Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 39
svanir færu alltaf um í pörum, og það væri hreinlega hættulegt fyrir hjóna- bandið að láta svaninn vera einan. Endirinn varð sá að við eignuðumst annan svan. Og þeir urðu auðvitað að vera bleikir. Annað kom ekki til mála.“ Sterkir litir Marta María hefur áhuga á mynd- um því yfir hillu í borstofunni er mál- verk eftir Ingólf Þór Árnason, tón- listarmann og listmálara, sem hún keypti fyrir einum 10 árum þegar hún flutti að heiman. „Mér fannst vanta eitthvað menningarlegt inn í litlu íbúðina mína.“ Yfir sófanum í stofunni hangir risastór mynd frá New York sem Marta María rakst á í Ikea og keypti strax. „Hún passar svo vel á þennan vegg.“ Í stofunni er líka hilla sem hún smíðaði sjálf. „Ég mældi allt sem þurfti að fara í hilluna og lét svo saga efnið niður fyrir mig. Upphaflega átti hillan að vera svört en svo kom vin- kona mín sem er arkitekt og sagði: „Nei, nei, nei, þú verður að hugsa út fyrir rammann. Hillan á ekki að vera svört. Ég myndi hafa hana ómálaða.“ Hún er í viðarlitnum en alltaf má mála hana síðar, ef vill.“ Augljóslega hefur húsmóðirin áhuga á sterkum litum því bleikt og appelsínugult er áberandi á heimilinu en appelsínuguli sófinn í stofunni er úr Ikea. „Bleikt og appelsínugult, fjólublátt og gyllt eru mínir litir, ekta ég. Ég hef verið svona frá því ég var lítil, finnst bleikt alltaf fallegast. Svo tók hjartað í mér aukakipp þegar ég hnaut um gullhnífapör í sumar. Ég varð að eignast þau. Það er vel hægt að vera með gyllt án þess að það sé kerlingalegt. Ég held að gullið verði mjög vinsælt hjá fólki næstu árin.“ Hér hefur frúin gaman af að breyta, færa til hluti og búa til upp- stillingar. Hún segir eiginmanninn alveg hættan að spá í hvort eitthvað nýtt sé komið á heimilið. Hann haldi bara að það hafi verið í næsta her- bergi. „Hann hefur enga yfirsýn yfir hvað til er á heimilinu. Í fyrra fjölgaði borðstofustólunum um helming. Hann tók ekki eftir neinu,“ segir Marta María og skellihlær. Við mæl- um með að Jóhannes líti vel í kring- um sig á næstunni og kanni hvað hún hafi verið að bralla. Miðpunktur Borðstofan er kannski ekki rólegasti hluti hússins en reyndist vinkonunum Mörtu Maríu og Þóru Sigurðardóttur frábær vinnustaður í sumar þar sem þær sátu við borðstofuborðið og lögðu lokahönd á bókina, þú bara vissir…, sem þær skrifuðu í sameiningu. Veggfóður og bleikur gafl Húsmóðirin bólstraði gaflinn en húsbóndinn fékk það verkefni að festa hann á vegginn. Svo var keypt flott veggfóður og sett á vegginn. Það á áreiðanlega eftir að veggfóðra meira í húsinu. Ég hef verið svona frá því ég var lítil, finnst bleikt alltaf fallegast. Svo tók hjartað í mér aukakipp þegar ég hnaut um gullhnífapör í sumar. Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 39 Einar Falur Ingólfsson. Kjartan Þorbjörnsson. Komin er út bókin Í fyrsta kasti eftir ljósmyndarana og stangveiðimennina Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson. Jólagjöf stangveiðimannsins Í þessari glæsilegu bók er að finna fjölda skemmti- legra veiðisagna frá tugum viðmælenda þeirra félaga ásamt óviðjafnanlegum ljósmyndum frá mörgum helstu veiðisvæðunum hringinn í kringum Ísland. Áskrifendum Morgunblaðsins býðst að fá þessa stórglæsilegu bók á sérstöku verði með 25% afslætti. Fullt verð er 4.990 krónur en verð til áskrifenda er 3.750 krónur. Bókina geta áskrifendur fengið í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2, 110 Reykjavík eða pantað hana á mbl.is. M bl 9 40 60 2 „Feiknamerkileg bók, stútfull af spennandi upplýsingum um veiðiár- og vötn.“ Bjarni Brynjólfsson, Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.