Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 63 Þvert ofan í spár um andlátgeisladisksins virðist hannlifa góðu lífi hér á landi ef bornar eru saman tölur um útgáfu á milli ára. Hingað inn á blaðið bár- ust til að mynda tæplega 140 ís- lenskar plötur á síðasta ári, og verða þær álíka margar þetta árið – 137 eru komnar og enn þrjár vikur til jóla.    Tuttugu fyrirtæki gefa út þettaárið, tíu færri en á síðasta ári, en stærstan hlutann gefa lista- mennirnir sjálfir út, tæplega sjötíu plötur, sem er hærra hlutfall en á síðasta ári þegar fimmtíu listamenn eða hljómsveitir gáfu út sjálfar.    Skýringar á breyttu útgáfu-mynstri er að hluta að leita í því að á síðasta ári gáfu 12 tónar út tuttugu plötur, sumar í samvinnu við listamennina, en ekki nema fjór- ar plötur að þessu sinni. Sena send- ir líka frá sér eitthvað færri titla að þessu sinni, en Smekkleysa ívið fleiri, svo stærstu fyrirtækin séu nefnd.    Fleiri ástæður má tína til. Til aðmynda er auðveldara fyrir einstaklinga að annast alla þætti út- gáfunnar, taka tónlistina upp heimavið, í æfingahúsnæði eða heimasmíðuðu hljóðveri, hljóð- blanda og gera frumeintak, hanna umslag og síðan brenna sjálfir eða láta framleiða ytra. Margir kjósa því að gera allt sjálfir og eiga fyrir vikið allt sjálfir, allan útgáfurétt, og geta gert við upptökurnar það sem þeir vilja, til að mynda samið við erlend fyrirtæki um útgáfu. Samkvæmt heimildum mínum erplötusala hér á landi áþekk og á síðasta ári þegar litið er til ís- lenskrar tónlistar, jafnvel meiri, þótt ekki séu öll kurl komin til graf- ar, nema hvað. (Þess má geta í þessu sambandi að sala á erlendri tónlist er áþekk og á síðasta ári.) Plötuútgáfa hér á landi hefurekki reynst gróðabisness í gegnum árin þótt dæmi séu um plötur sem selst hafa í bílförmum og skilað góðum hagnaði. Allajafna reyna fyrirtæki að gefa út sem flesta söluvænlega titla, vona síðan að nógu margir seljist nógu vel til að þeir skili arði svo hægt sé að reka fyrirtækið með hagnaði og borga hallann af slæmri sölu.    Tónlistarmenn hafa væntanlegaflestir annað í huga en hagnað þegar þeir gefa út sínar plötur sjálfir, þótt eflaust ætli allir að hafa upp í kostnað. Sá kostnaður er og mun minni hjá einyrkja en hjá stór- fyrirtæki þar sem meiri markaðs- kostnaður kemur eiginlega af sjálfu sér.    Þeim íslensku tónlistarmönnumhefur fjölgað ört undanfarin ár sem náð hafa að hasla sér völl á erlendum vettvangi og geta fyrir vikið lifað af tónlistinni þótt kaupið sé ekki hátt. Margir líta þeir enn á Ísland sem sinn heimamarkað og treysta á að ná kostnaði af upp- tökum inn hér heima, til að mynda með því að selja plöturnar sjálfir eða með því að semja við íslenskt fyrirtæki um útgáfu og ná sam- komulagi um fyrirframgreiðslu sem dekkað getur upptökukostnað. Þeim finnst síðan mörgum í fínu lagi að semja við erlendan útgef- anda um að sá fái útgáfuréttinn frítt, enda finnst þeim þá meira í húfi. Einyrkjum fjölgar í plötuútgáfu AF LISTUM Árni Matthíasson » Plötusala hér á landier áþekk og á síðasta ári þegar litið er til ís- lenskrar tónlistar, jafn- vel meiri. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Dugnaður Magnús Þór Jónsson gerir sitt til að halda íslenskri plötuútgáfu lifandi – gaf út tvær plötur á árinu. arnim@mbl.is Aðventusýningin Leitin að jólunum Eftir Þorvald Þorsteinsson með tónlist eftir Árna Egilsson Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson Barnasýning ársins 2006 Í dag 1/12 kl. 13.00 og 14.30 uppselt 2/12 kl. 11 uppselt 8/12 kl. 13.30 og 14.30 uppselt 9/12 kl. 11 uppselt 15/12 kl. 13.30 og 14.30 örfá sæti laus 16/12 kl. 13.30 og 14.30 uppselt 22/12 kl. 13.30 og 14.30 örfá sæti laus 23/12 kl. 13.30 og 14.30 Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.