Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 48
✝ Eiríkur AnnasGuðjónsson fæddist í Skjalda- bjarnarvík undir Geirólfsgnúp, þá nyrsta bæ í Árnes- hreppi og þar með Strandasýslu, 25. nóvember 1908. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 19. nóv- ember síðastliðinn. Eiríkur var þriðji í röð níu systkina sem öll komust til manns. Foreldrar hans voru Guð- jón Kristjánsson úr Árneshreppi, f. 4. júní 1880, d. 28. október 1954, og Anna Jónasdóttir úr Húna- þingi, f. 23. ágúst 1881, d. 13. júlí 1954. Systkini Eiríks voru: Jónas Kristinn, f. 16. apríl 1906, d. 10. apríl 1981, Þorsteina, f. 30. okt. 1907, d. 10. apríl 1991, Guð- mundur, f. 24. sept. 1910, dó af slysförum 4. júlí 1984, Kristján Sigmundur, f. 17. nóv. 1911, d. 22. des. 1989, Anna Jakobína, f. 6. okt. 1913, d. 4. okt. 2006, Guðmundur Óli, f. 20. des. 1914, fórst í Horn- bjargi 28. maí 1954, Pálína Sig- urrós, f. 13. nóv. 1919, d. 24. maí 2006, og Ingigerður Guðrún, f. 9. apríl 1923, d. 24. ágúst 1986. Ei- ríkur dvaldist fram að fermingu í Skjaldabjarnarvík en þá þurfti fjölskyldan að flytjast í Þaralát- ursfjörð, húsalaust eyðikot, þar sem þau komu sér upp húsum og híbýlum eftir getu. Þar var mest lifað á veiðiskap. Eiríkur kvæntist 13. júní 1935 í Reykjarfirði Gunnvöru Rósu, f. 15. júlí 1905, d. 2. maí 1967, dóttur Samúels Hallgrímssonar bónda í Skjaldabjarnarvík, f. 3. janúar 1853, d. 2. maí 1910, og konu hans Jóhönnu Sesselju Bjarnadóttur, f. 30. maí 1863, d. 8. mars 1940. Rósa ólst að mestu upp í Ófeigsfirði hjá Pétri Guðmundssyni og Ingi- stundaði og sjó frá unglingsárum, á opnum bátum heima og á Stað- areyrum við Grunnavík, síðan á mótorbátum frá Ísafirði og Hnífs- dal, átti einnig sjálfur lengi opna trillu. Hann fékkst ungur nokkuð við farkennslu á Ströndum, löngu seinna var hann eitt ár kennari við Brautarholtsskóla í Skutulsfirði og annað ár með smábarnaskóla á Ísafirði ásamt tengdadóttur sinni. Árum saman var hann hringjari og kirkju- og kirkjugarðsvörður við Ísafjarðarkirkju en vann al- menna vinnu með. Eftir það vann hann hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga fram að hálfníræðu en þá var hon- um að hverfa sjón. Þau hjón höfðu jafnframt smábúskap í Arnardal og á Ísafirði, svo sem algengt var í þorpum og bæjum þá til að drýgja lág laun. Eiríkur las mikið, flest tiltækt efni en einkum fræði- og trúarrit af öllu tæi, ásamt ljóðum. Hann var fjölfróður maður og heimspekilega þenkjandi, einnig skáldmæltur vel, þótt aðstæður leyfðu ekki að sú gáfa næði að þroskast sem skyldi, enda fór hann dult með og eyddi því efni flestu þegar sjónin var að hverfa. Hann langaði alltaf að mennta sig og helst verða kennari en komst ekki í skóla, fyrr en í öldungadeild Menntaskólans á Ísafirði, elsti nemandi Íslands, á níræðisaldri og að verða blindur en tók kennsluna á segulband. Hann var fé- lagshyggjumaður, stofnaði t.d. átthagafélag Grunnvíkinga á Ísa- firði ásamt Kristjáni bróður sín- um, var virkur í stúkunni Dags- brún og lengi í stjórn hennar, enda bindindismaður á tóbak og áfengi, starfaði í verkalýðsfélaginu Baldri, var félagi í Alþýðuflokkn- um, síðan í Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalaginu og á fram- boðslistum þar. Útför Eiríks fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. björgu Ketilsdóttur búendum þar. Börn þeirra Rósu urðu þrjú: 1) Eyvindur Pét- ur rithöfundur, f. í Hnífsdal 13. des. 1935, maki Margrét Pálína Guðmunds- dóttir sérkennari, f. 6. febrúar 1940. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Eiríkur Guð- mundur viðskiptalög- fræðingur í Kaup- mannahöfn, f. 31. okt. 1961, á þrjú börn. b) Gunnvör Rósa stjórnmálafræð- ingur í Reykjavík, f. 1. júlí 1967, á eina dóttur. c) Eyjólfur Bergur kvikmyndagerðar- og tónlist- armaður, f. 22. september 1975. d) Erpur Þórólfur tónlistar- og fjöl- listamaður, f. 29. ágúst 1977. Sam- býliskona Eyvindar er Gro Tove Sandsmark lektor, f. 19. maí 1967. 2) Guðný Anna, f. 1. janúar 1938 í Höfn, d. 7. apríl sama ár. 3) Guðjón bifvélavirki, f. á Búðum 26. júní 1939. Maki Ragnheiður Jónsdóttir, f. 9. ágúst 1942. Börn þeirra eru: a) Dagmar Rósa hjúkrunarfræðingur, f. 9. janúar 1963, hún á þrjú börn. b) Hörður íþróttakennari, f. 26. febr- úar 1970, á þrjú börn. c) Jón Magn- ús tölvunarfræðingur, f. 17. febr- úar 1974. Eiríkur og Rósa voru fyrsta árið í húsmennsku í Þaralátursfirði, bjuggu 1937-1938 í Höfn í Hornvík, 1938-1943 á Búðum í Hlöðuvík og var Eiríkur síðasti ábúandi þar ásamt Albert Kristjánssyni, syst- ursyni Rósu. Þau fluttu til Ísafjarð- ar og bjuggu þar og í Arnardal meðan Rósa lifði, eftir það bjó Ei- ríkur lengst á Ísafirði með skammri dvöl í vinnu í Reykjavík og á Hellis- sandi. Eiríkur ólst upp við frum- stæðan landbúnað og veiðiskap, fór í bjarg og var seinna í mörg ár fygl- ingur, svo sem bræður hans, seig lengst í Hælavíkurbjarg. Hann Afi minn. Ég hef hugsað til þín reglulega síðan ég var lítill. Síðan ég var hjá ykkur ömmu í Arnardal og lék mér við hina kálfana og kettlingana. Og þegar ég var orðinn þreyttur á að elta hænurnar tókst þú í höndina á mér og við rákum þær allar saman fram og aftur um hlaðið. Við fórum í gönguferðir upp á Hálsinn að tína ber og niður í fjöru þar sem við söfnuðum skeljum og fórum í kappaleik. Síðustu árin hef ég oft sagt við sjálfan mig: „Afi gæti dáið í dag. Hvað ætlarðu þá að gera?“ En ég gat aldrei svarað því. Elsku Eiríkur afi minn. Þú ert dáinn. Ég sakna þín. En þú lifir áfram í hjarta mínu. Í mörg ár var langt milli okkar í efni, en aldrei í anda. Ég í útlöndum og þú á Ísa- firði. Ég fór alltaf og heimsótti þig þegar ég kom vestur. En ferðum mínum til Íslands og heimsóknum til þín fækkaði eftir því sem árin liðu. Síðast hittumst við sumarið 2005 og þá heilsuðu krakkarnir mín- ir upp á þig. Þau muna vel eftir þér og það er mér mikilvægt. Þú lánar mér þessi orð: Þó hverfi allt sem áður var, á bak við rökkur-þilið, anda, sem unnast til eilífðar, ekkert fær sundur skilið. Stundum hringdi ég í þig og við spjölluðum. Oft minntist þú þess hvað það var gott að synda í lygn- um, volgum sjónum við Suður-Sjá- land eitt sinn er þú heimsóttir okk- ur í Danmörku. Þetta mundir þú þótt margt annað gleymdist, maður sem var alinn upp við djúpan, kald- an sjó sem gaf björgina, en tók líf á móti og var eitt sinn næstum búinn að taka þig, ungan mann. Hefði það gerst væri hvorki ég né mín. Við erum um margt líkir, margar vonir, margir draumar og mörg ókl- áruð verkefni. Þegar þú varst ungur voru möguleikar takmarkaðir af brauðstriti, fátækt og erfiðum að- stæðum. Þá gáfust ekki margir sénsar, þá gafst ekki möguleiki á að reyna aftur, að fara í annað, feta framastigann, né flytja, koma sér upp vínkjallara og setja upp nýjar eldhúsinnréttingar hvenær sem er. Værir þú ungur í dag gæfust þér aðrir og fleiri möguleikar á alls kon- ar námi og margs konar störfum og ferðalögum út um allan heim. Ég veit að þú hefðir orðið góður verk- fræðingur, vegna áhuga þíns á út- reikningum. Þú hefðir orðið brillj- ant tölvukall með áhuga þinn á tækni. Þú hefðir getað orðið heim- spekingur, eins mikinn áhuga og þú hafðir á lífinu og tilverunni. Þú hefðir líka getað orðið lögfræðingur eða prestur með prýði. Og enn ljærð þú mér orð: Ég elska lífið, mitt líf er þrungið sorgum, hvað lífið er til fulls ég aldrei skil, það byggt er upp af ótal skýjaborgum, sem óðar hrynja niður grunna til. Þú áttir þér líka draum um vel metið starf og virðulegt embætti, að kenna börnum að lesa og skrifa. Að verða kennari. Þú hefðir fengið eitt af fínu húsunum, sem byggð voru við Hafnarstræti, til að búa í með fjölskyldunni þinni. Þú sýndir mér þessi hús þegar við vorum á göngu- ferð um Ísafjörð eitt sumarsíðkvöld og sagðir mér frá gömlum áform- um. Þú fékkst aldrei kennara- menntun, en kenndir þó vetur í Litla skólanum. Þú vannst hörðum höndum sem sjómaður, bóndi, kirkjugarðsvörður og verkamaður. En fyrst og fremst varst þú sóma- maður, stundum utan við þig og lést ganga á þinn hlut, en sjálfur varstu alltaf sanngjarn við aðra. Þú komst fram við allar manneskjur án minnstu hræsni og veittir vinum og vandamönnum fölskvalausa ást og tryggð. Ég ætla að ljúka þessu með þín- um eigin orðum: Í gegnum sortann sólin skín, sú er lýsir veginn. Bak við tjaldið hann bíður þín. Það er bjartara hinum megin. Vertu sæll afi minn. Þinn nafni, Eiríkur G. Eyvindsson. Okkur systkinin langar að skrifa nokkur kveðjuorð um afa okkar. Það er margt sem kemur upp í hug- ann þegar við rifjum upp stundirnar með afa Eiríki. Við eigum góðar minningar frá sumrunum í Arnar- dalnum þar sem við fórum með afa í fjöruferðir og á sjóinn til að veiða í soðið. Einnig var farið á gúmmíbát á ánni og fleira var gert sér til skemmtunar sem ekki var hægt að gera í Reykjavík. Búið var á tveim- ur bæjum í nágrenninu og þangað fór afi með okkur til að skoða dýrin og heilsa upp á fólkið. Afi hélt góðri heilsu og hafði gaman af lestri bóka auk þess sem hann skrifaði mikið og samdi ljóð. Það var honum mikill missir þegar Rósa amma lést fyrir 40 árum því þau voru miklir félagar. Hann var duglegur að hreyfa sig og þrátt fyrir að hafa misst sjónina þá lét hann það ekki stöðva sig í að fara í ferðalög og gera það sem hann hafði gaman af og má í því sambandi nefna að hann gekk á gönguskíðum til 85 ára aldurs. Síð- ustu árin dvaldi hann á Dvalarheim- ilinu Hlíf og öldrunardeild sjúkra- hússins þar sem frábærlega var um hann hugsað og eru starfsfólkinu færðar innilegar þakkir fjölskyld- unnar. Blessuð sé minning Eiríks afa. Dagmar Rósa, Hörður og Jón Magnús. Sólríkur dagur í dalnum okkar fyrir vestan. Arnardal. Sitjum undir húsvegg, við húsið Holt sem var býli afa míns Eiríks og ömmu minnar Rósu. Sitjum tvö ein. Eigum heim- inn út af fyrir okkur. Krummi krunkar í skýjunum fyrir ofan okk- ur, lóan syngur á túninu. Afi segir mér frá lífi sínu og hann man það eins og það hafi gerst í gær. Ég finn hvað mér þykir undursamlega vænt um afa minn, hvað hann hefur alltaf verið mér góður og yndislegur. Þessi stund er mér dýrmæt þar sem við sitjum saman undir húsveggnum í sólinni og tölum um merkilegt líf hans og afrek. Við afi minn áttum margar fal- legar og notalegar stundir saman. Þegar hann sagði mér frá lífinu sínu. Ég naut þess að hlusta á hann segja mér frá því þegar hann var ungur drengur á Ströndum. Þegar hann fór einn á sauðskinnsskónum til að láta ferma sig, og var tvo daga á leiðinni. Þegar hann blotnaði í fæturna og var glaður að koma í hlýju eftir ferðalagið. Frá óþreyt- andi baráttu við að lifa af í óvægnu samfélagi, fátækir bændur sem neituðu að gefast upp. En líka frá þeirri sterku lífslöngun og seiglu sem einkenndi hann og fjölskyldu hans. Hvað hann sagði frá þessu sáttur. Ég verð meyr þegar ég hugsa til þeirrar þrautseigju og hugrekkis sem einkenndi afa minn, og fólkið mitt á Ströndum. Hvernig það lét ekki lífsbaráttuna buga sig, þótt á móti blési. Hvað það var sátt við sitt og sína. Og frásögnin þegar hann hitti ömmu mína. Hún stendur mér lif- andi fyrir hugskotssjónum. Þegar þau hittust í Skjaldarbjarnarvík og felldu hugi saman. Falleg ástarsaga sem ég naut að heyra afa minn segja frá aftur og aftur. Þegar hann sagði mér hvað hann var ástfanginn af ömmu minni Rósu, þegar þau gengu í fjörunni feimin og hrifin. Hvað hann var þakklátur fyrir hvað lífið hafði gefið honum, þrátt fyrir að hafa verið harðvinnandi verkamaður alla ævi, oft í erfiðri vinnu. Hvað hann var ósérhlífinn og sterkur. Hvernig hann var ótrúlegt hraustmenni alla ævi, hvernig hann var sjaldan lasinn og hversu fljótt sárin greru á honum! Þrátt fyrir að hafa unnið erfiðis- vinnu alla ævi náði hann háum aldri og var alla tíð hraustur. Vann til 85 ára aldurs. Hraustur Strandamað- ur. Afi minn. Ég er stolt af að vera afkomandi þessa manns, sem með þrautseigju tókst á við lífið. Og af- komandi þeirra hjóna, Önnu og Guðjóns, foreldra hans, sem eign- uðust níu börn og komu þeim öllum hraustum til manns. Það var ekki algengt á þeim tíma. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með honum, kátum, hressum, glaðlegum, ástríkum. Mér finnst það forréttindi að vera af- komandi Eiríks afa míns sem var merkilegur maður og góð fyrir- mynd. Greindur. Heill. Gjafmildur. Heiðarlegur. Hraustur. Þrautseig- ur. Hógvær. Sanngjarn. Honum fannst hann aldrei merkilegri en aðrir og leyfði manni að vera maður sjálfur. Leitaði að kjarna leyndar- dóma lífsins. Minningin um afa minn er svo falleg. Ég finn fyrir hlýrri væntumþykju og djúpri ást. Langri mannsævi er lokið. Hann kveður með sóma. Elsku afi minn. Gunnvör Rósa Eyvindardóttir. Eiríkur frændi minn er látinn í hárri elli. Þá eru öll börn Önnu Jón- asdóttur og Guðjóns Kristjánssonar frá Skjaldarbjarnarvík farin yfir móðuna miklu. Þau voru níu, Anna móðir mín kvaddi næstsíðust fyrir rúmu ári, 93 ára. Eiríkur hefði orðið hundrað ára á næsta ári. Þau Anna og Eiríkur giftust systkinunum Samúel og Rósu Samúelsbörnum. Við börn þeirra erum systkinabörn í báðar ættir. Systurnar frá Skjaldarbjarnarvík voru fjórar, Anna á Dröngum, Pál- ína á Munaðarnesi, Þorsteina á Akranesi og Ingigerður skólastýra á Staðarfelli. Bræðurnir fimm voru búsettir á Ísafirði, Jónas, Guðmund- ur, Eiríkur, Kristján og Guðmundur Óli. Allir voru þeir vel þekktir á Ísa- firði, yndislegir menn eins og þeir áttu kyn til. Alltaf var hægt að koma til þeirra, hvort sem var til langrar dvalar eða stuttrar. Eiríkur var með eindæmum barn- góður. Það var ekki hávaðinn í hon- um þó við frændsystkinin, ég og synir hans, værum með ærsl. Hann brosti sínu fallega brosi sem okkur fannst segja „allt í lagi“. Svo héld- um við bara áfram rétt eins og systkin. Mér er mjög minnisstætt þegar ég var send til Ísafjarðar til að læra að synda. Eiríkur og Rósa tóku mér opnum örmum eins og þau höfðu alltaf gert. Svo var tekinn upp far- angurinn. Það var enginn sundbolur með, það var ekki skrítið enda svo- leiðis ekki til á Ströndum í þá daga. En það var ekki vandamál. Þau hjónin fóru bara í búðir og það kom ýmislegt spennandi upp úr pokanum með sundbolnum. Morguninn eftir vaknaði ég við að mér var strokið blítt um vangann: „Viltu ekki vakna, stúlkan mín?“, var sagt. Það var elsku frændi minn sem mamma sagði okkur systkinun- um sögur af. Frændinn sem hún óskaði sér svo oft að hefði gengið menntaveginn, frændinn sem skrif- aði sögur og ljóð. Frændinn sem svo setti frænku sína upp á stýrið á reið- hjólinu og hjólaði með hana í Sund- höllina svo hún þyrfti ekki að ganga. Frændinn sem svo ógleymanlegar minningar eru nú bundnar við. Nú brosa Strandafjöllin við hon- um Eiríki mínum og Rósa frænka mín snýst í kringum hann á meðan hann skrifar ljóðin sín á einhver blöð sem hann finnur. Nú eru þau saman á ný. Far vel, elsku frændi, og takk fyrir allt og allt. Kæru frændur, Eyvindur og Guðjón, ást- vinir og afkomendur, ég sendi ykkur innilegustu samúðarkveðjur okkar Ella og fjölskyldunnar allrar. Sigurvina Samúelsdóttir (Vinsý). Elsku besti fallegasti afinn okkar er farinn eitthvað annað. Það er dá- lítill tími síðan þú fórst að búa þig undir þetta ferðalag. Þegar við hitt- um þig í sumar varstu rúmliggjandi og sýndir ekki mikil viðbrögð. Það var svo sem viðbúið. Þú virtist vera á leiðinni eitthvað annað. Við vorum líka annars stað- ar. Við vorum með þér á ströndinni í Greve í Danmörku vinnandi þig í kapphlaupi án þess að gruna að þú værir að hægja á þér viljandi. Þess vegna vildum við bara hlaupa í kapp við þig, næstum áttræðan manninn. Stuttu seinna lástu og flaust á bak- inu í sjónum og við sungum „afi blái afi, á bóla kafi“. Íbúðin þín á dval- arheimilinu Hlíf var sem ævintýra- heimur fyrir litla púka með óheft ímyndunarafl, kompan full af skrýtnum hlutum og svo var lestr- arvélin á miðju borðinu í stofunni. Þú varst iðinn við skriftir sem kom af sjálfu sér þar sem þú varst í rauninni heimspekingur og mikið skáld. Þótt sjónin færi minnkandi léstu það ekki aftra þér frá því að skrifa og lesa. Þú varst iðulega að velta einhverju fyrir þér eða sagðir okkur sögur. Með þér leiddist manni aldrei og sem barn við hlið þér blómstraði maður. Manngæska þín og hjálpsemi við alla gerði líka að alltaf áttirðu nóg af alls konar drasli, keyptu í einhverj- um fjáröflunum góðgerðarhópa. Munum sérstaklega eftir einni súrri plötu til styrktar hjálparstofnun kirkjunnar. Súkkulaðiegg af stærstu gerð voru líka fastagestir í ísskápn- um á páskum. Æstir af súkkulaðiáti lékum við okkur frammi á ganginum og hittum samferðafólk þitt sem sagði okkur hvað við ættum víðles- inn afa. Þú last allt, kynntir þér all- ar mögulegar hliðar allra mála en passaðir þig að sjálfsögðu að „þvo sér um hendurnar eftir Moggalest- ur“. Svo átum við harðfisk sem nóg var af þar og vorum með ærslagang sem leiddi til þess að við slösuðum okkur lítillega á einum af fjölmörg- um hnífum sem þú áttir, verandi elsti starfsmaður fiskvinnslunnar í bænum. Þú byrstir þig aldrei við okkur og hafðir þarna eins og oft áð- ur beðið okkur um að „hætta nú að ljónast“. Þú kallaðir oft Eyjólf „Eyli minn“ og notaðir fyndin orð sem við heyrð- um ekki svo oft í Reykjavík. Þú lifð- ir tímanna tvenna, vannst af ein- skærri hörku alla þína ævi og menntaðir þig jafnframt langt fram eftir ævi. Drakkst aldrei né reyktir og okkur skilst að mesta fylliríið þitt hafi verið þegar þú sem ungur mað- ur keyptir þér stóran sekk af rús- ínum sem þú kláraðir uppi í fjall og fékkst illt í magann. Við þekktum þig hlæjandi, segjandi sögur og und- irstrikandi orð þín með því að enda setningarnar á „sjáðu“ og vinaleg- heit birtust títt í viðkvæðinu „eskan Eiríkur Annas Guðjónsson 48 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.