta ökumönnum fyrir því að keyra ekki yfir börnin mín þegar þau ganga þarna yfir,“ segir Sigrún. Í fyrra skiptið þegar ekið var á dótt- ur hennar, í ársbyrjun 2006, hafði ökumaðurinn ekki hirt um að skafa rúðurnar á bílnum sínum og sá ekki stúlkuna þegar hún fór yfir götuna. Það sem varð henni til bjargar þá var skólataskan sem tók af henni fallið, en eigi að síður marðist hún illa. Slysið að þessu sinni var öllu al- varlegra því að olnboginn og úlnlið- ur brotnuðu við höggið. Fellsmúlann að botngötu Birgir Björnsson, formaður hverfasamtaka Háaleitis norðurs, segir samtökin hafa barist fyrir úr- bótum við Fellsmúla með því að loka götunni fyrir ofan gatnamót við Síðumúla. „Þannig yrði Fellsmúlinn gerður að botngötu,“ bendir hann á. „Undirskriftasöfnun með þessari kröfu er að ljúka og við eigum von á að fá fund með borgarstjóra innan tveggja vikna og afhenda honum undirskriftalistana.“ Íbúasamtökin vilja með breyting- unum losna við gegnumstreym- isumferð um Fellsmúlann og segir Birgir að langmestur hluti umferð- arinnar um Fellsmúlann hafi ekkert með íbúana þar að gera. „Við skoð- um hverfið út frá þörfum barna og unglinga og viljum gera umhverfið barnvænlegra. Benda má á að ekið var á 8 ára stúlku á Háaleitisbraut í fyrra og í hverfinu hafa orðið mjög alvarleg slys á börnum á und- anförnum árum og áratugum. 10 þúsund bílar um Fellsmúlann Það fara um 10 þúsund bílar um Fellsmúlann á sólarhring og flestir þeirra koma íbúunum sjálfum ekk- ert við. Þessi mikli umferðarþungi hefur áhrif á möguleika barna til að ferðast um hverfið til að hitta hvert annað. Yngri börn fara ekki yfir þessar götur, Fellsmúla og Háaleit- isbraut og það er hrein félagsleg hindrun. Heitasta ósk okkar er að bæði Fellsmúlinn og Háaleit- isbrautin verði botngötur til að losna við gegnumstreymi bíla. Með þessu móti mætti girða fyrir slys á börnum sem eiga sér þarna stað,“ segir Birg- ir. Ítrekað ekið á börn og foreldrar krefjast úrbóta Tvívegis hefur verið ekið á unga stúlku á mótum Fellsmúla og Háaleitis- brautar á tæpum tveim árum. Önnur slys hafa einnig orðið og enn oftar hefur legið við slysum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vilja úrbætur Emma Elísa með móður sinni, Sigrúnu Evu Rúnarsdóttur. Í HNOTSKURN »Dagur B. Eggertsson borg-arstjóri segist munu fara yfir umferðarmálin með íbúasamtök- unum. »Borgarstjóri segir að 130milljónir króna verði settar í aðgerðir á næsta ári þar sem þörfin er brýnust. »Ekki sé ólíklegt að Fells-múlinn verði fyrir valinu þegar ráðist verður á slysagildr- ur í borginni. »Fellsmúli tengir samanGrensásveg og Háaleit- isbraut. Íbúar í Háaleiti hafa fengið sig fullsadda af slysagildru við Fellsmúla INGIBJÖRG Sól- rún Gísladóttir utanríkisráðherra tók í vikunni þátt í 15. ráðherrafundi Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, ÖSE. Í ræðu utanríkis- ráðherra kom fram að ÖSE og forverar þess hefðu átt þátt í því að skapa varanleg- an frið, hagsæld og lýðræði í Evrópu. Ítrekað var mikilvægi kosningaeft- irlits á vegum lýðræðis- og mannrétt- indaskrifstofu ÖSE (ODIHR) til að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum samtak- anna. Lýst var yfir stuðningi ís- lenskra stjórnvalda við starf ÖSE gegn mansali, sérstaklega kvenna og barna. Þátttaka kvenna í ákvarðana- töku á öllum stigum í ÖSE væri mik- ilvæg eins og í öðrum alþjóðastofn- unum, segir í frétt frá ráðuneytinu. Þá fjallaði ráðherra um málefni Kos- ovo, samninginn um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE) og fyrirhug- að landamærasamstarf við Afganist- an. Í tengslum við fundinn átti utan- ríkisráðherra einnig tvíhliða fundi með starfssystkinum. Á fundum með Portúgal, sem nú gegnir formennsku í ESB, og Slóveníu, sem tekur við for- mennsku í ESB um áramót, talaði ráðherra máli Friðarnefndar palest- ínskra og ísraelskra kvenna, sem hún er heiðursfélagi í. Mikilvægi kosninga- eftirlits ítrekað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir BENSÍNBÍLL valt á hliðina skammt frá afleggjaranum að Ljót- arstöðum í Austur-Landeyjum í gær. Ökumann sakaði ekki. Eitt- hvert bensín lak úr bílnum, að sögn lögreglu á Hvolsvelli. Snörp vind- hviða feykti bílnum út í vegarkant sem gaf sig og við það valt bíllinn. Bensínbíll á hliðina ♦♦♦ L itla Dmitri, 10 ára, tekst að hitta í annað augað á Edu- ard Limonov og Boris, 12 ára, tekst að hitta í eyrað á Garry Kasparov. Við erum stödd á torgi í litlum bæ í Rússlandi þar sem ný tómstundaiðja hefur verið tekin upp: 5 myndir af „óvinum ríkisins“ hanga utan á vegg bíóhúss, og krökkum er boðið upp á pílukast. Þau skulu hitta hvern óvin sem oftast með oddhvössum örvunum og fá vegleg sigurlaun að lok- um ef vel tekst til. Aðgerða- og andvaraleysi Vest- urlanda gagnvart grófum mannréttinda- brotum, ofbeldi og skipulagðri innræt- ingu haturs kemur ekki á óvart. Það er bara „business as usual“. Með blóð- ugustu samtímasögu allra álfa á bakinu erum við yfirfull af fagurgala um lýð- ræði, frelsi og mannréttindi, en þegar á reynir að við stöndum við stóru orðin virðast viðskiptahagsmunirnir alltaf vega þyngst. Kína er bara Kína og hefur alltaf verið Kína, hvað eigum við að tala um mannréttindi við þá – upp með rauða dregilinn fyrir forsetann, beint út á Leifsstöð með Falun-Gong. Það sem kemur hins vegar á óvart er hversu illa upplýst við erum. Við virð- umst t.d. almennt ekki vera með það á hreinu að Vladimir Pútín er einræð- isherra sem hefur með kerfisbundnum hætti reynt að slökkva alla lýðræðislega neista í Rússlandi. Hann er fyrrverandi sérþjálfaður KGB-maður: hann veit hvað til þarf til að ná til sín ægivaldi mið- stýringar og einræðis. Pútín hefur komið fyrir kattarnef ýmsum lýðræðislegum réttindum sem við lítum á sem sjálfsögð og hann hefur kerfisbundið grafið undan sjálfstæðu dómskerfi. Fjölmiðlarnir eru áróð- ursmaskínur Kremlar og Pútín hefur fullkomnað arfleifð og innviði Sovét- kommúnismans í þeim efnum – hann og hans menn eru sennilega enn skilvirkari, snjallari og víðtækari heldur en gamla Sovét í áróðursbransanum. Af innsæi hefur Pútín einnig tekið upp ýmsar af þeim áróðursklisjum sem notaðar voru í gömlu Sovétríkjunum, blásið í þær nýju lífi og sveigt til eigin nota. Hinar gömlu möntrur um að Rússland sé „umlukið óvinum“ og að í gangi sé „alheims- samsæri gegn Rússlandi“ lifir nú aftur góðu lífi. Sumir halda því fram að Pútín og stjórnarhættir hans megi þó eiga það að í Rússlandi sé þokkalegur „stöðugleiki“. Ég held að hlutverk Pútíns í meintum stöðugleika sé gróflega ofmetið, en jafn- vel þótt þetta væri rétt, hvað má slíkur „stöðugleiki“ kosta? Má hann kosta mál- frelsið? Má hann kosta það að hægt sé að kasta fólki í fangelsi án dóms og laga? Má hann kosta það að hættulegir blaða- menn séu drepnir? Má hann kosta það að fólki með ólíkar skoðanir sé hótað? Má hann kosta það að fólk megi ekki mótmæla friðsamlega? Má hann kosta frelsi og sjálfstæði fjölmiðla? Þegar Hitl- er var við völd komu lestirnar alltaf á réttum tíma. Hvað skyldi heraginn í Þýskalandi nasismans hafa kostað? Einna óhuggulegast við þróunina í Rússlandi, sem alltof lítið er talað um, er uppgangur þjóðernisöfga og skipulagðs haturs. Fádæma útbreiðsla æskulýðs- samtaka Pútíns á sér í raun og sann eina fyrirmynd: Hitlersæskuna. Það er ekki öllum sem fara í göngur á götum úti í Rússlandi hent í fangelsi. Þeir sem ganga um og hrópa „Umburðarlyndi er AIDS, Rússland, Rússland!“, þurfa ekki að vera hræddir um að við þeim sé hreyft. Garry Kasparov var þjóðhetja í gömlu Sovétríkjunum og Rússlandi öllu – og það þrátt fyrir að vera ekki óskabarn Kremlar. Hann var margsinnis kjörinn mesta íþróttahetja Rússa og skaut í þeim efnum margföldum Ólympíu- meisturum og öðru afburðafólki á bakvið sig. Hann er einn almesti snillingur skáksögunnar og magnaður maður. Það var því stórt og afdrifaríkt skref persónulegs hugrekkis þegar Garry Kasparov fór út í pólitík að mótmæla Pútín. Hann hefði einfaldlega getað haldið áfram að lifa hinu góða og ljúfa lífi, bæði í Rússlandi og úti um allan heim – þóknanlegur stjórnvöldum og hetja í eigin landi. En honum var mis- boðið og hann stóð upp og hóf baráttu sem allir eru sammála um að sé nær vonlaus. Garry Kasparov er til hægri í pólitík en umfram allt er honum umhug- að um að Rússland nútímans byggist upp sem lýðræðisríki. Í fleiri ár hefur nafn hans nú kerfisbundið verið dregið niður í svaðið af áróðursmaskínum Pút- íns. Pútín hefur þó hingað til ekki lagt í að stinga honum í fangelsi, enda er Kasparov dáður af fólki út um allan heim. Frægð hans gefur bæði honum og öðrum mótmælendum í Rússlandi ákveðið skjól, og yfirvöldum tiltekið að- hald. En til þess að þetta skjól virki þarf umheimurinn að láta í sér heyra. Ef við sitjum öll hjá á meðan Pútín hneppir saklaust fólk í fangelsi þá sér hann að hann kemst upp með að traðka á lýðræð- inu átölulaust. Mikilvæg hugtök eru oft ofnotuð og misnotuð og toguð og teygð á alla kanta, en í Rússlandi dagsins í dag stendur baráttan um nákvæmlega þetta: frelsi, mannréttindi og lýðræði. Í smæð okkar breytum við Íslend- ingar kannski engu um þróun mála í Rússlandi. En við getum verið rödd sem segir sitt. Eigum við Íslendingar í það minnsta ekki að gera athugasemdir við grimmilegt niðurbrot rússneskra stjórn- valda á lýðræðislegum grundvall- aratriðum og aðför að saklausu fólki? Það kostar okkur ekki neitt að láta skoðanir okkar í ljós. En það gæti kostað Kasparov og félaga hans frelsið og að lokum jafnvel lífið ef allir sitja alltaf hjá. Hvað kostar Kasparov? »Með blóðugustu sam-tímasögu allra álfa á bakinu erum við yfirfull af fagurgala um lýðræði, frelsi og mannréttindi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir PISTILL Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.