Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 43 Í HAUST barst mér í hendur Tannlæknablaðið, 1. tölublað 24. árgangur 2006. Þar er m.a. athygl- isverð grein eftir Júlíus Helga Schopka tannlækni, starfandi í Danmörku. Fyrirsögn greinarinnar er „Kjálkabeindrep af völdum bí- fosfónata: Áður óþekktur fylgi- kvilli krabbameinsmeðferðar.“ Þar segir: „Þau bífosfónöt sem oftast valda kjálkabeindrepi eru pa- mídrónat (sérlyf: Pamidronatnatri- um og Arieda) og zóledrónsýra (sérlyf: Aclasta og Zometa).“ Einnig segir: „Annað bífosfónat, alendrónsýra (sérlyf: Fosamax) er notað við beinþynningu eftir tíða- hvörf.“ Fyrrnefndu lyfin eru gefin í æð en Fosamax er gefið í töflu- formi. Nú er það svo að ekki lesa allir hið ágæta Tannlæknablað en hér hef ég einkum í huga lyfið Fosam- ax sem hefur verið leyft á Íslandi í rúm tíu ár. Mjög mikilvægt er, að þeir sem á þessu lyfi þurfa að halda séu meðvitaðir um, að ná- kvæm skoðun hjá tannlæknum er nauðsynleg áður en lyfjameðferð hefst og viðeigandi ráðstafanir gerðar ef þörf krefur. Því eins og J.H. Schopka segir í grein sinni: „Ýmislegt bendir nefnilega til þess að langvarandi alendrónatmeðferð dragi verulega úr græðslugetu beins og nokkur tilfelli kjálka- beindreps hafa komið upp eftir tannlæknisaðgerðir hjá sjúklingum í alendrónatmeðferð.“ Nú má spyrja: Hvers vegna hef- ur ekki orðið nein almenn umræða eða umfjöllun varðandi þennan al- varlega fylgikvilla, þar sem til- fellum hefur fjölgað á síðustu 2-3 árum? Öll fræðsla um þetta mál- efni er vel þegin, enda hlýtur tannheilsa þeirra er nota Fosamax eða önnur skyld lyf að vera í fyr- irrúmi. Neikvæð umfjöllun um Fosam- ax hefur aukist erlendis t.d. á bloggsíðum í Bandaríkjunum og Kanada. Einnig hafa lögfræðingar í Bandaríkjunum látið sig málið varða, þar sem þeir hafa opnað vefsíður og bjóða fram aðstoð sína ef vandamál tengd lyfinu koma upp. Í ljósi þess er það afar ein- kennilegt að í nýútkominni hand- bók um lyf á Íslandi, Lyfjabókin 2007, er ekki minnst einu orði á hinn alvarlega fylgikvilla sem áður er getið. Með Fosamax-skammti sem afhentur var nýlega og er í gildi fram í mars 2008 kom fylgi- seðill er síðast var samþykktur 28. janúar 2004. Þar er heldur ekki minnst á einkenni bífosfónata – beindreps. Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi grein J.H. Schopka. Bent skal á að hægt er að nálgast frek- ari upplýsingar um lyfið Fosamax á netinu, vefslóð: www.drugs.com. Eftir standa tvær spurningar. Hvar er Lyfjaeftirlitið? Hver ber ábyrgð? STEINGERÐUR STEINSDÓTTIR Fellsmúla 8, Reykjavík. Hættuleg lyf Frá Steingerði Steinsdóttur Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is borð sitt, horfði á mig og hlustaði. Hann sagði ekki eitt einasta orð og á miðri leið minn út úr skrifstofunni stoppaði ég, sneri mér við og sagði að síðustu: „Ef þú ætlar áfram að bjóða Steingrími Hermannssyni (hann var ekki lengur forsætisráð- herra þegar þarna var komið sögu) til veiða í ánni á kostnað bankans, þá skaltu sjálfur fara með honum. Ekki geri ég það.“ Fáeinum dögum síðar sagði ég Björgvini að ég hefði rætt málið við Sverri. Hann sagðist vita það því Sverrir hefði sagt sér frá því og bætti við, að hann hefði sagt sér „að það hefði verið bölvaður hundur í mér“. Fleiri voru ferðir mínar ekki í Hrútafjarðará, enda þótt bankinn og dótturfélögin héldu áfram að kaupa veiðileyfi í ánni af leigutakanum í vaxandi mæli. Í gegnum tíðina hefur bankastjór- inn alltaf haldið því fram að enginn – enginn, hafi gert athugasemd við sig um þessi veiðileyfi fyrr en 1997 að ytri endurskoðandi bankans gerði það og þá í fyrsta sinn. Þá hafi hann hætt þessu. Þessa fullyrðingu end- urtók hann eina ferðina enn í Mannamáli Sigmundar. Eins og að framan greinir er þessi fullyrðing hans röng. Strax og ég lauk tali mínu við Sverri hringdi ég til Steingríms og sagði honum hvers ég hefði orðið áskynja og hvað ég hefði tilkynnt Sverri. Ég gæti ekki sætt mig við þessi viðskipti bankastjórans og bankans. Ég ræddi líka við endur- skoðanda bankans um málið og veit hann af þessu samtali okkar Sverris, svo og nokkrir aðrir starfsmenn bankans. Veiðiferðir með Seðlabanka í Vatnsdalsá Hitt málið sem Sverrir minntist á í þætti Sigmundar og þarfnast leið- réttingar á, eru veiðileyfakaup bank- ans í Vatnsdalsá sem hann sagðist hafa lokað á. Bak við þessa fullyrð- ingu er stutt saga. Frá þeim tíma sem Landsbanki og Seðlabanki störfuðu saman í núver- andi aðalhúsakynnum Landsbanka, hafði komist á sú hefð að þeir fóru saman tvær veiðiferðir í þessa á. Fyrri ferðin var farin í júlí undir stjórn Seðlabanka en sú síðari í ágúst undir stjórn Landsbanka. Á mínu fyrsta ári í bankanum óskaði Sverrir eftir því á fundi okkar bankastjóra, að ég tæki að mér að stjórna þessum ágústferðum. Þar sem mér þótti þetta samkrull með Seðlabanka á árinu 1991 tíma- skekkja, svaraði ég uppástungu hans á þann hátt að ég legði til að þessum ferðum yrði hætt strax, enda kæmi okkur ekkert við þótt fyrrum starfsfélagar í húsinu hefðu haft þennan hátt á. Sá tími væri lið- inn, Seðlabanki fluttur í burtu og ný- ir menn komnir til starfa. Á þessa tillögu mína gat Sverrir ekki fallist og vildi bersýnilega ekki missa af júlíveiðinni með vini sínum úr Seðla- banka því mér vitanlega var hann sá eini úr Landsbanka sem fór í þær ferðir. Aldrei vissi ég til þess að Björgvin færi í neina þessara veiði- ferða eftir að ég kom til starfa. Það varð því að finna annan til for- ystu fyrir ágústferðunum og tók Björn Líndal, aðstoðarbankastjóri, það að sér. Honum og ýmsum öðrum er vel kunnugt um þessa tillögu mína á árinu 1991 og þá afstöðu að koma þarna hvergi nærri. Mörgum árum síðar, eftir að skarst harkalega í odda á milli Landsbanka og Seðla- banka út af tilteknu máli sem mjög fór í taugarnar á Sverri, lagði hann til að við hættum þessum veiðiferð- um! Auðvitað gat ég ekki setið á mér að stríða honum þá vegna þessara umskipta og sérstaklega þar sem þessum ferðum hafði aðeins verið haldið áfram hans vegna. Þar með lokaði hann á þessar veiðiferðir, eins og hann orðar það, enda var þá vin- urinn úr hinum bankanum hættur störfum og ekki eins gaman að veiða og áður. Upplýsingar um veiðifélag- ann voru felldar úr „annarri útgáfu“ skýrslu sem bankaráð Landsbank- ans lét einn núverandi hæstarétt- ardómara gera þegar Landsbanka- mál hin síðari stóðu sem hæst. Það er oft skammt á milli mannamáls og lygimála. Höfundur er fv. bankastjóri Landsbankans. ÞAÐ er fjarri mér að ætla að fara að munnhöggvast við dómsmálaráðherr- ann þótt hann virð- ist bjóða upp í slík- an dans í svari við ábendingu minni um ósveigjanleika í nýju fyrirkomulagi útgáfu íslenskra vegabréfa. Vandinn er, að í svarinu víkur ráð- herrann ekki að kjarna umkvörtunar minnar. Því neyðist ég til að árétta það sem ég var að benda á: – Auðvitað er það hrein della að neyða fólk sem býr í útlöndum til að koma í sérstaka ferð til Íslands til að sækja nýtt vegabréf. Reynsla okkar hjóna af slíkri ferð sannar þetta. – Ekkert það var gert við útgáfu nýju vegabréfanna sem gerði nauð- synlegt fyrir okkur að fljúga frá Afr- íku til Íslands fyrir stórfé. – Við gátum valið um að láta taka af okkur mynd til þess gerðum hólki á sýsluskrifstofunni – eða að leggja fram rafræna mynd. Ekki þurftum við að gera okkur ferð í Kópavoginn til þess. Það hefði verið auðvelt að senda ljósmyndir í tölvupósti fyrst allt kerfið er orðið svona rafrænt. – Engin önnur próf eða athuganir voru gerðar á okkur, svo ekki var ver- ið að afla lífssýna. – Sá ósveigjanleiki í því kerfi, sem ráðherrann hefur sett upp, er full- kominn óþarfi. Að öðru leyti er þetta sjálfsagt ágætt fyrirkomulag – en það hentar ekki öllum. – Ekki er að sjá að neinar knýjandi ástæður komi í veg fyrir að hægt sé að afhenda umboðsmanni umsækj- anda nýtt vegabréf, eins og verið hef- ur undanfarin ár. – Niðurstaðan er því enn hin sama: það kostaði okkur 300 þúsund krónur að fá ný vegabréf sem hefði verið hægt að fá útgefin fyrir þrjátíu sinn- um minna. Er til of mikils mælst að þessi skavanki verði skorinn af kerfinu? Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að svo er ekki. ÓMAR VALDIMARSSON býr og starfar í Afríku. Víst er þetta della Frá Ómari Valdimarssyni Ómar Valdimarsson Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is Taktu lagið Gríptu augnablikið og lifðu núna Milljón íslensk og erlend lög sem þú getur halað niður í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.