Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. 1. DESEMBER Hinn 1. desember er einn afmerkustu dögum í sögu ís-lenzku þjóðarinnar. Þann dag árið 1918 öðluðust Íslendingar fullveldi, sem var mikilvægur áfangi á leið til fulls sjálfstæðis á Þingvöll- um hinn 17. júní árið 1944. Lengi vel héldu stúdentar við Há- skóla Íslands 1. desember hátíðlegan með glæsilegum hætti. En fyrir hálfri öld var 1. desember landsmönnum enn í fersku minni. Nú styttist í 90 ára afmæli fullveldisins og smám saman hefur dofnað yfir mikilvægi þess í minningunni, bæði hjá hinum yngri og þeim eldri. Það væri vel til fundið að snúa þessari þróun við að ári liðnu, þegar einungis 10 ár verða eftir í 100 ára af- mæli fullveldisins. Sú skylda hvílir ekki sízt á stúd- entum við Háskóla Íslands, sem með þeim hætti mundu líka skapa sér ákveðna sérstöðu meðal háskólastúd- enta almennt á Íslandi. Það er auðvelt að finna 1. desember hlutverk á ný. Til hátíðahalda þann dag á að vanda vel. Umræðuefni dagsins á alltaf að vera einhver þátt- ur í utanríkis- og sjálfstæðismálum íslenzku þjóðarinnar. Sá þáttur, sem einna mest er til umræðu þá stundina eða mikilvægt er að minna á. Aðal- ræðumann í Háskóla Íslands 1. des- ember á alltaf að velja með góðum fyrirvara og gefa þeim hinum sama því góðan tíma til að undirbúa mál sitt. Það á að vera einhver mesta virð- ing, sem einstaklingi, karli eða konu, er sýnd að bjóða þeim hinum sama að vera aðalræðumaður á hátíðardag- skrá í Háskóla Íslands. Fyrir hálfri öld voru stórpólitísk átök um það hver skyldi vera ræðu- maður á hátíðarsamkomu í Háskóla Íslands á fullveldisdaginn. Samfélag okkar hefur breytzt og engin ástæða til að standa í slíkum barnaskap nú. En daginn sjálfan, fullveldisdaginn, eigum við Íslendingar að endurreisa. Þeir, sem unnu að gerð sam- bandslagasamningsins við Dani 1918, skipa merkan sess í sögu sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar. Þeirra manna eigum við að minnast með sérstökum hætti. Margt hefur verið skrifað um þessa samningsgerð en nú er tíma- bært að sagnfræðingar samtímans, sem sjá sögulega atburði með öðrum augum en fyrirrennarar þeirra, fái tækifæri til að endurmeta sam- bandslagasamninginn og aðdraganda hans. Nú er tímabært að tekin verði ákvörðun um ritun sögu sjálfstæðis- baráttunnar fram á fullveldisdaginn 1918 og að sú saga verði gefin út hinn 1. desember 2018. Slík saga verður ekki rituð á einu ári en það er tímabært að huga að rit- un hennar og sögu þeirra manna, sem þar komu mest við sögu. Enn er lif- andi fólk, sem tengdist þessum mönnum, man þá og í fjölskyldum þeirra lifa sögur um þessa samnings- gerð, sem ástæða er til að halda til haga. Ritun sögu fullveldisins er ákvörð- un, sem Alþingi sjálft á að taka. KONUR OG ÍSLAMSKT RÉTTARFAR Réttarfar í Sádi-Arabíu er ekkihliðhollt konum. Nú er fyrir æðsta dómstól landsins mál konu, sem var dæmd til að verða barin með svipu eftir að hún ákærði sjö menn sem nauðguðu henni og manni sem var með henni með hrottalegum hætti. Mál þetta hefur ekki aðeins vakið umtal utan Sádi-Arabíu, heldur einnig innanlands og hafa komið fram kröfur um umbætur. Konan var upp- haflega dæmd til 90 svipuhögga fyrir að vera með manni, sem hún var ekki gift. Þegar hún áfrýjaði var dómurinn þyngdur um helming og lögmaður hennar sviptur starfsleyfi. Eftir að dómurinn var kveðinn upp yfir konunni hefur henni, manni hennar og lögmanninum verið bann- að að tjá sig opinberlega. Stjórnvöld í landinu tjá sig hins vegar að vild og hefur dómsmálaráðuneytið ítrekað vegið að henni með sinni lýsingu á því sem gerðist. Sú lýsing stangast í grundvallaratriðum á við lýsingu dómstóla. Hvorki konan né lögmaður hennar hafa fengið að sjá dóminn, en niður- staðan virðist byggð á framburði nauðgaranna sjö, sem dæmdir voru í fimm til sjö ára fangelsi. Staða kvenna í Sádi-Arabíu er veik. Konur þar fá ekki einu sinni að aka bifreiðum. Réttarkerfið byggist á lögum íslams, sharia, og eru fjórir skólar í túlkun þeirra. Í Sádi-Arabíu er stuðst við stranga túlkun wahabb- ista. Í þeim réttarheimi eiga konur, sem eiga samneyti við aðra menn en eiginmenn sína, ekki í mörg hús að venda. Konur eiga undir högg að sækja í öllum þeim löndum, sem byggja rétt- arkerfi sitt á sharia. Í Pakistan er tal- ið að átta af hverjum tíu konum, sem sitja í fangelsi, afpláni dóm fyrir „ólöglegt kynlíf“, sem merkir kynlíf utan hjónabands. Engir karlar sitja í fangelsi í Pakistan fyrir slík brot. Gagnrýnendur þessa réttarfars eru hins vegar ekki allir á því máli að rót vandans sé í hinum íslömsku lögum, heldur túlkun dómara á þeim. Til dæmis sé nánast ógerningur að sanna „ólöglegt kynlíf“ því að samkvæmt bókstafnum þurfi að vera fjögur vitni að „glæpnum“. Því hefur meira að segja verið haldið fram að þessum lögum hafi verið ætlað að vernda kon- ur gegn rógi, en nú hafi þeim verið snúið á haus. Hinn upprunalegi tilgangur lag- anna kemur fórnarlömbum þessa réttarfars hins vegar að litlu gagni. Stjórnvöld Sádi-Arabíu liggja nú undir miklum þrýstingi um að snúa við dómnum um svipuhöggin. Engin leið er að átta sig á hvort það mun gerast. En réttarfar í Sádi-Arabíu þarfnast greinilega endurskoðunar og vonandi hefur sú umræða, sem mál konunnar hefur vakið, einnig áhrif í öðrum löndum þar sem réttarfar byggist á íslömskum lögum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Þegar spár markaðsaðila umverðbólgu ganga ekki eftirverða viðbrögð á skulda-bréfamarkaði hér á landi þveröfug við það sem gerist annars staðar í heiminum. Hér á landi lækka vextir ef verðbólga er yfir væntingum, en hækka ef verðbólga er minni en spáð var. Þetta sýnir rannsókn sem Kaupþing hefur gert. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir að skýringin á þessu sé verðtryggingin. Hún sé séríslenskt fyrirbæri og valdi því að stýrivaxtavopn Seðlabankans virki seint og illa. Kaupþing hafði forystu um að bjóða lán á lágum vöxtum í sam- keppni við Íbúðalánasjóð árið 2004. Þá var haft eftir þér að Kaupþing treysti sér til að bjóða fasteigna- kaupendum upp á þessi kjör í lang- an tíma. Núna hafa vextir bankanna hækkað mikið og lánakjör sem fólki standa til boða eru slæm. Hvers vegna var þetta tímabil lágra vaxta svona stutt? „Þegar við komum inn á þennan markað buðum við viðskiptavinum okkar rúmlega 4% vexti auk verð- tryggingar. Þetta voru arðbær við- skipti fyrir báða aðila og á mun hag- stæðari kjörum en áður höfðu þekkst. Við teljum að við höfum raunverulega fært markaðinn til nú- tímahorfs. Við verðum að muna að á þessum tíma gastu ekki fengið íbúðalán á góðum kjörum nema með því að selja íbúðina þína, þ.e.a.s. íbúðabanki ríkisins veitti ekki lán nema við kaup eða sölu íbúðar. Enn- fremur var hámarkslánið mjög lágt. Við teljum að þessi hækkun íbúða- verðs sem varð með tilkomu okkar inn á markaðinn hafi leitt til leið- réttingar á íbúðaverði á Íslandi, sem var óeðlilega lágt á þeim tíma. Þegar við hófum að bjóða verð- tryggð íbúðalán með fyrsta veðrétti í samkeppni við íbúðabanka ríkisins voru stýrivextir Seðlabankans u.þ.b. 6%. Nú eru þessir vextir komnir í 13,75%. Við eigum engan annan kost en að láta þessa vexti, sem Seðlabankinn ákveður, endurspegl- ast í okkar vöxtum. Ég tel að það eina sem megi gagnrýna okkur fyrir sé að við byrj- uðum ekki að hækka vextina fyrr. Við töldum hins vegar að þetta þensluskeið yrði ekki jafnlangt og síðan hefur komið á daginn.“ Hefur Kaupþing tapað á lánveit- ingum til fasteignakaupa að und- anförnu? „Við erum ánægð með þau útlán sem við erum með og höfum mjög góðar tryggingar. Við höfum lánað að meðaltali 56% á móti verðmæti eignanna. Gæði útlána eru mjög mikil og vanskil eru lítil, en arðsem- in hefur farið minnkandi eftir því sem Seðlabankinn hefur hækkað vexti. Það verður líka að hafa í huga að eftir að við fórum að bjóða íbúðalán hefur útibúanetið orðið hagkvæm- ara. Starfsmönnum í viðskipta- bankaþjónustu okkar hefur ekki fjölgað á undanförnum fjórum ár- um, en viðskiptin stóraukist.“ Er eðlilegt að neita lántakendum um að yfirtaka eldra lán með lægri vöxtum? „Sumir hafa gengið svo langt að tala um þetta sem mannréttinda- brot, en það er það að sjálfsögðu ekki. Við erum að veita þessi lán til okkar viðskiptavina. Viðskiptavinur sem upphaflega tók lánið nýtur þess að geta fært lánið á aðra eign, en við erum ekki tilbúnir að lofa öðrum að- ilum að taka yfir þau lán sem við veittum þessum viðskiptavinum á þessum kjörum.“ Nú er veðið það sama og þið hafið væntanlega traust á þeim sem óskar eftir að taka yfir lánið? „Já, en það er nýr lántakandi sem kemur í viðskipti við okkur og við höfum leyfi til að semja upp á nýtt við hann.“ Ef horft er á þessi mál frá sjón- arhóli þess sem er að kaupa íbúð í fyrsta skipti þá er ljóst að hann er í afar erfiðri stöðu. Lánakjör hafa versnað og fasteignaverð hefur hækkað mikið. „Það er ljóst að lánakjörin eru ekki eins góð og áður, en það er ein- mitt það sem Seðlabankinn hefur viljað ná fram. Hann vill kæla hag- kerfið. Þegar menn sjá að það er einhver kólnun að eiga sér stað mega þeir ekki koma hlaupandi og heimta sértækar aðgerðir. Það sem er öðruvísi í dag en áður en við komum inn á þennan markað er að nú er hægt að fá meiri fjár- mögnun. Ég ætla hins vegar ekki að mótmæla því að það var þægilegra að kaupa sína fyrstu íbúð fyrir nokkrum árum þegar vextir voru lægri og fasteignaverð lægra.“ Rót vandans liggur í verðtryggingu Hvaða breytingar telur þú að þurfi að verða svo vextir af íbúðalánum fari að lækka á ný? „Eitt af því sem gerir efnahags- stjórn mjög erfiða er þetta sér- íslenska fyrirbæri, verðtryggingin. Ég er ekki viss um að ástæða þess að aðrar þjóðir hafa ekki tekið þetta upp sé sú að þær hafi bara ekki fatt- að hvað þetta er frábært fyr- irkomulag! Kaupþing gerði nýverið athugun á því hvað hefur gerst með verð- tryggða vexti þegar verðbólgan hef- ur verið meiri eða minni en vænt- ingar markaðarins gerðu ráð fyrir. Við skoðuðum einfaldlega hvað ger- ist á markaði daginn sem verðbólgu- tölur birtast. Það sem kom í ljós er að verðtryggðir vextir lækka á markaði þegar verðbólga er meiri en markaðurinn gerði ráð fyrir, en vextir hækka hins vegar þegar verð- bólga er minni en spáð var. Í öllum öðrum hagkerfum hækka vextir þegar verðbólga reynist vera meiri en markaðsaðilar höfðu spáð. Á Ís- landi gerist hið þveröfuga. Vextir á markaði lækka. Við síðustu mælingu reyndist verðbólgan hafa aukist í mánuðinum um 0,6%, en markaðsaðilar höfðu spáð 0,3% hækkun. Verðtryggðir vextir lækkuðu og íbúðabanki rík- isins gat farið í útboð á lægri vöxt- um en ella. Þetta sýnir vandann sem Seðlabankinn er í. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld. Þegar fjárfestar fá 0,6% hækkun á skuldabréfin í einum mán- uði vegna meiri verðbólgu þá kaupa þeir slík bréf og vextir á þeim lækka. Ég er ekki með neina einfalda lausn á því hvernig við getum kom- ist út úr verðtryggingunni. Það get- ur gerst með tvennum hætti, annað hvort með því að taka á þessum ís- lenska veruleika eða með því að taka upp evru. Þarna er að mínu mati rót vand- ans. Stýrivextir Seðlabankans hafa á þremur árum hækkað úr 6% í 13,75%, en vextir íbúðabanka rík- isins hafa hækkað úr 4% í 5%.“ Óheilbrigt ástand Þú telur að stjórnvöld verði að taka á þessu ef við eigum að komast út úr þessum háu vöxtum? „Ég held að það megi gagnrýna stjórnvöld fyrir eitt. Íslenska ríkið á tvo banka, Seðlabanka Íslands og íbúðabanka ríkisins, sem sína áttina. Á undanförnu árum hefur Seðlabankinn og hækkað vexti, en íbúða isins hefur reynt með öllu tækum ráðum að halda vö niðri. Þetta hefur gert það um að rekstrarárangur ís fyrirtækja ræðst ekki af þ góðir rekstrarmenn eru h hversu menn eru góðir í þ fyrir um hreyfingu gjaldm hreyfinga vaxta. Þetta er óheilbrigt ástand.“ Telur þú að stýrivaxtat bankans virki ekki? „Til þess að stýrivaxtat bankans virki þarf að hafa kauphegðun fólks, á neysl fjárfestingar. Meðan við e þessa tvo þætti, annars ve tryggða vexti og hins vega banka í eigu ríkisins, sem sem hann getur til að vinn markmiðum hins bankans við fastir í þessari stöðu.“ Þú ert þá þeirrar skoðu ættum að vera með óverð vexti af íbúðalánum? „Já, þá værum við með sem væri miklu öflugra og að þá myndu verðbólguvæ minnka. Vandamálið er að vaxtavopnið virkar á mjög hluta kerfisins og virkar þ mjög seint. Það er að sjálfsögðu erf segja við fólk að það sé be vera með 13,75% óverðtry af íbúðalánum, en ég tel a væru óverðtryggð þá vær ekki 13,75% heldur töluve Töpuðu 7,5 milljörðum á skuldavafningum Mig langar þá til að víkja unni á fjármálamörkuðum ur breyst mjög snögglega verra. Hvað gerðist? „Þarna er á ferðinni inn vandi. Aðstæður breyttus heimi og það hafði víðtæk heima. Ástæðan fyrir því hefur snert Ísland meira e fjármálamarkaði er að ba eru mjög stór hluti af íslen hlutabréfamarkaði. Um 9 lenskum hlutabréfamarka bankar eða fjármálafyrirt Vextir lækka þega meiri en markaðsa Forstjóri Kaupþings segir að til að vextir lækki á ný þurfi að afnema verðtryggingu lánsfjár Bjartsýnn Hreiðar Már S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.