Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 59
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Aðventuskemmt-
un 7. des. kl. 17. Söngur og gam-
anmál, systurnar Ingibjörg og Sigríð-
ur Hannesdætur. Jólasaga, Arnar
Jónsson leikari les. Hátíðarsöngvar,
Kammerkór Mosfellsbæjar. Jólahlað-
borð frá Lárusi Loftssyni. Miðaverð
3.500 kr. Skráning í s. 535-2760 f. 5.
des.
Breiðfirðingabúð | Félag breiðfirska
kvenna heldur jólafund 3. desember
kl. 19.
Bústaðakirkja | Jólafundur 10. des-
ember kl. 19.15 í safnaðarheimilinu.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir 6. des-
ember til Laufeyjar í s. 898-5208
eða Stellu í s. 862-3675.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsheimilið Gjábakki | Árlegur
laufabrauðsdagur er í dag frá kl. 13.
Gestir þurfa að hafa með sér áhöld,
hnífa. Samkórinn syngur inn aðventu
kl. 14. Kvennakór Kópavogs kl. 15,
Skólahljómsveitin kl. 16.15. Hand-
verksmarkaður verður frá kl. 13.
Heitt súkkulaði og meðlæti.
Garðaholt samkomuhús | Jóla-
fundur Kvenfélags Garðabæjar verð-
ur 4. desember kl. 20. Jóna Hrönn
Bolladóttir flytur hugvekju og Ragn-
ar Bjarnason flytur jólalög. Fund-
arsölunefnd verður með varning til
sölu. Kaffinefnd, hverfi 1, 7, 8, 9 og 16
mæti kl. 19.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ-
landsskóla, Víðigrund, kl. 9.30-10.30.
Uppl. í síma 564-1490.
Sjálfsbjörg | Árleg kaffisala og happ-
drætti Sjálfsbjargar á höfuðborg-
arsvæðinu verður í félagsheimilinu,
Hátúni 12, kl. 13. Vinningar m.a. sjón-
varpsflatskjár – kvöldverður, gisting
og morgunverður fyrir tvo.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Aðventu-
og jólafagnaður verður 6. desember
kl. 18 og hefst með jólahlaðborði síð-
an verða skemmtiatriði, söngur,
dans, upplestur o.fl. Skráning og
uppl. í síma 411-9450.
Kirkjustarf
Dvalar- og hjúkrunarheimilið
Grund | Guðsþjónusta 2. desember
kl. 14, í hátíðasal heimilisins. Prestur
er sr. Sveinbjörn Bjarnason, org-
anisti er Kjartan Ólafsson, Stefán
Arngrímsson syngur einsöng.
Glerárkirkja | Aðventukvöld kl.
20.30. Ræðumaður Jónas Þórisson,
framkvæmdastjóri Hjálparstarfs
kirkjunnar. Ljósahátíð og söngur.
Æskulýðskór ásamt Kór Glerárkirkju
leiðir söng.
Hallgrímskirkja | Jólafundur kven-
félags Hallgrímskirkju verður kl. 14, í
Suðursal. Gestur fundarins, Að-
alheiður Karlsdóttir, sýnir handunnin
sjöl og segir frá starfsemi Kasmir
krafts. Sr. Birgir Ásgeirsson flytur
hugvekju.
Hveragerðiskirkja | Aðventukvöld
kl. 20. Gestur kvöldsins verður Guð-
rún Ásmundsdóttir leikkona. Guðrún
og Kirkjukór Hveragerðis- og Kot-
strandarsóknar tengir saman jólin,
ævi og tónlist Sigvalda Kaldalóns.
Kórstjóri er Smári Ólason. Ferming-
arbörn flytja helgiþátt.
60ára afmæli. Á morgun, 2.desember, verður sextug-
ur Guðjón Bjarnason. Af því til-
efni er ættingjum og vinum boðið
að þiggja kaffi í Hænuvík 2. des-
ember.
Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I.Kor. 13, 13.)
Alnæmissamtökin á Íslandistanda fyrir dagskrá í dag,1. desember, á alþjóðlega al-næmisdeginum.
Guðmundur Arnarson situr í stjórn
Alnæmissamtakanna og er einn af
skipuleggjendum dagskrárinnar: „Við
notum þennan dag bæði til að minnast
þeirra sem látist hafa úr Alnæmi, og
ekki síður til að minna fólk á hættuna
af HIV,“ segir Guðmundur.
Að sögn Guðmundar má greina
hættuleg merki þess að fólk gæti
minna öryggis í kynlífi: „Sérstaklega
er ástæða til að hafa áhyggjur af ungu
fólki, sem gerir sér oft ekki grein fyrir
hversu HIV er alvarlegur sjúkdómur.
Margir hugsa sem svo að ekki sé jafn-
alvarlegt að smitast nú og var fyrir 20
árum. Það er rétt að miklar framfarir
hafa orðið í lyfjameðferð, en meðferðin
læknar ekki sjúkdóminn heldur verkar
aðeins til þess að fresta því að HIV-
sjúklingar fái alnæmi. Þá hafa lyfin
mjög sterk aukaáhrif á líkamann og
getur smit verulega skert lífsgæði.“
Guðmundur nefnir einnig mjög
slæma þróun í nýsmiti: „Svo virðist
sem kominn sé upp faraldur meðal
sprautufíkla á Íslandi, en á þessu ári
hafa 6 manns greinst sem smitast hafa
með því að deila sprautum með öðrum.
Er áríðandi að leita allra leiða til að
hjálpa þessum hópi og koma í veg fyr-
ir frekara smit, m.a. með því að bæta
aðgengi að nýjum og ókeypis nálum,“
segir Guðmundur. „Þá er hlutfall inn-
flytjenda hátt í hópi þeirra sem grein-
ast með HIV. Þarf að huga að fræðslu
og stuðningi við þennan hóp, og
tryggja þeim sem allra besta heil-
brigðisþjónustu.“
Dagskrá Alnæmissamtakanna hefst
kl. 15, með opnu húsi í miðstöð sam-
takanna á Hverfisgötu 69. Þar ætlar
Margrét Pálmadóttir að syngja fyrir
gesti ásamt Maríusi og Gosp-
elsystrum. Edda Andrésdóttir og Ótt-
ar M. Norðfjörð lesa úr bókum sínum
og boðið verður upp á léttar kaffiveit-
ingar. „Lagt verður af stað í blysför kl.
18.30 frá Laugavegi 3 og gengið að
Fríkirkjunni þar sem tendruð verða
kerti í minningu þeirra sem látist hafa
úr alnæmi,“ segir Guðmundur. „Í Frí-
kirkjunni höldum við stutta athöfn þar
sem flutt verður hugvekja, flutt stutt
erindi og leikin og sungin falleg tón-
list.“
Nánari upplýsingar á www.aids.is.
Heilsa | Látinna minnst og vakið til vitundar á alnæmisdeginum
Alnæmi er dauðans alvara
Guðmundur
Arnarson fæddist
á Akureyri 1982.
Hann stundaði
nám við fram-
leiðslubraut MK og
starfaði sem þjónn
á Fiðlaranum og
Humarhúsinu.
Hann er nú aðstoð-
arverslunarstjóri Dressmann í Smára-
lind. Guðmundur var formaður FSS –
félags hinsegin stúdenta, en er nú
stjórnarmeðlimur í Alnæmissamtök-
unum. Foreldrar Guðmundar eru Jó-
hanna Guðmundsdóttir húsmóðir og
Örn Viðar Birgisson sölumaður.
FRÉTTIR
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
80ára afmæli. Á morgun,sunnudaginn 2. desember,
verður Málfríður Þorbergsdóttir,
Hamraborg 26 (áður Fífuhvammi
37), áttræð. Hún tekur á móti gest-
um eftir kl. 17 á afmælisdaginn á
heimili systur sinnar í Lækjarbergi
48, Hafnarfirði.
dagbók
Í dag er laugardagur 1. desember, 335. dagur ársins 2007
Tónlist
Háteigskirkja | Kór Háteigskirkju stendur fyrir árlegum aðventu-
tónleikum 2. desember kl. 17. Aðgangur að kórtónleikunum er
ókeypis.
Kjarni Mosfellsbæ | Jólasöngur og vöfflusala Kammerkórs Mos-
fellsbæjar verður kl. 16.20. Einnig koma fram Barnakór Varmárs-
kóla, Grýla og hennar fjölskylda og veitingar seldar. Stjórnandi
Kammerkórs Mosfellsbæjar er Símon H. Ívarsson.
Kvennakór Reykjavíkur | Árlegir aðventutónleikar verða í Grens-
áskirkju kl. 17. Stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir og pí-
anóleikari Vignir Þór Stefánsson.
Neskirkja | Jólatónleikar Lúðrasveitarinnar Svans verða kl. 17. Á
efnisskránni eru m.a. Cold Shower eftir Tryggva M. Baldvinsson
ásamt jólalögum og léttum lúðrasveitaverkum. Stjórnandi sveit-
arinnar er Rúnar Óskarsson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 kr.
fyrir námsmenn.
Organ | DJ Cheeba er plötusnúður kvöldsins.
Myndlist
ART 11 | Berglind H. Hilmarsdóttir og Kristín Tryggvadóttir sýna
nýjustu málverk sín á vinnustofu ART 11, Auðbrekku 4, Kópavogi.
Opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13-17.
Gallerí Ágúst | Einkasýning Magneu Ásmundsdóttur, Á ferð stend-
ur yfir til 29. des. Magnea sýnir ljósmyndir, myndbandsverk og inn-
setningar með blandaðri tækni. Opið miðvikudaga – laugardaga kl.
12-17 og eftir samkomulagi.
Hallgrímskirkja | Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju 2007. Land
ég sá, opnun sýningar Arngunnar Ýrar í forkirkju Hallgrímskirkju í
dag kl. 14. Við opnunina syngur Berglind Björgúlfsdóttir forna að-
ventusöngva. Sýningin markar upphaf 26. starfsárs Listvinafélags
Hallgrímskirkju. listvinafelag.is
Korpúlfsstaðir, vinnustofur | Sýningin Metir er samsýning 22
listamanna í stóra sal á efri hæð, ásamt opnum vinnustofum kl. 13-
17. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi, laugardag og sunnu-
dag. Á Korpúlfsstöðum starfa um fjörutíu myndlistarmenn og
hönnuðir. Rithöfundar lesa úr bókum sýnum og kaffisala er á
staðnum.
Leiklist
Leikfélagið Peðið | Frumsýnir jólaleikritið Tröllaperu á Grand Rokk
eftir Jón Benjamín Einarsson. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason.
Leikritið beinir sjónum að Grýlu og Leppalúða, börnum þeirra jóla-
sveinunum og gestum og er með lögum eftir Björgúlf Egilsson.
Uppákomur
Norræna húsið | Hönnunar- og handverksmarkaður verður í sýn-
ingarsal í kjallara hússins kl. 12-17. Íslenskir hönnuðir og hand-
verksmenn selja handverk. Jólaglögg og veitingar verða seldar á
staðnum.
Heimilisiðnaðarfél Íslands | Nethyl 2E. Jólamarkaður 2. des. kl.
14-18, með handgerðum munum til sölu. Heitt súkkulaði og pip-
arkökur.
Mannfagnaður
SÁÁ félagsstarf | Bingó í Von Efstaleiti 7, 2. des. kl. 16.
Fyrirlestrar og fundir
Alnæmissamtökunum á Íslandi | Opið hús á hjá Alnæmissamtök-
unum á Íslandi í tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins kl. 15-18. Kaffi og
meðlæti.
Framsókn í Reykjavík | Opið hús verður kl. 11-13, á Hverfisgötu 33.
Björn Ingi Hrafnsson ræðir um borgarmálin. Guðni Ágústsson og
Sigmundur Ernir Rúnarsson fjalla um nýútkomna bók. Kaffi og
meðlæti í boði.
Kringlan | Alþjóðlegi alnæmisdagurinn – 16 daga átak. Alnæm-
isbörn: Gefðu skjól, fjársöfnun verður í Kringlunni kl. 10-18, til að
aðstoða ungar mæður og börn þeirra á stríðshrjáðu svæði í Norð-
ur-Úganda.
Kvenfélagið Fjallkonurnar | Jólafundur verður í safnaðarheimili
Fella- og Hólakirkju 4. desember kl. 19.30. Jólamatur og jóla-
sveinninn kemur. Munið eftir pökkunum. Uppl. hjá Hildigunni s.
557-2002 og Binnu s. 557-3240.
Fréttir og tilkynningar
AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtakanna er 895-1050.
Kringlukráin | París félag þeirra sem eru einir heldur desem-
berfundinn kl. 11.30. Nýir félagar vélkomnir.
Börn
Dimmuborgir | Jólasveinarnir taka vel á móti gestum á Hallarflöt í
Dimmuborgum í Mývatnssveit alla daga í desember kl. 13-15.
Norræna húsið | Aðventudagskrá verður haldin fyrir börn í bóka-
safni hússins kl. 13. Lesin verða norræn jólaævintýri sem þýdd hafa
verið á íslensku og sungin verða jólalög. Auk þess kemur í heim-
sókn norskur stúlknakór sem syngur fyrir gestina.
Hlutavelta | Þessir duglegu bræður og vinir úr Lundarreykjadalnum
og Borgarnesi héldu tvær tombólur í Borgarnesi í sumar og söfnuðu
23.000 kr. og færðu Rauða krossinum ágóðann. Þeir eru: Arnar Þórs-
son, Egill Þórsson, Friðrik Þórsson, Kári Gíslason og Rúnar Gíslason.
RAUÐI kross Íslands minnir á
þann mikla vanda sem alnæmi hef-
ur skapað í fátækustu samfélögum
heims. Nú er talið að milli 30 og 40
milljónir manna séu smitaðar af al-
næmisveirunni og mun fleiri líði
vegna alnæmis, til dæmis um 4,6
milljónir barna í sunnanverðri Afr-
íku sem orðið hafa munaðarlaus.
Í dag, laugardaginn 1. desem-
ber, frá kl. 14 til 16 mun Ung-
mennahreyfing Rauða krossins
selja rauð alnæmismerki í Smára-
lind sem búin eru til af fólki sem
tekur þátt í sjálfshjálparhópi smit-
aðra á vegum Rauða krossins í
Malaví og rennur allur ágóði af
sölunni til hópsins.
Stjórn félagsins samþykkti
ályktun á fundi sínum 16. nóvem-
ber sl. þar sem segir meðal annars:
„Athygli er vakin á því starfi sem
unnið er innan Rauða kross hreyf-
ingarinnar til að aðstoða fólk
vegna alnæmis og koma í veg fyrir
frekara smit. Rauði kross Íslands
styður starf sjálfboðaliða og starfs-
fólks Rauða krossins í Malaví,
Mósambík og Suður-Afríku þar
sem heimamenn aðstoða þá sem
líða vegna alnæmis.
Rauði kross Íslands hvetur ís-
lensk stjórnvöld til vinna að fram-
gangi þúsaldarmarkmiða Samein-
uðu þjóðanna um að bæta heilsufar
fólks í fátækustu ríkjum heims.
Sérstaklega er bent á markmiðin
um að snúa við útbreiðslu alnæmis
fyrir árið 2015 og að vinna að því
að veita fátækum þjóðum aðgang
að mikilvægum lyfjum.“
Rauð merki til að minna á
Alþjóðlega alnæmisdaginn
GEÐHJÁLP mun halda fræðslu-
fund um félagsfælni á laugardag, 1.
desember, í húsnæði sínu á Tún-
götu 7 í Reykjavík, kl. 14.
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir
mun flytja erindi um sjúkdóminn og
auk þess munu fulltrúar úr sjálfs-
hjálparhóp Geðhjálpar um fé-
lagsfælni segja frá reynslu sinni og
leiðum til þess að ná bata.
Fræðslufundur
um félagsfælni
♦♦♦
OPIÐ HÚS
FLJÓTSMÖRK 6-12, HVERAGERÐI
ÓKEYPIS ÍS FRÁ TOPP-ÍS Í HVERAG.
FYLGIR EFTIR SKOÐUN
Stórglæsileg nýleg 4. herbergja íbúð, nr. 305
Upplýsingar í 694 3401
í dag laugardag kl. 15 - 16:30