Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 35
Morgunblaðið/Árni Sæberg Vandasamt Jólapakkarnir mega víst ekki innihalda hvað sem er að mati nútímamanna sem verða æ vandlátari þegar kemur að því að þiggja gjafir. Sælla er að gefa en þiggja, en erf- iðara, ef marka má Per Østergaard, lektor við Háskólann í Suður- Danmörku, en sérgrein hans er hegðunarmynstur neytenda. Hann segir fólk orðið svo vandlátt að það vilji helst velja eigin jólagjafir sjálft. „Allt í lífinu er hannað í botn,“ segir hann í grein á vefsíðu Aften- posten. „Eldhúshnífur er ekki leng- ur bara til að skera með heldur þarf að hann að hafa útlitið með sér að auki.“ Hann segir hönnunarofstæki valda vinum og vandamönnum erf- iðleikum við að finna gjafir. Um það vitni langar biðraðir við þjónustu- borð verslana í byrjun árs þegar fólk hópast þar að til að skipta gjöf- unum sínum. „Það má segja að við höfum raðað lífi okkar upp líkt og púsluspili. Að- eins við sjálf vitum hvaða púsl vant- ar og þess vegna er svo erfitt að gefa gjafirnar,“ heldur Østergaard áfram. 84 prósent óánægð Undir þetta tekur kollegi hans Trond Blindheim við norska mark- aðsháskólann. „Eiginlega ættum við að sleppa gjöfum og frekar kaupa eitthvað sem okkur sjálf vantar,“ segir hann. Sennilega hefur hann nokkuð til síns máls. Ný norsk rannsókn sýnir að æ fleiri Norðmenn eru óánægðir með jólagjafirnar sínar. Heil 84 pró- sent svarenda, 30 ára og yngri, segjast hafa þóst vera ánægð með pakkana sem þau fengu. 62 prósent þeirra sem eru komnir yfir fimm- tugt segja það sama. Þetta kemur Blindheim ekki á óvart. „Við erum kurteis og þykj- umst vera ánægð með skrúfjárnið frá börnunum, jafnvel þótt við eig- um annað fyrir.“ Sjálfum finnst honum best að kaupa bækur, vín og tónlist. „Það er miklu skynsamlegra að nota peningana í eitthvað sem okkur vantar en að eyða þeim í jóla- gjafir fyrir fólk sem vill þær ekki,“ segir hann. Geit eða leikhús Vegna þessara vandræða við gjafainnkaup kjósa æ fleiri að gefa óhefðbundnar jólagjafir, s.s. and- virði geita og annars búpenings sem hjálparsamtök sjá svo um að ráð- stafa til einstaklinga í fátækum ríkj- um. Blindheim mælir sterklega með slíku. „Eitt árið átti ég að sjá um jólagjafakaupin og þá gaf ég Hjálp- ræðishernum alla peningana,“ segir hann en viðurkennir að þótt vinum og vandamönnum hafi öllum þótt þetta góð hugmynd hefðu nokkrir gjarnan viljað fá persónulega jóla- gjöf að auki. Danski félagsfræðing- urinn Henrik Dahl er ósammála Blindheim. „Með því að gefa slíkar gjafir er maður að segja óbeint að gjafir séu heimskulegar. Um leið gerir maður viðtakandanum upp sömu skoðanir og maður sjálfur hefur.“ Hann telur hins vegar að vinsældir gjafa í formi upplifana á borð við leikhúsmiða og lúx- uskvöldverð muni aukast. Blindheim finnst tími þó besta gjöfin. „Það er það besta sem við getum gefið hvert öðru,“ segir hann. „Jólin eru orðin ein allsherjar verslunarorgía og mörgum gremst öll sölumennskan í kringum þau. Sennilega hefðu verslunarmenn fundið upp jólin hefðu þau ekki ver- ið til. Kannski ættum við einfald- lega að sleppa öllum innkaupum í ár?“ Úr vöndu að ráða við val á jólagjöfunum Helst viljum við velja eigin jóla- gjafir sjálf daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 35 tilefni snemma á 20. öldinni. Loksins tekur ein- hver sig til og segir hingað og ekki lengra um þá fáheyrðu fram- komu aðallega upp- rennandi æsku Íslands, sem hendir drasli út um bílglugga eins og ekk- ert sé sjálfsagðara. Það er greinilega röggsamt yfirvald á Selfossi. Bezta forvörnin gegn þessari háttsemi er að fjölmiðlar kynni þenn- an dóm mjög rækilega þannig að hann fari ekki fram hjá nokkrum manni á Íslandi. Kannski er þá ein- hver von um að menn stoppi við og velti því fyrir sér hvort pylsan eða pylsubréfið séu þess virði að borga 10 þúsund krónur fyrir að renna bíl- rúðunni niður og henda draslinu út. Þessi háttsemi fólks hefur verið til umfjöllunar hér í Víkverja oftar en einu sinni og fram til þess að dóm- urinn var birtur hefur Víkverji verið vondaufur um að takast mætti að stöðva þessa óheillaþróun. En nú horfir málið öðru vísi við. Nú þarf einhver að taka sig til og kaupa auglýsingar á alla stræt- isvagna, þar sem á stendur: Það kostar tíu þúsund krónur að henda pylsubréfi út um bílglugga. Eða þekja fjölfarnar umferð- aræðar með borðum eins og íbúar við Kársnesbraut gerðu í sumar og minna fólk á að það kosti 10 þúsund krónur að henda pylsubréfi út um bílglugga. Þessi dómur á að geta markað þáttaskil í baráttu gegn vondri um- gengni um umhverfi okkar. Hann á að geta valdið straumhvörfum í um- gengni fólks við umhverfi sitt. Svona eiga dómarar að vera. Þeir geta tugtað náungann til með mjög athyglisverðum hætti. Einn athyglisverð-asti dómur síðari ára féll í Héraðsdómi Suðurlands í fyrradag, þegar tvítugur karl- maður var dæmdur til þess að greiða 10 þús- und krónur í sekt fyrir að henda pylsu og pylsubréfi út um glugga á bifreið eða sæta tveggja daga fangelsi ef sektin verð- ur ekki greidd innan fjögurra vikna. Þetta framferði piltsins var talið varða við 18. grein, sbr. 2. mgr. lögreglu- samþykktar fyrir sveitarfélagið Ár- borg. Um þennan dóm Héraðsdóms Suðurlands má segja: Loksins! Loksins! eins og Kristján Albertsson sagði í tímaritinu Vöku af allt öðru         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Össur Skarphéðinsson hefursvarað þeirri gagnrýni sem Sigurður Kári Kristjánsson setti fram vegna skrifa Össurar um sjálfstæðismenn í Reykjavík. Össur svaraði í bundnu máli á vefsíðu sinni: Agavöndinn úfinn skekur, alþingismaðurinn klári. Orðvar sjálfur svo undrun vekur, – elsku Sigurður Kári! Sigurður Kári segist ekki geta annað en hrósað iðnaðarráðherranum fyrir þetta elskulega svar „og aldrei að vita nema ég setjist niður við gott tækifæri og semja vísu, jafnvel vísnabálk, um ráðherrann“. Erlingur Sigtryggsson varð fyrri til og orti í orðastað Sigurðar Kára: Elskulegt var yðar svar. Á það skilið þökk og hrós (því miður). Orða minna verð ég var, en vísur kveð samt undir rós (um yður). pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Össuri og Sigurði Kára H eim ilis vö ru r Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími 561 6262 • www.kisan.is Opið MÁN - FIM 10:30 - 18:00 FÖS 10:30 - 19:30 LAU 10:30 - 18:00 C O N C E P T S T O R E Tse & Tse, Design House Stockholm, Rigmor Als, Tonfisk           1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs.     !  "  #  $ #  $    % # &     %  ' ( ) www.ginseng.is LAURAASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.